Tíminn - 24.07.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.07.1966, Blaðsíða 12
u TIMJLNN SUNNUDAGUR 24. júlí 1966 MINNING Guttormur Erlendsson Á morgun, mánudaginn 25. júlí, verður til moldar borinn Guttorm- ur Erlendsson, hæstaréttarlögmað- ur, en hann andaðist 17. júlí sl. Guttormur var fæddur hinn 13. apríl 1912 að Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Voru foreldrar hans Er- lendur Bjömsson, hreppstjóri og bóndi þar og kona hans María Sveinsdóttir bónda og skipasmiðs í Gufunesi Jónssonar. Eru þetta vel kunnar ættir. Guttormur varð stú- dent frá Menntaskólanum í Reykja vík vorið 1932 með hárri 1. eink- unn. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 28. maí 1938 með mjög hárri 1. einkunn 143% st., sem var með hæstu einkunum, sem gefnar voru eftir þágildandi eink- unastiga. Að loknu lagaprófi stund aði Guttormur framhaldsnám í lögfræði í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi á árunum 1938 og 1939. Hann gerðist skrifstofustjóri hjá Félagi ísl. iðnrekenda 15. des. 1939 og var það til 31. des 1941. Samhliða þeim störfum og eftir það stundaði Guttormur málflutn- ingsstörf hér í borginni og lauk prófi sem héraðsdómslögmaður 25. nóv. 1940. Hann varð aðalendur- skoðandi reíkninga Reykjavíkur- borgar hinn 1. jan. 1942 og gegndi því starfi til dánardags. Prófraun sem hæstaréttarlögmaður lauk hann 14. ágúst 1944. — Eftir að hann réðst til starfa hjá Reykj- víkurborg voru málflutningsstörf hans einkum varðandi málefni borgarinnar og í hennar þágu, þótt hann einnig ynni slík störf fyrir aðra. En aðalævistarf Guttorms beindist að íjármálum Reykjavík- urborgar, og má óhætt fullyrða, að að öllum öðrum ólöstuðum hafi hann verið þar kunnugri öllum þráðum, en nokkur annar mað- ur. — Mun og sá kunnugleiki hans hafa verið ráðamönnum borgarmál efna til ómetanlegs gagns við störf sín í þágu borgaranna. Guttormur var í niðurjöt'nunar nefn Reykjavik' ' á 1952 til 1962 og formaður . - 'arinnar frá 1956. Hann var msinn í framtals- nefnd Reykjavíkur 20. desember 1962 og formaður hennar í sama mánuði og var það síðan til and- láts síns. Hann var skipaður í sparnaðarnefnd borgarinnar í nóv- ember 1951 og átti sæti í þeirri nefnd eftir það. Kosinn var hann í stjórn skýrsluvéla ríkis og Reykja víkurborgar 30. apríl 1962 og átti þar sæti síðan. Hann var í stjórn Þjóðskrárinnar, unz hún var lögð niður og í stjórn Iðnlánasjóðs 1942—‘44. Hann tók nokkurn þátt í stjórnmálum á skólaárum sínum, og var þá m.a. ritstjóri tveggja BRIDGESTONE BRIDGESTON E EF EKKI, ÞÁ HAFIÐ BRIDGESTONEHJÓLBARÐANA NÆSTU HJÓLBARÐAKAUP ER AÐ RÆÐA. / í HUGA ÞEGAR UM ENDINGARBEZTU DEKK, SEM HÉR HAFA FENGIZT. BRIDGESTONE BREGZT ENGUM blaða, en eftir það mun hann ekki hafa komið mikið við stjórnmála- átök. — Um langt árabil var Gutt- ormur endurskoðandi reikninga Lögmannafélags íslands. Guttormur kvæntist 1943 Guð- laugu Þorfinnsdóttur, veitinga- manns í Baldurshaga og eiga þau einn son. Guttormur Erlendsson var strax á skólaárum sínum áberandi mað- ur, hvar sem hann fór. Hann var með hærri mönnum á velli, stór- gerður nokkuð í andliti og sér- kennilegur og gerðist snemma þunnhærður. Állt fas hans og fram koma gerði hann þegar kunnugan hverjum manni. Hann hefði sómt sér vel með víkingum, er haldið var til orrustu og han rúm hefði örugglega verið vel skipað. En á friðartímum þeim, er hann ólst upp á, þótti mönnum strax mik- ið koma til gáfna hans og and- legra hæfileika. f skóla var Gutt- ormur strax mikill námsmaður, jafnt í Menntaskóla sem Háskóla og þótt hann stæði að jafnaði fram arlega í átökum þeim, er jafnan fylgja skólanemendum i þessum menntastofnunum og þá ekki sízt, er skoðanir manna voru sem mest skiptar á kreppuárunum fyrir seinna stríð, þá lauk hann próf- um sínum glæsilega og á eðlileg- um tíma. — Ég kynntist Guttormi Erlendssyni strax á skólaárum okk ar og um tveggja ára skeið höfðum við dagleg samskipti við lögfræði- störf, eftir að hann kom heim frá framhaldsnámi. Guttormur var að mínu viti frábær málflutningsmað- ur. Ekki aðeins kunni hann fræði sín flestum öðrum mönnum betur, heldur og var glöggskyggni hans á menn og málefni slík, að sjald- an skeikaði. Hann kunni og ráð í hverri raun, og hygg ég, að erfitt hefði flestum orðið að vinna þau mál, sem hann leiddi ekki farsæl- lega til lykta. En alla tíð frá okk- ar fyrstu kynnum og nú að leið- arlokum, þykir mér mest um vert vináttu hans, sem var svo fölskva- laus, að milli okkar féll aldrei óvin samlegt orð, ekki einu sinni í hálf- kæringi, hvemig sem á stóð. Ýmsir þeir sem lítt þekktu Gutt- orm Erlendsson héldu hann hrjúf- an mann og harðan, en þeir sem kunnugri voru vissu, að hann var hverjum manni raunbetri og hjálp- samari og vildi hvers manns vand- ræði leysa. Við andlát Guttorms Erlendsson ar hefur Reykjavíkurborg misst einn sinn bezta starfsmann og verður sæti hans vissulega vand- fyllt. Ástvinir Guttorms, vandamenn og vinir hafa einnig misst mikið við fráfall hans. En minningarn- ar lifa, þótt maðurinn deyj, og í hugum okkar, sem til þekktum „situr eftör svipur stór“ er við minnumst Guttorms Erlendssonar. Egill Sigurgeirsson. BILA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg SM23138

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.