Vísir - 01.04.1975, Page 6

Vísir - 01.04.1975, Page 6
6 Vfsir. Þriöjudagur 1. april 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. I Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson f Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson ) Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason ( S Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ) Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 ( Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 ) Ritstjórn: JSIÖumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur ( Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. ) i lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. I Annars flokks ástand „Þegar öllum, sem vildu sjá, var ljóst, að stór- ( kostleg verðhækkunaralda var að skella á i ) heiminum á ýmsum nauðsynlegustu rekstrar- og ) neyzluvörum, var þeim vanda mætt hér með þvi ( að herða á ákvæðunum um að kaupa vörur gegn / gjaldfresti, stytta leyfilegan lánstima. Hvað )) halda menn, að slikar ráðstafanir hafi kostað )) þjóðina i auknu innkaupsverði?” (( Þetta er eitt dæmanna, sem Jón Sólnes al- ( þingismaður rakti nýlega á alþingi, er hann flutti ( tillögu um, að rofið yrði járntjaldið, sem er milli ) íslands og umheimsins i gjaldeyrismálunum. ) Hann telur réttilega, að Islendingar hafi alvar- ( lega dregizt aftur úr nágrönnum sinum á þessu / sviði. ) f Danmörku er svipað kerfi og á öðrum Norður- ) löndum, nema fslandi. Þar syðra er frilistinn ( ekki háður neinum umsóknum né eyðublaða- / vafstri. Ferðamannagjaldeyrir er svo að segja ) frjáls og án umsókna og eyðublaða. Lántökur ein- ( staklinga og fyrirtækja allt að 600 milljónum is- ( lenzkra króna eru algerlega frjálsar og hærri lán- ) tökur tiltölulega greiðar. Þar taka bankar við fé ) til geymslu fyrir erlenda aðila og eru ósparir á að ( auglýsa þá þjónustu. Þannig mætti lengi telja. / Okkar kerfi þótti nokkuð gott fyrir fimmtán ár- ( um, þegar það leysti ömurlegt og gerspillt hafta- ) kerfi af hólmi. En i fimmtán ár höfum við staðið i ) stað, meðan nágrannar okkar hafa aukið gjald- ( eyrisfrelsið. Jón Sólnes telur, að úrelt kerfi okkar ( stuðli ekki aðeins að almennri minnimáttarkennd ) i meðferð fjármagns, heldur valdi einnig al- \ mennu vantrausti íslendinga á gjaldmiðli sinum. ( Éyðublöð i 3-4 eintökum þarf til að sækja um ( gjaldeyri til greiðslu áskriftar að timariti, félags ) gjalds eða smágjafar. Pósthús geta ekki afgreitt ) erlendar póstkröfur án stimpils frá gjaldeyris- ( stofnun. Engin erlend lán má taka á eigin ábyrgð, ( án milligöngu banka og gjaldeyrisyfirvalda. Hér ) er ekki einu sinni unnt að skila erlendum gjald- ( eyri án þess að sækja um það á sérstöku eyðu- ( blaði. ) Þetta kerfi heldur náttúrlega uppi fjölmennu / prentverki og embættismannakerfi. Að baki þess ) stendur rótgróin oftrú á yfirburðum eyðublaða- ( og skriffinnskukerfis. ( Frelsi nágrannaþjóðanna i gjaldeyrismálum ( hefur ekki leitt til gjaldeyrisþurrðar, né til þess ) að vanskil hafi lent á bönkum eða riki. Hins vegar ) hafa þjóðirnar með þessum hætti náð inn i löndin ( verulegu magni af erlendu lánsfé, sem hefur ( stuðlað að uppbyggingu þarlendra atvinnuvega. ) Með þvi að taka upp slikt kerfi telur Jón Sólnes, ) að íslendingar hafi „möguleika á þvi að hefja ) gjaldmiðil þjóðarinnar til þess vegs, að hann njóti ) á hverjum tima fyllsta trausts, bæði hjá þjóðinni ( sjálfri og hjá öðrum, eins og hæfir sjálfstæðu, ( frjálsu og fullvalda riki. Það er ekki þýðingar- ) minnsti þátturinn i sjálfstæðisbaráttu einnar ( þjóðar, að gjaldmiðill hennar sé traustur, bæði ( inn og út á við. Að hann standi fyrir sinu, hvar ) sem er, hvenær sem er, hafta- og hömlulaust.” ) Eftir fimmtán ára hlé er orðið timabært fyrir ( okkur að rifa okkur upp úr ástandi annars flokks ( þjóðar með annars flokks gjaldmiðil og taka upp ) gjaldeyrisfrelsi nágrannaþjóðanna. () — JK (( Æfir vegna stefnu stjórnar sinnar í málum sjávaríðnar Blöð i Bretlandi birta heilsiðuauglýsingar, sem sýna karlmann- legan ungan mann i gulum sjóstakk i vænni fiskkös, og er þar verið að hampa fram brezk- um sjávarafurðum. — Undir myndinni stend- ur skrifað: „Eina fæð- an, sem menn veiða.” Með rómantisku ivafi er reynt að ná til neyt- enda, þeirra á meðal eiginkvenna sjómann- anna, sem sækja i Norðursjóinn föng á vélbátum, sem kallaðir væru litlir hér við ís- land. Það voru þessir menn, sem stóðu að þvi að loka höfnum fiskibæja I Norður-Englandi með þvl að leggja bátum sínum I innsiglingar og krefjast þess, að hætt yrði að taka á móti freð- fiski íslendinga og Norðmanna. Þeir segja, að þeir beri minna úr býtum en skrifstofustúlka og hafa reynt að sannfæra stjórn- völd Breta um, að sjávariðnað- urinn væri hætt kominn vegna offramboðs og verðfalls á fiski — sem væri að kenna miklum innflutningi islenzkra og norskra sjávarafurða. Aðgerðir þessara manna beindust aðeins að einu» Innflutningnum á freðfiski. En I rauninni er um að ræða fjöl- þættara vandamál og óánægju, sem á rætur sinar að rekja til stefnu stjórnarinnar varðandi málefni sjávarútvegsins og fiskiðnaðarins. Bátasjómennirnir kenna Noregi, íslandi og Póllandi um hið lága verð, sem þeir fá greitt fyrir fiskinn. Þeir hafa horft á heilu gámana fulla af þorski og ýsu hifða upp úr lestum skipa frá þessum löndum. Síðan hefur þessum skipsförmum verið ekið á fiskmarkaðinn, þar sem fisk- urinn hefúr selzt á lágu verði, en slðan má sjá hann boðinn fram I verzlunum á miklu hærra verði. Þeim er ómögulegt að trúa þvl að hægt sé að gera út á svona lítið fiskverð, og halda þvl fram að fiskútvegur Islendinga og Norðmanna hljóti að vera rlkisstyrkur til samkeppni við þá. — Kröfur þeirra ganga I stuttu máli út á það, að annað hvort njóti þeir rikisstyrkjar til að standa jafnfætis keppinautun- um, sem þeim finnst vera, eða að tekið verði fyrir innflutning á fiski frá þessum löndum. A meðan margir aðrir standa I þeirri trú, að Islendingar búi i snjóhúsum og beiti isbjörnum fyrir snjósleða sína, er ekki hægt að áfellast þessa menn fyrir að vita ekki, að sjávarút- vegurinn stendur undir efna- hagsllfi Islendinga, og að það er arðurinn af honum, sem notaður er til að styrkja annað, en ekki öfugt. En þessir sjómenn eru sem sé sannfærðir um annað, og meðal þeirra er beizkja vegna þess, að þeim þykir boðið smánarverð fyrir aflann, sem þeir erfiðað hafa fyrir, þvl að markaðurinn er yfirfullur jafnan, þegar þeir koma að landi með fiskinn. Fréttamaður Reuters hitti að máli nokkra þeirra, sem lögðu bátum sínum til að girða fyrir landanir erlendra fiskiskipa. Einn þeirra, Melvyn Cox, 35 ára gamall skipstjóri á litlum tog- ara frá Grimsby sagðist bera um 1650 krónur úr býtum á viku. ,,Ég væri betur kominn á at- vinnuleysisstyrk,” sagði þessi skipstjóri. Hann tók það fram, að hér væri ekki um.að ræða bænstafi um meiri peninga. „Við viljum fá möguleika til þess að vinna fyrir okkur á þann hátt sem við viljum.” Annar skipstjóri frá Grimsby, Einar Jósefsen, segist naumast hafa haft fyrir kostnaði af þriggja vikna veiðitúr I Norður- sjó. „Ef þú ert fiskimaður, og það aflast ekkert, þá er það eins og hver önnur óheppni, sem þú verður að sætta þig við. En þeg- ar fiskimaður aflar og getur samt naumast dregið fram lífið, þá verður eitthvað að aðhafast I málinu,” sagði Einar, og bætti við: „Eins og nú stendur er skynsamlegra, rekstrarlega séð, að liggja bundinn við bryggju.” Til skjótrar úrlausnar á mál- um þeirra krefjast þeir þess, að algert innflutningsbann verði sett á freðfisk frá löndum utan Efnahagsbandalagsins, að bannaðar verði landanir á bol- fiski á sumrin (sex mánuði ár hvert) úr skipum frá löndum utan EBE, að fiskveiðilögsaga Bretlands verði færð út fyrir þær tólf sjómflur, sem hún er i dag, og að þjóðnýttar verði hafnir fiskibæjanna. En þótt gengið yrði að kröfum þeirra, sem er alls ekki liklegur möguleiki, þá er ekki allur vandinn leystur. Sjómennirnir eru óánægðir með niðurstöðu samninga Breta við EBE, sem lauk núna I Dublin fyrr I mánuðinum. Stefna EBE i fiskimálum er sú, að ekkert aðildarrikið geti bannað skipum hinna að veiða við stendur þess, hvað sem liði öðrum alþjóðlegum samþykkt- um. Bretar eru undanþegnir þess- ari reglu, fram til ársins 1982, en brezkir útvegsmenn voru æfir I garð stjórnarinnar fyrir að ná ekki hagkvæmari samningum fyrir togaraflota sinn eftir að það tlmabil er runnið út. I annan stað eiga brezkir fiskimenn það sameiginlegt is- lenzkum sjómönnum, að þeim sárnar ofveiði erlendra skipa á miðum þeirra. Þeir halda þvi fram, að sú veiði eigi sér stað innan 12 milna lögsögu Bret- lands. Melvyn Cox skipstjóri vék að þessu atriði I viðtalinu við fréttamann Reuters og hélt þvi fram, að risaverksmiðjutogarar skófluðu upp sild og smáfiski, jafnt sem bolfiski, sem fiski- menn á austurströnd Englands byggja annars afkomu sina á. „Ef ég fæ sild, verð ég að fleygja henni aftur fyrir borð, eða eiga yfir höfði mér háar fjársektir ella. Rússarnir geta hirt hana og gera það,” sagði hann. Hann lýstir ásókninni I Norðursjó svo, að hér á dögun- um hafi hann talið 59 skip I radarnum sinum á hring, sem naumast hafi verið meira en sex milur I þvermál.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.