Tíminn - 13.07.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.07.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. júlí 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN íTamkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þoi'steinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gísl^son. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- husinu, símar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — 1 lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. „Nýtt tímabil í vegafr amkvæmdum ‘4 Svo hljóSar yfirskriftin yfir forustugrein Morgunblaðs- ins í gær. Margir voru þeir, sem glöddust, þegar þeir sáu þessa fyrirsögn. Loksins, loksins skildi ríkisstjórnin, að með hinni hratt vaxandi umferð var óverjandi að búa við ófremdarástandið á vegunum lengur, og hefði nú ákveðið að gera stórátak til að koma þessum mikil- væga þætti þjóðlífsins í viðunandi horf! En brúnin þyngdist á mönnum, er þeir hófu lestur greinarinnar, því að þar sagði svo orðrétt: „Það er hins vegar ljóst, að meðan hinar miklu fram- kvæmdir við Búrfell og í Straumsvík standa yfir, verður erfitt af efnahagslegum ástæðum, og einnig vinnuafls vegna að hefja slíkar framkvæmdir, en sjálfsagt er að hefja nú þegar undirbúning að því, að þær geti hafizt jafn skjótt og þessum stórframkvæmdum lýkur að þrem- ur árum liðnum”. ,,Nýja tímabilið í vegaframkvæmdunum”, sem aðal- málgagn ríkisstjórnarinnar boðar nú, er því ekki nýtt myndarlegt átak, heldur þriggja ára stöðvun varanlegra vegaframkvæmda, og þó öllu heldur 4 ára stöðnun, því í sumar verður ekki unnið að lagningu neins vegar með varanlegu slitlagi. Það má segja, að ríkistjórnin ætli ekki að gera það endasleppt í vegamálunum. Hún hefur sífellt lagt meiri og meiri gjöld á umferðina, og með vaxandi umferð hafa tekjurnar af henni vaxið gífurlega, en stóran hluta af þessum fúlgum hefur ríkisstjórnin tekið og sett í eyðslu- hítina í stað þess að leggja féð óskipt til vegamála. Síð- an 1959 hefur ríkissjóður þannig tekið hvorki meira né minna en 2.200 milljónir króna af tekjum af umferð- inni umfram það, sem lagt hefur verið til vegagerðar. Fyrir þá upphæð hefði verið unnt að leggja malbikaðan veg norður til Akureyrar og austur að Þjórsá! Er þar miðað við kyjstnaðinn af lagningu Keflavíkurvegarins. Fram að 1959 lagði ríkissjóður vegagerðinni til meira fé en nam tekjunum af umferðinni, og sést af því hver öfug- þróun hefur orðið í tíð núverandi stjórnar. í framhaldi af þessari frammistöðu boðar ríkisstjórn- in. svo „nýtt tímabil í vegaframkvæmdum”, sem er þriggja ára stöðnun til viðbótar! Morgunblaðið segir, að þetta nýja tímabil stöðnunar í vegaframkvæmdum hefjist nú af efnahagslegum ástæð- um og vegna vinnuaflsskorts, meðan álframkvæmdirnar standi yfir. Er nú svo komið, að Morgunblaðið er farið að reikna álævintýrið enn dýrara og meira áfali fyrir framfaramál og atvinnuvegi þjóðarinnar en Framsóknar- menn gerðu, er þeir rökstuddu afstöðu sína gegn álsamn- ingnum. Varanlegri vegagerð hefur fleygt fram erlendis, og eru notuð þar stórvirk tæki, sem krefjast mjög lítils vinnu- afls, en leggja vegi á ótrúlega skömmum tíma. Nokkur slík tæki eru nú til í landinu, en þau liggja ónotuð. Það eru hreinar falskenningar, að starfræksla slíkra tækja, er mjög lítils vinnuafls krefjast við að leysa eitt mesta nauðsynjamál í íslenzku þjóðfélagi sé verðbólguaukandi eða auki á spennuna í efnahagslífinu. Það er nær sann- leikanum að halda því fram, að starfræksla slíkra tækja dragi úr vinnuaflsþörfinni á skömum tíma, því að tölu- verðan mannafla þarf til að halda malarvegunum við. Það þarf að gera við sömu hvörfin ár eftir ár, en lítið sem ekkert viðhald þarf á vegum með varanlegu slitlagi. TÍMINN s Ritstjórnargrein úr ',The Economist": | feivælaskortur vofir yfir öliu mannkyni á næstu áratugum Vinnsla matvæla úr olíu og jarðgasi gefur góðar vonir rHÉTTOKÍGRTWÖRLD' i<1960 1970 1990 1990 2000 Þetta línurit sýnir hvernig fæSuskortur mannkyns mun vaxa á í JÁRNUM stendur, hvort regnið komi nægilega snemma í ár til þess að forða Indverj urn frá fæðusfeorti annað árið í röð. Fyrir fáum mánuðum sultu menn á stónim landsvæð um í Afríku og þar áður reynd ust hvorki Kínverjar né Sovét menn þess megnugir að brauð fæða þjóðina og keyptu að korn vöru í svo rfkum mæli, að of framleiðslubirgði,. Norður- Amerílkumanna eru þrotnar. Birgðir verða óþægilega litlar í ár og landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefir varað við því, að ef til vill þurfi að tak- marka útflutning hveitis. Þurrkar hafa gengið í Kansas og uppskera Bandaríkjamanna kann því að verða hálfri þriðju milljón smálesta minni en gert- var ráð fyrir, þrátt fyrir meiri sáningu en áður Þetta, ásamt líkum á lélegri uppskeru í Kína Vesfcur-Evrópu, Norður-Afriku og miklum hluta Asíu, gerir meira en að vega upp á móti auknum uppskeruhorfum í Sovétríkjunum. Horfur á jafn vægi eru því tvísýnar. Og hvað er svo aðhafzt? • 10—15 hundraðshlutar mann kynsins fá stöðugt of lítið að borða og svelta stundum heilu hungri. Um 30 af hundraði eru vannærðir, en samtímis deyr allstór hundaðrshluti úr úrkynj unarsjúkdómum, sem eiga ræt ur að rekja til ofáts. En þó fer því fjarri, að ofát þeirra sé orsök að hungri annarra. Allt fram að þessu hefir meginvand inn síður fólgizt í framleiðslu en dreifingu matvæla- Matar- forðinn hefir ekki verið á réttum stöðum. En nú er forð inn í heild að ganga til þurrðar og því verður að gera víðtœkar tilraunir til allsherjar aukning ar á matvælaframleiðslunni í heiminum. Og þá kemur að spurningunni: Hvers konar mat á að framleiða? LÍNURITIÐ sem hér fy'gir, sýnir í grófum dráttum, hve mikið brestur á, að einstakling urinn meðal hinna vannærðu þjóða geti fengið 2400 hitaeinig ar. Þefcta er eigi að síður mun minna en tíðkast á Vesturlönd um, eða 3000 hitaeiningar. Hér er samt sem áður reiknað með, að landbúnaðarframleiðsla, bæði hjá hinum vannærðu þjóð um og Vesturiandabúum, haldi áfram að aukast jafn ört og að undanförnu, en heita má að aukningin hafi haldið í við fólksfjölgunina- Horfurnar eru ekki glæsileg ar. Eftir fjögur eða fimm ár verður vöntunin orðin það mikil að fæðu vantar algerlega handa 100—150 millj'ónum manna. Til þess að fæða þennan íjölda þyrfti 50 milljónir smálest.a af hveiti, eða sem svarar uppsker unni á meginlandi Norður- Ameríku árið sem leið- Annað hvort verður því að auka til muna landbúnaðarfram leiðsluna á Vesburiöndum, eða auka fjárfestingu í landbúnaði vanþróuðu þjóðanna i miklu stærri mæli en nokkurn tima hefir verið reynt áður. En báð ar þessar ráðstafanir eru svo fjárfrekar, að uppsikeran yrði að líkindum mi’klu dýrari en svo, að fólkið, sem á að njóta hennar, hafi efni á að kaupa hana. EN TIL eru önnur óvenju- legri úrræði, sem byrjað er að athuga. Fiskveiðar eru enn að mestu byggðar á aðferðum, sem eru eldri en boginn og ör- in. Veiðarnar fara fram eins og gerðist meðal ættbálkanna í öndverðu. Hópur manna leggur af stað í leit að veiði, sem stund um finnst og stundum efeki. Menn leita nú á hraðskreiðari og þolbeti? skipum en forfeð- urnir, sem notuðust við liolaða trjáboli, og gengur því betur að finna torfurnar, en netið og öngullinn eru enn tvö aðal veiðarfærin. Sóunin í fleygðum, dauðum fiski á mið unum er óskapleg. Örtröðin af ofveiði stofna sem áður voru sterkir, svarar alveg til fram- ferðis hirðingaflokka í Afríku, sem þrautbeittu hinar grænu sléttur unz þær urðu örfoka, og er álasað mjög fyrir. Þarna er um tvö úræði að velja. Aflann mætti auðveld- lega þrítugfalda ef seldar vœru aðrar stærðir og fleiri tegundir fiska en nú er gert, og aflinn hefir í raun og veru tvöfaldazt síðan 1960. Fjöldi hákaria allt að þremur smálestum að þyngd eru á sveimi í öllum höfum og eru ágætur matur, ef maður forðast eðlisgróinn óhug út af því, hvað (eða hvsrn) þeir kunni nú að hafa etið. í Kenyu og Suður-Afríku eru há kariar að verða verulegur hlutí almennrar fæðu, og mest er um vert, að þetta er mjög eggjahvíturík fæða. En þegar til lengdar lætur verður að nytja sjóinn með ræktun að minnsta kosfi með eins vísindalegum aðferðum og beitt er við landbúskap, sjá fiskinum fyrir valinni fæðu og rækta samkvæmt áætlun, eins og byrjað er á hjá Norðurlanda búum, og gæta þess síðan að skerða ekki stofninn svo að viðhaldinu sé hætta búin. Þetta er hægara sagt en gert, að minnsta kosti að þvi er tekur tU þess að fá fiskiimennina til sam starfs. En þegar þess er minnst, að höf þekja tvo þriðju hluta af yfirborði jarðar, er verkefn ið við að breyta höfunum í vökvabýli alveg óhemjumikið og takmörk möguleikanna ná- lega óiþekkt. EINNIG eru möguleilíar á óvenjulegum búskap á landi. Ef blönduðum veiðidýrum er beitt á kjarrgróðursvœði í Afríku getur fermflan gefið af sér um 43 smálestir af kjöti, á móti rúmum 20 smálestum ef þar er beitt evrópskum naut- gripum og aðeins 7 smálestum ef Masai-nautum er beitt þar. Munurlnn stafar að mestu af því að blönduð veiðidýr leggja sér til munns nálega allar teg undir gróðursins en nautgripirn ir eta einkum eina tegiund.Veiði dýrin eru ekki aðeins æt, heldur góm^æt, ónæm fyrir tsetse-flug unni og kjötið þrungið eggía- hvítu. Skipulögð ræfetun vatnahesta hefir gefið mjög góða raun í Uganda. Víða annars staðar hef ir reynzt erfiðleikum bundið að slátra fjallstórum fílum langt inni í myrkviðinum, margar míl ur frá vegi eða kælitækjum, og koma kjötinu óskemmdu á maikað. Þetta takmarkar veru lega útbreiðslu veiðidýraræiktun ar. En aðferðin laðar að ferða menn og liggur því í augum uppi, að hún muni þykja gimi leg. í brezku Guiana er þeirri hent ugu aðferð beitt að rækta sæ- kýr í straumvötnum, varna því, að þau fylltist af gróðri um leið og sækýrnar fóðrast vel og verða vænar til frálags. Þar sem veiðidýr þrífast en landið er of magurt fyrir venjulega jarðrækt er ræktun þeirra til mikills hagræðis og hafa Skot ar fært sér þetta nokkuð í nyt, einkum á eyjum, þar sem hirtir þrífast betur en nokkur önnur dýr. En þessi lausn nœr aðeins til hins magra lands. getur að vísu bætt stór- lega úr svæðisbundnum fæðu- stoorti, en ekki verður með sanni sagt, að ræktun veiðidýra geti valdið neinni byltíngu í matforðaástandi heimsins, Framhald á bls. 15. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.