Vísir - 05.04.1975, Side 16
Vlsir. Laugardagur 5. apríl 1975
u □AG | D KVÖLD ] Q □AG | D KVÖLD | Q □AG |
ÚTVARP •
Laugardagur
5. april
-yÍ2.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 iþróttir. Umsjón: Jón
Asgeirsson.
14.15 Að hluta á tónlist, XXIII.
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn.
15.00 Vikan framundan.
Magnús Bjarnfreðsson
kynnir dagskrá útvarps og
sjónvarps.
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir. íslenskt mál. Dr.
Jakob Benediktsson flytur
þáttinn.
16.40 Tiu á toppnum.örn Pet-
ersen sér um dægurlaga-
þátt.
17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Sadako vill
lifa” eftir Börje Nyberg.
Samið upp úr sögu eftir Karl
Bruckner. Fyrsti þáttur.
Leikstjóri: Sigmundur örn
Arngrímsson.
18.00 Söngvar I léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frcttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Iðnnám á islandi I 30 ár,
— fyrri þáttur. Umsjónar-
menn: Þorbjörn
Guðmundsson, Ragnar
Bragason og Arni Stefán
Jónsson.
20.00 Hljómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
20.45 „Feitu konurnar I Anti-
bes”, sniásaga eftir Somer-
set Maugham. Steinunn
Sigurðardóttir les þýðingu
slna.
21.25 Söngleikja- og kvik-
myndalög eftir Kobert
Stolz. Höfundurinn stjórnar
hljómsveit sinni, sem leik-
ur.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
6. april
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vlgslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Prestvlgslumessa I
Dómkirkjunni. (Hljóðrituö
á skirdag). Biskup Islands
vígir Ólaf Odd Jónsson
cand. theol. til Keflavlkur-
prestakalls. Vlgslu lýsir
séra Garðar Þorsteinsson
prófastur. Vlgsluvottar auk
hans: Séra Björn Jónsson
og séra Garöar Svavarsson.
Séra Óskar J. Þorláksson
dómprófastur þjónar fyrir
altari. Hinn nývigði prestur
predikar. Organleikari:
Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Jón Guðmundsson lærði
og rit hans. Einar G. Pét-
ursson cand. mag. flytur
siðara hádegiserindi sitt.
14.00 Staldrað við á Eyrar-
bakka, — fyrsti þáttur. Jón-
as Jónasson litast um og
spjallar við fólk.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Umræðuþáttur um fóst-
ureyðingar og ákvörðunar-
rétt konunnar. Stjórnandi:
Árni Gunnarsson frétta-
maður. Þátttakendur: Ell-
ert Schram alþingismaður,
Guðmundur Jóhannesson
læknir, Vilborg Harðardótt-
ir blaðamaður, og Jón G.
Stefánsson læknir.
17.25 Unglingahljómsveitin I
Reykjavlk leikur I útvarps-
sal. Stjórnendur: Páll P.
Pálsson og Stefán Þ.
Stephensen.
17.40 (Jtvarpssaga barnanna:
„Vala” eftir Ragnheiði
Jónsdóttur.Sigrún Guðjóns-
dóttir les sögulok (12).
18.00 Stundarkorn með
sópransöngkonunni Sylviu
Greszty. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkiröu land?”Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti um lönd og lýði.
Dómari: ólafur Hansson
prófessor. Þátttakendur:
Pétur Gautur Kristjánsson
og Þórður Jóhannsson.
19.45 Planókonsert I Es-dúr
(K-482) eftir Mozart. Sin-
fóniuhljómsveit Islands
leikur i útvarpssal. Einleik-
ari og stjórnandi: Vladimir
Ashkenazý.
20.25 Þáttur af Ólafi Tryggva-
syni Noregskonungi. Aðal-
höfundur efnis: Oddur
Snorrason. Siöari hluti.
21.25 Kórsöngur.Svend Saaby
kórinn syngur danska
söngva.
21.45 Einvaldur I Prússlandi.
Jón R. Hjálmarsson skóla-
stjóri flytur fyrsta erindi
sitt: Ætt og uppruni Friö-
riks mikla.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Auglýsing
Með tilvisun til fyrri auglýsingar ráðu-
neytisins um skoðun ökurita i stýrishúsi i
disilbifreiðum yfir 5 tonn að eigin þyngd
hefur ráðuneytið hlutast til um að skoðun-
armenn verði staddir á eftirtöldum
stöðum og tima dagana 7. og 10. april nk.
til hagræðis fyrir viðkomandi bifreiðar-
stjóra:
ísafjörður v/Bifreiðaeftirlitið mánudag-
inn 7. april kl. 13-18.
Vestmannaeyjar v/Lögreglustöðina
fimmtudaginn 10. apríl kl. 13-15.
Skoðunarmaður verður ekki sendur aftur
á framangreinda staði. Komi
umráðamenn viðkomandi bifreiða þvi
ekki við að láta skoða ökuritana á
hinum auglýstu timum verða þeir að koma
með bifreiðina eða senda ökuritann til
V.D.O. verkstæðisins Suðurlandsbraut 16
Reykjavik.
Fjármálaráðuneytið
3. april 1975.
Sjonvarp kl. 22,05:
Margt fer öðruvísi
en œtlað er. .
— Peter Sellers
í bíómyndinn
Laugardagsmynd sjónvarps-
ins að þessu sinni er tiltöiulega
ný miðað við þær myndir sem
oft hafa verið sýndar áður. Heit-
ir hún Iloffman, og er Peter
Seliers I aðaihlutverki.
Asamt honum fara með stór
hlutverk Sienad Cusack og
Jermy Bulloch. Leikstjóri er
Alvin Rakov.
Myndin segir frá miðaldra
manni sem vinnur á skrifstofu.
Hann býður einni starfsstúlk-
unni á skrifstofunni með sér út
að borða, en hún neitar þvi boði.
Hoffman, sá miðaldra, verður
reiður við neitunina og ákveður
að fá stúlkuna til þess að búa hjá
sér I viku. Hann neyðir hana til
þess með þvi að segja að hann
muni koma upp um unnusta
hennar, sem stal sigarettu-
birgðum einhvern tima áður.
Stúlkan neyðist þvi til að búa
hjá honum og býr til sennilega
sögu handa unnusta sfnum, sem
skýringu á þvi að hún þurfi að
vera i burtu um tima.
i kvöld
Gengur á ýmsu i sambúðinni.
Þegar stúlkan sér að Hoffman
virðist ekki ætla að reyna að
nálgast hana, ákveður hún að
freista hans. Um sama leyti ber
unnustann að dyrum, en
hann fær ekki beint bliðar mót-
tökur.
Fer svo að lokum að stúlkan
ákveður að vera áfram hjá
Hoffman, með ákveðnum
skilyrðum þó....
—EA
Atriði úr laugardagsmynd sjónvarpsins, Hoffman. Þar fer Peter Sellers meö aðaihlutverkið.
Útvarp kl. 19,35:
IÐNNÁM Á ÍSLANDI í 30 ÁR
- fyrri þóttur fluttur í kvöld
„Iðnnám á tslandi I 30 ár”
heitir þáttur sem fluttur veröur
I útvarpinu I kvöld. Verður þar
fjailaö um ýmislegt I sambandi
við iðnnema og iðnfræðslu, en
umsjónarmenn þáttarins eru
Þorbjörn Guðmundsson, Ragn-
ar Bragason og Arni Stefán
Jónsson. Eiga þeir þrir sæti I
stjórn félagsmálaskóla Iðn-
nemasambandsins.
1 þættinum i kvöld verður
meðal annars rætt við Sigurð
Guðgeirsson um stofnun Iðn-
nemasambandsins. Einnig
verður rætt við Ragnar Braga-
son skólastjóra félagsmálaskóla
sambandsins, og rætt verður við
nokkra nemendur í Iðnskólan-
um og leitað eftir áliti þeirra á
iðnfræðslunni eins og hún er i
dag.
Næsta laugárdag verður flutt-
ur siðari hluti þessa þáttar.
Verður þá meðal annars rætt
við Rúnar Bachmann, sem á
sæti i nefnd sem nú endurskoðar
löggjöfina um iðnfræðslu. Þá
verður spjallað við Guðmund
Ágústsson hagfræðing sem á
sæti I iönþróunarnefnd hjá
iönaðarráðuneytinu, og loks
veröur tekinn til viðtals Armann
Magnússon sem segir frá stefnu
Iðnnemasambandsins.
Á milli einhverra atriðanna
fáum við að heyra hressilegt
kvæöi, sem fjallar um Jón Jóns-
son iðnnema....
—EA
Útvarp kl. 17,30: - nýtt leikrit
.. • / • fyrir unglinga
Um sprengjuna i Hirosmma hefStíd.9
Frdðlegt Ieikrit hefur göngu
slna i útvarpinu i dag, og er það
einkum við hæfi unglinga. Er
þctta framhaldsleikrit I fimm
þáttum, sem heitir „Sadako vill
lifa.”
Leikurinn gerist i Hiroshima i
Japan á þvi timabili sem
atómsprengjunni var varpað
þar. Er lýst lifi tveggja systkina
rétt um það leyti sem sprengjan
fellur og svo lfíi þeirra eftir það.
Sadako er nafn á litilli stúlku
og fjallar leikurinn um hana og
bróður hennar.
Sigmundur örn Arngrimsson
Islenzkaði leikritið en hann er
jafnframt leikstjóri. Leikritið er
eftir Börje Nyberg og er samið
upp úr þýzkri sögu eftir Karl
Bruckner.
Með hlutverk Sadako fer Þor-
gerður Gunnarsdóttir, en bróð-
ur hennar, Shigeo, leikur Einar
Sveinn Þórðarson. Sögumaður
er Bessi Bjarnason, en með önn-
ur stór hlutverk fara Guð-
mundur Magnússon og Sigurður
Skúlason.
Aðrir leikendur eru Harald G.
Haralds, Jón Sigurbjörnsson,
Klemens Jónsson, Viðar
Eggertsson og Jóhanna Norð-
fjörð.
—EA