Tíminn - 16.07.1966, Side 5

Tíminn - 16.07.1966, Side 5
LAUGARDAGUR 16. júlí 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. F\illtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusíml 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Á hraðbrautinni Borgarstjórinn í Reykjavík hefur haft ærinn starfa undanfarnar vikur, og vart mundi SjálfstæSisflokkurinn hafa haldið meirihluta sínum í Reykjavík í bæjarstjórnar- kosningunum um daginn, ef hann hefði lokið þeim störf- um fyrir kjördag. Þessar annir borgarstjórans eru í því fólgnar að reikna út, flytja og knýja gegnum borgarstjórn stórfelldustu hækkanir á gjaldtöxtum þjónustustofnana borgarinnar, sem um getur 1 einum áfanga, og af öllum sólarmerkjum að dæma, er’þessari þokkalegu vertíð borgarstjórans varla lokið enn. Stórhækkun útsvaranna var morgunverk íhaldsmeiri- hlutans á kjörtímabilinu, og ekki var sól runnin hátt, er hækkun hitaveitugjaldanna fylgdi á eftir. í gær lyftust strætisvagnagjöldin myndarlega. Og enn er skammt liðið á dag. í þessum morgunverkum hefur borgarstjórinn fylgt dyggilega þeirri búmannsreglu að geyma ekki til morg- uns það, se rnhann getur gert í dag. Þess vegna lætur hann sér ekki nægja að hækka fyrir orðinni dýrtíð, held ur hækkar lí'ka fyrir fyrirsjáanlegri dýrtíð morgundags- ins, því að hann veit, að stefna ríkisstjórnarinnar er hvik- laus, og dýrtíðarvegurinn beinn og greiður. Hann veit einnig, að miklu máli skiptir að hafa „system“ í stjórn- inni og samræmi í stefnu borgar og rikis, jafnvel betra, að aka á undan samferðamanninum og myndarlegra að hafa forystu og auka heldur hraðann fremur en vera dragbítur. Virðist nú helzt, að kappakstur þeirra Geirs og Bjarna á dýrtíðarhraðbrautinni sé hafinn. Bjarni tók forustuna með því að hlevpa 100 millj. kr. aðstoð við útveginn beina leið inn í verðlagið og vísitöluna. herti meira að segja á stórhækkun fiskverðsins og bætti síðan við ýms- um smásprettum. Geir var þá nokkuð á eftir um stund og tafðist við kosningabasl. En síðan hefur hann dregið mjög á Bjarna. eins og hækkanirnar síðustu daga sýna bezt og er í keppnisskapi. Er nú vafalaust nýrra tíðinda að vænta af kappakstrinum, en þótt leikurinn sé spenn- andi, er aðgangseyrir áhorfenda að skemmtuninni dýr. Borgarstjórinn hefur og bætt keppnisstöðu sína með því að taka upp sama lag og Bjarni — að hafa sjálfdæmi. Eins og rikisstjórnin verður sér úti um heimild Alþing- is til þess að hækka ýmislegt á eindæmi eða draga úr lögákveðnum framkvæmdum, útvegar borgarstjórinn sér og knöpum sínum sjálfdæmi til að hækka strætisvagna gjöld, þegar þeim sjálfum þykir hæfa, og losnar þannig við tafir og leiðindi í borgarstjórninni. Hvað á hún að vera að flækjast fyrir köppum sínum? Útlendingar sigra íslendinga oftast í kappleikjum, en í þessari íþrótt eru þeir Geir og Bjarni Evrópumeistarar — líklega heimsmeistarar. Við þá þýðir ekki einu sinni heimsveldi að keppa. En islenzka þjóðin — áhorfendurnir — líta með nokkr- um óhug á leikinn og þykir skemmtigjaldið hátt. Það hvarflar jafnvel að Morgunblaðinu þessa daga, að kapp- akstur þeirra Bjarna og Geirs eigi ekki alþjóðarhylli. Það er eitthvað að tala um, að ástandið sé að verða svip- að og 1960 en það ástand hefur Mbl. talið til þessa há- mark ófremdarinnar. Það er eins og blaðið sé farið að gruna, að íhaldsleikurinn, sem hófst 1960. sé farinn út um þúfur, og því þurfi að byrja á honum aftur — en auðvitað sama leiknumH TÍMINN ERLING BJOL, PROFESSOR: Nýjar rannsóknir á því, hvaö olli sigri nazismans forðum 'Félagar í hinum þýzka flokksher Jafnaðarmanna, Reichsbanner, halda hér mófmælafund gegn áhrifum nazismans. 31. janúar var Hitler útnefndur. Þessi fundur er haldin nokkrum dögum síðar i febrúar 1933. Eftir kosningarnar einum mánuði síðar, 5. marz 1933, tók Hitler öll völd í sínar hendur. DREPSÓTT yfir Evrópu sagði Hartvig Frisch á sinni tóð, og hafði á réttu að standa. Aðförum Hitlers hefur verið lýst greinilega, en allt til þessa hefur í raun og veru verið al- veg vanrækt að rannsaka vírus- inn, sém olli því, að hann komst til valda.' Ganga má út frá, að í stjórn- málum 20. aldarinnar hefur enn ekki orðið vart örlagarík- ara fyrirbæris. En þessi skil- greining er ekki í samræmi við venjulegar aðgerðir sagnfræð- inganna. Þarna þurfa að koma til stjómmála- og félgsfræði og aðferðir félagssálfræði, en þessu kann að vera örðugt að beita þegar fortíðin á í hlut. Bandarískur sagnfræðingur, William Sheridan Allen að nafni. hefur reynt þetta við rannsókn sína á því, hvernig nazistar náðu völdunum í þýzk- um meðalbæ. (The Nazi Seizure of Power, eftir William Sheri- dan Allen, gefin út hjá Eyre og Spottiswoode í London, verð 30 shillingar). En segja má þó, að Thal- burg, sem Allen nefnir svo, sé ekki þýzkur meðalbær í raun og veru, félagslega séð. Hann varð meira en í meðallagi naz- istískur, þar sem NSDAP hlaut 2/3 atkvæða i bænum móti 2/5 hlutum í Þýzkalandi sem heild. En bærinn er aftur á móti mjög vel til þess fallinn að sýna. hvað það var, sem aflaði Hitler áhangenda. YFIRLEITT staðfestir ná- kvæm könnun Allens það, sem alltaf hefur veríð élitið, eða að það hafi verið efnahagskrepp- an mikla og hið almenna at- vinnuleysi, sem gaf Hitler byr undir báða vængi. Könnunin skýrir þessa mynd og sýnir sér í lagi, hvernig hið almenna at- vinnuleysi, sem einnig Var við , að stríða í Englandi og Banda- ríkjunum, hafði allt aðrar og örlagaþrungnari afleiðingar í Þýzkalandi en þar., Könnunjn á félagslegri upp- byggingu í Thalburg, áður en nazistar náðu völdunum, leiðir í ljós ótrúlegan margbreytileika og fjölda alls konar þjóðernis- legra og hernaðarlegra sarntaka og klúbba. íbúarnir voru því mjög næmir fyrir smitun naz- ismans. Ennfremur var stétta- munur mjög mikill í bænum. fremur þó sálfræðilegs en efna hagslegs eðlis. í þessu efni er mikill munur i hinu þýzka sam- félagi og því bandaríska að minnsta kosti. Annars vegar er jafnaðar- stefnan, hins vegar hin borg aralega skípan. Þýzku jafnað- armannasamtökin voru ríki í ríkinu mjög umfangsmikil og að mörgu leyti aðdáunarverð stofnun, sem sá um áhangend- ur sína frá vöggu til grafar. Allen leggur áherzlu á, að jafnaðarmenn hafi verið þeir einu, sem skildu frá því fyrsta, hvað í nazismanum fólst. En jafnaðarmenn ályktuðu rangt um hann að einu leyti, og það átti eftir að verða örlagaríkt. Þeir héldu, að nazistar mjrndu taka völdin með byltingu. Þess • vegna mynduðu þeir sjálfir og 1 treystu þann hluta ríkisbákns- ins, sem á að veita varnir gegn slíku. eða her, en þar sem lýð- ræði á að haldast verður rík- isvaldið að einoka herinn. Flokksher jafnaðarmanna, Reichsbanner, var einnig mik- ilfengleg stofnun. En tilvera hans stuðlaði að falli Weimar- lýðveldisins. Hún hafði það í för með sér, að SA-mennirnir höfðu mótherja að berjast við og tókst á þann hátt að mynda og útbreiða þá sögn, að jafn- aðarmannaflokkurinn væri byltingarflokkur og brúnstckk- uðu sveitirnar væru verndarar iborgarakerfisins. Byltingaótt- inn, — sem magnaðist um all- an helming við að sjá þúsundir atvinnulausra manna streyma til Thalburg til þess að leita sér opinberrar aðstoðar, — hratt borgurunum beinf í fang- íð á Hftler. Weimar-lýðveldið dó í raun og veru úr hræðslu á þennan hátt. HINIR atvinnulausu urðu ekki nazistar. Atkvæðatala Jafn aðarmanna var nálega óbreytt allan þann tíma, sem könnunin nær til, og þeir fáu fylgismenn, sem þeir misstu. gengu i lið með kommúnistum. Nazistar öfluðu sér fylgis meðal borg- aranna, sem segja mætti að kreppan kæmi lítið sem ekki fram á. Allen sýnir fram á, að sparifjárinnstæður bæjarbúa héldu jafnt og þétt áfram að aukast á kreppuárunum. Naz- isminn var því vörn borgar- anna gegn þeim fátæku. Jafnaðarmönnum varð á sú skyssa, að þeir létu egna sig. Allen sýnir fram á síaukna árekstra og götubardaga milli SA og Reichsbanner á árunum 1930 til 1932. Enn ljósara verð- ur þó hvílík skammsýni þetta var þegar þess er minnst, að jafnaðarmenn fóru með völd i Prússlandi, — ásamt kaþólska miðflokknum, en hann var sá y eini af hinum þýzku lýðræðis- flokkunum, sem stóðst nazism- ann — og Prússland var í senn stærsta fylkið og mesta lýðræð isfylkið í þýzka sambandsrík- inu. Þessi mikla samsteypa lét ríkisstjórn yon Papen, sem ekki hafði að baki sér meirihluta í þinginu, setja sjg frá völdum árið 1932. og afleiðingar þess urðu hörmulegar. Með þessu var af höndum látið lögmætt vald, og ef stöðva átti með valdi hreyfingu eins og nazism ann hlaut það að verða að ger- ast fyrir atbeina ríkisvalds. Prússneska uppgjöfin var enn hryggilegri vegna þess, að bæði var nazistabylgjan tekin að lækka og áhrif efnahags- kreppunnar farin að fjara út haustið 1932, — eða áður en Hitler tók við völdunum, — og eins fyrir þá sök, að jafnaðar- menn höfðu sjálfir með uppá stungum sínum um stóraukna atvinnu á vegum hins opinbera, markað þá braut, sem Hitler átti eftir að halda til þess að vinna bug á kreppunni. Næsta táknrænt er, að fyrsta árið eftir valdatökuna urðu umfangsmiklar íbúðabyggingar éitt aðal skrautnúmer nazista í Thalburg. Jafnaðarmenn höfðu undirbúið þessar íbúða- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.