Vísir - 05.04.1975, Side 5

Vísir - 05.04.1975, Side 5
5 Vlsir. Laugardagur 5. apríl 1975 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson Það fór illa fyrir nautabanan- um „Garbancito”, eöa ööru nafni Juan Antonio Cobo, þegar hann var að atast i svörtum tudda á ieikvangi i Madrid i vik- unni. Boli haföi hann undir. Það er auðvitað enginn upp- hefð að slíku fyrir nautabanann, enda fór svo að tuddinn vor- kenndi Garbancito og tók að sleikja á honum andlitið, þar sem nautabaninn lá fyrir fótum hans. Það er ekki að sjá á svipnum á nautabananum, að honum hafi likað það neitt betur en ef boli hefði beitt hornunum. — Skýr- ingin á þvi sést auðvitað ekki á myndinni, þvi aö ekki gat ljós- myndarinn náð inn á hana hlátrasköllunum ofan af áhorf- endapöllunum. Paul Getty í vaxmynda- safn maddöm unnar Margmilljónamæringurinn Paul Getty, — sem sumir kalla rikasta mann heims — sést hér á myndinni fyrir ofan hjá vaxmynd af sjálfum sér. Vaxmyndina gerði Jean Fraser i fyrra heima hjá Getty I Sutton Place i Englandi. Myndin var auövitað fyrir hiö fræga vaxmyndasafn Madame Tussaud I London, en þar á einmitt aö opna nýja deild. Sú deild hefur að geyma myndiraf persónum, sem öðl- azt hafa langvarandi sess i safninu. Til þessa hafa vaxmyndir haft mislanga dvöl i safni maddömu Tussaud, eftir þvi Læknar Harper-sjúkrahússins i Detroit gerðu á dögunum furðulega aðgerö á 22 ára gömlum manni, sem orðið hafði fyrir byssuskoti. — Náöu þeir byssukúlunni úr hjarta manns- ins með þvi aö leiða slöngu I gegnum slagæð frá olnboga og alla leið inn i hjartahólfið. Þeir höfðu komiztaðraun um, að kúlan lá þar laus inni. Á vinstri myndinni hér viö hliöina sést áhaldið og neðst skothylki (kúla og patróna, sem er stærra en kúlan sjálf), en á myndinni fjær er sjúklingurinn. X. « v * B ] Iflr ■ #- f Óblíðar kveðjur Alexander Shelepin, forseti stéttarsamtaka Sovétrikjanna, þáöi i vikunni boð bræörasamtakanna á Bretlandseyjum, þrátt fyrir almenn mótmæli þarlendra og óánægju meö komu hans. Andstaöan gegn Shelepin var sprottin af þvi, aö hann gegndi um skeiö embætti yfirmanns KGB, öryggislögreglunnar og leyniþjón- ustunnar sovézku. En það er einmitt hún, sem stendur aö handtökum þeirra borgara, sem grunaðir eru um „fjandskap við Sovétrikin”. Meðal ótalmargra, sem hún hefur „heimsótt”, eru ýmsir gyðingar, sem mótmælt hafa stefnu stjórnvalda i gyðingamálum, og rithöfundar á borð við Solzhenitsyn. Mikill viðbúnaöur var á Bretlandsevjum fyrir komu Shelepins og ætl- uöu menn að efna til niótmælaaögeröa gegn heimsókninni. Gripið var til þess að halda þvi leyndu, þegar hann kom til landsins, en starfsmenn Heathrow-flugvallar gerðu viövart. — Þá var ferðaáæ'.luninni haldið leyndri, en ekki tókst betur en myndin hér til vinstri bér með sér, þar sem bifreið með Shelepin sést halda frá sovézka sendiráðinu, en hópur mótmælir þar fvrir utan.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.