Tíminn - 10.07.1966, Síða 8

Tíminn - 10.07.1966, Síða 8
8_ I" TIMLINN SUNNUDAGUR 10. júlí 1966 Við ána Ituri, átta mílur suð ur af Nia Nia í norðaustur Kongó, hafði uppreisnar- her veitt stjórnarhersveit um, sem í voru 600 Kongó menn og 100 hvítir málaliðar, fyrirsát.og buldi skothríðin á þeim. Skyndilega flugu þrjár flugvélar af B-26 gerð yfir frumskóginn og köstuðu sprengjum til þess að ryðja braut í gegnum raðir upp- reisnarhersins fyrir stjórnar hersveitirnar, sem Bandarík in studdu. Flugmennirnir voru Kúbu- menn, andstæðingar Castrós, reyndir hermenn frá innrás- inni í Svínaflóa á Kúbu, þrem árum áður, árið 1961, það var látið líta svo út, að einkafyrir tæki í Flórlda stæði straum af kostnaði við starf þeirra. Flug virkjarnir voru evrópskir vél- fræðingar, sem höfðu ve- ið ráðnir cftir auglýsingu í Lundúnablöðunum. Banda rískir stjórnarerindrekar og aðrir borgaralegir embættis- menn skipulögðu ferðina. Ábyrgðarmaður, fjárhalds- maður og framkvæmdar stjóri flugleiðangursins var Leyniþjónustan. Hve fljótt og árangursrikt henni tókst að mynda-flugher í Kongó, hafði úrslitaáhrif á afskipti C.I.A. þar. Stjórnmálaleiðtogar Banda ríkjanna voru ávallt ábyrgir fyrir aðferðum C.I.A. og fögn uðu þeim. Það voru þessir stjórnmála menn. sem ákváðu að gera Leyniþjónustuna að stjórn- málalegu og hernaðarlegu verk- færi í málum Kongó, eftir ár- anguíslitið starf utanríkisþjón ustunnar í fimm ár. Það var aðeins innan hear, sem ráða menn Hvíta hússins, utanrík isráðuneytið og Pentagos gátu fundið menn, sem voru færir Oleg Penkovsky um að stöðva myndun komm- únistastjórnar og koma á stjórn vinveittri Bandaríkj- unum og láta hana halda völd um. Áhrifa C.I.A. á stefnu Banda- ríkjanna gætir mjög í stóru og smáu, á degi og óttu. Hún safnar ekki aðeins upplýsingum heldur metur hún þær og veg- ur. Hún skipuleggur ekki að eins víðtækar aðgerðir heldur stöðvar aðgerðir andstæðing- anna. Það er ekki einungis að C.I. A. vinni gegn Sovétríkjunum heldur vinnur hún gegn starf- semi kommúnistaflokka utan Sovétríkjanna. Þegar austrið og vestrið fóru að glíma um völd í hinni víð áttumiklu og vanþróuðu Kongó árið 1960, eftir að Kongó hafði komist undan yfirráðum Belga, breyttist lítilfjörleg skrifstofa C.I.A. í Leopoldville í raun- verulegt sendiráð á einni nottu og smækkaða eftirlíkingu af hernaðarmálaráðuneytinu. Þetta var ekki gert til að keppa við sendiráð Bandaríkj- anna og hermálaráðunauta held ur til að notfæra sér leynd og undirróðursstarfsemi C.I.A. í hinni ólgandi baráttu milli margra andstæðra afla. Leyniþjónustan hafði við ekkert að styðjast, vegna þess að Belgar höfðu bannað Banda- ríkjamönnum að hitta kongóska embættismenn. Þá sendi C.I.A. njósnara til Kongó til að kynna sér allt um stjórnmál landsins, styðja líklega leiðtoga og styrkja þá fjárhagslega, svo að þeir kæmust til valda og gera þá þannig háða sér. C.I.A., fann fljótlega Joseph Mobutu, Victor Nendaka and Albert Ndele, af því að hún var fær um að safna upplýsing- um úr öllum áttum í flýti og kaupa heimildir. Hún hafði nóg eyðslufé án aðhalds, sem aðrar stjórnarstofnanir hafa: Þessir menn urðu forseti landsins, vegamálaráðherra og bánka- stjóri landsbankans, og jók það virðingu manna á framsýni og aðferðum Bandarikjamanna. Áhrif C.I.A. eru slík, að Leyniþjónustan var ásökuð um morðið á Patrice Lumumba. Fréttaritarar, sem voru í Kongó eru sannfærðir um, að C.I.A. átti engan þátt í morð- inu, þótt hún ætti virkan þátt í að koma Cyrilla Adoula til valda um tíma sem eftirmanni Lumumba. Sagt er, að peningar og gljá- andi amerískir bílar hafi ráðið úrslitum að Adoula komst til valda. Það var einfaldlega boð- ið hærra í njósnara Rúss- lands, Tékkóslóvakíu, Egypta- lands og Ghana, begar ekki var hægt að blekkja þá. Fyrir forsetakosningar höfðu keppinautar frá leyniþjónust- um austurs og vesturs nærri því hrasað um hvern annan, þegar þeir geistust inn og út úr heimilum þingmanna til að hafa áhrif á þá. Daginn, sem nafnakallið fór fram, sátu full- trúar Bandaríkjanna og Tékkó slóvakíu rétt hjá hvor öðrum á svölum þinghússins með lista yfir nöfn þingmanna. f hvert sinn, sem þingmaður. sem hafði lofað öðrum þeirra stuðn ingi reyndist hafa svikið hann, þá veifaði hann sigri hrósandi til mótstöðumannsins. Að lok- um vann Adoula með fjögra at kvæða meirihluta. Það þarf meira til en peninga. . Á Kongótímabilinu sögðu menn, að áður fyrr hefðu þeir haldið, að hægt ^æri að leysa erfið stjórnmálavandamál með peningum einum en nú sæu þeir, að tii þess þyrftu þeir miklu margslungnari aðferðir og endingarbetri áhrif. Verkahringur C.I.A. óx óð- fluga. Þegar Moise Tsjombe haíði komist aftur til valda í Kongó, vegna áhrifa Bandaríkjamanna, varð Bandaríkjamönnum Ijóst, að þeir þörfnuðust stra vopna, flugvéla, peninga og bíla tii að vernda stjórnina í Leopold ville, sem var þeim hlynnt. Þetta starf var í verkahring varnarmálaráðuneytisins, en til að íhlutun Bandaríkjanna yrði ekki of augljós og að verkið yrði fljótt og vel unnið, þá leitaði stjórnin aftur til C.I.A. Leyniþjónustan hafði réttu samböndin. Hún þekkti Kúbu menn í Miami og færni þeirra sem flugmanna. Hún hafði þá aðstöðu að geta ráðið þá, útbú- ið þá og greitt þeim. Moise Tsjombe Hún gat ráðið 20 brezka vélaviðgerðarmenn án opin- berra afskipta og lagt til sér- fróða herfræðinga úr eigin röð- um eða fengið til þess Banda- ríkjamenn á sérsamningi. Ennfremur fundu nokkrir njósnarar C.I.A. sig tilneydda til að fara í leiðangur til að hjálpa málaliðsmönum frá Suður-Afríku og Rhodesíu. Ut- anríkismálaráðuneytið þrœtti fyrir það I fyrstu, en krafðist síðan að Bandaríkjamenn héldu sig frá bardögunum. En utanríkismálaráðuneytið gladdist yfir hve vel aðgerðir þeirra heppnuðust, því þeir misstu engar flugvélar og skemmdu enga mannabústaði. Annars staðar. Á baráttuárunum í Kongó var C.I.A. jafnframt að smygla Tíbetbúum inn og út úr Rauða Kína, fá upplýsingar frá Oleg Penkovsky ofursta um hernað- arieyndarmái Ráðstjórnarríkj- anna njósna um skotvopnaaukn ingu Sovétríkjanna og afturköll un herbúnaðar á Kúbu, rann- saka heimsblöðin og útvarps- dagskrár, spá um ianglífi mestu stjórnmálaleiðtoga heimsins, fylgjas-t með vopnasendingum og nýjungum i vopnafram- leiðslu, afla sér upplýsinga, kynna sér slúðursögur fyrir forsetann os? allar helztu stjórn ardeildir. f öll þessi störf ræður C.I.A. í þjónustu sína um 15 manns og eyðir um hálfri billjón dollara árlega. Aðalbækistöðvamar, heila- og taugamiðstöð C.I.A., „upp- lýsingageymsla“ þessarar víð- áttumiklu leyniþjónustu og að gerða, er til húsa í nýtízku átta hæða byggingu við ána Potamac átta mílur frá Wash- ington. Umhferfi hennar er 140 ekrur af ræktarlandi og skóglendi. í þeasu skógi vaxna umhverfi sem líkist helzt enskum dádýra garði vinna um 8.000 starfs- menn: forstjórarnir, skipuleggj ararnir og sérfræðingamir. Ef þeir lifa ekki klausturlífi þarna þá lifa þeir að minnsta kosti nokkurs konar háskólalífi með verkefni sem þeir em að rann- saka eða áætlanir, sem þeir eru að undirbúa. Áður fyrr var C.I.A. í mörg- um byggingum, sem voru dreifð ar um Washington. Þ©tta hafði í för með sér vandamál og aukin útgjöld. Upp úr 1950 voru 30 millj. dollara veittar til nýrra sam- stæðra aðalbækistöðva. Var þessi útgjaldaliður skráður hjá annarri ríkisstofnun ogekki sagt til hvers peningarnir væru Nefnd í þjóðþinginu strikaði út þennan útgjaldalið og vissi ek'^ttl hvers hann var. Þegar Allen W. Dulles, sem þá var æðsti maður C.I.A. kom aftur 1956, bað hann um 50 milljónir dollara og þjóðþing- ið veitti honum 46 milljónir dollara. Hann sagðist ætla að kaupa 750 ekrur af ríkisjörð við ána Potamac og sagði, að „einangran staðarins, útsýni og skóglendi" mundi veita Leyni- þjónustunni það öryggi, sem hún þyrfti. Þótt þessi gráleita bygging sé efalaust eins örugg og girð- ingar, varðmenn, peningaskáp ar og rafeindatæki geta gert hana, þá er staðurinn tæplega leyndarmál. Stórt skilti á Ge orge Washington Parkway, sem vísaði veginn til Leyniþjónust- unnar hefur verið tekið í burtu en þúsundir manna vita, að hægt er að komast að aðal- bækistöðvunum, ef farið er út af þessum sama vegi, þar sem nú stendur sðáltið B. P. R., „Vegamálaskrifstofan." Bak við vingjarnlegan varð- mann við hliðið er stór rétt- hyrnd by.gging með fjóram álm um, rimlar eru fyrir gluggum á jarðhæð, sem era sýnilegt tákn fyrir það, sem ætlað er, að sé ósýnileg stafsemi. Af skipulagsástæðum er að- albækistöðvum C.I.A. skipt í fjórar deildir. sem hver hefur sinn fulltrúa. Það er áætlunar- deild, njósnadeild, vísinda- og tæknideild og hjálpardeild. Starf deildanna. Vísinda- og tæknideildin fylg ist með tækniþróun í vísindum og vopnagerð, þar á meðal kjarnavopnum. Hún rannsak- ar myndir, sem könnunarflug- vélar af U-2 gerð og geim- hnettir taka. Hjálpardeildin sér um útveg- un tækja og útreikninga, sam- göngur og öryggi, þar á með- al dulmál C.I.A. Áætlanadeildin og njósna- Joseph Mobutu deildin eru grundvöllur Leyni- þjónustunnar. Þær eru heili og hendur hennar. Njósnadeildin sér um að safna, rannsaka ‘og meta upp lýsingar úr öllum áttum og gefa daglega og reglulega leyni skýrslur um mikilvæg lönd, fólk eða horfur, fyrir forset- ann, öryggisnefndina og aðal- ráðgjafa forsetans. Allar upp- lýsingar um hernað, stjórnmál, hagfræði, vísindi og iðnað eru malaðar í myllu njósnadeild- arinnar. Ef til vill kemur um einn fimmti af upplýsingunum, en ekki endilega þær mikilvæg- ustu, frá njósnurum erlendis, en sumir þeirra starfa mjög leynilega en aðrir ekki. Flest- ar þessar upplýsingar eru tekn ar úr erlendum dagblöðum, vís indaritum, iðnaðarritum, skýrsl um annarra stióraadeilda, öðr um leyniþjónustum og erlend- um útvarpsstöðvum, sem C.I-A- stöðvar um allan heim fylgjast með. Sérfræðingar á öllum sviðum. Njósnadeildin skiptist niður, í landfræðileg svæði, þar sem sérfræðingar á öllum sviðum, starfa. Þar vinna málamenn, efnafræðingar, eðlisfræðing ar, lífeðlisfræðingar, land- fræðingar, verkfræðingar, geð- læknar og jafnvel búfræðingar jarðfræðingar og skógarverðir. Árangursríkt starf þessara sérfræðinga er oft undravert, þegar upplýsingarnar, sem þeir vinna úr, eru óljósar. Til dæm is: Eftir auðfengnum upplýsing um hafa þeir gert áreiðanleg- ar rannsóknir á langlífj er- lendra þjólaleiðtoga. í einu tilfelli var ekki svo auðvelt að fá upplýsingar um heilsufar eins leiðtogans. Þá stálu menn frá C.I.A. þvagprufu á sjúkrahúsinu í Vin, þar sem hinn mikli maður var til lækn inga, og gerðu eftir henni merkiiega heilsufarsskýrslu. Siglingafræðingum C.I.A. var kunnugt um fyrsta farminn af sovézkum vopnum á leið til Kúbu, áður en rússnesku flutn ingaskipin höfðu siglt út úr Svartahafinu. Nokkrir mannfræðingar í að albækistöðvum C-I-A. starfa að rannsóknum á litlum þjóðfé- lögum, en hernaðarlega mikil- vægum, eins og þjóðflokkum í fjöllum Laos og Vietnam. Kona nokkur hefur starfað alla tíð í Leynibjónustunni við að safna upplýsingum, rann- saka þær og gefa skýrslur um alla varðandi Sukarnó Indónes- íuforseta, „og ég meina allt, sagði fréttaritari. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.