Tíminn - 10.07.1966, Qupperneq 9
SUNNUDAGUR 10. júlí 1966
TÍMINN
Dýrðardagur
Ég minnist, minnist þeirra
dýrðardaga.
Ég drengur reið í stórum hóp
á fjóllin.
Við fórum Sand. Og seint í
Blönduhaga
við settum tjöld í þyrping yfir
völlinn.
Ég lá við skör. Enn man égl
móðuniðinn,
þó mörgu lífsins ár nú séu
liðin, —
og þreytt og syf juð höfuð
lögð á hnakka,
en hestabit og traðk við
fljótsins bakka.
Svo hefur Einar Benedikts-
son upp kvæði sitt, Stórasand,
og víst er við hæfi að leggja
þær Ijóðlínur á vör þessa dýrð-
ardaga íslenzks sumars. Vikan
sem leið var hlý, mild og góð.
Hún var góð bændum og fiski-
mönnum, ferðamönnum og slæp
ingjum. Hin síðfæddu grös hafa
keppzt við að vaxa og notfæra
sér hinn hlýja og tvöfalda sól-
dag Jónsmessuskeiðsins. Við
höfum enn notið dýrðardaga,
sem lifa munu í minningum.
í stórum hóp á
fjöllin.
fráðleysi hefur ríkt að undan-
||!!! förnu í útgerðarmálunum. Borg
arstjórnaríhaldið hefur á síðustu
árum verið með öllu ófáanlegt
1111 til þess að taka útgerðarmálin
í heild til gagngerðrar endur-
skoðunar og hefur fellt hvers
konar tillögur um það. Þegar
borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins, Einar Ágústsson og
Kristján Benediktsson, fluttu
fyrir ári tillögu um það, að efnt
væri til gagngerðrar könnunar
og leitar að framtíðarleiðum,
sendi íhaldið upp í ræðustól
pilt með alls konar hagræðing-
artölur um það, hve útgerð í
Reykjavík væri með miklum
blóma, og lét hann segja að eng-
in þörf væri að hugsa um fram-
tíðina í þessum efnum. Vísaði
síðan tillögunni frá. Nú er öf-
ugþróunin orðin enn skýrari.
Hver togarinn af öðrum gefst
upp, og fiskvinnslustöðvarnar i
Reykjavík horfa fram á hráefn-
isleysi og stöðvun. Loks nú, þeg-
ar samdrátturinn er að komast
á lokastig, fæst íhaldið til þess
að samþykkja tillögu um athug-
un. Er þetta að vísu töluverður
viðburður, en nú mætti spyrja,
hvort ekki hefði verið meira vit
í því að samþykkja athugun þess
ara mála fyrir einu eða tveimur
árum, og ef til vill hefðu þá úr-
ræði verið nær nú, ef þessi at-
hugun hefði staðið ein tvö síð-
ustu árin.
Þó er það allstór hópur manna
sem hefur enn ríkari ástæðu en
nokkrir aðrir til þess að rifja
upp erindi Einars um Stórasand
því að þeir lifa á nýjan leik
þau undur, sem Einari urðu
kveikja að einu stórbrotnasta
ljóði hans, og hverfa þessa sum-
ardaga inn í þúsund ára ferða-
sögu þjóðarinnar á hestbaki um
íslenzk öræfi. í fyrradag lögðu
fylkingar ríðandi fólks frá Skóg-
arhólum í Þingvallasveit af
stað norður heiðar um Kalda-
dai, Arnarvatnsheiði, Tvídægru
og Stórasand, og er ferðinni
heitið til Hóla á hestaþing í nýj-
um stíl. Ekki verður um það
sagt, hvort þetta er fjölmenn-
asti flokkurinn, sem þessa slóð
ir fer milli fjórðunga, en jafn-
vel á gullöld eða Sturlungaöld
hafa varla oft farið fleiri sam-
an. Og fólkið, sem nú heldur
„í stórum hóp á fjöllin“ mun
síðar „minnast þeirra dýrðar-i
daga“ og „muna móðuniðinn“!
mörg lífsins ár.
Hin nýja öld hestamennskunn
ar er satt að segja einhver
ánægjulegasta endurvakning;
stórbrotinnar íslenzkrar hefðar
og heilbrigðrar lífsnautnar, sem;
orðið hefur í skemmtanalífi þjóð j
arinnar ó síðustu áratugum, og
af þessari skemmtan er þroska
og manndóms að vænta, en það
verður vada sagt um alla
skemmtan, sem þjóðin iðkar um
þessar mundir.
Þess vegna er rík ástæða til
þess að óska ferðafólkinu góðr-
ar og gifturíkrar ferðar norð-
ur fjöll, og að hestaþingið að
Hólum verði nýr áfangi á þeirri
braut að efla ræktun íslenzkra
gæðingsins.
Handhafi vonar-
Hestamenn haida af staS norður frá Skógarhólum í Þingvallasveit. Fylkingin ríður norSur meS Ármannsfelli
áleiSis á Kaldadal.
Me nn 09 mákfni
innar.
í lok vikunnar, sem leið, sótti
okkur heim góður gestur, U
Thant framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, og ef nokkur
maður í þessum heimi gæti um
þessar mundir talizt handhafi
vonarinnar, þeirrar vonar, sem
mannkynið á heitasta, vonarinn-
ar um frið, þá líta menn til
hans. Samt er sú von engan veg-
inn björt um þessar mundir, og
fjarri lagi væri að segja, að hinn
góði austurlenzki gestur okkar
hefði komið til þess að auka
á bjartsýni okkar. U Thant er
ekki bjartsýnn maður um of, en
hann er raunsær og virðist búa
yfir þeim eiginleikum, sem von-
ir má öðru fremur byggja á —
þolgæðinu og víðsýninu. Ef til
vill verður ekki sagt, að U
Thant hafi unnið stórvirki eða
sett niður deilur þjóða með
skorungsskap þennan tíma, sem
hann hefur haft fjöregg friðar-
vonarinnar í hendi og verið
framkvæmdastjóri S.þ. en þó
má benda á margt, sem hon-
um hefur tekizt að færa til betri
vegar, og honum hefur heppnazt
fyrirrennurum sínum fremur,
að afla sér almenns trausts og
tiltrúar andstæðra þjóða fyrir
réttsýni og óvilhylli, og það
traust getur þegar á reynir orð-
ið þyngra lóð á vogarskál frið-
ar en umbrotasöm tilþrif.
Það duldist engum þeim, sem
hlýddu á erindi U Thants í fyrra
dag, að hann er gáfaður maður
og þjálfaður í dyggðum kyn-
stofns síns, og leitar þangað
styrks og leiðbeiningar í vanda-
sömu starfi og mati mála og við-
horfa. Hann gerir sér glögga
grein fyrir meginlínum og meg-
inorsökum og skilgreinir hvort
tveggja á einfaldan hátt. f
kenningu hans er þolgæðið og
I umburðarlyndið hornsteinar, um
burðarlyndi við sjónarmið ann-
arra.
Mörgum mun verða umhugs-
unarefni þau þrjú meginskil-
yrði, sem hann taldi forsendu
þess, að friður næðist í Viet-
Nam, og jafnframt það mat hans
á málum, að sá friður sé nú
töluvert fjarlægari en fyrir
einu ári. Þessi þrjú skilyrði —
að loftárásum sé hætt og dregið
úr hernaðaraðgerðum á landi.
réttur beggja stríðsaðila til
sjálfstæðrar samningsgerðar við
urkenndur og þjóðinni síðan
tryggt tækifæri til sjálfsákvörð-
unar virðist í fljótu bragði ekki
vera annað en það, sem allir
aðilar hafa lýst sig sammála um
og teljast sjálfsagður grundvöll-
ur, en þó er svo óralangt í þetta
samkomulag. Áheyrandanum
verður líka hugsað til hinnar
einföldu en skýru skilgreining-
ar hans á fjórum meginorsök-
um styrjalda —- sem hann taldi
vera trúarbragðadeilur, mismun
andi stjórnarkerfi og stjórnmála
skiðanir, kynþáttamisrétti og
kynþáttafordáma, og áráttu til
þess að drottna yfir öðrum. Við
erum ef til vill á sæmilegum
vegi með að útrýma einni stríðs
orsökinni, trúarbragðadeilum,
og umburðarlyndi í þeim efn-
um hefur þroskazt að mun, en
hinar orsakirnar eru okkur enn
sem ókleifur hamar. Við vitum
ekki, hvernig sigrast skuli á
þessum torfærum, en við vitum,
að vopnin í þeirri baráttu verða
þau, sem U Thant notar — þol-
gæði, umburðarlyndi og víðsýni.
En hvar er sú vopnasmíðja, sem
smíðar mannkyni nægar birgð-
ir þeirra vopna?
Er togaraöldin á
enda?
í útgerðarmálum tala íslend
ingar um aldir. Fyrir 50 árum
var skútuöldin að enda, og tog-
araöldin tók við skömmu síðar.
Nú tala menn um að togaraöld-
in sé á enda. En hvaða útgerð-
aröld tekur þá við? Hvaða veiði-
tækni nýrra skipa gefur næstu
útgerðaröld nafn? Það mun tím-
inn leiða í Ijós, en þeir atburð-
ir, sem eru að gerast í togara-
útgerðinni, sýna, að fullkomin
ástæða er til þess að staldra við.
Það má telja óvéfengjanlega
staðreynd, að togaraútgerðin
með sín gömlu skip er ekki
rekstrarhæf við þau skilyrði,
sem hún hefur, þrátt fyrir mikla
opinbera styrki. Þessi gömlu
skip munu því leggjast að landi
hvert af öðru. Sjómennirnir fá
ef til vill rúm á öðrum skipum,
en stór og mikilvæg atvinnutæki
í landi, frystihúsin, munu stööv-
ast að meira eða minna leyti,
ef látið verður arka að auðnu
í þessum efnum. Ef togaramir
hverfa, án þess að ný fiskveiða-
öld hefjist með nýjum skipum
og nýrri veiðitækni, verða af
því fyrirsjáanleg áföll. Það, sem
nú skiptir máli, er að aldaskil-
in verði sem áfallaminnst, og
togaraútgerðin komist sem fyrst
í nýjan áfanga.
Reykjavík á t.d. mikið í húfi
í þessum efnum, og ótrúlegt
Yfirkyndararnir
Stórhækkun sú, sem borgar-
stjórnaríhaldið boðar nú á hita-
veitugjöldum, eða 40—50% er
merkilegt tímanna tákn um það,
hvemig yfirvöld, sem eiga að
teljast ábyrg, hafa alveg gefizt
upp við að berjast gegn dýrtíð-
inni. Þegar ríkisstjórnin skellti
á fiskhækkuninni frægu í vor,
markaði sá atburður þau þátta-
skil, að ríkisstjórnin gafst opin-
berlega og í augsýn alþjóðar
upp við að hamla gegn verð-
bólgu og dýrtíð, en hafði þó
fram að því þótzt hafa einhverja
tilburði til þess, þó að í reynd
væri það oftast aðeins augna-
þ:ónusta. Borgarstjórinn og kapp
ar hans í stjómarliði höfuðborg-
arinnar hafa líka þótzt berjast
gegn verðbólgu, og ætíð þeg-
ar þeir hafa hækkað gjaldskrá
einhvers þjónustufyrirtækis
borgarinriar, hefur verið kapp-
kostað að sýna og sanna, að
hækkunin væri aðeins til sam-
ræmis við orðnar almennar
í ækkanir verðlags og kaupgjalds
en á engan hátt farið fram úr
þvá.
En með tillögunni um stór-
hækkun hitaveitugjaldanna sem
er allt að þrefalt meiri en al-
menn hækkun á síðasta ári,
gengur borgarstjórinn opinber-
lega fram fyrir skjöldu með
fullt fang eldsneytis og kastar
á dýrtíðarbálið. f stað þess að
fylgjast aðeins vel með dýrtíð-
inni áður, tekur hann upp þá
stefnu rekstri borgarfvrir-
tækja að taka stór stökk fram
fyrir dýrtíðina, gera fyrir ókom-
inni verðbólgu og leggja þann-
ig stórt og nýtt lóð á vogarskál
verðbólgunnar, gerast opinber
kyndari hennar. Þannig á þjóð-
in nú tvo vaska kyndara í þjón-
ustu sinni, borgarstjórann og
forsætisráðherrann, sem vinna
á skiptivöktum að því að kynda
hina miklu gufuvél verðbólg-
unnar.