Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið 1 síma 12323 Sovétríkin 2-1 - Sjá bls. 12—13 j Auglýsing 1 Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. - jfnnpœjri-ítiuwj* : ;-••••- :•*••• : : Mynd þessa tók Ragnar Lár út um bílglugga er hann var á ieið vestur eftlr Vaðlaheiðl um hádegi á sunnudag. Þá var snjórinn á heiðinni um fet á dýpt. Lengst til htegri á myndinni sézt hábunga Vaðlaheiðar. Sunnlenskir bændur misstu mörg hundruð hesta af heyi FB-Reykjavík, mánudag. Sunnlenzkir bændur urðu fyrir miklu tjóni um helgina, og muna menn ekki annað eins veður á þessum árstíma. Þök tóku af húsum, og útihús fuku og gjöreyðilögðust. Mörg hundruð hestar af heyi fuku, jafnvel á þriðja hundrað hestar á einum og sama bænum. Heyið dreifðist út um allt, og er það undir veðráttu næstu daga komið, hvort nokkru vcrður biargað. Sums staðar iagðist heyið á girðingar og sligaði þær alveg niður. KT-Reykjavík, mánudag. Fyrir helgina myndaðist lágþrýsti- svæði vestur af Jan Mayen, um leið og Ioftþrýstingur hækkaði yfir Grænlandi. Varð um 30 millibara munur á þessum svæðum og olli það miklum norðan- vindi hér á landi um helgina- Þessar upplýsingar gaf Páll Bergþórsson, veð- urfræðingur í kvöld. Norðanveðrið hófst á föstudag og náði hámarki á laugardagskvöld. Náði vindurinn víða 9—10 stigum, sérstak- lega á annesjum norðanlands og á mið- unum. Fylgdu rigning og kuldi þessum vindi. Komst hitinn niður í 3—1 stig mjög víða, en niður undir frostmark í hæstu byggðum. Á Suðurlandi var þurrt víðast hvar og mun hlýrra. Mestur vindhraði mæld ist á Mýrum í Álftaveri, 12 stig. Á aðfaranótt sunnudags rigndi mík- ið á landinu. Úrkoman mældist mest á Staðarhóli i Aðaldal, 32 mm frá kl. 9 Framhald A 6 siðu SKIPVERJA TÓK ÚT Á LEIÐ FRÁ JAN MAYEN HH-Raufarhöfn, mánudag. f fárviðrinu á laugardagsnótt féll íslenzkur skipverji á norska síldarflutn- ingaskipinu ASKIDA fyrlr borð og drukknaði. Þegar skipið var að snúa við til að leita mannsins, fékk það á sig sjó og hallaðist eftir það um 20°. út i aðra hlið skipsins. Eftir þetta voru 1 engin tök á að reyna að bjarga mannin-; um, sem hét Tryggvi Þórisson frá Reyk ! húsum i Eyjafirði- Tryggvi var aðeins [ 22ja ára gamall. ASKIDA var svo til með fullfermi j síldar. er það lagði af stað frá miðun- um við Jan Maeyn á fimmtudag. Á leið- Mikil spjöll á mannvirkjum allvíöa á N- og Austurlandi SJ-Reykjavík, mánudag. Á Norður- og Austurlandi var víða aftakaveður um helgina og urðu alhnikil spjöll á mannvirkjum á sumum stöðum. Skiptist á úrhellisrigning eða snjó- koma, og á Möðrudal var í dag 6—7 sm. djúpur snjór, og gengu þar enn yflr snjóél- Yfirleitt muna menn ekki annan eins veðurofsa á þessum tíma árs. Hér fer á eftir frásögn nokkurra fréttaritara Tímans á þessu svæði. ED-Akureyri, mánudag. Samkvæmt fréttum frá Dalvík er talið að þar hafi í norðangarðinnm króknað fé, sem var nýrúið. Mikið af heyi lá úti og varð það gegndrepj þótt það væri komið upp í sæti. í Mývatnssveit var ekki mikið hey úti. en greinar af hríslum brotnuðu og kál í görðum skemmdist. Þar gránaði niður í byggð og er haft eftir gömlum mönnum þar. að þeir muni ekki eftir snjókomu í byggð á þessum tíma árs. Á Fosshóli var úrhcllisrigning og mjög míkið af uppsettu heyi á bæjum i í kring varð gegnblautt, en skemmdir j urðu engar á mannvirkjum. Á Svalbarðsströnd urðu nokkrar skemmdir á kartöflugörðum, en þar er annað stærsta kartöfluræktarsvæði á landinu, en ekki er enn vitað hve skemmdirnar urðu miklar Garðarnir eru svartir af mold, og því erfitt að slá hvort grösin séu mikíð skemmd eða ekki. Tvær trillur sukku við bryggjuna á Svalbarðsströnd. 02 skriða hljóp yfir Framhald á bls. 14. KARTÖFLUGRÖS FELLU EÐA STÓRSKEMMDUST FB-Reykjavík, mánudag. Alvarlegt ástand er nú að skanast 1 kartöfliimálum hér á landi. þar eð kart- öflugrös féllu víða eða stórskemmdust nú um helgina í stórviðrlmi. sem gekk yfir Suður-, Norður- og Austurlandið Fréttaritari blaðsins í Skóglim sagði. orðið svört, og tjón kartöfluræktenda | virtist ætla að verða mikið. Þár seni j kartöflur eru ræktaðar f sandgörðum : skóf larðveglnn frá grösunnm. og þan j féllu. Sömu sögu höfðn fréttaritarar að j segja bæði fyrir norðan og austan. Bætist þetta nú ofan á það. að selnt; var sett niður i vor vegna iangvarandi |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.