Tíminn - 24.07.1966, Blaðsíða 14
14
UMBARUMBAMBA
SVELLANDI SVEITABALL Á TUTTUGUSTU ÖLD
Myndin upphefst á því, að Hljómar eru á þeysireið á leið á
sveitaball, og COUNTRY DANCE hljómar í öllu sínu veldi.
Síðan koma svipmyndir, sem sýna unga fólkið drífa að á hin-
um ólíklegustu farartækjum, allt frá flugvél ofan í traktor
Öll eru þau á leið á sveitaballið.
Piltarnir eru búnir að koma sér fyrir í samkomuhúsinu, hvort
sem það er Hlégarður, Hvoll eða Aratunga. Eitt par er á gólf-
inu og dansar á listilegan máta. Sumir kynnu kannski að halda
að lagið, sem nú er leikið vísi til hugrenninga Hljómapiltanna
BETTER DAYS (Það koma betri dagar) en sú hugmynd hlýt-
ur að hverfa út í veður og vind fljótlega því á næsta augnabliki
er gólfið iðandi af dansandi fólki. Ungt fólk á sveitaballi. Ær-
andi gítarmúsík, flöktandi stúlkuaugu, hendur, sem snertast,
munnar sem mastast. Þrýstinn meyjarbarmur hefst og hnígur
í trylltri dansgleði. Skakkt bros dansherrans opinberar röð af
skemmdum tönnum.
MY LIFE. Tónarnir hníga frá hljómsveitinni eins og í þungum
en samt iðandi öldum. Æskufólkið er sem lostið annarlegum
öflum. Stjörf augu, gretta, hlátur, þvöl hendi, 20 cm fyrir ofan
hné. Stúlkan verður andstutt og hjartað bærist í takt við
lagið I DON'T CARE (Mér stendur á sama).
Erlingur sleikir hljóðnemann í djúpri innlifun og Pétur geng-
ur upp og niður við trommurnar. Allt annað er fásinna. Hann
er í trans og skynjar EKKERT nema ,,beatið“. Húfan hjá
Gunnari stingur skemmtilega í stúf við allt að því heimspeki-
lega svipinn, en Rúnar brosir eins og hann hafi nýlega skorað
úrslitamarkið fyrir Keflavík.
Áfram heldui dansleikurinn. Unga fólkið hristist af lífi og
sál í takt við lagið. Hún horfir ertnislega á piltinn, en hann
hugsar um partíið á eftir og skyldi vera gott að sofa hjá henni.
Hann skekur sig til eins og maður. sem er óvanur að vinna
við loftbor.
Aðskorin peysa að síðbuxum opinberar margt, en hann fyllir
upp í það, sem á vantar. Hvelfdur magi, lendar, brjóstin, rak-
ar varir Sítt hárið leikur um axlirnar. Trúlofunarhringurinn
í vasanum. Hún lýtur að honum og hvíslar.
IF YOU KNEW (Ef þú vissir það). Þetta fjöruga lag berst í
hringiðu yfir salinn og lögregluþjónninn fær sér í nefið og
veltir vöngum yfir því, hvort hann hafi krossað rétt á kosn-
ingadaginn.
Það dregur að leikslokum, faðmlögin verða heitari. Vangi
við vanga. Lukt augu, sem gefa fyrirheit og LOVE ENOUGH
leika Hljómar. Lagið berst út yfir mýrar og móa. Ástaróður
á atómöld. Bifreið kemur í Ijós uppi á hæðinni. Síðan önnur.
Ljós þeirra skera myrkrið eins og framandi fyrirbæri frá ann-
arri stjörnu. Þessu er lokið jafn skyndilega og það byrjaði.
en ef til vilí er eftirleikurinn svellandi partí. — —
Þetta er æska íslands eins og hún er anno 1966. Þetta er
sveitaball
Benedikt Viggósson.
EYJAMENN
Framhald af bls. 1.
mannaeyjum er það bannað. Við
sættum okkur ekki við annað en
að njóta sömu réttinda og aðrir
landsmenn.
— Hver voru tildrög fundarins?
— Það var fulltrúaráð Sjálfstæð
isflokksins sem krafðist fundarins.
Mættir voru frá Sjálfstæðisflokkn-
um Guðlaugur Gíslason, Björn Guð
mundsson, Marteinn Tómasson og
Jón Sigurðsson. Frá Framsóknar-
flokknum Sigurgeir Kristjánsson
og Jóhann Björnsson. Frá Alþýðu-
bandalaginu Lýður Brynjólfsson
og Garðar Sigurðsson. Frá Alþýðu
flokknum Magnús Magnússon.
Annar Alþýðubandalagsmaður-
inn sat hjá, en hinn var samþykkur
Það voru nokkrar atkvæðagreiðsl-
ur og það kom aldrei fram neitt
mótatkvæði, allar tillögur sam-
þykktar með 8 atkvæðum af 9.
Það voru ekki allir með sjón-
varpi í sjálfu sér, heldur var ein-
göngu lögð áherzla á að við sæt-
um við sama borð og aðrir.
I Stemningin í Vestmannaeyjum
er á þann veg, að það eru minnsta
________TÍMINN__________________
kosti 95% manna með þessari
ákvörðun. Ég er viss um, að ef
hið opinbera reynir að gera fleiri
ráðstafanir, þá fer allt í háaloft
burtséð hvort menn eru með
sjónvarpi eða ekki, aðeins vegna
þeirra forsendar að við sitjum
ekki við sama borð og aðrir. Svo
er það einn þáttur þessa máls, að
mikil reiði er í mönnum vegna
þess, að Þjóðleikhúsið hefur ekki
nema einu sinni sent leikflokk
hingað og við teljum okkur hafa
greitt það mikinn skemmtanskatt
til Þjóðleikhússins og sinfóníu-
hljómsveitarinnar, að við eigum
fullan rétt á betri þjónustu frá
hendi þessara aðila.
— Hvað er talið að margir
horfi á sjónvarp í Vestmannaeyj-
um núna?
— Ég gæti trúað, að það sé búið
að reisa um 200 stengur og þá má
gera ráð fyrir að um þúsund
manns horfi á sjónvarpið. Annars
skil ég ekkert í þessum aðgerðum
því að þetta styrkir íslenzka sjón-
varpið. Málið stendur alls ekki um
hvort loka eigi Keflavíkursjónvarp
inu eða ekki, þegar það íslenzka
tekur til starfa, eins og einhverjir
kynnu að álíta.
— Er ekki búizt við, að ein-
hver opinber aðili verði á staönum
þegar þið tengið aftur?
— Nei, nei, þetta er upp á svim
andi háu klifi, og það vogar sér
enginn þangað upp nema fullhug-
ar. Menn vilja ógjarnan lenda í
átökum þarna uppi, þetta er hengi
flug.
Það skal tekið fram að lokum,
að í Félagi sjónvarpsáhugamanna
hér eru menn af öllum stjórn-
málaflokkum.
Þá sneri Tíminn sér til Magnús
ar H. Magnússonar, símstöðvar-
stjóra í Vestmannaeyjum, en hann
gengdi störfum bæjarstjóra á fundi
bæjarstjórnarinnar í gær.
Magnús sagði m.a.:
—í þessu máli er réttur bæjar-
ins ótvíræður gagnvart rafmagn
inu, en réttur ríkisins gagnvart
sjónvarpssendingum byggist á út-
varpslögunum, sem alls ekki ná
til sjónvarps, en ná trúlega til
tals og tóna sjónvarpsins. En þetta
er atriði, sem menn eru ekki sam-
mála um. Gagnvart símanum eru
það fjarskiptalögin, sem skipta
máli, og ef um nýja tíðni væri
að ræða, þá er það ótvírætt að
það heyrir undir símann, en í
þessu tilfelli er um að ræða mögn
un á sömu tíðni — geislanum að-
eins beint i aðra átt. Trúlega er
hægt að fella þetta mál undir fjar
skiptalögin, því að raunverulega
er réttur símans það mikill, að
hann gæti rofið dyrabjöllur í húsi'
ef hann kærði sig um. Senni-
lega er hægt að stöðva þessar
aðgerðir með hliðsjón af útvarps-
og fjarskiptalögunum, en þó er
það mikið vafaatriði, þar sem ekki
er um nýja tíðni að ræða, og
þetta er ekki endurvarpsstöð. Það
er t.d. leyft í fjölbýlishúsum í
Reykjavík að vera með einn magn-
ara, sem sendir síðan út til allra
íbúða í húsinu. Ég er viss um, að
ef þetta er ólöglegt athæfi hér,
þá er mögnunin í fjölbýlishúsum
Reykjavíkur líka ólögleg.
Þetta er se« sagt leyft í
Reykjavík, en svipaðar aðgerðir
hér stöðvaðar — og um það stend-
ur slagurinn í raun og veru.
— Hvernig verður þessi teng-
ing við kapalinn framkvæmd?
— Rafveitan leyfir aðgang að
strengnum og það er tengt við
hann á öðrum stað en inni í húsi
Landssímans. Þetta er strengur.
sem ekkert er notaður af síman-
um, og hefur aldrei verið notaður
— var á sínum tíma lagður sem
varastrengur. Þá hefur mastur frá
símanum aldrei verið notað til
sjónvarpssendinga. Þeir eru með
sitt eigið mastur. Uppsetning mast
ursins er ákaflega frumstæð, og
raunverulega á algjöru tilrauna
jStigi, það myndi ekki þola mikla
veðurhæð. Það er semsagt verið
að gera tilraunir með, hvort hægt
sé að ná sjónvarpsstöðinni á Kefla-
víkurflugvelli. í ein tvö ár hefur
verið reynt að fá heimild hjá út-
varpi og síma, en það hefur aldrei
fengizt. Félag sjónvarpsáhuga-
manna er því eingöngu að kanna
hvort hægt sé að ná sjónvarps-
sendingum.
— Hafið þið nokkra hugmynd
um hvað hið opinbera gerir nú
í málinu?
— Mér finnst vera um tvær leið-
ir að ræða, og tala ég þá ekki
sem símstjóri — annað hvort er
að beita hörku og lögregluvaldi
til að stöðva þessa framkvæmd,
og þá myndi Félag sjónvarpsáhuga
manan sennilega fara í mál. En
okkur myndi finnast það ákaflega
tilgangslítið þar sem íslenzka sjón
varpið hefst eftir tvo — þrjá mán-
uði. Hérna háttar þannig til, að
við getum alls ekki séð ameríska
sjónvarpið eftir að það íslenzka
kemur, vegna þess að það er á svo
nálægri tíðni, og verður sent með
svo mikilli orku héðan, að það
verður algerlega útilokað að ná
Keflavík, nema að vísu á þeim
tíma, sem íslenzka sjónvarpið send
ir ekki.
Hin leiðin er sú að láta málið
kyrrt liggja, því að það eru mörg
vafaatriði í málinu.
— Þið viljið hraða uppsetningu
‘á sendi fyrir íslenzka sjónvarpið?
| — Já, það er eindregin ósk okk-
! ar. Það hefur verið ákveðið að
sá tilraunasendir, sem er í Reykja
vík, komi hingað eftir að nýr send
ir kemur til Reykjavíkur. Við vilj
um ekki að það verði neinn drátt-
ur á, að hann verði settur upp hér,
þegar íslenzka sjónvarpið tekur til
starfa.
HM í KNATTSPYRNU
Framhald af bls. 1.
hálfleiks og Augusto skoraði
5. mark Portúgals og urðu því
lokatölur 5:3 fyrir Portúgal.
f Sunderland unnu Rússar
Ungverja með 2:1 eftir að hafa
haft 1:0 yfir í liálfleik. Og i
Shefficld vann Vestur-Þýzka-
land öruggan sigur gegn Uru-
guay 4:0.
Það verða sem sé England,
Portúgal, Vestur-Þýzkaland og
Sovétríkin, sem berjast um
heimsmeistaratitilinn. England
og Portúgal Ieika saman í und
anúrslitum og Sovétríkin og
Vestur-Þýzkaland. Hér í Tíman
um spáðum við því í gær, að
þessi lönd kæmust áfram, og
sú spá reyndist rétt.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
1 l
|
Guðm. Þorsteinsson, ‘
gullsmiður.
Bankastræti 12.
1
SUNNUDAGUR 24. júlf 1966
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin.
Veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viðgerðlr.
Sími 17-9-84.
Gúmmíbarðinn hi,
Brautarholti 8,
Klæðningar
Tökum að okkur Klæðning
ar og viðgerðir á tréverki
á bólstruðum húsgögnum.
Gerum einnig tilboð i við-
hald og endurnýjun á sæt- |
um i kvikmyndahúsum, fé-
lagsheimilum áætlunarbif-
reiðum og öðrum bifreið-
um i Revkjavík og nær-
sveitum
HúsgagnavinnusTofa
Bíarna ocj Samúels,
Efstasundi 21, Reykjavík
sími 33-6-13.
BARNALEIKTÆÖ
★
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
Bernharðs Hannessonar,
Suðurlandsbraut 12,
Sími 35810.