Vísir


Vísir - 05.04.1975, Qupperneq 9

Vísir - 05.04.1975, Qupperneq 9
Vísir. Laugardagur 5. aprfl 1975 Slemman misheppnaðist ó bóðum borðum Eins og kunnugt er af fréttum sigraði sveit Hjalta Eliassonar sveit Þóris Sigurðssonar i úr- slitaleik um Reykjavikur- meistaratitilinn 1975. Snemma i leiknum kom fyrir slemmutækifæri, sem mis- heppnaðist á báðum borðunj- Staðan var allir á hættu og austur gaf. A V ♦ K-8-4-3 K-G-8 10-9-8-2 * 4-2 * ♦ D-7-6-5-2 A-D-7 K-7-5 A-6 A A-G V 6-3-2 ♦ A-D-6 * K-D-G-9-5 * 10-9 V 10-9-5-4 ♦ G-4-3 * 10-8-7-3 t lokaða salnum gengu á þessa leið: sagnir Austur Suður Vestur Norður Hallur Hjalti Pórir Einar 1* P 2 + P :t* P 3 A P 3 G P 4 G P 6 G P P P Suðurspilaði út tigli og Hallur átti slaginn á drottningu. Það eru 11 toppslagir og sá tólfti verður að koma i spaða eða með hjartasviningu. Til þess að geta prófað spaðann fyrst, spilaði austur spaðaás og spaðagosa. Norður drap á kónginn og beið siðan rólegur eftir hjartaslagn- um. Einn niður. Það er augljóst mál, þegar maður athugar spil- in, að hægt er að vinna slemm- una með kastþröng á norður. Þegar austur hefur tekið fimm slagi á lauf, þrjá slagi á tigul og tvo slagi á spaða með sviningu, þá er norður i kast- þröng i þriggja spila endingu. Við hitt borðið enduðu Guð- laugur og örn i sex spöðum, sem aldrei áttu möguleika og spilið féll. Frá úrslitaleik Reykjavlkurmótsins — frá vinstri örn Arnþórsson, Stefán Guðjohnsen, Guðlaugur Jóhannsson og Simon Simonarson. Einar Guðjohnsen við hljóðnemann, en spilin I leiknum voru sýnd og útskýrð jafnóðum og þau voru spiluð á sýningartöflu. Ljósmynd Bjarnleifur. Tvö pör ó toppnum í BR Að fjórum umferðum ioknum i Butler-tvimenningskeppni Bridgefélags Reykjavikur tróna tvö pör á toppnum. Röð og stig efstu para er þannig: 1.-2. Jakob Ármannsson og Páll Hjaltason 268 1.-2. Guðmundur Pétursson og Karl Sigurhjartarson 268 3. Guðlaugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson 247 4. Ólafur Lárusson og Lárus Hermannsson 235 5. Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson 229 6. Guðmundur Sveinsson og Þórir Sigursteinsson 228 7. Sigfús Þórðarson og Vilhjálmur Pálsson 223 8. Magnús Aspelund og Steingrimur Jónasson 221 9. Simon Simonarson og Stefán Guðjonnsen 220 10. Ingólfur Jónsson og Sveinn Sveinsson 219 Næsta umferð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld i Domus Medica og hefst kl. 20. UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTS í TVÍ- MENNINGSKEPPNI AÐ HEFJAST FYRSTU LANCIA- BÍLARNIR í HÆTTU? Undankeppni fyrir tsiands- mót i tvimenningskeppni verður spiluð dagana 8. og 22. april i Domus Medica. Þátttökurétt hafa allir meðlimir bridgefélag- anna i Reykjavik og skal þátt- taka tilkynnt stjórn Bridgesam- bands Reykjavikur. Úrslitakeppnin verður spiluð dagana 31. mai og 1. júni. Nú- verandi tslandsmeistarar i tvi- menningskeppni eru Hjalti Eliasson og Ásmundur Pálsson. 1 þau tuttugu og eitt ár, sem spilað hefur verið um tslands- titil i tvimenning hafa aðeins tvö pör unnið hann oftar en einu sinni. Það eru Asmundur og Hjalti, sem hafa unnið sjö sinn- um og Simon Simonarson og Þorgeir heitinn Sigurðsson, sem unnu þrisvar. Fyrstu tslands- meistarar i tvimenning voru Sigurhjörtur heitinn Pétursson og örn Guðmundsson og var það árið 1953. Fyrstu fimm Lanciabilarnir gætu auðveldlega hafnað hjá fyrstu sveitinni, sem öðlast rétt til þess að spila við Lancia- bridgesveitina. Þessi sveit er skipuð þraut- reyndum landsliðsmönnum: Edwin Kantar, Bill Eisenberg, Richard Katz og Larry Cohen. Omar Shariff, Giorgio Bella- donna og Benito Garozzo eru meðlimir Lancia sveitarinnar, sem spila mun fjóra einvigis- leiki i Bandarikjunum. „GO TO HELL AND STAY THERE!" Það má segja að ég sé alls ófróður um skáldskap vesturislendinga almennt. Eins og svo margir aðrir hef ég iesið kvæði Stephans G. Stephanssonar og vis- ur Káins. En kveðskapur þessara skálda gefur trúiega enga mynd af kveðskap þess fólks, sem fluttist til Ameriku um og eftir aldamótin siðustu. Stephan G. var þjóðskáld, Káinn gamanvisnahöfundur. En hvað ætli margir af þeim 15-20 þúsund islendingum, sem fóru vestur, hafi getað sett saman visu? Það hlýtur að hafa verið nokkuð fjölmennur hópur, þvi að á þess- um árum var stakan I miklum hávegum á tslandi. Fyrir allnokkru barst mér i hendur kvæði eftir J.H. Húnförd: nefnist það Trippið og virðist ort i Tantallon árið 1955. Kvæðið er handskrifað og hefur þann galla að það vantar i það eina hendingu. Þrátt fyrir gallann ætla ég að birta það hér. Jafnframt vil ég mælast til þess, að ef einhver lesenda þáttarins hefur eitthvað af kveðskap vesturislendinga undir hönd- um, að hafa samband við þáttinn. Ef ein- hver kannast við kvæðið og gæti látið hon- um I té hendinguna sem vantar er það mjög vel þegið. Hér kemur þá vesturheimskur neðan- viðgerningur, en þannig hljóðar undir- fyrirsögn kvæð'ísins. Að komast á treinið var gúddness ei gott, þó gátti jeg fast eins og bylur, og komst loks á rönni, mæ hvað jeg var hott, jeg krossaði trekkinn, þú skilur, þvi rótin var moddi og mikið við lá, og mæ, það var rjúkandi bylur, en tikket jeg þurfti og tjakk enihá, fyrir trippið að kaupa, þú skilur. Svo byrjaði trippið, jeg fílaði fæn, þótt fengi ei lengi að resta, þvi leidi þar mætti, forn lovur of mæn, þá loks hlaut jeg nervina að testa: þvi vart hana þekkti svo virtist hún breytt, og vafin I finasta stöffið, með nýbobbað ■ hárið og skrautpúðri skreytt, og skáldlega hagnýtti pöffið. Við meikuðum lov þar i leitasta stæl, (ljúfustu veigar jeg kaupti) svo spúnuðum saman, hún sendi mér smæl, er sig hún I viðlögum staupti: og svitustu lögin hún söng fyrir mig og svellustu djassiska hreima, uns hafði mig flutt á það hrifningarstig, er heim kom um trippið að dreyma. Hendinguna innan sviga i kvæðinu setti ég, en þar vantaði i kvæðið eins og áður sagði. Það dylst engum sem kvæði þetta les að það er ekki merkilegur skáldskapur, en þvi birti ég það hér að mér finnst skemmtilega blandað saman islensku og islenskri ensku. Ekki veit ég hvort slíkur kveðskaparmáti var algengur vestra. Þó hef ég það á tilfinningunni að svo hafi ekki verið, nema i sumum gamankvæðum. Til samanburðar ætla ég að leita uppi visur eftir K.N. þar sem hann notar ensku i sinum visum. t visunni, Þegar ég sá Káin i Eimreiðinni, notar hann aðeins eitt orð, sem ekki er islenska. Ef þessir háu herrar á vorn hluta gera, ekki má það minna vera en maður fái að „prótestera”. Káinn notar einnig eitt orð enskt i kvæð- inu örin og ljóðið, en fyrsta visan i þvi er svona. Upp i loftiö ör ég skaut, og einhvern fjandann burt hún þaut, en hrafn, sem sat á hárri grein, hélt það væri „aeroplane”. t kvæði, sem flutt er á samkomu i Dul- uth notar Káinn oft ensk orð. t kvæðinu er þessi visa. Á sláturhús fer ég og fæ mér þar svið, — það er fætur og hausar og vömb: á kvöldin og nóttunni kem ég þar við, er ,,killa”-a þeir „pigga” og lömb. Og garnir og rusl, sem þeir gefa þeim „poor”-u, er gott upp úr súru. t siðustu visu kvæðisins Heiðarbýlið er helmingurinn á ensku. Ég ætla að birta allt kvæðið. Uppi á heiði á isaláði oft mig dreymir mey; næturgreiða þar ég þáði þann, sem gleymist ei. Frábærlega fögur var hún, Fallega-Manga hét; fyrir mig á borðið bar hún brauð og hangiket. Drósin klæðin dró svo af mér, „did the best she could”. Svo i næði seinna gaf mér „somthing just as good”. En það kom fyrir að nauðsynlegt var að gripa til enskunnar. Við hund sem ekki skildi islensku segir Káinn. Berja og skamm'* þyrfti þig, þrællinn grimmi. „Svei þér!” Hættu að gjamma og glefsa I mig: „Go to hell and stay there!” Þótt ég hafi tint hér til nokkrar af visum Káins þar sem hann notar erlend orð, er langt frá þvi að það sé algengt hjá honum. Alla jafna yrkir hann á góðri islensku en skýtur stöku sinnum inn i kveöskap sinn oröi og orði á þvi tungumáli, sem talað var i þvi landi sem hann nam, á sinum tima. Að lokum kvæðið, Hjálpaðu þér sjálf- ur. Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar drottinn þér, það heyrði ég prestinn segja inni í fjósinu hjá mér. Svo liafa lika fleiri þennan hjákátlega sið, að hjálpa þeim, sem ekki þurfa neinnar bjálpar við. Og siðan kemur djákninn. og hann áskiliðhrós, með hátiðlegum tignarsvip liann skálmar út i fjós, og biður mig að hjálpa til að borga, „don’t you see”, á bankann ofurlitla skuld, sem guö er kominn i. Ben. Ax.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.