Tíminn - 24.07.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið 1 síma 12323. Auglýsing 1 rímanum kemur daglega fynr augu 80—100 þúsund lesenda 166. tbl. — Sunnudagur 24. júlí 1966 — 50. árg. Eyjamenn ákveðnír í sjónvarpsmáli sínu: Vilja sitja við sama borð og nábúarnir SJ-Reykjavík, laugardag. Það liggur nú ljóst fyrir að Vestmannaeyingar ætla ekki að gefa neitt eftir í sjónvarpsmálinu; skömmu eftir að Landssími fslar.ds lét í gær loka fyrir rafmagn til sjónvarpsmagnarans í Vestmanna- eyjum, var boðað til aukafundar í bæjarstjórn Vestmannaeyja og þar samþykkt mótatkvæðalaust að láta rafveitu bæjarins taka cignar námi rafstreng þann, sem tengdur var við umræddan magnara. í dag var gert ráð fyrir að strengurinn yrði grafinn upp fyrir utan hús Landssímans og magnarinn tengdur við hann á ný. Þegar blaðið fór í prentun, var ekki vitað um viðbrögð hins opinbera við þessum framkvæmdum. Tíminn ræddi í dag við tvo að- mál og ila í Vestmannaeyjum um þetta á eftir: fara viðtölin við þá hér GÞE-Reykjavík, laugardag. Margir, sem lagt hafa leið sína út á Granda undanfarna daga, hafa furðað sig á því, að við fyrstu bryggjuna hefur bátsmastur staðið upp úr siónum, og sé betur að gætt má grilla í óhrjálegan bátsskrokk á kafi í höfninni. Hér er um að ræða vélbátinn Magnús NS 210, en hann slitnaði frá bryggjunni og sökk fyrir rúmri viku, og ekki hefur verið hirt um að ná honum aftur á réttan kjöl. Tíminn hafði í gær samband við Bátaafgreiðsluna, og fékk þær upplýsingar um umræddan bát, að hann væri skráður og tryggður austur á Neskaupstað, en hefði nokkuð lengi verið þarna í höfninni. Hefði eigandinn sýnt honum litla ræktarsemi, og væri það fyrir vanhirðu, sem hann hefði sokkið. Ennfremur var okkur tjáð, að báturinn væri vafalaust algjörlega ónýtur, en ekki væri hægt að hirða hann upp úr höfninni, fyrr en náðst hefði í eigandann, sem vitaskuld þyrfti að standa straum af kostnaðipum við það. Meðfylgjandi mynd tók Bjarnleifur úti á Granda í gær, og á henni má vel greina hluta bátsskrokksins. ÞJOFUR GRIPINN HZ-Reykiavík, laugardag- f nótt var innbrotsþjófur grip inn í mjólkurbúðinni á Týsgötu 8. Hafði eigandinn orðið var við grunsamlegar mannaferðir og hringt á lögregluna sem kom fljótt og gómaði þjófinn, sem reyndist vera 17 ára piltur. Við yfirheyrzlu hjá rannsókn arlögreglunni kom það fram, að hann hafði einnig brotist inn í Málningarvörur s. f. á Bergstaðastræti 19 fyrr í nótt og tekið þaðan 2800 krónur. Skeröist námstími í tví- og þrísetnum skdlum í vetur? AK-Reykjavík, laugardag. Eins i nokkra aukavinnu og fyrirhöfn og kunnugt er eru margir skólar|vegna hins langa skólatíma og landsins nú tví- eða þrísetnir, I telja sig eiga rétt á nokkurri einkum í þeim bæjum, sem vaxa aukagreiðslu fyrir það. Hafa þeir örast. Þar er skólatími að sjálf- farið fram á það, en samningar sögðu mjög Iangur og miklu lengri hafa ekki náðst um slíka þóknun en reglulegur, daglegur skólatími, | við fjármála^tjórn skólanna. sem gert er ráð fyrir í reglugerð-! Nú hafa fiessir skólastjórar til- um. Skólastjórar kynnt menntamálaráðherra að hinna tví- og þrí-1 þeir muni ekki láta skólana starfa tíma, eins og hann er ákveðinn í erindisbréfi þeirra, fyrr en samn- ingar hafa tekizt um aukagreiðslu til skólastjóra vegna tví- og þrí- Bragi Björnsson, lögfræðingur í Vestmannaeyjum og formaður Fé- lags sjónvarpsáhugamanna þar sagði í viðtali við Tímann, að straumurinn hefði verið rofinn í gær af símstjóranum eftir kröfu menntamálaráðherra og útvarps- stjóra. Þetta var framkvæmt eftir fundinn, en nú er búið að afhenda Vestmannaeyjum strenginn, og við tengjum við hann á ný og verðum bara almennir rafmagnskaupendur sagði Bragi, því að yfirtaka á strengnum er samkvæmt reglugerð hér — rafveitan á alla strengi, sem eru i jörð, en síminn lagði strenginn. — Nú látum við sem sagt stóran slag standa, hvað svo sem gert verður í framtíðinni. — Það eru hreinar línur í þessu máli — við hættum ekki að senda hérna, nema öllu sjónvarpi á ís- landi verði hætt. Þeir, sem eru hérna uppi á Landeyjarsandi, nokkra kílómetra frá, mega horfa á sjónvarp að vild. Það er loftnet í Þykkvabænum, á Gunnarsholti, í Fljótshlíðinni, en hér í Vest- Framhald á bls. 14. Stökk í höfnina og drukknaði HZ-Reykjavík, laugardag. Á sjöunda tímanum í morg- un drukknaði tvítugur piltur í Reykjavíkurhöfn eftir árang- urslausar tilraunir til björgun- ar. Atvik voru þau, að þrír kunn ingjar voru á rölti niðri á Ing- ólfsgarði í morgun rétt fyrir klukkan sjö. Höfðu þeir geng- ið upp í vitann á Ingólfsgarði. Skyndilega kastaði einn þeirra sér út fyrir handriðið og í sjó- inn. Annar kunningja hans kastaði sér eftir honum, náði taki á honum, en vegna storms og sjávargangs missti hann setnu skóla hafa að sjálfsögðu nema reglulegan, daglegan skóla- staðar. setningar í skólum. Náist slíkir! haldið á honum. Vaktmaður í samningar ekki fyrir haustið, er varðskipi var vitni að atburðin líklegt að þetta valdi miklum vand um. Kallaði hann lögreglu á ræðum í skólum í vetur og skerð- staðinn og hljóp því næst upp ingu á skólagöngu svo að fræðslu- á garðinn og kastaði bjarghring skyldu verði varla fullnægt sums til piltsins í sjónum og tókst Framhalcj á bls. 15. Leikirnir á HIVI í gær Engiand, Portúgal, Sovét og V-Þýzkaland halda áfram! England, Portúgal, Sovétrikin og Vestur-Þýzkaland voru sig- urvegarar í leikjunum í 8 iiða keppninni á HM í gær. Eng- land vann Argentínu á Wembley með 1:0 í hörkuleik, en Argentína lék mikinn hluta leiksins með 10 ieikmönnum og í síðari háífleik með aðeins 9 mönnum. Hurst, hinn 24 ára gamli West llam Ieikmaður skoraði sigurmarkið þegar 12 mínútur voru eftir, með skalla. Fagnaðarlætin á troðfullum Wembley-leikvangin um voru gífurleg. Einum leik- manna Argentínu var vísaö út af snemma í fyrri liálfleik og urðu 9 mínútna tafir af þeim sökum, því Argentínu-leikmenn imir gengu allir sem einu út af vellinum í mótmælaskyni og neituðu að fara inn á aftur. Eft ir 9 mínútur gat leikurinn haf- izt aftur. í Liverpool komu Norður-Kor euineuu öllum á óvart með þvi að ná 3:0 forustu gegn Portú- gal eftir 25 mínútur. Fyrsta mark sitt skoruðu Koreumenn á 1- mínútu- Hinn snialli fram herji Portúga! Eusebio sneri taflinu eftirminnilega við með því að skora fjögur mörk i röð hið fyrsta á 28. mínútu fyrri Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.