Vísir - 07.04.1975, Page 6

Vísir - 07.04.1975, Page 6
6 Vísir. Mánudagur 7. april 1975. vísir Otgefandi: Reykjaprent hf. , Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14: Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Formósa í sviðsljósi Fráfall Chiang Kai Sheks, leiðtoga Formósu og fyrrum þjóðarleiðtoga Kina, mun draga dilk á eftir sér. Chiang var hrakinn frá meginlandinu árið 1949, þegar kommúnistar tóku völdin. Meðan hann var við lýði, hélt hann staðfastur við þeirri grillu, að Formósumenn hefðu vonir um að fella stjórn kommúnista i Peking. Hann leit jafnan á sig sem valdhafa alls Kinaveldis, sem hefði að- eins um stundarsakir verið sviptur æðsta sessi. í erfðaskrá gamla mannsins eru Formósumenn hvattir til að láta ekki deigan siga i þessum efn- um. Við nútima aðstæður eru slikar vonir alger fjarstæða, að minnsta kosti siðan ljóst var, að Bandarikin mundu ekki styðja Chiang Kai Shek til innrásar á meginlandið. Stjórn hans átti við si- vaxandi einangrun að búa. Jafnvel Bandarikin fylgdu fram vaxandi þiðu i viðskiptum við kommúnistarikin. Sonur hans, Chiang, sem verið hafði forsætis- ráherra, tekur nú sjálfkrafa við æðstu völdum. Stefna hans hefur verið nokkuð á reiki, en aug- ljóst er, að hann stendur báðum fótum i nútiman- um. Stundum hefur verið talið, að hann stefndi að bættu andrúmslofti i samskiptum við stjórnina 1 Peking. Sumir töldu i siðasta mánuði, að kommúnistar væru að búa sig undir að stiga skref til móts við nýjan ráðamann á Formósu, þegar þeir létu lausa nærri þrjú hundruð fanga, sem þeir höfðu dæmt fyrir það, sem þeir kölluðu striðsglæpi. Þessir menn höfðu nær allir verið stuðningsmenn þjóðernissinnaflokks Chiang Kai Sheks. Jafn- framt þessu gáfu kommúnistar út hógværa yfir- lýsingu um Formósumálið. Það er þó augljóst, að kommúnistar stefna enn sem fyrr að endurheimt eyjarinnar, þótt þeir kunni nú að leita friðsam- legra ráða. Stefna Bandarikjanna, siðan Nixon sótti heim meginlandið árið 1972, hefur verið sú, að For- mósa sé hluti af Kina. Samt sem áður er varnar- samningur i gildi milli Bandarikjanna og For- mósu, og Formósa hefur sendiráð i Washington. Pekingstjórnin hefur einnig upp á siðkastið hvatt til þess, að samskiptin við Bandarikin verði bætt. Þau hafa þó i rauninni nokkuð versnað siðan 1972. Eigi þessi samskipti að batna, ættu Kina og Bandarikin að hefja diplómatisk sam- skipti og opna sendiráð. Pekingstjórnin hefur hingað til neitað að stiga þetta skref, en þetta kann einnig að breytast við fráfall Chiang Kai Sheks. Sovétmenn hafa gjarnan gagnrýnt Peking- stjórnina fyrir að meina ekkert með tali sinu um endurheimt Formósu. Þetta er eitt af mörgu, sem þeir hafa notað i illvigum deilum sinum við kommúnista i Kina. Formósumálið var um árabil eitthvert vanda- samasta deilumál heimsstjórnmálanna. For- mósa átti fulltrúa Kina hjá Sameinuðu þjóðunum, þar til Bandarikin gengust inn á, að Peking- stjórnin fengi það sæti. Formósa getur brátt orðið aftur i brennidepli. Ljóst er, að það verður mark- mið Pekingstjórnarinnar áfram að ná eynni og Bandarikjamenn, sem hafa haldið stjórn Chiang Kai Sheks gangandi, munu i vaxandi mæli missa áhugann á að verja eyjuna, eins og þeir hafa misst áhugann á að verja rikisstjórnir ýmissa annarra rikja i Suðaustur-Asiu. —HH Oliudeilan, sem skapað hefur soddan ringulreið i efnahagslifi stórs hluta heims, siðustu 18 mánuði, lendir i brennidepli núna i vikunni, þegar stærstu oliuneyzlulöndin og framleiðendur setjast hvor andspænis öðrum i fyrsta sinn. Það er erfitt að spá nokkru um, hvemig þeim tekzt undirbúningur alþjóðaorkumálaráðstefnu. Verkefni fulltrúa þessara tiu þjóða i undirbúningsviðræðunum liggur svo sem nógu ljóst fyrir. Þeir eiga að koma sér saman um dagskrá orkumálaráðstefnunnar, og eins að ákveða, hverjir skuli sitja hana. En ýmsir kviða þvi, að undirbúningsviðræðurnar kafni strax i fæðingu i þrákelkni. Tilgangur alls þessa umstangs er sá samihjá bábum, neytendum sem seljendum jafnt. Nefniiega að koma á jafnvægi og festu á þessum 100.000 milljón dollara oliumarkaði. En afstaða manna hefur töluvert breytzt frá þvi i haust, þegar Valery Giscard D’Estaing Frakklandsforseti lagði til, að efnt yrði til fundar neytenda, framleiðenda og þróunar- landanna. Ástandið i heiminum hefur einnig breytzt. I fyrra var ringulreiðin i algleymingi hjá oliuneyzlulönd- unum og efnahágslif þeirra rambaði á barmi hruns, meðan þau stundu undan fjórföldum verðhækkunum Araba og ann- arra framleiðenda oliunnar. Verðbólguhjólið snerist og það kreppti að. En eins og nú stendur hefur verstu kreppuáhrifunum verið bægt frá viðast og oliukaupendur hafa tekið höndum saman, þar sem þeir stofnuðu alþjóðlega orkuráðið. Það var sjálfsvarnar- bragö, sem Bandarikjamenn voru aðalhvatamenn að. Eftir langt og strangt samningaþras hafa oliuneyzlu- löndin komið sér saman um oliu- sparnað og birgðasöfnun og stofnuðu „neyðarsjóð”, sem fleyta á verst settu löndunum yfir erfiðasta hjallann. Eins urðu þau sammála um að setja lágmarks- verð á oliu, sem verður að likja helzt viö hálfgert júdóbragð. — Notuðu þau sér þar ákafa oliu- framleiðenda til að tryggja sér sem hæst verð fyrir oliuna þannig, að þau ákváðu lágmarks- verð á oliu, §vo að siður verði unnt að spilla fyrir annarri orku- leit með þvi að bjóða allt i einu niður oh'una. Nú er röðin komin að oliufram- leiðendum að naga neglurnar. Of- framboð á oliunni á sama tima, sem flestir eru að taka upp oliu- sparnað, kallar á verðlækkun. Um leið hefur fallandi gengi dollarans á alþjóðamörkuðum höggið skörð i sjóði oliu- furstanna, en i flestum sölusamningum þeirra er gert ráö fyrir greiöslum i dollurum. Um leið hefur óvissan haldið innreið sina I samtökum oliu- framleiðenda, eftir fráfall mmmm Umsjón: G.P. Faisals konungs Saudi Arabiu, sem var einn áhrifamesti aðilinn innan OPEC. — Þessi óvissa magnast siðan af strfðshættunni, sem vofir yfir Austurlöndum nær. „Það er eins og við eigum i höggi við einhverja óþekkta skepnu,” sagði einn fulltrúanna, sem sitja mun fundinn núna i vikunni. Fréttamaður Reuters náði tali af honum nú fyrir helgi. — „Ég býst við þvi, að viðræðurnar verði snúnar, þvi að þarna koma saman tveir aðilar, sem skipzt hafa að vega hvor aö öðrum núna um nokkurt skeið. Undirbúningsfundurinn verður settur i dag i sömu húsakynnum i Paris, þar sem Vietnam- samningarnir fóru fram. Hinir frönsku gestgjafar fundarmanna hafa hugsað sér, að þessi fundur vinni einfaldlega að undirbúningi ráðstefnunnar á þann hátt, að ákveða hvernig hún skuli fara fram, um hvað þar verði fjallab og hverjir og hve margir skuli sitja hana — og svo auðvitað, hvar og hvenær hún skuli haldin. En menn ganga ekki að þvi gruflandi, að upp muni risa deilur um ýmis ágreiningsatriði þessara tveggja hagsmunaaðila (þróunarlöndin munu að likind- um ekki láta mikið að sér kveða á þessu stigi málsins), þar sem hvorum um sig er kappsmál, að ráðstefnan fari fram eftir þeirra höfði. Fyrir hönd olfuneytenda sitja fundinn Bandarikin, Japan og Efnahagsbandalagslöndin niu. En af hálfu olluframleiðenda Iran, Saudi Arabía, Alsir og Venezuela. Fulltrúar þróunar- landanna eru Brazilia, Indland og Zaire. Bandarikjamönnum leikur mestur hugur á að ná samkomu- lagi um oliuverðiö. Þeir vilja, að olluverðið, eins og það er i dag (10-11 dollarar oliufatið) verði lækkað til muna, en þó ekki svo mikið, að dragamundiúr áhuga manna til að leita að öðrum orku- gjöfum. OPEC hefur að visu nýlega samþykkt að frysta oliuverðið fram til september, en þess þykir vera farið að gæta nú þegar, að þeirra á meðal sé ekki lengur eining um verðlagninguna. I undirbúningsviðræðunum búast menn við þvi, að Alsirmenn og Venezúela tali máli hinna rót- tækustu, sem vilja spenna oliu- verðið hvað hæst. Ef fráfall Faisals konungs hefur ekki haft þeim mun meiri áhrif á stefnu Saudi Arabiu, munu fulltrúar þess rikis vera letjandi á slikt tal. Iran mun að likindum vera mitt á milli. En aðalágreiningurinn á undir- búningsfundinum mun senni- legast risa upp af áhuga oliu- framleiðenda til þess að tengja verðákvarðanir á oliu við verðákvarðanir á hráefnum þriðja heimsins (þróunar- landanna) Olíuneytendur kviða þvi, að slikar umræður kynnu að kaffæra alveg meginmálefnið, oliuna. Þeir vilja þvf helzt, að hráefninu verði algjörlega haldið utan dag- skrár. Húsakynnin þar sem undirbúningsfundur orkumálaráðstefnunnar verður settur I dag. — í þessum sama fundarsal fóru Vietnamfriðar- samningarnir fram.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.