Vísir - 05.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 05.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Laugardagur 5. aprfl 1975 — 77. tbl. Ekið á lögregluþjón ó bifhjóli — annar á bifhjóli varð fyrir slysi fyrir skömmu Lögregluþjónn á bifhjóli varð f gær fyrir bfl á mótum Lækjar- torgs og Hverfisgötu. Lögregluþjónninn var á leið úr Hafnarstræti upp Hverfis- götu, þegar bfl var ekið af Lækjartorgi áleiðis yfir á Kalk- ofnsveg, og skall hann á bifhjóli lögregluþjónsins. Hann hentist upp á gangstéttina og þaðan yfir f mölina þar sem áður var söfu- turninn við Arnarhól. Hann reyndist þó mun minna meiddur en útlit var fyrir, var nokkuð marinn og snúinn á ökkla. Hann fékk að fara að lokinni skoðun á Slysadeild og var litlu siðar kominn haltrandi niður á lög reglustöð. Hjófið er mikið skemmt. Ökumaður bflsins bar, að hann hefði ekki séð til ferða lög- regluþjónsins. Fyrir skömmu varð annað slys á lögregluþjóni á bifhjóli, er hann missti vald á þvi á Hellis- heiði og hlaut beinbrot, bæði tá- brot og viðbeinsbrot. Yfirleitt hafa lögreglumenn á bifhjólum þó verið farsælir f starfi.-SHH „Ekki þörf tyrir mig ef starfs- mennirnir taka við stjórninni" — segir kaupfélagsstjóri K.Á. — Allir starfsmenn bílaverkstœðisins í verkfalli „ Ef svo fer, að sá starfs- maður/ sem ég hef sagt upp starfi hér hjá kaup- félaginu/ kemur aftur til starfa fyrir tilstilli hinna starfsmannanna, sé ég ekki, að það sé lengur þörf fyrir mig. Hvaða þörf er á kaupf élagsstjóra ef starfsmennirnir hafa tekið við stjórninni?" Þannig komst Oddur Sigur- bergsson kaupfélagsstjóri að orði þegar Vfsir leitaði upplýsinga hjá honum i gærkvöldi um stöðuna i máli þvi, sem reis i fyrradag hjá Kaupfélagi Árnesinga. Málið er það, að Kolbeini Guðnasyni bifvélavirkja var sagt upp störfum við bifreiðaverk- stæði kaupfélagsins, en hann hafði unnið i 35 ár hjá fyrirtækinu og var um tiu ára skeið trúnaðar- maður bifvélavirkja á staðnum. Þegar það spurðist á meðal vinnufélaga Kolbeins i fyrradag, að honum hefði verið sagt upp, gengu þeir af vinnustað og ætla sér ekki að hefja vinnu að nýju fyrr en Kolbeinn hefur verið endurráðinn. Þeir sem lögðu niður vinnu munu vera um 60. Eru það allir starfsmenn bifvélaverkstæðis kaupfélagsins og er fjöldi bila fyrirtækisins þvi lokaður inni meðan á verkfallinu stendur. ,,Ég hef ekki verið endurráðinn til kaupfélagsins. Annað hef ég ekki um málið að segja,” svaraði Kolbeinn, þegar Visir hafði tal af honum i gærkvöldi. Blaðinu tókst ekki að ná sam- bandi við forsvarsmenn starfs- mannanna á bifvélaverkstæðinu, en Oddur kaupfélagsstjóri kvaðst ekki vita til þess að þeir hefðu haldið fundi og ekki stæði til að halda með þeim fundi að frum- kvæði kaupfélagsstjórnarinnar. „Ætli þeir liggi ekki bara i sól- inni, þessir ágætu menn. Það er svo anzi gott veður hérna, að ég gæti trúað að þeir séu orðnir nokkuð brúnir,” sagði Oddur. Hann neitaði þvi, að stjórn kaupfélagsins hefði haldið fund um málið, eins og eitt dagblað- anna hélt fram i gærmorgun. „Okkar ákvörðun stendur óhögguð,” sagði kaupfélags- stjórinn. —ÞJIVI íslenzkur „fílahirðir" í Nepal - bls. 17 Leir og litir Sýning Steinunnar Marteinsdóttur leirara að Kjarvalsstöðum hefur nú staðið i viku við mjög góða að- sókn. Sýningin þykir nýstár- leg, og margt verka hefur selzt. Verðsviðið er lfka fjöl- breytt: Frá átta hundruð krónum upp i tvö hundruð þús- und. Sýningin verður opin fram til kvölds 13. april. Sjá nánar um sýningu Steinunnar á bls. 7. Bfllinn er á lofti að framan, en stubbur af ljósastaurnum er undir framhluta hans. Ljósm. Vfsir, Bj. Bj HAFNAÐI UPPI í LJÓSASTAUR 18 ára piltur missti vald á bil sinum á Hverfisgötu i gær með þeim afleiðingum að hann hafn- aði uppi i ljósastaur. Hann hlaut áverka á höfði og brjósti. Slysið varð með þeim hætti, að pilturinn var að fara vinstra megin fram með bil á Hverfis- götunni, og virðist sem hann hafi ekið nokkuð greitt. Svo illa tókst til, að bilarnir tveir lentu saman, en við það missti piltur- inn vald á sinum bil með þeim afleiðingum, að hann skall beint á staurnum, sem brotnaði við höggið og slengdist i göt- una.Telja má mildi, að enginn var þar fyrir, sem staurinn kom niður. Svo mikill kraftur var á bilnum, að hann stanzaði uppi á stubbnum, sem eftir var af staurnum, og hélt hann bilnum að hálfu á lofti. Billinn er mikið skemmdur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. —SHH Ljósastaurinn slengdist I götuna og má telja mildi, að hann lenti hvorki á húsum né gangandi fólki. Ljósm. VIsis, Bragi. Alþjóðlega vörusýningin í Laugardah Neyð- ast út í enn eitt tjald- œvin- týrið „Þvf miður verðum við aö grfpa til þess að taka tjaldskála á leigu, enn einu sinni,” sagði Bjarni Ólafsson, framkvæmda- stjóri alþjóðlegu vörusýning- arinnar, sem opnuð verður sfðla i ágúst. Forráðamenn siðustu sýningar áttu margar nætur svefnlitlar. þegar sýningartjaldið barðist fyrir vindum og vatni. Þar mátti litlu muna að stórtjón yrði. Að þessu sinni reyna þeir danska uppfinningu, tjaldskála með plastdúk. sem hefur áunnið sér talsverðar vinsældir ytra. Bjarni kvað allar vonir um aukið olnbogarúm i Laugardaln um hafa brugðizt. F'rá siðustu sýningu bólar hvorki á sýningar aðstöðu i nýjum skála, sem þar é að risa, né skautahöll, sem enn fremur á að verða i Laugardaln um. Þvi verði að gripa til áhættu sams fyrirtækis eins og með tjaldið. þrátt fyrir mikil leigu gjöld af því. Þá kvað Bjarni það staðreync að sýningar gætu ekki stækkað eins og þær þyrftu að gera, stærð þeirra væri alltaf takmörkuð af þvi litla rými, sem fyrir hendi er i Laugardalnum. — JBP— 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.