Vísir


Vísir - 05.04.1975, Qupperneq 6

Vísir - 05.04.1975, Qupperneq 6
6 Vísir. Laugardagur 5. aprfl 1975 vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson y Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 AfgreiOsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 línur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Hinn föðurlegi myllusteinnjj Afskiptasemi rikisins hefur áratugum saman ( verið meiri i islenzku atvinnulifi en hjá ná- í grannaþjóðum okkar. Hin föðurlega umsjá rikis- / ins hér á landi lýsir sér i mörgum atriðum. Mest \ áberandi eru tilraunir heimilisföðurins til að gera ( upp á milli barnanna, deila og drottna yfir at- /( vinnuvegunum. )) Hrikalegasti þáttur þessarar afskiptasemi er \i hin ranga gengisskráning, sem notuð hefur verið V til að láta sjávarútveginn halda uppi öðrum at- / vinnurekstri i landinu. Rikisvaldið skirrist jafnan ) við að lækka gengið til samræmis við innlendu \ verðbólguna, unz sjávarútvegurinn rambar á ( barmi gjaldþrots. Þá fyrst er gengið lagfært / nægilega til þess, að sjávarútvegurinn skrimti. ) Þannig er rænt af sjávarútveginum þeim fjár- ( munum, sem honum ber með réttu vegna þeirrar / staðreyndar, að hann er mörgum sinnum fram- ) leiðnari en sjávarútvegur annarra þjóða. \ Rikið beitir einnig framleiðslustyrkjum til að ( halda uppi óarðbærum atvinnuvegum, svo og / niðurgreiðslum til þess að gera óseljanlegar vör- ) ur þeirra seljanlegar. Þessar aðgerðir eru eink- \ um i þágu landbúnaðarins. Rikið veitir ennfrem- ( ur undanþágu frá greiðslu söluskatts af sumum / vörum. Tollar eru hafðir mismunandi háir til \ verndar innlendri framleiðslu og sumar vörur ( er beinlinis bannað að flytja inn. Iðnaðurinn ( nýtur tollverndarinnar, að visu I siminnkandi / mæli, og landbúnaðurinn nýtur söluskattsundan- \ þágu og innflutningsbanns. ( Verzluninni er haldið i skefjum með verðlags- / höftum, sem valda óhagkvæmum innkaupum og ) óhóflegri gjaldeyriseyðslu. Verðákvarðanir eru \ einnig notaðar til að tryggja tekjur heilla at- ( vinnugreina, einkum landbúnaðar. Þá eru jöfn- / unargjöld af ýmsu tagi farin að breiðast út til að \ láta veltuna á Reykjavikur- og Reykjanessvæð- ( inu greiða niður veltu úti á landi. / Vaxíamismunun er beitt i rikum mæli i þágu ) landbúnaðar og sjávarútvegs. Hinu takmarkaða \ fjármagni þjóðarinnar er ennfremur beint i á- ( kveðna farvegi með þvi að eyrnamerkja það / stofnfjársjóðum ákveðinna atvinnuvega, einkum \ landbúnaðar og sjávarútvegs. Loks er rikis- ( ábyrgðum óspart beitt á takmörkuðum sviðum, / einkum i sjávarútvegi. ) Að öllu samanlögðu valda þau dæmi, sem hér \ hafa verið rakin, gifurlegri fjármagnstilfærslu i ( atvinnulifinu. Mesti forgangsatvinnuvegurinn er / landbúnaðurinn, siðan kemur sjávarútvegurinn, ) þá iðnaðurinn og loks rekur verzlunin lestina. ( Landbúnaðurinn nýtur framleiðslustyrkja, /( niðurgreiðslna, söluskattsundanþágu á sumum / afurðum, innflutningsbanns, tekjutryggingar, \ jöfnunargjalda, vaxtamismununar og eyrna- ( merkingar fjármagns. / Sjávarútvegurinn nýtur vaxtamismununar, ) eyrnamerkingar f jármagns og rikisábyrgða. Iðn- \ aðurinn nýtur tollverndar, en siminnkandi toll- ( verndar. Loks kemur svo verzlunin, sem nýtur / engra þeirra vildarkjara, sem hér hafa verið rak- ) in. ( Þessar stórfelldu millifærslur, sem rikisvaldið ( hefur áratugum saman staðið fyrir, hafa haldið / aftur af hagþróun á Islandi. Þær valda bvi. að \ fjármagn nýtist verr i fjárfestingu hér á landi en ( hjá nágrannaþjóðum okkar. Þær valda þvi, að /i starfskraftar beinast ekki i nægilegum mæli að )) afkastamestu atvinnuvegunum. Þær eru myllu- \i steinn um háls þjóðarinnar. —-JK (( EINN SKÚTUKARL GEGNÖLLUM * FRANSKA FLOTANUM Kanadlski skútukarlinn, David McTaggart, hefur tvivcgis staðið uppi i hárinu á franska flotanum i Kyrrahafi, og núna eftir helgi et- ur hann kappi við flotann i þriðja sinn, en innan veggja réttarsalar- ins að þessu sinni. Hann heldur þvi fram, að franskt herskip hafi siglt á snekkjuna hans „Greenpeace III” árið 1972, og að árið eftir hafi franskir sjóliðar beitt hann og á- höfn hans ofbeldi, þar sem þau voru stödd nærri kjarnasprengju- tilraunasvæði Frakka i Kyrra- hafi. Þegar McTaggart, sem er 42 ára að aldri, sigldi Greenpeace III inn á tilraunasvæðið við Muru- roaeyjaklasann, vildi hann mót- mæla kjarnorkusprengingum Frakka i andrúmsloftinu og hugs- anlegum afleiðingum þeirra á umhverfið. Ýmis riki, eins og Ástralia, Nýja Sjáland og Suður- Amerikulönd höfðu mótmælt i orði þessum tilraunum Frakka, en McTaggart gerði það i verki og hélt á hættusvæðið á skútu sinni með nokkra hugdjarfa hugsjóna menn fyrir áhöfn. Þessi mótmæli urðu til þess, að Frakkar hættu tilraunum með kjarnorkusprengjur ofanjarð- ar, en hafa hins vegar haldið þeim áfram neðanjarðar. — En McTaggart gerir sér það ekki að góðu. Honum sviður enn yfir- gangur Frakkanna, sem i óleyfi fóru um borð i skútuna til hans og tóku af honum stjórn hennar. Hann hefur nú farið i mál gegn frönskum yfirvöldum og sakar þau um að hafa brotið á sér að minnsta kosti 20 lagagreinar. Eitt af þvi, sem hann sækir þau til laga fyrir, er sjórán, en að frönskum lögum getur það varðað dauðarefsingu. Málið kemur fyrir rétt i Paris á þriðjudag. „Málið snýst i rauninni um það, hvort sjórinn er mönnum frjáls til siglinga eða ekki”, segir Mc- Taggart. Þegar Frakkar misstu til- raunasvæði sin i Sahara-eyði- mörkinni um leið og Alsir öðlaðist sjálfstæði, gerðu þeir nokkrar til- raunir með kjarnorkusprengjur á Mururoaeyjum á árunum 1966 til 1974, þegar Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, fyrirskipaði, að allar kjarnorku- tilraunir yrðu framvegis neðan- jarðar. Mjög hafði verið lagt að Frökk- um að hætta þessum tilraunum, sem höfðu leitt til stórversnandi sambúðar þeirra og Ástraliu og Nýja Sjálands. Þessi tvö siðast- nefndu riki lögðu málið fyrir al- þjóðadómstólinn i Haag, sem vis- aði þvi frá, þegar Frakkar á- kváðu að gera tilraunirnar neð- anjarðar. McTaggart, sem er mikill hug- sjónamaður um umhverfisvernd, var eldheitur andstæðingur þess- ara tilrauna Frakka, sem þóttu liklegar til að spilla andrúmsloft- inu með geislavirku ryki. Sumar- ið 1972 sigldi hann skútu sinni inn á þessar slóðir, en hélt sig þó á al- mennum siglingaleiðum, um 22 milur frá þeim stað, sem sprengja átti. Þetta gerði hann i mótmælaskyni við tilraunirnar og þrátt fyrir, að frönsk yfirvöld höfðu varað skip og flugvélar við þvi að koma of nærri þessum slóðum. McTaggart gætti sin auðvitað á þvi, að fara ekki inn fyrir tólf milna landhelgi Mururoa. Franski herinn hafði þarna tundurspilla og fleiri fley til þess að bægja burt hverjum þeim far- kosti, sem villtist hættulega nærri. Tundurduflaslæðarinn Paimpolaise sigldi með snekkju McTaggarts, sem hafði ekki farið dult með ferðir sinar, og rákust skipin á. Frönsk yfirvöld sögðu, að McTaggart hefði siglt á her- skipið, en McTaggart hélt þvi fram, að Paimpolaise hefði s’iglt á hann. „Makalaust að reyna að halda fram slikri lygi, þar sem stað- reyndirnar hljóta að fletta ofan af henni. Skuturinn á snekkju minni skemmdist, og það verður þá að reyna að sannfæra fólk um, að ég hafi siglt seglskútunni aftur á bak á herskipið”, segir McTaggart. Sjóherinn dró Greenpeace III til Mururoa til bráðabirgðavið- gerðar, en svo var skútan dregin á haf út aftur. McTaggart segir, að hann hafi verið skilinn eftir 1,000 milur frá næsta landi, hvassviðri aðvifandi og skútan skemmd. Hann lét þó ekki hugfallast við þessi málalok, heldur sneri aftur á þessar slóðir sumarið eftir, þeg- ar Frakkar ætluðu að gera næstu tilraun sina með kjarnorku- sprengju. Með honum voru Eng- lendingur og t'vær stúlkur frá Nýja Sjálandi. Heldur hann þvi fram, að franskir sjóliðar hafi með ofbeldi stigið um borð i skútuna, tekið stjórn hennar i sinar hendur og barið áhöfnina með kylfum. Sjálf- ur hlaut McTaggart varanlegan skaða á hægra auga eftir bar- smiðina. Svar frönsku stjórnarinnar við þessum ásökunum var á þá leið, að sjóliðarnir, sem stigu um borð i skútuna, heföu verið i fullum rétti, þvi að þarna hafi verið um að ræða fleytu, sem ekki hefði virt franska landhelgi. — Hún vill faunar ekki viðurkenna, að rétt- urinn, sem McTaggart höfðar mál sitt fyrir, hafi lögsögu 1 mál- inu. Ennfremur hélt stjórnin þvi fram, að McTaggart hefði meitt sig á auganu, þegar hann datt á þilfarspolla. Og fullyrti hún i upp- Frá einni kjarnorkutilraun Frakka á Mururoa. hafi málsins, að sjóliðarnir hefðu verið algerlega óvopnaðir. McTaggart lagði þá fram ljós- myndir, sem hann segir, að önnur nýsjálenzka stúlkan, Anne-Marie Horne, sem var um borð, hafi tek- ið, þegar sjóliðarnir stigu um borð. Segir hann myndirnar hnekkja fullyrðingum Frakka um, að sjóliðarnir hafi verið ó- vopnaðir. Anne-Marie Horne var tekin föst eins og aðrir áhafnarmeðlim- ir skútunnar, en hún faldi filmuna innanklæða, þar til yfirvöldin slepptu henni. McTaggart hóf siglingar i Kyrrahafinu fyrir sjö árum, en um 20 ára bil var hann bygginga- verktaki i Vancouver, heimaborg sinni. Hann segist vera orðinn blá- snauður eftir að hafa á eigin spýt- ur haldið uppi málaferlum gegn frönsku stjórninni siðan i júni 1973. „Ég var nær búinn að gefast upp fyrir fjórum mánuðum”, sagði hann i viðtali við frétta- menn Reuters. „En mér hafa borizt hundruð bréfa frá fólki, sem sent hefur mér peninga til styrktar i barátt- unni. Sumir kannski aðeins nokkra dollara. — Það hefur verið mér mikil hvatning”. í siðasta mánuði bar verjandi stjórnarinnar sig undan þvi i rétt- inum, að varnarmálaráðherrann hefði ekki látið honum i té nauð- synleg gögn til varnar i málinu og óskaði hann eftir fresti. Dómsforsetinn veitti ráðherr- anum tveggja vikna frest til þess að leggja gögnin fram og ákvað, að málflutningurinn héldi áfram á þriðjudaginn kemur. mmmm Umsjón: G.P. Mururoa-kóralrifin, þar sem Frakkar hafa gert tiiraunir sinar með kjarnorkusprengjur, eftir aö þeir misstu Sahara. .

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.