Vísir - 01.04.1975, Page 4
4
Vísir. Þriöjudagur 1. apríl 1975.
RFUTER
AP NTB
I MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLOIS
Um leið krefjast fiski-
mennirnir, sem flestir byggja
afkomu sina á veiðum á
grunnslóðum Englendinga og i
Norðursjó, að Bretlandi færi út
fiskveiðilögsögu sina i 50 milur
en hún er núna 12 milur. — Tals-
maður sjávarútvegsráðuneytis-
ins mundi ekki lýsa yfir einhliða
slikri útfærslu.
Fiskibátunum hefur einkum
verið stefnt að höfnum, sem
þjóna oliuiðnaðinum i Norður-
sjó. En allar meiriháttar hafnir
á Skotlandi hafa lokazt vegna
þessara aðgerða. Þó er ferjum,
sem halda uppi samgöngum
milli heimalandsins og smáeyja
undan ströndum, hleypt i gegn.
Til nokkurra árekstra hefur
komið vegna þessa tiltækis
fiskimanna. 1 Tyne á norðaust-
ur Englandi kom gat á fiskibát, I
þegar 7 þúsund smálesta kola-
skip ruddist i gegnum báta-
girðinguna. Flutningaskipi og
oliuskipi tókst einnig að ryðjast
i gegnum fylkingarnar i tveim L
öörum höfnum.
Hafnaryfirvöld i Tyne
kváðust mundu leita til dóm-
stólanna eftir réttarúrskurbi
um, að fiskimennirnir yrðu að
láta af aðgerðum slnum.
Þannig var farið að á Humber-
fljóti I siðustu viku og bundinn
endi á vikulanga hindrun enskra
fiskimanna, sem lagt höfðu bát-
um slnum samsiða og stöðvað
skipaumferð.
Skozkir og enskir
fiskimenn hafa nú
lokað 43 höfnum i Skot-
landi og á Englandi i
einhverjum viðamestu
mótmælaaðgerðum
þarlendra fiskimanna.
Um 1200 fiskibátum
var lagt í innsiglingum
hafnanna i gærmorgun
og hafa sifellt fleiri
bætzt í hópinn. — Jafn-
framt er við þvi að
búast, að fiskimenn á
Norður-írlandi fari að
dæmi þeirra.
Krafa þessara manna er sú,
að bannaður verði innflutningur
á þvi, sem þeir kalla „ódýrum
freðfiski” frá löndum utan EBE
— einkanlega þá íslandi, Noregi
og Póllandi. — En ennfremur
vilja þeir, að stjórnin taki upp
samninga við EBE um endur-
skoðun á stefnu bandalagsins I
fiskveiðimálum.
Þessi mynd er tekin I höfninni IGrimsby við innsiglinguna, sem er algerlega lokuð af fiskibátum
Ingólfsstrœti 5
Vorsala á skinnfatnaði
Mikill afsláttur
SIMI 2-81-30
GRAFELDUR HE
SKOTHRfÐ Á KÝPUR
Til skotbardaga kom á vopna-
hléslinunni milli Tyrkja og
Kýpur-Grikkja i Nicosiu I gær og
var skipzt á skotum i alla nótt og
fram undir morgun.
Kanadiskir hermenn I friðar-
gæzlusveitum Sameinuðu
þjóðanna gengu I milli, en urðu að
fara um i brynvörðum bifreiðum,
og tókst þeim samt ekki að stöðva
skolhriöina. — Beitt var mest-
megnis vélbyssum og sprengju-
vörpum.
Þessi atgangur byrjaði, þegar
kýpur-griskir hermenn hleyptu af
byssum sinum upp I loftiö I gær,
en þá minntust eyjarskeggjar
þess, að 20 ár eru liðin, siðan
EOKA-samtökin hófu skæru-
hernað sinn gegn yfirráðum
Breta á eyjunni árið 1955.
Kýpur-Tyrkir lögðu hinsvegar
annan skilning I skothriðina og
héldu að henni væri beint að sér
Hófu þeir skothrið á móti og
smám saman breiddist þetta út.
Ekkert hefur frétzt af afleiðing-
um þessarar skothriðar.
Kona Hjllarys
fórst í flug-
slysi í Nepal
Lafði Louise og
Belinda Hillary, eigin-
kona og dóttir sir
Edmund Hillary, sem
fyrstur varð til þess að
klifa Mount Everest,
fórust i gær, þegar
einshreyfils flugvél
þeirra hrapaði logandi
til jarðar hjá
Katmanduflugvellin-
um.
Meö vélinni fórust einnig
nýsjálenzkur flugmaður og
vinir Hillarys, hjónin Ang Gyale
Lama og Barbara Wylie.
Þau voru á leiðinni frá flug-
vellinum til fjallaþorps hjá Mt.
Everest, þar sem Hillary var
viö byggingu sjúkrahúss.
Andartaki eftir flugtak heyrðist
i flugturninum hvar flug-
maðurinn bað um leyfi til
nauðlendingar,en siðan hrapaði
vélin til jarðar.
Hinum 55 ára gamla sir
Edmund Hillary var flogið i
þyrlu á slysstaðinn.
Hillary gekk að eiga Louise
May Rose eftir að hann hafði
sigrað Mount Everest, stærsta
fjallstind heims, árið 1953, eins
og menn munu minnast.
Þau hjónin áttu heimili i Nýja
Sjálandi en hafa ávallt verið
með annan fótinn I Nepal meðal
Sherpanna, þessa harðgerða
þjóðflokks, sem býr I fjöllunum.
Sherpar voru leiðsögumenn
Hillarys upp á Mount Everest á
sinum tima. Höfðu þau sir
Edmund og lafði Louise varið
miklum tima til fjáröflunar
fyrir Himalaya-sjóðinn, sem
Hillary setti á stofn i Nepal I
menningar- og liknarskyni.
Sir Edmund kvaðst ekki
mundu fara strax heim til Nýja
Sjálands eftir slysið, heldur
doka við unz lokið verði gerð
sjúkrahússins, sem þau hjónin
stóðu fyrir.
Flestir i Nepal þekktu
Hillary-hjónin og var slysið
þeim mikil sorgartiðindi.
|
i
i