Vísir - 20.03.1975, Side 2

Vísir - 20.03.1975, Side 2
2 Visir. Fimmtudagur 20. marz 1975. visi&sm: Hvað þarftu langan svefntíma? Haukur Geirsson, slökkviliðs- maður: — Við fáum nú misjafn- lega langan svefntima í okkar starfi. 1 eina þrjá til fjóra sólar- hringa getur maður komizt af með að sofa þrjá eða fjóra tima á sólarhring, ef maður getur sofið lengur á milli. Halidór Gunnarsson, sóknar- prestur: — Stundum nægja fimm timar. Bjarni Friðriksson, ljósmynd- ari: — Sex timar ættu að duga, en þaö fer að visu eftir ýmsu. Hákon Oddgeirsson, málari: — Fimm til sex timar i það mesta. Ég sef sjaldan meira en sex tima. Sveinn Valgeirsson, stýrimað- ur: — Það fer eftir þvi hvað maöur er búinn að vinna lengi. Á sjónum höfum við rétt á sex tima hvild á sólarhring, en svefntiminn fer oft niður fyrir það. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Tómt skal það vera! „Gamall ungmennafélagi” (kannski raunar ekki kominn að fótum fram) geysist fram i þessum dálkum i gær og þykir tviskinnungur i gagnrýni á það, að Frjálsiþróttasamband ts- lands setur stafi sina undir siga- rettuauglýsingar J.R. Reynolds Tobacco Company og Rolfs Johansen, og tekur þannig þátt i áróðri fyrir einni tóbakstegund umfram aðrar. Ekki ætla ég að taka upp hanzkann fyrir fylliriisböllin i félagsheimilunum. Það geta aðrir gert. Raunar hefur orðið sorglega litill árangur af félags- heimilunum á mörgum stöðum, þótt annars staðar séu þau rekin til sóma, þannig að félagsleg not verði af þeim. En hitt get ég ekki fallizt á, að pakkagjald af sigarettum, sem Iþróttasam- band Islands fær I sinn hlut, sé hið sama og að auglýsa ein- hverja ákveðna sigarettuteg- und. Miklu viðfelldnara hefði að visu verið, að rikiö greiddi tSt, einhvern ákveðinn styrk, hvaðan sem það hefði svo tekið til þess aurana. En úr þvi að þessi leiö var valin, er ekkert stórfellt við þvi að segja. ISl hefur aldrei (mér vitanlega) látið hafa sig til þess að auglýsa eina ákveðna sigarettutegund eða hvetja til umhugsunar og umfjöllunar um sigarettur, með þvi að dreifa bæði plaggötum og plastpokum, með ákveðnu sigarettumerki. Þar að auki heldur þessi fugl þvi svo fram, að það sé bót I máli fyrir FRl, að þeir séu alltaf að tala um tóma sigarettu- pakka. Ég held að ögp skárra hefði verið, vildu þeir fá þá fulla. Það er þá ekki búið að reykja úr þeim. Ég læt það liggja milli hluta, þótt Vikingarnir hafi fengið sér sinn sopann hver af itölsku freyöivini þegar þeir höfðu unn- ið tslandsmeistaratitilinn. Mig minnir raunar, að þar hafi að- eins ein flaska verið á ferðinni. En alla vega var ekki svo til ætlazt að þeir skriðu eftir henni ofan I göturæsið eða ofan i rusladalla til þess að hirða hana þar upp sem hvert annað drasl, sem búið var að nota og fleygja frá sér. Hins vegar má benda FRl á, að ef þeir ætla á annað borð að fara að auglýsa varning á borð viö þennan, fást núna 20 krónur fyrir hverja tóma (þaö viröist vera mikiö atriöi) brennivins- flösku, þar sem stafir ATVR eru merktir I glerið.” Annar gamail ungmennaféiagi, Siguröur Hreiöar Hreiöarsson Steinkast úr glerhúsi — starfsmanna einkafyrirtœkja Bíður óþolin- móður eftir dómsúrskurði Eftirfarandi bréf er frá einum, sem vill nefna sig „einn meö sjálfviröingu, sem gæti brost- ið”: „Ég sé mig tilneyddan að stinga niður penna vegna seina- gangs dómsmála i þessu landi og vona jafnframt, að réttir aöilar taki orð min til ihugunar. Sjálfur er ég fyrrverandi fikniefnahöndlari — og neytandi og á aðeins eftir að taka við dómi vegna misgjörða minna, sem urðu seinast fyrir tæpum tveimur árum. Ég viðurkenni sekt mina og hef byrjað nýtt lif eftir þvi sem mér finnst unnt. Ég sagði „eftir þvi sem mér finnst unnt”, þvi nú ætla ég mér að giftast elskulegri unnustu minni, en þvi verð ég samvizku minnar vegna að fresta, þar til éghef tekið út minn dóm. Ég hef ekki löngun til að stofna heimili eöa verða faðir undir þessum kringumstæðum. Ég veit ekki hvar ég stend fjárhagslega eða hvort mér verður stungið inn, ef ....þessa fimm tima, sem á vantar, notiö þiö eflaust I ykkar eig- in þágu, ef ekki, er skrifuö yfirtiö á þá,” segir G.G. I bréfi sínu. G.G. skrifar: „Sem rikisstarfsmaður get ég ekki orða bundizt eftir lestur greinar K.J. i blaðinu sl. föstu- dag. Það sem stakk mig fyrst, var hvernig höfundur greinar- innar hellir sér yfir hreinlega alla rikisstarfsmenn og segir þá mæta illa eða óstundvislega, að á rikisskrifstofum fari fram ýmiss konar aukastarfsemi, svo sem vélritun óviðkomandi fund- argerða og þar fram eftir götun- um. A þeim 2 árum, sem ég hef þegið laun frá rikinu, hefur það mjög sjaldan komið fyrir að ég hafi unniö störf fyrir minn yfir- mann, sem ekki eru viðkomandi minu starfi. Þá sjaldan þaö hef- ur komið fyrir, hef ég gert það I minum matartima eða eftir vinnutima. Enda eru þetta nær altið örstutt bréf. Og ég tek það fram, að það hefur ekki verið skrifuö yfirtiö á þessar nokkru mlnútur sem þetta hefur tekiö. En hitt veit ég, að það hefur tiökazt hjá starfsmönnum einkafyrirtækja að skrifa yfir- tið hvenær sem tækifæri gefst og jafnvel þó það gefist ekki. 1 nokkrum einkafyrirtækjum hér I borg er vinnutiminn frá kl. 09.00 til 17.00 en matarhlé 60 min. Þetta eru ekki nema 35 vinnustundir á viku, en er ekki ætlazt til að starfsmenn skili 40 stunda vinnuviku? Ekki ætla ég mér það starf að reikna út það óhemju vinnutap sem atvinnu- rekendur verða fyrir þegar slikt á sér stað i svo miklum mæli sem þessum, þið starfsmenn þessara fyrirtækja ættuð að reyna að gera ykkur grein fyrir þvi. Þessa 5 tima sem á vantar notið þið eflaust I ykkar eigin þágu, ef ekki, er þá skrifuð yfir- tiö á þá? Ég vil taka það' fram að á minum vinnustað mætir starfsfólk kl. 08.00 og er þar til kl. 16.45 að frátöldum matar- tima. Við tökum einn kaffitima á dag sem er 20 min. og telst til vinnutima, og þar sem rikis- starfsmenn eiga rétt á 2 kaffi- timum á dag, en við tökum að- eins einn, getum viö hætt 16.45 en ekki 17.00. Ekki alls fyrir löngu hugðist kunningi minn kaupa sér skó. Það hefur hingað til ekki þótt neitt erfiði, en I þessu tilfelli reyndist það vart mögulegt, þvi að ekki ein einasta skóbúð á Laugaveginum var opin, starfs- fólk eflaust enn i bólinu, þvi þetta var upp úr kl. 09.00 i miðri viku. t húsi þvi er ég vinn i eru sam- tals 4 rikisstofnanir, og hingað til hef ég ekki rekizt á það, að kaffitimar séu lengri en leyfi- legt er og að starfsfólk hangsi langtimum saman á kaffistof- um með kollegum sinum. ■ K.J. hafði einnig ýmislegt að segja um ferðalög rikisstarfs- manna. Honum kom lengd ferð- anna spánskt fyrir sjónir og að hans mati var kostnaður oft mikill. Einnig haföi K.J. áhuga á þvi að vita hvernig á þvi stæöi að rikisstarfsmaður eyddi 7 dögum I London, og mér skildist að hann segði að það hefði veriö á kostnað rikisins, þó viðkom- andi væri þar I einkaerindum. Væri ekki rétt aö Ihuga þann möguleika að viðkomandi gæti hafa tekið þessa daga af sumar- frii sinu og greitt kostnað sjálf- ur? Þaðtiðkast nefnilega oft hjá rikisstarfsmönnum, að þeir taka ekki allt sitt sumarfri i einu. Til fróðleiks má geta þess að rikisstarfsmenn eiga rétt á lengingu sumarfrls um 1/4 ef þeir taka það eða hluta þess eft- ir 1. september og fyrir 31. mai. Persónulega hef ég aldrei orðið þess vör á minum vinnustaö, að þegar yfirmaður minn er er- lendis, sé sú dvöl óvenjulega löng. Þegar um utanlandsferðir er að ræða sækir hann ráðstefn ur sem taka 4—7 daga, og hefur hann aldrei dvalizt fram yfir þann tima. Meira er um það að starfsfólk stofnunarinnar ferð- ist innanlands á hennar vegum. Hafa þau ferðalög tekið 1 dag minnst, en þá er um 1—2 fundi aö ræða, en 4 daga mest og sitj- um við þá 2—4 fundi daglega. Þess má einnig geta, að þegar um lengri ferðir innanlands er aö ræöa og gist er á hótelum, hefur það verið regla að reyna að eta sem minnst á þvl hóteli sem gist er á, heldur frekar á matsölustöðum eða kaffihúsum, en það vita allir að þar er matur mun ódýrari en i matsölum gistihúsa. Auðvitað er alls staðar svarta sauði að finna, en ég vil þó ein- dregið halda þvi fram, að þeir séu sem betur fer færri en hinir, sem reyna eftir fremsta megni aö gæta að þvi hvert þessir ör- fáu aurar sem rikiskassinn geymir, fara. Þvi finnst mér að K.J. og hans eða hennar líkar, sem virðast reyna að finna öðrum allt til for- áttu, ættu aðreyna að lita I eigin barm, þar er liklega ýmislegt að finna sem fara mætti betur, hvaö varðar eyðsíu fjármuna stofnana eða einkafyrirtækja og ástundun starfsmanna og mæt- ingu.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.