Vísir


Vísir - 20.03.1975, Qupperneq 3

Vísir - 20.03.1975, Qupperneq 3
Vlsir. Fimmtudagur 20. marz 1975. 3 til vill þegar sizt skyldi. Það er heldur ekki skemmtilegt að vinna sig upp I starfi og fara svo eftir einhvern tima beint i fang- elsi, sem ég átti þó skilið (fyrir löngu). Ég hef dálitið fylgzt með fyrr- verandi félögum minum, sem ýmist hafa tekið upp svipaða lifsstefnu og ég eða haldið á- fram niður á við. Sumir þeirra eru orðnir sjúklingar, sem erfitt verður að hjálpa. Margir kunn- ingja minna, sem hafa brotið minna af sér en ég, hafa gengið að svokallaðri dómsátt og greitt einhverjar sektir fyrir brot sin og er það vel, en ég þekkiengan, sem hefur verið dæmdur. Ég veit hins vegar um nokkra, sem bfða dóms og hafa beðið álika lengi og ég. Sumir þeirra hafa haldið uppteknum hætti. Spurning min er hvörtstætt sé á þvi að draga þessi mál svo á langinn sem raun ber vitni og HVER BER ÁBYRGÐINA? Þarna á ég við mál, sem ég tel fullrannsökuð fyrir löngu og ekki annað eftir en ákæra og dæma, eða afgreiða með öðrum hætti. Ég hef grennslazt fyrir um mitt mál hjá Fikniefnadóm- stólnum og íékk þau svör, að það mál, sem að mér lyti, hefði veriö sent saksóknara rikisins til ákvörðunar. Siðan eru liðnir margir mánuðir og spurðist ég þvi fyrir um þetta aftur. Þá fékk ég enn sama svarið: „Málið er tilákvörðunarhjá saksóknara”. Þetta hlýtur að verða rökstudd AKVÖRÐUN, en hvenær verður hún tekin? Ég þykist hafa nokkurt vit og reynslu á þessum málum og þekki hugsanagang þeirra, sem verzla með og neyta fikniefna. Ég veit, að i flestum tilvikum þarf að gera eitthvað, sem kemur við hinn seka og það fyrr en seinna. Þvi miður snúa ekki allir frá þessu af sjálfu sér. Það er ekki atriði að dómar séu mjög þungir, heldur fram- kvæmdir strax og mögulegt er. Siðan, eftir að viðkomandi byrj- ar að taka út refsingu, er rétt að Ihuga með náðanir I tilrauna- skyni og verði viðkomandi þá undir eftirliti, sem hann sam- þykkir sjálfur i óákveðinn tlma, þó ekki lengur en refsingin átti að vera. í guðanna bænum, enga skilorðsbundna dóma. Gerið heldur eitthvað strax af alvöru og festu. A meðan allt leikur i lyndi hjá afbrota- eða afvegaleiddum manni heldur hann áfram iðju sinni i flestum tilvikum. Með fikniefnaneyzlu er fólk fljótt að eitrast og eitra út frá sér, jafnvel svo alvarlega, að ó- bætanlegt er”. í sfma 86611 KL13-15 LESENDUR J&HAFA A® ORÐIÐ Sígarettumenn og andstœðingar þeirra: „Þetta sýnir góðan hug" segir Örn Eiðsson um söfnunino til FRÍ „Við erum vissulega ánægðir yfir framtaki þeirra manna, sem nú hafa hugsað sér að reyna að hjálpa Frjáls- iþróttasambandi ís- lands f járhagslega, ” sagði Örn Eiðsson, for- maður FRí, i viðtali við Visi i morgun. Eins og fram kom i Visi i gær, stendur yfir söfnun á fé, sem á að rétta FRI gegn þvi skilyrði, að það hætti við þátttöku I aug- lýsingaherferð fyrir ákveðinni sigarettutegund. Stefnt er að þvi að ná 1,5 milljónum fyrir helgi. „Þetta sýnir góðan hug til Iþróttamálanna, og ég er ekki i neinum vafa um, að þeir meina vel með þessu,” sagði örn. „Hvernig FRl bregzt svo við, þegar formleg tilkynning um þetta berst, get ég ekki sagt til um sem einstaklingur, en það verður tekið fyrir istjórn FRl. Hins vegar get ég sagt það, að okkur var ekki ljúft að taka þá ákvörðu'n, sem leiddi til að sú fjáröflunarleið var valin, sem fjaðrafokið hefur nú orðið út af. Það má til sanns vegar færa, að það hafi verið, eins og ung- mennafélagarnir I Borgar- firðinum sögðu, örþrifaráð. En við viljum töluvert á okkur leggja, til þess að koma þessum áhugamálum okkar áfram og efla iþróttir og iþróttaanda i landinu, þar með talið að vera skammaðir eins og hundar. Ef til vill hefur það lika orðið til þess, að okkar vandamál hefur náö fleiri eyrum og hlotið meiri skilning heldur en ef við hefðum haldið áfram að fara troðnar og viðurkenndar slóðir.” Að lokum var örn spurður, hvort FRl hefði fengið marga tóma Winstonpakka. „Það er afar litið komið til okkar,” svaraði hann. „En við vitum um þó nokkuð mörg þús- und, sem safnað hefur verið, en ekki eru komin til okkar — meðal annars vegna þess að við auglýstum ekki skrifstofutima fyrr en I gær.” — SHH Réðust á garðinn þar sem hann er hœstur — tilraun til innbrots í konuríkið Gifurleg bjölluhringing kvað viö á Laugarásveginum klukkan rúmiega hálfþrjú i nótt. tbúar, sem hrukku upp af svefni, tilkynntu lögreglunni um þessa hljómleika. Þetta reyndist vera þjófa- bjalla konurikisins, áfengisút- sölunnar við Laugarásveginn, sem farið hafði i gang vegna innbrotstilraunar. Greinilegt var á verksum- merkjum, að reynt hafði verið að spenna upp hurö og opna glugga og viö það hafði þjófa- bjallan farið i gang. Er lög- reglan kom á staöinn voru þjófarnir allir á bak og burt, enda hefur þeim vafalaust brugðið harkalega við hring- inguna. Áfengisútsölur eru vel varð- ar þjófum og má það teljast furðuleg bjartsýni að freista þess að brjótast inn i þær. —JB *«“ í."'; Vasaþjófnaður til skemmtunar EYBORG SÝNIR Verkin hennar Eyborgar Guðmundsdóttur, sem hún sýnir þessa dagana f kjallara Norræna hússins, eru nokkuð óvenjuleg, eins og sjá má. Ey- borg stundaði nám I Paris á árunum 1959-1966 og hefur tek- ið þátt I aragrúa af sýningum vlða um Evrópu. Sýning henn- ar verður opin til 24. marz. Skemmtanalifið i höfuðborginni hefur verið óvenju fjörugt i vetur. Bingó og kabarettsýningar, auk ýmislegs annars hefur verið borgarbúum til skemmtunar og finnst vist engum vanþörf á, núna „á þessum slðustu og verstu timum”. Það verður lif og fjör á sviði Austurbæjarbiós i nótt, en þá verður þar miðnæturskemmtun, þar sem fram koma margir af nýjustu skemmtikröftunum i Reykjavik. Má þar m.a nefna Baldur Brjánsson, sem hyggst kynna tvö ný skemmtiatriði, nefnilega vasa- þjófnað og töfrabrögð i samvinnu við dúfu. Er óvenjulegt, að hið fyrrnefnda sé gert mönnum til skemmtunar hérlendis. Auk Baldurs koma fram hinn ungi gamanvisnasöngvari Smári Ragnarsson, Mattý Jóhanns sem skemmtir með þvi að herma eftir söng Guðrúnar Á. Símonar og fleiri vinsælla söngkvenna. Þá koma fram á þessari skemmtun þeir Halli og Laddi, hljómsveitin EIK og Karl Einarsson eftir- herma. Kynnir verður Baldur Hólmgeirsson blaðamaöur. -ÞJM. Þaö eru fleiri en rlkisvaldið, sem sitja um vasa almennings. Baldur Brjánsson iéttir hér vasa nafna sfns Hólmgeirssonar, sem veröur kynnir á kabarettinum I Austurbæjarbiói I kvöid. Viö veskinu tekur Mattý Jóhanns, sem mun herma eftir ýmsum kunnun söngkonum, en Smári Ragnarsson t.v. horfir á. Smári syngur revíusöngva um stjórn- máiaástandiö og önnur vandamál. HÚN ER KOMIN RAPIDMAN 801 - Kr. 7.500 Vasatölvan fró Kanada + MARGFÖLDUN + DEILING + SAMLAGNING + FRADRATTUR + KONSTANT + FLJÓTANDI KOMMA + PRÓSENTA + 9 V RAFHLAÐA + STRAUMBREYTIR TENGJANLEGUR + 8 STAFA tlTKOMA + 1 ARS ABYRGÐ OLIVETTI SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. Hafnarstrœti 17 Tryggvagötumegin Sími: 28511

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.