Tíminn - 16.07.1966, Qupperneq 4
4
TÍMINN
LAUGARDAGUR 16. júlí 1966
FRÉTTATILKYNiNG
FRÁ KAFFIBRENNSLU
0. J0HNS0N & KAABER H.F.
Innkaupum Kaffibrennslu 0. Johnson & Kaaber
h.f. er hagað þannig, að kaffið er keypt í Brasilíu
og flutt frá útskipunarhöfnum þaðan til íslands
með umskipun í Evrópuhöfn. Síðasta sendingin,
sem kom til landsins, var tekin til brennslu og
dreifingar fyrir nokkrum dögum. Mjög bráðlega
Kom í Ijós, að vörugæði þessarar sendingar voru
eigi sem skyldi, og fór það ekki milli mála, að
bragðgæði voru önnur og verri heldur en vera
bar samkvæmt þeim kaupum, sem gerð höfðu ver-
ið. Á þessu stigi málsins skal það tekið fram, að
kaffi það, sem keypt er fyrir Kaffibrennslu 0.
Johnson & Kaaber hf. í Brasilíu, er ávallt hæsti
gæðaflokkur af Rio-kaffi, og eru öll tiltækileg
ráð nýtt til þess að tryggja, að eingöngu beztu
gæði séu raunverulega send. Er í þessum tilgangi
notuð þjónusta óvilhallra mats-stofnana, sem
starfa undir opinberu eftirliti. Nú er það hins veg-
ar augljóst, að einhvers staðar hefur brostið hlekk-
ur í sambandi við tryggingu þess, að bragðgæði
þessarar sendingar yrðu sem skyldi, en að sjálf-
sögðu verður það málefni rannsakað niður í kjöl-
inn.
Það hefur ávallt verið staðföst ákvörðun Kaffi-
brennslu 0. Johnson & Kaaber hf. að aldrei yrði
slakað á hinni áratuga gömlu og hefðbundnu á-
kvörðun, að framleiðsluvara fyrirtækisins skuli
ávallt vera í hæsta gæðaflokki. Nú er hins vegar
í fyrsta skipti svo komið, að Kaffibrennslan hefur
fengið hráefnabirgðir, sem ekki svara þessum
kröfum, og með hliðsjón af framanskráðu hefur
stjórn fyrirtækisins, eftir nákvæma yfirvegun, á-
kveðið, að þar sem hráefni þetta fullnægir ekki
framangreindum gæðakröfum, sé það ónothæft
til framleiðslu fyrir 0. Johnson & Kaaber kaffi.
Því er augljóst, að um enga leið er að ræða aðra
en þá, að stöðvuð verði framleiðsla og dreifing
á 0. Johnson & Kaaber kaffi, þangað til tekst að
afla hráefnis, sem svarar þeim kröfum um gæði,
sem að framan er lýst. Þykir því stjóm Kaffi-
brennslu 0. Johnson & Kaaber hf. mjög leitt að
þurfa að tilkynna viðskiptavinum sínum, að um
nokkurra daga skeið verður 0. Johnson & Kaaber
kaffi eigi fáanlegt á markaðinum.. Nú þegar hafa
verið gerðar ráðstafanir til að kaupa frá kaffi-
seljendum i Evrópu birgðir af Rio-kaffi 1 hæsta
gæðaflokki, og verður framleiðsla og dreifing
hafin á ný strax og þessar birgðir berast til lands-
ins. Má búast við, að þetta taki allt að vikutíma.
KAFFIBRENNSLA O. JOHNSON & KAABER HF.
LAUSAR STÖÐUR
Eftirtaldar stöður hjá bæjarsjóði Hafnarfjarðar
eru hér með lausar til umsóknar: 1. Staða bæjar-
ritara 2 Staða skrifstofumanns. 3. Staða inn-
neimtumanns.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulv sendar bæjarstjóranum í Hafn-
arfirði fyrir 30. þ.m.
HafnarfirSi 15 júlí 1966,
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Jörð
Jörð eða grasbýli óskast til
leigu eða kaups, við kaup-
stað, með stóru og góðu í-
búðarhúsi, helzt á Suður-
nesjum eða sem næst
Reykjavík Æskilegt, að bú
stofn fengist keyptur á
staðnum, þó ekki skilyrði.
Upplýsingar í síma 12622
næstkomandi laugardag og
sunnudag.
Einnig óskast tilboð send á
afgreiðslu blaðsins sem
fyrst, merkt „Viðskipti”.
Höfura kaupendur
að 2ja, 3ja, 4ra og 5 her-
bergja íbúðum, einbýlis-
húsum og íbúðum í smíð-
um. Útborganir 200—1600
þús. kr.
Vagn E. Jónsson,
Gunnar M. Guðmundsson,
hæstaréttarlögmenn.
Austurstræti 9,
Símar 21410 og 14400,
e.h. 32147.
TIL SOLU
lítil íbúð við Ljósheima.
Félagsmenn, sem vilja nota
forkaupsrétt að íbúðinni,
snúi sér til skrifstofunnar,
Hverfisgötu 39, fyrir 20.
júlí.
B. S. S. R.,
sími 2 38 73.
BARNALEIKTÆKI
★
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
Bernharðs Hannessonar,
Suðurlandsbraut 12,
Sími 35810.
HÚSBYGGJENDUR
TRÉSMIÐJAN,
Holtsgötu 37,
framleiðir eldhúss- og
svefnherbergisinnréttingar.
HOTEL
Hótel Loftleiðir óska eftir að ráða nú þegar rösk-
an karlmann til starfa í þvottahúsi og nokkrar
stúlkur til ýmissa hótelstarfa.
Upplýsingar hjá veitingastjóra Hótel Loftleiða,
sími 22322.
ÍSLANDSMÓTIÐ
LAUGARDALSVÖLLUR.
í dag, laugardag, kl. 4.30 leika
K.R. — Í.B.A.
Dómari: Valur Benediktsson.
MÓTANEFND.
TREFJAPLAST
PLASTSTEYPA
Húseigendur! Fylgizt með
tímanum. Ef svalirnar eða
þakið þarf endurnýjunar
við, eða ef þér eruð að
byggja, þá látið okkur ann-
ast um lagningu trefja-
plasts eða plaststeypu á
þök, svalir, gólf og veggi á
húsum yðar, og þér þurfið
ekki að hafa áhyggjur af
þvi í framtíðinni.
Þorsteinn Gíslason,
málarameistari,
sími 17-0-47.
Klæöningar
Tökum að okkur Kiæðning
ar og viðgerðir á tréverki
á bólstruðum húsgögnum.
Gerum einnig tilboð i við-
hald og endurnýjun á sæt-
um í kvikmyndahúsnm. fé-
lagsheimilum. áætlunarbjf-
reiðum og öðrum bifreið-
um í Reykjavík og nær-
sveitum.
Húsgagnavinnusrofa
Bjarna og Samúels,
Efstasundi ?1, Reykjavík
sími 33-6-13.
Jón Eysteinsson,
lögfræðingur.
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 11,
sími 21916.
Stærsta úrval bifreiða á
einum stað. — Salan er
örugg hjá okkur.
NITTO
JAPÖNSKU NITTO
HJÓLBARDARNIR
((leshjm stærðum fyrirliggjandi
(Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35 — Sími 30 360
LAUGAVEGI 90-92