Vísir - 07.04.1975, Side 12

Vísir - 07.04.1975, Side 12
Visir. Mánudagur 7. apríl 1975. OfflEfrT sa Úrval Austfjarða , stóð talsvert í íslands- meisturunum en Víkingar unnu þó örugga sigra Liðsmenn ÚtA, Ungmenna og íþróttasam- bands Austfjarða virtust ætla að standa I ts- landsmeisturum Vikings i leik liðanna á Eskifirði i gærdag. UtA hafði yfir 4:1 eftir nokkrar minútur, en siðan tókst Víkingi að jafna og sigla fram úr i rólegheitum. Sigur þeirra var öruggur, eins og vænta mátti, 36:20. A laugardaginn léku liöin fyrri leik sinn fyrir troöfullu húsi á Eskifirði, um 400 manns voru mætt til að horfa á leikinn. Vik- ingar unnu með 36:25. Karl Benediktsson, þjálfari Vikinganna, sagði eftir leikinn, að hann væri undrandi á hvað Austfirðingunum tókst að halda i við Vikingana. Reyndar flagga Austfirðingar nokkrum ágætum trompum. Bæjarstjórinn i Neskaupstað, Logi Krist- jánsson, er ágætur handknattieiksmaður frá liafnarfirði og átti góða leiki. Þá var ekki siðra að hafa Björgvin Björgvinsson, einn reyndasta iandsliðsmann okkar með i liðinu Hann var reyndar aðeins með í seinni leikn um. Þá má nefna ágætis efni i Austfjarðaliö inu, þar sem eru þeir Siguröur Friðjónsson Jóhann Kristinsson og Stefán Kristinsson ^ —HJ Enn tapa Evrópu- meistarar Bayern Lið Evrópumeistaranna i knattspyrnu, Bayern Munchen, sýndi litla snilli, þegar lið- ið tapaöi fyrir Eintracht Frankfurt 2:0 I Frankfurt á laugardag I 1. dcildinni vestur- þýzku. Troðfullur völlur var eða 58 þúsund. Á miðvikudag leikur Bayern við franska liöiö St. Etienne i undanúrslitum Evrópu- keppninnar og allir leikmenn franska liðsins horfðu á leikinn i Frankfurt. Þrátt fyrir góða markvörzlu Sepp Meier og góðan leik fyrirliðans, Franz „keisara” Beckenbauer, var Bayern yfirspilað af mót- herjum sinum og hefði getað tapað með meiri mun. Nokkrum sinnum björguðu stangirnar mörkum. Fyrra mark Frankfurt var skorað úr vitaspyrnu — og Bernd Nickel skoraði svo aftur sex minútum fyrir leikslok. Undir lokin var Gerd Muller bókaður. Eftir leikinn sagði Beckenbauer, að þó lið Frankfurt sé sterkt hafi Bayern-liðið verið ó- heppið að tapa með tveggja marka mun. Hann gagnrýndi dómara leiksins íyrir að hafa dæmt tvö mörk af Bayern — annað vegna rangstöðu, hitt vegna brots. „Við vor- um að vonast eftir jafntefli i dag, — það hefði aukið öryggið gegn franska liðinu. En ég vona þó, að þetta hafi ekki mikil áhrif á strákana”, sagði Beckenbauer að lokum. Við tapið féll Bayern úr 11. sæti niður i 13. Borussia Mönchengladbach hefur nú orðið góða sigurmöguleika i deildinni eftir stórsig- ur á laugardag gegn Kickers Offenbach — en liðið i öðru sæti, Hertha Beriin, tapaði illa í Bremen. Úrslit urðu þessi: Tennis, Berlin— Dussehlo: 1 Bremen—Hcrtha, Berlin Brunswick—Stuttgart Duisburg—Essen Wuppertaler—Hamborg Kaiserslautern—Bochum Borussia M.—Offenbach Frankfurt—Bayern Munchen Leik Schalke og Köln var írestað. a —hsim. 1:4 4:0 6:0 3:3 0:4 1:0 5:2 2:0 Þeir sterku í Höllinni í kvöld Mikil átök eiga eftir að verða i anddyri Laugardalshallarinnar i kvöld. Þá fer þar fram Reykjavikurmótið i lyftingum og hefst með keppni i léttari flokkunum klukkan átta. Allir beztu iyftingamenn landsins taka þátt i þessu móti, nema Hreinn llalldórsson, sem ererlendis við frjálsiþróttaæfingar. Allir hin- ir vcrða með, þar á meðal þeir Friðrik Jósepsson og Skúli óskarsson, sem keppa með sem gestir. Búast má við, aö eitthvaö fjúki af metum, enda eru allir i góðri æfingu um þcssar inundir. Hafa menn stefnt að þvi að vera sem bezt undirbúnir fyrir N'oröurlandamótið, sem fram fer i Laugardalshöllinni dagana 26.—27. april n.k. —klp— f /f r WÆ 1 f i //. já i* Sænsku Noröurlandameistararnir og ekki vafi að sænsku stúlkurnar voru beztar. Ljósmyndir Bjarnleifur. Voru með annað bezta lið — en höf nuðu víð botninn! — íslenzku strákarnir töpuðu tveimur leikjum með eins marks mun á Norðurlandamótinu í Finnlandi Þetta var ekkinógu góð útkoma hjá strákunum. Þeir voru greini- lega annað bezta lið mótsins — Sviarnir áberandi beztir — en töpuðu samt þremur leikjum i mótinu, tveimur meö eins marks mun, sagði Þórarinn Ragnarsson, þegar við ræddum við hann um frammistööu islenzka piltaliðsins á Norðurlandamótinu i hand- knattieik, sem háð var i Finniandi um heigina. Við unnum Finna auðveldlega i gær i siðasta leik okkar og strák- arnir léku vel. Lokatölur 19-11 — en báðir leikirnir á laugardag töpuðust. Fyrst gegn Noregi 13-14 og siöar um daginn gegn Dönum 12-13. Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítakasti eftir að leiktima lauk. íslenzku piltarnir fóru illa að ráði sinu I sambandi við vítaköst- in á móti Dönum — misnotuðu þrjú i leiknum og það ráð öðru fremur úrslitum, þvi úti á vellin- um, einkum þó varnarleikurinn svo og markvarzla, var leikur Is- lands betri en Danmerkur. Við vissum áður en við fórum i mótið, að vitaköstin mundu verða höfuð- verkur, en að misnota niu vita- köst i mótinu var þó of mikið af þvi góða, sagði Þórarinn enn- fremur. Sviar og Danir léku til úrslita á mótinu i gær. Jafntefli varð 12-12 og það nægði Svium, þvi þeir voru með miklu betri markatölu en Danir. Framan höfðu Sviar yfir- burði — staðan 7-5 i hálfleik fyrir þá — en þegar liða tók á leikinn hljóp mikil taugaspenna i leik Svia. Kom þeim næstum i tap- hættu. I leiknum viö Finna var Jón Árni Rúnarsson markhæstur hjá tslandi með 5 mörk. Félagi hans úr Fram, Hannes Leifsson, skor- aði fjögur mörk, og einnig Óskar Óskarsson. Ingimar Haralds- son skoraði þrjú, Þorbergur Aðal- steinsson 1, Ingi Steinn Björg- vinssonlogSteindórGunnarssoni. Gegn Noregi var Jón Árni einn- ig markahæstur með 6 mörk og átti afbragðsleik. Ingimar og Þorbergur skoruðu þrjú mörk hvor og Steindór eitt. Gegn Dön- um voru þeir Hannes, Ingimar og Ingi Steinn með eitt mark hver. Piltarnir koma heim i dag. hsim. Tékkar og Rússar eru í sérflokki! Tékkar sýndu hæfni sina i is- hokkey, þegar þeir sigruðu hið sterka, sænska lið með 5-2 á heimsmeistaramótinu i Munchen á laugardag. Siðar um kvöldiö sigruðu Sovétrikin Finnland 8-4. -----------------m. Svavar Jóhannsson var ls- landsmeistari I billard á mótinu, sem háð var I Billardstofunni Júnó um helgina — sýndi gamla snilli og það fer enginn i fötin hans á þessum vettvangi hér á landi. i 30-40 ár hefur hann verið ,,sá bezti”. Þeir Sverrir og Sigurður Jónsson voru jafnir Svavari að vinningum á mótinu — en Svavar vann á stigum og hlaut glæsileg verðlaun eins og sjá má á mynd Bjarnleifs til hliðar. Keppt var i snóker, og þó Svayar hafi ekki snert „á kjuða” i rúmt ár sigraði hann i hinni löngu keppni, sem stóð um 15 klukku- stundir á laugardag og sunnudag. —hsim. Eftir fyrstu tvær umferðirnar á mótinu hafa Tékkóslóvakia og Sovétrikin hlotið fjögur stig, Svi- þjóð og Finnland tvö, en Banda- rikin og Póiland ekkert. Eftir að Sviar höföu sýnt snilld- arleik gegn Pólverjum og sigrað með 10-0 voru þeir taldir hafa góða möguleika möguleika gegn Tékkum. En annað var uppi á teningnum. Tékkar skoruðu fjög- ur mörk áður en Sviar komust á blað — og Sviar skoruðu bæði mörk sin i lokalotunni. Finnar veittu þeim sovézku harða keppni — aðeins eitt mark skildi löndin að þar til að Rússar sigruðu i siðustu lotunni 4-1. Þeir unnu þá fyrstu 3-2, en jafnt varð svo 1-1 1 fyrstu umferð keppn- innar sigruðu Finnar Bandarikin auðveldlega 7-4 — lokalotan 2-2. Áhorfendur fylltu iþróttahölliná i Munchen á laugardag. Keppnin hélt áfram i gærkvöldi og þá sigruðu Tékkar USA með 8- 3 eftir jafna fyrstu lotu 3-3. Sovét- rikin sigruðu Pólland 13-2 og komust við það i efsta sætið á markatölu. —hsim. Sœnskur sigur gegn Islandi í hreinum úrslitaleik á NM — Sœnsku stúlkurnar komust í 5-0 í byrjun og sigruðu 16-8 og ísland féll niður í þriðja sœtið við tapið, þegar Danmörk vann Noreg. ísland vann Noreg og gerði jafntefli við Danmörku í mótinu isienzku stúlkurnar komu sannariega á óvart á Norður- landamótinu i handknattleik i Laugardalshöllinni um helgina. Komust i hreinan úrslitaleik við Sviþjóð á mótinu i gær og þvi höfðu fáir spáð eftir frammistöðu þeirra á sama móti I fyrra. Töp- uðu þá með miklum mun — en nú var annaö uppi á teningnum. Að vísu tapaðist úrsiitaleikurinn við Sviþjóð með miklum mun, 8-16, og ísland hrapaði við það niður i þriðja sæti. Danir náðu öðru sæt- inu með þvi að sigra Noreg i siðasta leik mótsins — en það var þó fyrst og fremst finnskum dóm- urum að kenna, að tsland náði ekki silfurverðlaunum á mótinu. Finnarnir „tóku” sigur af islandi gegn Danmörku — og reyndu allt til að koma dönskum sigri I höfn, en tókst ekki. Taugaspennan varð Islandi að falli gegn Sviþjóð i Laugardals- höllinni I gær. Framan af tókst ekkert og liðið sýndi litið af þvi, sem sást hjá þvi um morguninn gegn danska liðinu. Sænsku stúlk- umar skoruðu fimm fyrstu mörk- in i leiknum og loks eftir 11 min. tókst Guðrúnu Sigurþórsdóttur að skora fyrsta mark Islands. En munurinn minnkaði ekki — staöan i hálfleik 8-3 fyrir Sviþjóð. Fimm marka munur hélzt allt framundir lok leiksins — en þá juku þær sænsku muninn i átta mörk. Skoruðu þrjú siðustu mörk mótsins og sænsku stúlkurnar voru I sérflokki á mótinu — þrátt fyrir jafntefli i fyrsta leik sinum við Danmörku. Island fór oft illa að ráði sinu i úrslitaleiknum — þrjú vitaköst misnotuð meðal annars. Mörk Islands skoruðu Guðrún 4, Arnþrúður 2, Björg og Kristjana eitt hvor. Ann-Marie Westerberg var islenzku stúlkun- um erfið i leiknum — skoraði sjö mörk og Maja Andersson, „mesta skytta mótsins” skoraði fjögur. Island átti að vinna Danmörku I gærmorgun vegna frábærrar frammistöðu Gyðu úlfarsdóttur i marki. Hún varði snilldarlega — kom dönsku stúlkunum alveg úr jafnvægi — og á það bættist nokkur óheppni danskra. Mörg stangarskot. En finnskir dómarar komu i veg fyrir sigurinn — jafntefli varð 8-8. Island byrjaði vel. Komst i 4-1 eftir 18 min. — en staðan i hálfleik var 4-3. Dönsku stúlkunum tókst að jafna i 4-4 og svo I 5-5, en þá kom góður sprett- ur hjá islenzka liðinu. Það komst i 8-5, þegar niu min. voru til leiks- loka. Dönsku stúlkurnar misnot- uðu tvö viti á þeim tima — en Finnarnir björguðu þeim i lokin. Dæmdu enn tvö viti, sem þær dönsku skoruðu úr — auk allra annarra furðudóma þeirra. Mörk Islands I leiknum skoruðu Guörún 4, Björg Jónsdóttir, fyrir- liði, sem lék vel, 3, Kristjana og Arnþrúður 1 hvor. I fyrsta leikn- um vann tsland Noreg 12-7. Þá skoraði Björg 5 mörk, Arnþrúðui 4,Guðrún2 og Katrin Axelsdóttir 1. Úrslit i öðrum leikjum urðu þau.að Sviþjóð sigraði Noreg 10-8 og Danmörk vann Noreg 16-9. hsim. Lokastaðan Lokastaðan á Norðurlandamóti stúlkna varð þannig: Sviþjóö 3210 35-27 5 Danmörk 3 1 2 0 39-31 4 ísland 3 1 1 1 29-30 3 Noregur 3 0 0 3 26-41 0 i Finnlandi varð þannig á NM pilta. Sviþjóð 4 Danmörk 4 Noregur 4 island 4 Finnland 4 lokastaðan 3 I 0 76-43 7 3 1 0 62-46 7 202 48-64 4 1 0 3 56-56 2 0 0 4 43-76 0 Sviar urðu meistarar á betri markatölu en Danir. — hsím. Hroðaleg dómgœzla Á Norðurlandamótinu vakti hörmuleg frammistaða finnsku dómaranna, Kaj Lindgren og Rabbe Grönholm, athygli — og það var reyndar furðulegt, að þeir skiidu sieppa án pústra frá áhorfendum, sem oft uröu yfir sig reiðir vegna framkomu þeirra gegn Islenzku stúlkunun á mótinu. Finnarnir dæmdu alla leiki is- lands á mótinu — og voru is- lenzka liðinu einstaklega óhag- stæðir. Það kom ekki að sök gegn Noregi I fyrsta leiknum — til þess voru yfirburðir isiands of miklir. En það kostaði stig gegn Dönum — og þar lögðu Finnarnir sig alla fram i lok leiksins við að reyna að ná báð- um stigunum af islandi. Dæmdu og dæmdu á isiand og þær dönsku unnu upp þriggja marka mun', 8-5 i 8-8. Fengu fimm vita- köst, en tvö þeirra mistókust — og sumir dómar Finnanna áttu ekkert sammerkt meö leiknum. Virtust gjörsamlega sambandslausir — og allt var dönsku stúikunum i hag. i úr- siitaleik mótsins voru islenzku stúlkurnar greinilega hræddar við þessa furðulegu sendingu frá Finniandi — og enn fengu þær að gjaida mistaka og kunnáttuleysis finnsku dómar- 1 anna. Arnþrúður Karlsd. rekin af velii fyrir það eitt að kasta knettinum i mark sekúndubrot- um eftir að flauta annars dóm- arans hljómaði. Þá kostaði fljótfærni I dómum Finna island að minnsta kosti tvö mörk. Dómgæzlan haföi þó ekki afgerandi áhrif — til þess voru yfirburðir sænsku stúlkn- anna of mikiir. íslenzku dómar- arnir, Magnús Pétursson og Valur Benediktsson, voru eins og „hvitir englar” I samanburði viö finnsku koilegana. — h s I m . Tvö mörk Vals í nœgðu í Bikarmeistarar Vals komu is- landsmeisturum Akraness heldur betur á óvart i byrjun leiksins i Meistarakeppni Knattspyrnu- sambands islands. Hún hófst á laugardag á Akranesi — Vals- menn áttu aiveg fyrstu 20 minút- ur ieiksins. komust i 2-0 og sigr- uðu i ieiknum með 2-1. Já, það var einstefna á mark Islandsmeistaranna i byrjun og það gaf fljótt árangur. Kristinn Björnsson skoraði á fimmtu minútu eftir fallegan undirbúning Inga Björns Albertssonar — og fimm minútum siðar var Ingi Björn á ferðinni og kom Val i 2-0. Valsmenn fengu fleiri góð tæki- færi til að auka við forskot sitt — til dæmis komst Kristinn frir að markinu, en tókst ekki að koma Guðrún Sigurþórsdóttir, Ár- manni, var bezta sóknarkona Is- lenzka liðsins — skoraði mörg mörk úr hornunum og af Hnu. sigur ó knettinum framhjá markverði. En þegar 20 min, voru af leik fóru hlutirnir að snúast viö. Akur- nesingar náöu frumkvæðinu og nokkru siöar skoraði Karl Þórðarson gullfallegt mark. 2-1 i hálfleik, en fleiri mörk voru ekki skoruð I leiknum. Akurnesingar voru mun meira i sókn i siðari hálfleiknum — mun meira með boltann, en sóknarlotur liösins voru ekki hættulegar. Hins vegar náðu Valsmenn snöggum sóknar- lotum af og til og var þá talsverð ólga i vörn Akurnesinga — Birgir Einarsson misnotaði þá tækifæri hjá Val og næstum á marklinu Skagamanna. Bæði lið léku þokkalega knatt- spyrnu svo sem á keppnistimabil- inu —og voru með sina beztu leik- menn, nema hvað Jóhannes Eð- valdsson, Val, er nú i Danmörku, og Eyleifur Hafsteinsson hefur lagt skóna á hilluna á Skaganum. Ungur piltur, Magnús Bergs, i stöðu Jóhannesar vakti athygli i Valsliðinu — og þar er greinilega Bezta leikkona islenzka iiösins á Norðurlandamótinu — Gyða Úlfarsdóttir, FH, sem stóð sig eins og hetja i markinu, einkum gegn dönsku stúlkunum. byrjun Skaga! gott efni á feröinni. Þá átti Sigurður Dagsson góðan leik i marki. Hjá Akurnesingum bar mest á Karli, Matthiasi Hallgrimssyni, Þresti Stefáns- syni og Jónunum tveimur, Al- freðssyni og Gunnlaugssyni. —hsim. Knapp ráðinn Tony Knapp, þjálfari KR i knatt- spyrnunni, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari i sumar. Stjórn KSi gekk frá samningum við hann á laugardag. Æfingar hefj- ast nú i vikunni — en i dag munu þeir Jens Sumariiðason, og Arni Þorgrimsson, ásamt Knapp, velja landsliðskjarna — um tuttugu leikmenn. — lisím.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.