Vísir - 01.04.1975, Page 5

Vísir - 01.04.1975, Page 5
Vísir. Þriðjudagur 1. aprll 1975. D í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón; G P Varnarkeðja Saigon- hersins molnar Réttarhöld hafa farið fram yfir nokkrum Gyðingumm og mót- mælendum i Sovét- rikjunum, og fengu sak- borningar allir þunga dóma. Sýnast yfirvöld staðráðin i að beita þá hörðu, sem halda uppi mótmælum vegna stefnu stjórnarinnar i málum útflytjenda. Mark Nashpits, tannlæknir, og Boris Tsitlyonok, pipulagninga- maður, — báðir Gyöingar — voru dæmdir I Moskvu i 5 ára útlegö, en þeir voru handteknir viö mót- mælaaögerðir i febrúar. t Kaluga, sem er suður af Moskvu, var rithöfundurinn, Anatoly Marchenko, dæmdur i fjögurra ára útlegð fyrir að hafa farið út fyrir bæjarmörk nær- liggjandi bæjar þar sem honum hafði verið gert að hafast við, eftir að hafa afplánað 3ja ára þrælabúðavist. Yfir standa réttarhöld i málum tveggja Gyðinga, en TASS-frétta- stofan kallar þá „drykkjumenn á mála hjá Zionistum”. Hvorki fréttamenn né vinir eða aðstandendur ákærðu fengu að vera viðstaddir réttarhöldin i Moskvu. A dyrum réttarsalarins hékk spjald, sem á var letr-iö, að lokað væri vegna hreingerninga, einmitt þegar réttarhöldin stóðu yfir. Fyrrum yfírmaður KGB í heim- sókn f Bretlandi Brezka lögreglan hefur orðið að gripa til mikilla öry ggis- ráðstafana vegna heimsóknar Alexanders Shelepins, leiðtoga verkalýðshreyfingar Sovétrikjanna, sem staddur er i Bretlandi i boði Alþýðusambands Breta. Heimsókn Shelepins hefur mælzt mjög misjafnlega fyrir og hafa verið höfð uppi hörð mót- mæli vegna komu hans, þvi að Shelepin var áður yfirmaður hinnar illræmdu KGB-öryggis-. lögreglu og njósnastofnunar Sovétrikjanna. Ferðaáætlun hans er haldið leyndri, en starfsmenn Heathrow- flugvallar urðu komu hans varir og gerðu fréttamönnum viðvart. I gærkvöldi hafði Shelepin boð inni i rússneska sendiráðinu i London, en meðal gesta þar var brezki verkalýðsleiðtoginn Len Murray, sem bauð Shelepin tii Bretlands I endurgjaldsskyni fyrir boð Murrays til Sovét- rikjanna. Um 3000 manns fóru i mót- mælagöngu i London i gær til að andmæla heimsókn Shelepins, en þá var vitað, að hann væri kominn til landsins. Mörg brezku blaðanna hafa látið i ljós vanþóknun sina á heimsókn Shelepins. ,,Þú ert ekki velkominn, félagi,” var fyrirsögn Daily Mail á forsiðu I morgun. Meðal þeirra, sem tekið hafa þátt i mótmælaaðgeröunum aö undanförnu, eru margir fyrrver- andi þegnar austantjaldsrikja, sem flutzt hafa vestur á bóginn. Einnig aðstandendur fólks, sem situr i fangabúöum eöa dvelur i útlegð — eða biöur einhvers staðar innan fangelsismúra þess að réttur verði settur i máli þess. Lestin ók á bifreiðina Fjórtán létu lifið og nær 40 slösuðust þegar hraðlest með 300 farþega fór út af sporinu hjá Linköping i Sviþjóð i gær. Lestin rakst á bifreið, sem ekið var yfir teinana i sömu svifum og lestina bar að. Þarna á kross- götunum eiga að vera viðvörunarljós og annar öryggis- búnaður, en það fékk ekki afstýrt slysinu. HRIKALEG FJÖLGUN AFBROTA Fjöldi alvarlegri af- brota jókst i Bandarikjunum um 17% i fyrra miðað við árið 1973. Er það mesta aukning, sem nokkurn tima hefur orðið þar á milli ára. Tölur þessar eru fengnar sam- kvæmt skýrslum FBI (alrikislög- reglu USA), en hún flokkar undir alvarlegri afbrot: morð, nauðganir, rán, likamsárásir, innbrot, bilaþjófnaði og aðra stuldi. „Þessar tölur sýna, að réttar- kerfi okkar hefur sorglega mis- tekizt hlutverk sitt,” sagði Edward Levi, dómsmála- ráðherra, þegar hann skýrði frá glæpaaukningunni. Hann vildi kenna þetta að mestu leyti þvi, hve seinvirkt réttarkerfið væri og máttlitið við að refsa hinum seku. Mest var fjölgunin i þjófnuðum (öðrum en bilþjófnuö- um), sem jukust um 20% frá þvi 1973. Innbrot jukust um 17%, rán um 14%, og nauðganir og árásir um 9% hvort fyrir sig. Morðum fjölgaði um 5% og bílþjófnuöum um 4%. Flóttafólk hefur I örvæntingu sinni gripið hvaða möguleika, sem þvi gefst til þess að komast burt úr þeim héruðum, sem falliö hafa i hendur kommúnistum. — Þessi fjölskylda heldur dauða- haldi i uppskipunarnet tii þess að komast út i skip. sem var að fara frá Hue til Pa Nang. En það reyndist svo skammgóður vermir. Nú er það innlyksa I Da Nang, sem er einnig fallin. » Þótt tugum þúsunda fióttamanna hafi verið bjargað burt af land- svæðum, sem sóknarherinn hefur iagt undir sig — ýmist fiugleiðina eða sjóieiðina — þá urðu hundruð þúsunda eftir. Þessi mynd lýsir vel örvæntingunni, þegar fóikið er að reyna að komast um borð i þau skip, sem voru siðust i ferðum frá Da Nang, áður en borgin féll. Hersveitir kommúnista héldu áfram í morgun sókn sinni suöur eftir strand- lengju Suður-Víetnams og náöu á sitt vald borginni Qui Nhon í enn einni skyndisókninni i gegnum varnarveggi stjórnarhers- ins, sem sýnist búinn að missa móðinn. Meðan varnarkeðja Saigon- hersins meðfram ströndinni virð- ist vera að molna niöur, hafa Bandarikin byrjað á elleftu stundu flutninga á hergögnum og lyfjum til stjórnarhersins, sem mjög er orðinn aðþrengdur. Risavaxin C-5A, Galaxy- flutningavél, á vegum flughers USA lenti i morgun á Tan Son Nhut-flugvellinum með fallbyss- ur, og var hún sú fyrsta af fjölda flugvéla, sem stefnt er þangað með birgðir handa stjórnarhern- um. — Samkvæmt frásögnum Saigonmanna sjálfra hefur her þeirra beðið mikið afhroð á undanförnum þrem vikum. Naumast hafði fyrr veriö kunn- gert fall Qui Nhon en fréttist af þvi, að fótgöngulið kommúnista styrkt af skriðdrekum hefði gert árás á borgina Chon Tanh, sem er 75 km norður af Saigon. James Schlesinger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, hefur látið eftir sér hafa, að búast mætti þá og þegar við þvi, að kommúnistar réðust á Saigon. — Flogið hefur fyrir, að Bandarikjamenn hafi látið flytja nokkra sendiráðsmenn og að- standendur þeirra burt frá Saigon. Einnig hefur frétzt, að þeir hafi látið flytja burt geisla- virkt úrgangsefni kjarnorkuvers, sem þeir á sinum tima reistu i Suður-Vietnam, en það vildu þeir fyrir engan mun missa i hendur Vietcong og Norður-VIetnama. Qui Nhon er fjórtánda borgin, miðstöð sins héraðs, sem fallið hefur I hendur kommúnistum á siðustu þrem vikum. Virðist fall hennar hafa borið að með svipuð- um hætti og hinna. Fimmtu herdeildarmenn kommúnista innan borgarinnar aðstoðuðu umsátursmenn. Frétzt hefur, að mikil ringul- reið riki innan borganna, Nha Trang og Cam Ranh, sunnar á ströndinni, sem stjórnarherinn taldi sig þó geta varið, eftir að hann hörfaði af miðhálendinu. — Nha Trang er næst á leið sóknar- hers kommúnista. Flóttafólk, sem þaðan hefur komið til Saigon, segir að stjórnarhermenn fari með gripdeildum um borgina. Ósigrar stjórnarhersins að undanförnu byrjuðu nyrzt i Quang Tri, en svo féll hin forna höfuðborg Hue og loks Da Nang, næststærsta borg Suður-Viet- nams. Stjórnarherinn elur með sér smávon um að sóknin verði tafin, þegar kommúnistar sitja uppi með hundruð þúsunda flóttafólks, sem ekki hefur tekizt að bjarga af þeim stöðum, er þeir hafa náð á sitt vald. — Aðrir kviða þvi, að kommúnistar muni ekki láta eymd þessa fólks eða þjáningar verða sér til trafala. Phan Quang Dan, aðstoðarfor- sætisráðherra, hefur beðið Sam- einuðu þjóðirnar að beita sér fyrir þvi, að kommúnistar leyfi, að vistum og hjálpargögnum verði komið til þessa bágstadda fólks. Einkum þeirra hundruða þús- unda, sem sitja eftir i Da Nang. Dœmdir í útlegð

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.