Tíminn - 10.07.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.07.1966, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 10. iúlí 1966 TÍMINN Tl ÚTVARPIÐ FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL CEVAFOTO LÆKJARTORCI Þann 11. júní voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Birna Gróa Kristjánsdóttir og hr. Leiv Ryste. Heknili þeirra verður í Kaup mannahöfn. (Studio Guðlmundar, Garðastræti 8, simi 20800) Laugardaginn 25. júni voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af Dr. Jakobi Jónssyni ungfrú Hrafn- hildur Bergdís Egilsdóttir Eskihlíð 13 og Garðar Briem, Tjarnargötu 28. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson.) ! hvern til að líta eftir sér. Mér virðist hann leggja alltof hart að sér og alls ekki vera hamingjusam ur, en hann mundi sennilega sálga mér, ef ég segði eitthvað þvilíkt i við hann. I Svo að hann virtist „alls ekki hamingjusamur". Hann, sem aldr- ed sýndi tilfinningar sínar, gat það verið, að Lafði Amanda væri að láta ímyndunaraflið hlaupa með ! sig í gönur? I Það var barið að dyrum á skrif ,stofu hennar og hún braut bréfið saman í flýti og kallaði „kom inn > Judy kom þjótandi inn og sagði með öndina í hálsinum: — Ég má alls ektó vera hérna, elsikan j— en ég gat sloppið burt nokkr ar mínútur og gat ekki staðizt það að skjótast hingað til að sýna þér þetta. Hún rétti fram dagblað og benti á fyrirsögnina „ slúður- sögur“. Síðan tók hún að lesa um Söndru og Vere Carrington, og bollaleggingar um, hvort þau væru að fara að gifta sig. Jill sai stíf í stólnum og var fegin því, að dagblaðið var á milli hennar og Judy, en þegar hún hafði lokið lestrinum, var hún búin að ná valdi yfir sjálfri sér aftur og gat neytt sjálfa sig til að brosa og segja alveg eðli lega; -<•&«* tit\ ðg — Blaðamenn eru svo sannár- lega! ófyrirleitnustu skepnur í heiminum. Judy kinkaði kolli. — En ég sagði þér að hann væri mann- legur! Og hún játar næstum því, að það sé eitthvað á milli þeirra. Ég vona, að það verði eitthvað — ég get ekki ímyndað mér hann hamingjusaman með stúlku, sem hefur svona óskaplega mikil- vægt starf, en þú? Auðvitað verð ur hann hreykinn af henni, hver anundi efeki verða það? Bn — cg þori að veðja, að allt á eftir að fara í háaloft, fyrr eða síðar. Mér þætti gaman að vita, hvort vinn ur. Hún hló. Það er nú samt spenn andi að hugsa til þess, að þetfa byrjaði allt hérna, finnst þér það ekki? — Ef Sandra átti raunveni lega við það, vona ég að þau verði hamingjusön, sagði Jill hljóðlega. En farðu nú, í guðs bænum, ég á hræðilega annríkt. — Allt í lagi. Sé þig seinna. Judy gekik út. Þegar hurðin lok- aðist á eftir henni, tók Jill upp blaðið og las greinina aftur. „MJÖG MIKILVÆGAR FRÉTTIR. Svo að í þetta skipti hafði hann ekki bara misst stjórn á sér! Það leit því út, eins og Sandra hefði unnið. Og þar sem hún elskaði hann svo heitt, var ekki til minnsti snef ill af illgirni í huga hennar. „Góði guð, láttu hana gera hann ham- ingjusaman, bað hún. „Láttu hann verða hamingj usaman.“ Hún ték skjóta ákvörðun. Hún vissi, að hún ætlaði að gera tvennt. Hún ætlaði að fara og vera hjá Lafði Amöndu, yfir helgina. Það er alveg sama hvað það yar sárt, hún vildi vita nákvæmlega, hvað var að gerast. Og áður en hún færi, myndi hún segja Ken, að hún ætlaði að fara til Rhódes íu. n. ' Lafði Amanda fagnaði Jill ástúð lega, þegar hún kom til íbúðar hennar í Eaton Square á laugar deginum. | — Það var fallega gert af þér að koma, vina mín, og létta af mér fargi einverunnar, sagði hún. j Ég hef saknað þín. I Jill var snortin, — jafnvel þótt hún tryði ekki alveg á einver- una“, því henni hafði alltaf virzt Lafði Amanda vera manneskja með mörg áhugamál til að dunda við. En samt datt henni ekki í hug hvers vegna hin aldna hefðarfrú hafði allt í einu ákveðið að bjóða henni til sín yfir helgina. — En ég verð að segja þér hélt Lafði Amanda áfram, — þú ert ekki næstum nógu blómleg. Þú hefur horazt síðan ég sá þig síð ast. — Eg hef orðið að líta eHir tveim deildum, og hef því verið á stöðugum hlaupum, sagði JiU brosandi. Vissuð þér ekki, að ég var orðin deildarhjúkrunarkona? — Jú, þú sagðir mér það í bréf inu. Til hamingju — en mér finnst samt að þú þarfnaðist ræki legrar hvíldar og heilmikils að borða. — 0, ég borða heilmikið, sagði Jill dálítið sakbitin, þvi hún viss, að þetta var en stærsta lyg in, sem hún hafði sagt á ævi sinni. Hún hataði mat þessa dag ana og nartaði í brauðsneið hve nær sem hún. gat komizt hjá mál tíðum, þó svo það væri á m’óti reglunum. Þegar gesturinn var farinn upp í herbengi sitt, sat Lafði Amanda i bókaherberbinu og starði fram fyrir sdg, þung á brún. Hún var reglulega áhyggjufull. Stúlkan virtist svo veikluleg, að minnsti vindgustur gæti feykt henni um koll, það var ekki aðeins bað, að hún hafði grennzt, hún leit ein hvern veginn öðru vísi út. Lafði Mandy líkuðu ekki skuggarnir undir augum hennar, og þótt hún virtist vera jafn róleg og venju- lega, voru augu heanar sorgbitin. Gat það möglega ver ið svona slæmt? Var hjarta henn ar að bresta? Jill kom inn og truflaði hugsan ir hennar og í sama mund kom Price inn með teið. — Líkar þér vel við nýja starfið, spurði Lafði Amanda. — Já, það er ákaflega skemmti legt, sagði Jill. — Betra en einkadeildin? — Það er meiri fjölbreytni, og ég mun vissulega sakna þess. Jill vonaði, að sér heppnaðist að segja þetta rólega og eðlilega. Húsfrúin - leit spyrjandi á hana og hún hélt áfram: — Hef ég ekiki sagt yður, að óg er að fara frá Fagurvöllum í næsta mámiði? Ég er að fara til Suður- eða rétt ara sagt Mið-Afríku til að vinna á einkasjúkrahúsi rétt utan við Sal isbury. — Ertu að fara frá Englandi? En, elsku bam, hvers vegna í ósköpunum — Jill sagði henni frá Ken og Judy og hina góðu framtíðarmöguleika, sem þetta starf bauð upp á. Þar að auki held ég það verði gott að fá dálitla tilbreytingu — haldið þér það ekki? Hún bætti við: Ég hef alltaf haft áhuga á þessum hluta heimsins. — Ég býst við, að það sé aðeins eðlilegt að vera þannig, þegar maður er ungur o.g framagjarn, sagði Lafði Amanda dálítið dauf lega. Þrátt fyrir tiltölulega stutt kynni þeirra, var henni farið að þykja mjög vænt um Jill, og nú fannst henni sem hún bæri nokk- urs konar ábyrgð á henni. Auð- vitað var það kjánalegt, sagði hún við sjálfa sig, Jill var ógu göimul til að vita hvað hún vildi og svo mundi hún heldur ekki verða inn Tekið á móti tilkynningum í dagbékina kl. 10—12 GRÆNAR BAUNIR GULRÆTUR OG GRÆNAR BAUNIR Aðeins 1. flokks hráefni er notað. Grœnu baunirnar eru 1. flokks Alaskabaunir, framleiddar á NA-strönd U. S. A. Heildsölubirgðir: Birgðastöð SÍS, Eaaert Kristjánsson og Co. Sunnudagur 10. júlí. 8.30 Létt morgunlög. 9.10 Morg- untónleikar. 11.00 Messa í Kópa- vogskirkju séra Gunnar Árnason. 12.15 Hádegis-| útvarp. 14.00 Miðdegistón- leikar. 15.30 Sunnudagslögin. 17. 30 Barnatími. Skeggi Ásbjarnar- arar. 19.30 Fréttir. 20.00 Blóð og son stjómar. 18.30 Frægir söngv járn fyrir einni öld, Sverrir Krist jánsson, sagnfræðingur flytur annað erindi: Andvana bylttng. 20.30 Tvö hljómsveitarverk eftir Grieg. 21.00 Stundarkom með Stefáni Jónssyni og fleirum. 22,10 Danslög 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 11. júlf. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis- útvarp. 13.15 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisút- varp. 16.30 Sið-| degisútvarp. 18.00 Á óperusviði. 19.30 Fréttir 20.00 Um daginn og veginn, Ragn ar Jónsson, forstjóri talar. 20.20 Gömlu lögin sungin og leikln. 20 35 Vordagar i Riga og Tallin 4. frásögn Gunnars Bergmanns ár blaðamannaför tii Sovétríkianna 21.15 Konsert i G-dúr eftir Viv- aldi. 21.30 Otvarpssagan „Hvaö sagði tröllið?" eftir Þórl. Bjama- son (18) 22.15 „Sólnætur" smá- saga eftir Magneu Lúðvigsdóttur Helga Bachmann les. 22.40 Kamm ertónleikar: frá tónleikum Musica Nova í Austurbæjarbiói í júní s. 23.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.