Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 28. júlí 1966 14 TIMINN MIKIL SPJÖLL Framhald af bls. 1. veginn norðan við staðinn. Þá þyk ir í frásögur færandi, að í ofviðr- inu var nokkur trjáreki á fjörum þarna um slóðir. Talið er senni- legt, að þetta sé reki sem var land fastur við Gjögur og þar í kring og að hann hafi tekið út í ofviðr- inu og rekið inn með firðinum. SPORTFATNAÐUR I MIKLU ÚRVALI E L F U R Laugavegi 38, SkólavörSustíg 13, Snorrabraut 38. ísfirðingar Vestfirðingar Heí opnað ^kövlnnustotu að I'úngötu 21. tsafirði Giörið svo ve' og reyníð viðskiptln Einar Högnason skósmiður. í Saurbæ í Eyjafirði mun hafa brotnað mjög gamalt og stórt grenitré, er stóð við Grundar- kirkju. Einnig brotnuðu þar grein ar af trjám. Frammi í sveit fuku haftyrðlar á land og þar voru þeir teknir af mannahöndum, en þeir eru heldur ósjálfbjarga á landi. Slíkt gerist stundum í aftaka veðrum á vetr- um, en ekki er vitað til að haf- tyrðlar hafi rekið langt upp á land vegna óveðurs á miðju sumri. Hér í bænum rifnaði stórt reyni tré upp með rótum á laugardag- inn og talsverð spjöll urðu í Lysti- garðinum. Götur voru eins og að haustlagi — lauf og brotnar grein ar lágu á víð og dreif. Á Þórshöfn var 0 stiga hiti í gærkveldi, þar hvítnaði niður und ir bæi. Þar hefur verið rigning síðan á fimmtudag og heyskapar- útlit ekki glæsilegt. Skipin yfirgáfu höfnina í Dalvík PJ-Dalvík, mánudag. Engar skemmdir urðu hér á Dal- vík í veðurofsanum. Svo mikill sjógangur var í höfninni, að ekki þótti annað þorandi en láta skipin Sigurey (áður Þorsteinn þorska- bítur) og Björgvin sigla til Akur- eyrar. Heyskaparhorfur eru mjög al- varlegar, þar sem hér hefur verið látlaus ótíð hátt á aðra viku. Slátt ur byrjaði seint, og er gras nú vel sprottið, en það lamdist niður í ofsanum, og verður áreiðanlega mjög erfitt að slá það. Óhemju úrkoma var á laugar- daginn og í dag hefur rignt annað slagið. Fjöll eru hvít niður í miðj- ar hlíðar og fremst í dalbotninum er hvítt niður að bæjum. Þetta tíðarfar er mjög óvanalegt á þess um tíma árs og er líkast haust- veðráttu. Mikill vafnselgur á vegum IGÞ-Akureyri, mánudag. í gær var gífurlegt vatn á veg- unum hér norðanlands, lækir rnnnu yfir vegina og vatn lá á þeim í tjörnum. Á laugardaginn, þcgar vatnselgurinn var hvað mest ur, drap fjöldi bíla á sér og menn urðu að ganga frá þeim og sóttu þá aftur í gær, þegar veðrið tók að lægja. Á Vallárbökkunum t.d. þar sem vegurinn liggur mjög lágt, var vatn ið allt upp í mjóalegg, og var þar sérstaklega erfitt yfirferðar. Bílar festust á Möðrudalsöræfum KS-Grímstungu, mánudag. Hér hefur verið hríðarveður síð an í fyrradag, cnn er alhvít jörð snjórinn 6—7 sm djúpur, og gengur á með snjóéljum í dag. Talsvert umferðaröngþveiti var hér í fyrrinótt, og yfirgaf sumt fólk bílana og gekk til bæja, en aðrir dvöldu um kyrrt í bílunum og biðu eftir aðstoð. Engum mun þó hafa orðið meint af volkinu. í gær ruddi hefill leiðina og er veg urinn nú fær bílum. Hér var ekki mikið stórviðri, en við munum ekki til að svo mikið og lengi hafi snjóað á þessum tíma árs. Kýr hafa ekki verið á beit í tvo daga. Sláttur var að hefjast, og er góð grasspretta. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til ykkar allra fjær og nær, sem < glöddu mig á sextugsafmælinu, með heimsóknum, gjöf- j um og skeytum. — Guð blessi ykkur. Guðveig Stefánsdóttir, Meðalholti 13. Innilegar þakkir til allra þelrra, er hafa auðsýnt okkur samúð og vlnarhug vlS andlát og jarðarför, Teits Eyjólfssonar frá Eyvindartungu, Vandamenn. Eiginmaður minn, Egill Þorláksson lézt á sjúkrahúsinu á Akureyri aðfararnótt 25. júlí. Jarðarförin ákveðin slðar. Aðalbjörg Pálsdóttir. Miklar skemmdir í Ólafsfirði BS-Ólafsfirði, mánudag. í fyrradag gerði hér norðvestan rok með úrhellisrigningu og olli nokkrum skemmdum. Aðfaranótt laugardagsins rigndi mjög mikið og hélzt rigning sleitulaust, þar til fór að draga úr henni seinni- partinn í gær en þó helzt rign- ingarlemjan enn, og er orðið grátt niður í miðjar hlíðar. Um hádegi á laugardag fór hann að hvessa af norðvestri og jók þá úrkomuna svo, að skýfalli var lík- ast. Síðari hluta laugardags gekk á með slíkum ofsabyljum, að vart var hundi út sigandi. í þessum ofsalega veðurham fór margt laust og fast af stað. Hér í bænum fuku þök af húsum, af einu í heilu lagi, af öðru reif pappa og eina og eina járnplötu. Á söltunarstöð- inni Stígandi fór allt af stað — síldarkassar, úrgangsrennur, ljósa- staurar, bjóð, og var um að litast eins og sprengju hefði verið varp- að niður. Vatn fór víða inn í kjallara, og nýuppslegnir grunnar röskuðust og fóru jafnvel af stað í vatns- flaumnum. Þá fuku þök af húsum í Hóla- koti og Skeggjabrekku. í gær sneri hann meira til norð- anáttar og hafði þá lægt mesta veðurofsann, en mikill sjór var. MÚtorbáturinn Stígandi var á leið frá Jan Mayen í þessum veðurham. Varð hann stundum að halda sjó, og sigla hæga ferð. Á leiðinni tók út léttabátinn hjá honum. Elztu menn muna vart slikt óveð ur í júlímánuði. Bílar tepptust í Sigluf jarðarskarði BJ-Siglufirði, mánudag. f fyrradag skall hér á norðvestan stórviðri og snjóaði það mikið á Siglufjarðarskarði, að áætlunarbif- reiðin, sem var á leið til Siglu- fjarðar, komst ekki yfir skarðið og þurfti að fá Volvo bifreið frá Siglufirði á móti fólkinu. Fólkið skildi við bílana og gekk að sæluhúsinu, en þangað sótti Volvobifreiðin það og ók með það til bæjarins. 4—5 bílar eru nú fast ir í skarðinu, en reiknað er með að skarðið verði rutt í kvöld, en von er á ýtu frá Sauðanesi til að ryðja veginn og bjarga bifreiðun- um úr sjálfheldunni. í gærmorgunn var skarðið fært fyrir bíla með keðjur, en ekki tókst að senda út fréttir um lokun skarðsins fyrr en kl. 10 i gær- kvöldi, þannig, að ef fréttin um snjóþyngslin hefðu borizt fyrr, hefðu bílarnir ekki lagt í að aka yfir skarðið. Siglufjarðarskarð hefur oft lok- azt að sumarlagi, en þetta undir- strikar þörfina fyrir að opna Strákagöngin sem fyrst. Margt aðkomufólk bíður færis að komast á brott frá Sigluíirði Engar skemmdir urðu í bænum af völdum veðurs, og ekki snjóaði nema niður í miðjar hlíðar. í dag er rigning, en veðurútlit er batn- andi. 13 vindstig í Grímsev GJ-Grímsey, mánudag. f ofviðrinu, sem gekk liér yfir um helgina, varð ekkert tjón. All mörg skip lágu hér í vari í fyrra- dag, og opnir bátar leituðu vars í höfninni. Veðurofsinn stóð í all- an gærdag en nú er veðrið heldur tekið að lægja. Veðurliæðin komst mest í 13 vindstig. í sumar hefur verið hér óvenju góð handfæraveiði, bátarnir stunda veiðar hér skammt undan og salta aflann. 8—10 trillubátar róa stöð- ugt héðan og hér eru einnig hand færabátar frá Færeyjum. „Sjóleiðin" eftir króka- leiðum til Egilsstaða HA-Egilsstöðum, mánudag. Um helgina var hér hvöss norð- anátt með rigningu og snjókomu og lokaðist Möðrudalsfjallgarður á tímabili, en hefill var sendur þangað í gærmorgun og opnaði hann leiðina. Einnig var hefill send ur á Fjarðarheiði, en hún var erfið yfirferðar á tímabili í gær. Veður- jliæðin í gærmorgun komst upp í I 80 hnúta. Það var að sjá í gærmorgun sem talsvert hefði fokið af heyi á bænum Felli og svo virtist sem kartöflugrös hefðu skemmzt í rok- inu, en frost var aldrei í byggð aftur á móti er enn snjór á fjöll- um. í gær lá flug alveg niðri. Flug vél FÍ, sem var_ á leið frá fsa- firði um Akureyri, gat ekki lent hér og varð að lenda á Höfn í Hornafirði. Þaðan fór fólkið, sem ætlaði hingað, með leigubifreiðum og er það 6—7 tíma ferð, eða um 260 kílómetra leið. Meðal þessa fólks var leikflokkurinn, sem sýnir „Sjóleiðina til Bagdad.“ Leik ritið átti að sýna hér í gær, en sýningin féll niður vegna þessa óvænta útúrkróks. Mikið annriki hefur verið á flugvellinum hér í morgun, hér lentu m.a. tvær flugvélar frá Flug sýn — önnur var í áætlunarflugi en hin var að fara fullsetin með hóp Austfirðinga á Ólafsvökuna í Færeyjum og var flest af því fólki frá Neskaupstað, en þar gat vélin ekki lent, hvorki í gær né í dag. Færeyjarferðinni hefur því seink- að um einn dag, en hópurinn ætlar að dvelja um vikutíma í Fær eyjum og sækir Flugsýnarvelin hann aftur. Ekki er vitað um neitt tjón á mannvirkjum. ~ KARTÖFLUGRÖS Framhald af bls. 1. kulda og klaka í jörðu, og má því búast við, að uppskeran geti orð ið rýr. Einkum óttast menn. að Iialdist norðanáttin verði skammt í næturfrost og eftir það er varla von á, að kartöflur spretti mikið. Um helgina var verið að skipa upp portúgölskum kartöflum úr Goðafossl, en hann kom með uni 600 lestir. Er gert ráð fyrir. að það magn nægi fram í ágúst. Tii þessa hafa verið hér á boðstóium pólskar kartöflur, en þær eru að verða búnar. smiðjurnar hafa á leigu var í sinni fyrstu ferð að sækja síld. Askida er um 800 lestir að stærð og var með milli 6—700 lestir af síld. Það er ekki tankskip. held- ur eru stíur í lestum. Á Askida voru tveir íslending- ar, en aðrir af áhöfninni eru Norð menn. Síðan skipið kom til hafnar hef ur verið unnið við að dæla úr því sjó og rétta það við. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort síldinni verður landað hér, eða hvort skipið freistar að sigla með síldina til Hjalteyrar. Hér hefur verið aftakaveður síðan á fimmtudag og liggja milii 30—40 skip hér og bíða eftir að veðrið lægi. Nokkur skip liggja enn í vari við Jan Mayen. SAMKEPPNI I Framhald af bls. 2. og sterkt form í sannfærandi samstillingu við land og um- hverfi. Auk þess er innra skipu lag í mörgum atriðum það bezta, sem á verður kosið og uppbygging er einföld. 2. verðl. kr. 50.000,00 hljóti tillaga nr. 5. Höfundar eru arkitektarnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir og Harald- ur V. Haraldsson. Meginkost þessarar tillögu telur dómnefnd vera aðkoma og innra skipuleg. 3. verðlaun kr. 25.000.00 hljóti tillaga nr. 12. Höfundur er Guðmundur Kr. Kristinsson, ráðunautur Hörður Björnsson. Um þessa tillögu urðu dóm- nefndarmenn ekki sammála. Meirihluti dómnefndar álítur þessa tillögu verða verðlauna fyrir athyglisverða innkomu um skemmtilegar r svalir, úti- svæði, gott innra skipulag og útlit. Minnihluti dómnefndar telur ytra form tilögunnar ekki falla vel í land eða umhverfi, en eru sammála meirihluta að inn koma sé athyglisverð, en telur hana mjög gallaða. Dómnefnd er sammála um að tillaga nr. 9 verði varatillaga komi það í ljós, að höfundur verðlaunaðra tillagna fullnægi ekki þátttökuskilyrðum samkv. samkeppnisreglum A.í. (Um höfund tillögu nr. 9 er ekki vitað, enda hlýtur hún ekki verðlaun samkvæmt ofansögðu.) Viðurkenning (innkagp) kr 10.000.00 tillaga nr. 13. Höfund ur, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt Viðurkenning (innkaup) kr 10.000.00 tillaga nr. 11. Höfund ur, Birgir Breiðdal, arkitekt. FELL FYRIR BORÐ Framhald af bls. 1. inni versnaði veðrið og tók þá að losna um ýmislegt dót a þil farinu, s.s. yfirbreiðslur, kassa og rennur. Fóru þá skipverjar út á þilfar til að reyna að festa nma lausu hluti en þá gerðist óhapp- ið,' sem að framan greinir. Eftir að Askida tók að hallast, komu skipin Ólafur Friðbertsson og Há varður á vettvang og fylgdu þau Askida til Raufarhafnar, en þang að kom það rétt eftir miðnætti í nótt. Sjópróf fara sennilega fram í kvöld Askida, sem Hjalteyrarverk- LANDSMÓTSKÁTA Framhald af bls. 2. Á laugardaginn er móttökudag ur fyrir boðsgesti, en á sunnudag inn er ætlazt til. að þeir komi; j sem ætla sér að heimsækja mótið. . Mótinu verður slitið á mánudag- I inn eftir eina viku. hinn 1. ágúst. S Eins og áður hefur verið skýrt frá, eru ýmis helztu þægindi nú- tmans á mótsstaðnum, svo sem rafmagn, sími, pósthús, banki o.fl. EYJAFLUG Framhald af bls. 16. kvæmdastjóri Eyjaflugs, sagði í viðtali við Tímann í dag, hefur flugvél félagsins verið í skoðun í Skotlandi undanfarna tvo mánuði. íKomst vélin ekki til skoðunar á | réttum tíma og hefur skoðunin því tekið lengri tíma en ætlað var. Ekki kvaðst Sigfús vita, hvenær skoðun yrði lokið á vélinni, en sagði, að fyrir næstu helgi myndi Flugsýn lána eina af sínum vél- um til þess að starfsemi Eyjaflugs I gæti haldið áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.