Vísir - 05.04.1975, Side 4
4
Vísir. Laugardagur 5. april 1975
Taktu eins mikinn
tima i að leika þér
með krökkunum og
þú mögulega get-
ur. Farðu i (ót-
bolta, handbolta,
hoppaðu og
hlauptu, og það
hefur sannarlega
sin áhrif.
Prófaðu að skrifa niður allt það
sem þú borðar á degi hverjum.
Slepptu ekki súkkulaðibitanum
eða tertusneiðinni. Aður en þú
veizt af verður þú farinn að hætta
við ýmislegt ónauðsynlegt sem þú
borðaðir áður.
Farðu út að ganga hvenær sem tækifæri
gefst. Reyndu að gera hálftima göngu á
hverjum degi að reglu. Þú getur losað þig
við 108 hitaeiningar á minútu.
Ef einhver vill grenno sig
— en nennir ekki að puða við leikfimiœfingar, þó eru hér góð ráð og einföld
Við borðum vist miklu meira en
við þurfum og verðum bara feit
fyrir vikið. Fæst okkar nenna lik-
lega að standa i þvi að gera erfið-
ar leikfimiæfingar á hverjum
degi til þess að ná af sér þeim
aukakilóum sem safnast fyrir, en
citthvað verður að gera og allra
bezta ráðið er að hreyfa sig sem
mest, — og minnka að sjálfsögðu
átið.
En það má hreyfa sig án þess
að klæða sig i leikfimibúning og
teygja sig svo og rétta samkvæmt
einhverjum reglum. i hinu dag-
lega lifi getum við hreyft okkur
meira en við gerum.
Það getur tekiö heilar 72 mlnút-
ur að ná af sér kökusneið. Og vin-
arbrauð getur innihaldið 140 hita-
einingar. Með þvi að hjóla i 30
minútur getum við unnið á móti
þvi.
Ef þú vilt ná af þér 100 hitaein-
ingum á dag, geturðu valið um
2ja kilómetra göngu, 4ra kíló-
metra hjólreiöatúr, skiðaferð i 8
minútur eða þyngri húsverk i 20
minútur. Með þvi að ganga tvo
kilómetra á hverjum degi má ná
af sér hálfu kilói á mánuöi.
Hvernig væri að reyna?