Tíminn - 13.07.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.07.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið 1 síma 12323. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 156. tbl. — Miðvikudagur 13. júlí 1966 — 50. árg. Skemmtiferðaskip koma hvert af öðru 7 skip koma á hálfum mánuði SJ—Reykiavík, þriðjudag. og sérkennilegu lykt er leggur SKOTHRÍÐ Á MANNFJÖLDA I INDLANDI: 5 skotnir til bana - fimmtíu særðust Næsta liálfan mánuð koma frá strompinum við Orfirisey hingað sjö skemmtiferðaskip, með stuttu millibili, og halda fjögur'þeirra héðan til Akureyr ar. Á morgun kemur stærsta skemmtiferðaskip, sem hingað hefur komið, Nieuw Amsterdam með um 900 farþega- í glampandi sól og fögru yeðri gengu 300 Bandaríkja- menn á land hér í dag af skemmtiferðaskipinu Argentina og óku m. a. til Krísuvíkur til að skoða íslenzku náttúruna. Þeir voru að sjálfsögðu mjög ánægðir með dvölina hér og góða veðrið, og kvörtuðu ekkert undan hinni hvimleiðu að því er Tómas Zoega tjáði blaðinu í dag. Framhald á bls 14 NTB—Lucknow. þriðjudag. særðust, þegar lögreglan hóf í Fimm manns létu lífið og 60I dag skothríð á um 1000 manns í wOí Engar fyrir- framsölur á síldarlýsi KJ—Reykjavík, þriðjudag. Engar fyrlrframsölur hafa farið fram á síldarlýsi en nokkur hreyf ing hefur verið á síldar- og fiski mjöll, þótt verðið hafi ekki verið sem hagkvæmast. Aðalmarkaðslönd okkar fyrir síldanmjöl hafa verið á meginlandi Evrópu, ag þá sérstaklega Dan mörk og Holland, og munu Ðanir selja lýsið aftur til Englands að því er sagt er. Oft hefur þessi tími árs verið slæimur hvað viðvíkur sölu á síldar lýsi, en nú eru markaðirnir algiör lega lokaðir hverju svo sem um er að kenna. Eitthvað hefur að segja í þessu sambandi hin mikla framleiðsla Norðmanna á síldarlýsi og má vera að markaðirnir séu mettir um stundarsakir af þeim orsökum. Sáralítið er notað af síldarlýsi hér innanlands, og verð Framhald á bls. 14 ' ... Þetta er hollenzka skemmtiferðaskipið Nicuw Amsterdam, sem kemur hingað í fyrsta sinn f dag. Það er gríð- arstórt — 36.982 brúttólestir. USA og USSR leggja fram fvær tillögur um frið í geimnum: Samræming þeirra sögö vera möguleg indversku borginni Banda, sem er um 190 km fyrir sunnan Lucknow. Mannfjöldinn var í mótmælagöngu og var hún þáttur í 24 tíma verk- falli, sem skipulagt var í héraðinu Uttar Pradesh til þess að mót- mæla síhækkandi verðlagi. Það voru vinstrisinnaðir stjóramála- menn, sem skipulögðu mótmæla- aðgerðirnar, Þeir, sem fóru í mótmælagöng- una í Banda, réðust á skrifstofu- byggingu stjórnarinnar á staðn- um. og lögreglan gerði fyrst til- raunir til þess að dreifa mann- fjöldanum með bambuslurkum, Þetta dugði lítið og þegar farið var að kasta grjóti að lögreglu- mönnunum, hófu þeir skothríðina. Fyrr um daginn særðust marg- ir vegfarendur, þegar um 100 verk fallsmenn hófu að kasta grjóti á hraðlest, sem fór í gegnum hérað ið ,og í bænum Fateh Pur köstuðu stúdentar grjóti að járnbrautar- stöðinni. Uttar Pradesh er fjölmennasta héraðið í Indlandi, með um 75 mllljónir íbúa. f höfuðborg héraðsins, Luckn- ow, þar sem vopnuð lögregla tók sér stöðu á þýðingarmestu stöð- unum, var allt frekar rólegt. en Framhald á bls. 14. NTB—Genf, þriðjudag. Istað til átaka milli ríkjanna. Sendimenn frá Bandaríkj-! Tvö samningsatriði liggja fyr- unum og Sovétríkjunum hófuíir fundinum. í dag að ræða um, hvernig j bezt væri að tryggja friðsam-! Það var undirnefnd sú, sem lega notkun himingeimsins og!?™«nu®“ Wmrnu hafa skipað .1 _ . . . , , ,\tiL þess að f]alla um fnðsamlega vioræðurnar leiddu þegar i j notkun himingeímsins, er hóf Leita erlendis til- boöa í íþróttahús FB—Reykjavík, þriðjudag. Innkaupastofnun ríkisins dreifði fyrir nokkru bæði hérlendis og erlendls útboðsgögnum í iþrótta- hús í þeim tilgangi að fá sem beztar upplýsingar um það á hvern hátt yrði hagkvæmast að reisa hér á Iandi íþróttahús bæði við skóla og annars staðar, sem þeirra kann að vera þörf. Hefur nú verið unn ið úr tilboðum, sem borizt hafa, og í fljótu bragði virðist kostnaðar munurinn á innfluttum íþróttahús um og húsum byggðum hér á landi ekki vera eins mikilí og tipp haflega hafði vcrið ráð fyrir gert. Kröfur um íþróttahús hafa mik ið breytzt síðustu árin, sérstaklega hvað við keimur stærð þeirra, þar sem nú er víðast ekki talið rétt að byggja íþróttahús, sem ekki eru nægilega stór, þegar tillit e~ tek ið til íþróttaiðkana eins og hand- bolta, körfubolta og fleiri slíkra leikja, sem elcki eru slður iðkaðir innan húss en utan. Af þessum sökum, og vegna þess að nauðsyn legt verður að byggja mikið af íþróttahúsum á næstu árum fór íþróttasjóður rikisins þess á leit við Innkaupastofnun ríkisins, að kannað yrði, hver kostnaður væri, I ef hér yrðu reist innflutt stöðluð íþróttahús. Útboðsgögnum var dreift bæði hér á landi, til þess að fá sem beztan samanburð og svo erlendis. ! Tilboðin hafa nú verið könnuð og kostnaðurinn borinn saman, og hefur Innkaupastofnunin séð um I Framhald á bls. 14. fund sinn um þetta efni í dag. í nefndinni eiga sæti fulltrúar 28 ríkja. Arthur Goldberg, fastafull trúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lagði fram tillögu sem hefur þann tilgang að stjórna rannsókn geimsins og að hindra, að pólitísk deilumál á jörðuni flytjist til annarra hnatta um leið og mennirnir ná þangað. Fulltrúi Sovétríkjanna, Platon Morozov, svaraði með því að ákæra Gold- berg fyrir tilraunir til þess að eigna Bandaríkjunum heiðurinn af öllum tilraunum, sem gerðar hafa verið í þessu máli. Morozov sagði, að Goldberg væri að reyna að gera undirnefnd ina að áróðursvettvangi á sama tíma og Bandríkin „standa í sví- virðiiegri árásarstyrjöld í Viet- nam”. Hann sagði. að það hefði farið betur. að Goldberg hefði látið eiga sig að lýsa stjórn sinni sem eina forvígismanni alþjóðalaga. friðar og öryggis. Undirnefndin á að kynna sér tillögur frá Bandaríkjunum og So vétríkjunum um alþjóðlegan samn ing um eftirlit með geimrannsókn um. Goldberg sagði í dag. að mögulegt væri að samræma til- lögur stórveldanna tveggja ef vilji Framhald á bls. 14. GEKK FRA SVISS TIL ENGLANDS til að horfa á landa sína í heimsmeist- arakeppninni EJ—Rvík. þriðjudag. Einn áliorfendanna á leiknum milli Sviss og Vest ur-Þýzkalands í heimsmeist arakeppninni í knattspyrnu í kvöid, var sérstaklega á- nægður með sæti sitt, en eigi úrslitin að sögn brezka útvarpsins. Hann heitir Heddiger, og er fertugur gluggahreinsari frá Ziirich í Sviss. Ástæðan er sú, að hann hefur labbað alla leið ina frá Sviss til Bretlands — rúmlega 1000 kílómetra leið. Og hann þurfti ekki að eins að labba alla leiðina, heldur einnig að ýta á und an sér litlum vagni. sem i var ferðataska hans, kort og aðrir nauðsynlegir hlutir. Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.