Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 16
167. tbl. — ÞriSjudagur 26. júlí 1966 — 50. árg.
FRAMREIÐSLIMNN MOT-
MÆLA BRÁÐABIRGDALÖGUM
EJ-Reykjavik, mánudag.
Blaðinu barst í dag ályktun,
KASTADIST 8
METRA FRAM
FYRIR BILINN
t
HZ-Reykjavík, mánudag.
í dag varð það umfcrðarslys á
Kringlumýrarbrautinni, að lítill
þriggja ára drengur hljóp fyrir
bifreið, barst með henni um 20
metra á vélarhlífinni og kastaðist
síðan 8 metra fram fyrir bílinn og
skall í malbikaða götuna. Við rann
sókn á slysavarðstofunni kom í ljós
að hann var ekki brotinn, en hann
var skrámaður og bólginn á höfði.
Um önnur meiðsli var ekki vitað,
en seinna var hann fluttur á
Landakot til frekari rannsóknar.
Atburðurinn gerðist laust fyrir
klukkan fimm í dag. Litli dreng-
urinn, sem heitir Irigimundur Val-
igeirsson, Álftamýri 42, var að
koma af róluvelli handan götunn-
ar. Hann var í fylgd með systur
sinni og stökk út á götuna, þrátt
fyrir aðvaranir hennar. f því bili
kom fólksbifreið akandi eftir göt-
unni og skall á drengnum, sem
barst á vélarhlifinni um 20 metra
og kastaðist um það bil 8 metra
fram fyrir hana, þegar hún stanz
aði. Við höggið dældaðist bæði
yélarhlífin og grindin framan á
bifreiðinni talsvert mikið.
sem almennur fundur í Félagi
framreiðslumanna samþykkti í dag.
Er þar mótmælt harðlega „þeirri
makalausu árás á verkfallsréttinn,
sem gerð var með setningu bráða-
birgðalaga nr. 79/1966 dags. 15.
þ. m. um lausn deilu Félags fram-
reiðslumanna og Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda“.
I ályktuninni segir: — „Fundur-
inn telur að hér sé um að ræða
ósvífna og óréttlætanlega aðför að
almennum mannréttindum launa-
fólks í landinu, þar sem bannað er
verkfall, sem framkvæmt var af
fullri hófsemi og með fullu tilliti
til hagsmuna almennings. Fundur
inn leyfir sér því að skora á hið
háa Alþingi að fella bráðabirgða-
lögin úr gjldi svo fljótt sem verða
má eftir að það kemur næst sam-
an“.
Ályktuninni fylgdi löng greinar
gerð frá Félagi framreiðslumanna
um samningaviðræður þeirra við
veitingamenn, og mun hún birt-
ast hér í blaðinu einhvern næstu
daga.
Blómadrottningin 1966
Kjörin var Hrefna Þorbjarnardóttir frá Skagaströnd
HZ-Reykjavik, mánudag.
Kvenfélag Hveragerðis hélt á
laugardagskvöldið blómaball yfg
rann ágóði af því til barnaheim
ilisins, sem kvenfélagið starf-
rækir. Á þessu balli skreyttu
blómsalar Hótel Hveragerði en
þar var ballið haldið. Að vanda
var kjörin blómadrottning. Að
þessu sinni var Hrefna Þor-
bjarnardóttir frá Skagaströnd
kosin blómadrottning úr hópi
nokkurra yngismeyja, sem voru
á dansleiknum. Hún er 18 ára
gömul og vann á Hvítabandinu
í vetur. Það má til gamans
geta þess, að í fyrra var hjúkr-
unarnemi kosin blómadrottn-
ing, svo að sjúklingar spítal-
anna mega sannarlega vera
þakklátir fyrir að hafa svona
fallegar stúlkur til að hjúkra
sér. Tíminn hringdi í dag til
föðursystur Hrefnu hér í
Reykjavík og vildi fá að tala
við blómadrottninguna, en
frétti þá að hún hafði skroppið
í smáferðalag. Sagði frænka
Hrefnu, að Hrefna hefði ekki
verið allt of hrifin af þessu.
Hún hefði alls ekki ætlað sér
að taka þátt í keppninni, þótt
hún hefði brugðið sér á blóma
ballið með kunningjum sínum.
Myndin hér til hliðar af Hrefnu
blómadrottningu, tók ísak Jóns
son á blómaballinu.
J
Evjaflug starfar
ekki vegna skoð-
unar á Helgafelli
KT-Reykjavík, mánudag.
Starfsemi Eyjaflugs h.f. hefur
nú legið niðri um tveggja mánaða
skeið, vegna ársskoðunar, sem
fram fer á flugvél fyrirtækisins,
Helgafelli. Að því er Sigfús John-
sen, framkvæmdastjori, tjáði blað
inu í dag mun félágið hefja áætl-
unarferð til Eyja að nýju nú fyr-
ir helgina.
Að þvi er Sigfús Johnsen, fram-
Framhald á bls. 14.
ÁRNES- OG RAN GARVALLASYSL-
UR AFSALA SÉR ÞORLAKSHÚFN
FB-Reykjavík, mánudag.
Á Alþingi í vor voru samþykkt
lög um heimild til þess að gera
Þorlákshöfn að landshöfn með
samningi við Árnes- og Rangár-
vallasýslur en þessar sýslur keyptu
jörðina Þorlákshöfn fyrir 20 árum.
Á fundi sýslunefndanna, sem hald
inn var í gær, var samþykkt, að
sýslurnar skyldu afsala sér eignar-
rétti yfir hafnarmannvirkjum, og
nokkru landsvæði í kringum höfn-
ina í Þorlákshöfn.
Blaðið sneri sér í dag til Páls
Hallgrímssonar sýslumanns í Ár-
nessýslu, og spurði hann um þetta
mál. Sagði hann, að Árnes- og
Rangárvallasýslur hefðu keypt
Þorlákshöfn fyrir 20 árum, þá fyr-
ir nokkur hundruð þúsund krón-
ur. Hefði þá aðeins ein fjölskylda
búið á jörðinni, en nú væru íbú-
ar Þorlákshafnar orðnir 450 tals-
ins.
Sýslunefndir Árnes- og Rangár-
vallasýslna hafa nú heimilað Þor-
lákshafnarnefnd að afhenda ríkis-
sjóði öll hafnarmannvirki í Þor-
lákshöfn, alla strandlengju jarð-
arinnar, að jafnaði 50 metra land
ræmu frá flóðlínu sjávar, en ná-
kvæm mörk verði ákveðin siðar
með tilliti til skipulags, svo og
allt land það, sem afmarkast á
þrjá vegu af A-götu upp frá Suður
vararbryggju og D-götu upp frá
Norðurvararbryggju og af Þorláks
hafnarvegi að vestan, og land-
ræmu með ströndinni norður frá
Norðurvararbryggju, um það bil
560 metra á lengd, en að vestan
takmarkast þessi lóð af fyrirhug-
aðri næstu götu austan við Þor-
lákshafnarveg samkvæmt skipulags
uppdrætti og að norðan af Þver-
vegi, einnig samkvæmt uppdrætti.
Jafnframt því, sem ríkissjóði er
afhent þetta land og mannvirki,
mun ríkissjóður yfirtaka allar
skuldir hafnarinnar, og þær greiðsl
ur, sem ríkissjóður hefur innt af
hendi fyrir Þorlákshöfn skulu ekki
lengur teljast skuldir sýslnanna.
Fjórar leigulóðir eru á því land
svæði, sem ríkissjóður hefur nú
verið afhent, lóð fyrir frystihús
Meitilsins h.f., lóð fyrir fiskhús og
verbúðir Meitilsins, lóð fyrir síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðju, og
verzlunarlóð Kaupfélags Árnes-
sýslu, mun ríkissjóður fá umsamið
leigugjald frá þeim tíma, sem af-
hendingin fer fram. Ef æskilegt
Framhald á bls. 15.
A/
//
Við teljum þettu
með öllu ólögmætt
segir útvarpsstjóri um sjónvarpsmál Eyjamanna.
EJ—Reykjavík, mánudag. lara sinn við rafmagnsstreng-
Eyjamenn voru í gær bún inn, sem bæjarstjórn Vest-
ir aS tengja sjónvarpsmagn- j mannaeyja lét taka eigna-
námi í síðustu viku. Gátu
BREZKIR TOGARASJÓMENN í ÖLÆÐI Á AKUREYRI
Brutu borð - rifu föt - stálu biS
HZ—Reykjavk, mánudag.
í gær Ieituðu inn til Akur.
eyrar þrír brezkir togarar auk
íslenzkra báta vegna óveðurs
á miðunum. í gærkvöldi héldu
Bretarnir i land og beint upp
i Sjálfstæðishúsið á eitt alls-
herjar fylleri eftir að hafa orð
ið kenndir af sterkum bjór um
borð. Mikil ólæti voru fram
eftir nóttu, þrír menn bein.
brotnuðu, einn var fluttur á
sjúkrahúsið og cinnig stálu
Bretarnir bíl. Einn togarinn
var kyrrsettur og réttarhöld
stóðu í dag.
Sjómennirnir byrjuðu að
drekka i Sjálfstæðishúsjnu um
ellefu-leytið og hófust þá ólæt-
in. Nokkrir sjómenn hugðust
fara inn í húsið, en var mein
uð innganga vegna ölvunar.
Var þá ráðizt á annan dyra-
vörðinn, hann sleginn og
skyrtan rifin. Hann hefur gert
skaðabótakröfu gegn árásar-
manninum. Innan dyra voru
brotin borð, föt gesta rif
ín og ógeðslegt fylleri
og slagsmál voru i algleyrn
ingi. Fimm sjómenn voru fjar-
lægðir af ballinu áður en þvi
lauk.
Þegar ballinu lauk klukkan
eifct hcldu sjómennirnir áfram
Framhald á bls 15.
Eyjamenn því horft á sjón-
vörp sín í gær. Hið opinbera
hefur enn ekki tekið ákvörð
un um hvað gera skal í mál-
inu. að því er Vilhjálmur Þ.
Gíslason, útvarpsstjóri, tjáði
blaðinu í dag.
í viðtaii við Tímann í dag sagði
Vilhjálmur: — „Við teljum þetta
með öllu ólögmætt. Við bíðum
núna eftir nánari skýrslu frá
Vestmannaeyjum um þetta mál.
og vona ég að hún komi bráðlega.
svo að við getum tekið ákvörðun
í málinu".