Vísir - 01.04.1975, Side 2

Vísir - 01.04.1975, Side 2
2 Vfcir. Þriðjudagur X. apríl 1975. — Teflið þér? Jens Gunnar Ormslev, 14 ára: — Já, það hef ég gert siðan ég ferð- aöist einu sinni með Gullfossi. Þá 'gekk hálfgert „skákæði” um borð og maður smitaðist. Ég lærði mannganginn af þvi að fylgjast með hinum. Og áður en maður kom heim var maður kominn með dellu.... Birgir Arnason, 14 ára: — Já, pabbi kenndi mér að tefla þegar ég var tiu ára. Siðan hef ég alltaf verið að tefla annað slagið. — Nei, ég fór ekki i Höllina þegar heims- meistaraeinvigið var. Það var of dýrt. Hrönn Viihelmsdóttir, 13 ára: — Já, ég kann að tefla. Bróðir minn kenndi mér mannganginn þegar ég var sex eða sjö ára. Hann er alltaf að plata mig til að tefla við sig öðru hverju. Ég hef gaman af þvi. Já, ég fylgdist með heims- meistaraeinvigi Fischers og Spassky. Ég fór meira að segja i Höllina til að fylgjast með einni skák á staðnum. Jóhann Viðar Ingvarsson, 11 ára: — Pabbi kenndi mér að tefla. Ég tefli mest við hann. Ég reyni að fylgjast með fréttum af skák- meisturum okkar eins og t.d. með þessu I Rússlandi um daginn. Friðrik sýndi góða frammistöðu. Nei, ég efast um að hann eigi nokkurn tima eftir að verða heimsmeistari... Óskar Sumarliðason, vélgæzlu- maður, Búðardal: — Nei, ekki lengur. Ég tefldi talsvert mikið um nokkurra ára skeið, en núna hefur mér tekizt að venja mig alveg af þvi. Ég fylgist þó með árangri okkar manna. Friðrik var i stuði i Rússlandi og náði stórkostlegum árangri. Guð- mundur er lika góður. Kristján Kristjánsson, glugga- hreinsunarmaður: — Já, ég hef gert talsvert mikið af þvi að tefla við kunningjana. Svo hefur mað- ur tekið þátt i hraðskákmótum uppá grin. Ég fylgist með fréttum af skákmótum. Já, ég held að Fischer eigi eftir að teflá. Hann er of mikill peningamaður til að geta séö af titilinum. ZZ „Skepnurnar sérstak- eftirlitsmanns * “■g I lega vel haldnar „Skepnurnar voru alveg sér- staklega vel haldnar. Eiginlega svo furðulegt mátti telja. Þær hefðu ekki getað verið betur á sig komnar, þótt þær hefðu staö- ið á húsi i ailan vetur,” sagði Þórólfur Guðnason, hreppstjóri á Lundi i Hálshreppi, um ásig- komulag búpeningsins i Flatcy á Skjálfanda. Siðan Einar M. Jóhannesson, sem um þessar mundir hefur nytjar i Flatey, fór að hafa þar fáeinar skepnur vetrarlangt, hafa verið háværar raddir nyrðra um, að þetta væri vond meðferð á skepnum. Þetta leiddi til þess, að fengnir voru tveir eftirlitsmenn til þess að fara út i eyju og rannsaka málin sjálfir. Þetta var gert i samráði við Þórólf, en Flatey heyrir undir hann. „Vetrarriki mun ekki vera mikið i Flatey,” sagði Þórólfur. „Þar að auki er vist fjörubeit einhver, og auk þess lágu skepnurnar við opið og höfðu þar aðgang að heyjum. Hitt er svo annað mál, að i rauninni er óforsvaranlegt að hafa skepnur eftirlitslausar i eyðieyjum um vetur, en það við- gengst þó viða. Og Einar var alllengi burtu úr eyjunni um tima i vetur, þótt hann dveldi þar á stundum. En skepnurnar voru með ólikindum vel haldnar. Að visu fundust tvær kindur dauðar, en skoðunarmennirnir gátu ekki fundið, að þar yrði hirðuleysi eða skorti um kennt,” sagði Þórólfur. —SHH ÚRSLITABARÁTTAN Hinir verðandi Reykjavikur- meistarar ræða gang keppninn- ar i kaffihléi. — F.v. örn Arnþórsson, Ásmundur Páls- son, Iljalti Eliasson og Guð- laugur Johannsson, en á mynd- ina vantar Einar Þorfinnsson. Spilað til þrautar um Reykjavikurmeistaratitilinn: F.v. Þórir Sigurðs- son, Einar Þorfinnsson, Kristján Jónasson, ritari, Guðmundur Kr. Sigurösson, keppnisstjóri, Hallur Simonarson og Hjalti Eliasson. Döðlustöngin og fyllingin. Þegar stúlkan var að blta súkku- laöistykkið í sundur fann hún fyrir einhverju hörðu. Hún dró út úr járnbútinn, sem merktur er með tölustafnum eitt á myndinni. Númer tvö er grjóthörð mandla eða daöla, sem einnig var I döðlu- stönginni. STÓÐ í i þrettán klukkustundir (með stuttum kaffihléum) sátu tvær efstu sveitir Reykjavikurmótsins i bridge yfir spilunum á laugar- dag, þegar keppt var til úrslita um, hvor yrði Iteykjavlkurmeist- ari i sveitakeppni 1975, sveit Þóris Sigurðssonar (Reykjavikur- meistari 1974 og tslandsmeistari sömuleiðis) eða sveit Hjalta Eliassonar. Sveit Hjalta bar að lokum sigur úr býtum, en hana skipa ásamt honum: Ásmundur Pálsson, Einar Þorfinnsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson. Ahorfendur voru með mesta móti, enda var leikurinn sýndur á sýningartöflu. Lögðu margir þeirra á sig að fylgjast með leikn- um frá kl. 1 um hádegi fram til klukkan að verða tvö um nóttina, 13 STUNDIR enda tvisýnt framan af, hver úrslitin yrðu. Litill munur skildi að sveitirnar eftir fyrstu tvær loturnar (35-30 fyrir Hjalta Eliasson og 18-21 fyrir Þóri Sigurðsson). Eins og tölurnar gefa til kynna var þessi fyrri helmingur (32 spil) vel spilaður af beggja hálfu, þrátt fyrir að mikið væri um dýrar lokasagnir, sem gátu boðið upp á stórar sveiflur. En þegar leið á fór þreytan að segja til sin i sveit Þóris Sigurðs- sonar, sem stillti aðeins upp fjór- um mönnum (honum sjálfum, Halli Símonarsyni, Stefáni Guð- johnsen og Simoni Simonarsyni) vegna fjarveru annars mannsins i þriðja parinu, Herði Blöndal og Páli Bergssyni. — Þriðji fjórðungur fór 48-6 fyrir sveit Hjalta Eliassonar og siðasta lot- an 28-21 fyrir sveit Hjalta sömu- leiðis. Þannig lauk keppninni með töluverðum mun fyrir sveit Hjalta Eliassonar eða 129 gegn 78 stigum. — GP. — hart undir tönn! „Það var eins gott að ég gleypti döölustöngina ekki i heilu lagi,” sagði ung stúlka, sem kom á rit- stjórn Visis og sýndi aðskota- hlut, sem hafði verið i sælgætinu hennar. Þaö var ilöng járnplata, þunn og um sentimetri á breidd, en þrir að lengd. Endarnir voru nokkuö hvassir og siður en svo liklegir til að gæla við meltingarfærin. Döðlustöngin er frá sælgætisgerðinni Vikingi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.