Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 2
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 26. júlí 1966
Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Skarphéðinn Jóhannsson unnu fyrstu verSlaun í sam-
keppni um útlit og gerð kirkju fyrir Laugarásprestakall. Talið frá hægri: Guðmundur Kr. Guðmunds-
*on, arkitekt, séra Grímur Grímsson og Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt.
(Tímamynd: Bj. Bj.)
Samkeppni um gerð og útlit
Laugarásskirkju er nú lokið
Að undangengnum umræðu-
fundum í sóknarnefnd Laugar-
áss-prestakalls ákvað nefndin
að efna til hugmyndasamkeppni
um gerð og útlit kirkju og
safnaðarheimilis í prestakall-
inu. Hafði þá verið leitað til
Reykjavikurborgar um lóð og
fengizt vilyrði fyrir henni. —
Einnig var leitað samstarfs við
Arkitektafélag íslands um mál-
ið.
Á fundi sínum í september
s.l. kaus safnaðarnefnd fulltrúa
sinn í dómnefnd til að undir-
búa og dæma um úrlausnir í
væntanlegri keppni, þá Henry
Hálfdánarson, ritara safnaðar-
nefndar, Þór Sandholt, arkitekt
sem kosinn var formaður dóm-
nefndar, og Hjört Hjartarson,
framkvæmdarstjóri.í október sl.
kaus Arkitektafélag íslands í
nefndina arkitektana G.eirharð
Þorsteinsson og Guðmund Þór
Pálsson. — Stjórn félagsins til-
nefndi fulltrúa félagsins Ólaf
Jensson, sem trúnaðarmann
dómnefndarinnar.
í nóvember hóf svo dóm-
nefnd störf við undirbúning
samkeppninnar og i febrúar
var samkeppnin boðin út og
skiladagur ákveðinn 13. júní
s.l. Öllum meðlimum Arkitekta
félags íslands var heimil þátt-
taka í sarnræmi við samkeppnis
reglur A.Í., en ekki boðið út
meðal erlendra arkitekta.
24. aðilar sóttu samkeppnis-
gögn og 17 tillögur bárust.
Voru teikningar samtals á 129
blöðum.
Störf dómnefndar voru all
vandasöm, með því að hún
þurfti að kynna sér nákvæm-
lega allar tillögurnar, bera þær
saman lið fyrir lið meta síðan
og vega heildaráhrif og árang-
ur og loks að velja verðlauna
tillögurnar og rökstyðja álit
sitt.
í álitsgerð sinni kemst dóm
nefnd m.a. svo að orði:
„Lóðin er staðsett suðvestan
til á Laugarásnum í Reykjavík,
milli Laugarásvegar og Vestur-
brúnar. í kringum lóðina eru
að mestu einbýlishús, en hin
háu hús efst á Laugarásnum
gnæfa yfir allt svæðið. íþrótta-
svæðið og mannvirkin í Laugar
dal hefur áhrif á svæðið þar
sem það sést einnig mjög vel
að og er beinlínis í tengslum
við lóðina.
Kirkjubygging er í uppbygg-
ingu sinni mjög ólík þessu öllu
og er því erfitt að samræma
hana umhverfinu, svo vel sé.
Svæði þetta er í dag einhver
vinsælasti útsýnisstaður í borg-
inni og eru útlendir ferðamenn
í stórum hópum daglegir gestir
á þessum stað, sökum þess, hve
vel sést þaðan yfir borgina.
Sumir höfundar hafa reynt með
torgmyndun að halda þessum
möguleika opnum.
Lóðin, sem hallar mjög, gefur
mikl; möguleika á mismunandi
lausnum enda hefur árangur-
inn orðið sá, en því miður hafa
alltof fáir notfært sér þennan
lóðarhalla nógu vel í lausnum
sínum.
Aðkoma á lóð er hjá öllum
frá Vesturbrún, eins og beðið
var um í útboðslýsíngú. Hins
vegar skortir mjög á hjá flest-
um, að gerð sé nógu vel grein
fyrir, hvernig eigi að koma lík
vagni sem næst kirkjudyrum.
Enda þótt engin tillagan sé
algerlega gallalaus, vérður að
telja árangur af keppninni
mjög góðan. Það er greinilegt
að allmikil vinna hefur verið
lögð í margar af tillögunum,
og yfirleitt eru þær snyrtilega
fram settar.“
í lokaniðurstöðu sinni kemst
dómnefnd m.a. svo að orði:
Með tilliti til þeirra megin
atriða, sem dómnefnd tók fram
í útboðsskilmálum um að hún
mundi leggja aðaláherzlu á við
mat á úrlausnum:
A. Staðsetningu, aðkomu að
kirkjunni og samstillingu við
land umhverfi (skipul. lóðar).
B. Innra skipulagi með tilliti
til hagkvæmrar notkunar (funk
tion). C. Heildarútlit. D. Stærð,
hefur dómnefnd komizt að eft
irfarandi niðurstöðu:
1. verðl. kr. 75.000,00 hljóti
tillaga nr. 2. Höfundar eru
arkitektarnir Skarphéðinn Jó-
hannsson og Guðm. Kr. Guð-
mundsson. Ráðgjafi Dr. Þórir
Kr. Þórðarson, prófessor.
Meginkost þessarar tillögu
telur dómnefnd vera heillegt
Framhald á bls. 14.
1700skátar komn-
ir til Landsmótsins
HZ—Reykjavík, mánudag.
Hið geysifjölmenna landsmót
skáta að Hreðavatni var sett í dag
klukkan fjögur. Fyrst fluttu móts
stjórarnir Ingólfur Ármannsson
og Borghildur Fenger ávörp fyr-
Heildaraflinn
169.741 lest
HZ—Reykjavík, mánudag.
Síldveiðin síðastliðna viku var
heldur treg, enda ekki sem bezt
veiðiveður. Sú síld, sem fékkst,
veiddist öll við Jan Mayen. Alls
hárust á land 9.191 lestir og af
þeim afla voru saltaðar 9.606 tunn
ur.
Heildarmagnið, sem komið var
á land á miðnætti laugardags,
var 169.741 lestir þar af 11.895
upps. tunnur. Á sama tíma í
fyrra var aflinn 131.883 lestir, þar
af 4.512 uppmældar tunnur.
Mest síld hefur borizt á land á
Seyðisfirði, alls 40 þúsund lestir,
en Raufarhöfn og Neskaupstaður
koma næstir með um 27 þúsund
lestir, Reykjavík 17 þús. lestir,
Eskifjörður 14 þús lestir og
Vopnafjörður 10 þús. lestir.
SKEMMTUNÍN
TÓKST VEL
PE—Hvolsvelli, mánudag.
Á laugardagskvöldið efndj Æsku
lýðsnefnd Rangárvallasýslu til
unglingadansleiks að Hvoli. Var
hér um að ræða vínlausa skemmt
un og komu fram á henni skemmti
kraftar, hinar kunnu Ellares-syst
ur, sem skemmt hafa hér á landi
að undanförnu, og Ríótríóið, en
Dúmbó og Steini frá Akranesi
léku fyrir dansi. Skemmtunin fór
í alla staði vel fram og virtust ung
lingarnir skemmta sér hið bezta,
þótt Bakkus konungur væri hvergi
nærri. Var skemmtunin öllum,
sem að henni stóðu til hins mesta
sóma.
VITNIVANTAR
HZ-Reykjavík, mánudag.
Á laugardagsnóttina var ekið á
hornstaur við Sandhól við Breið-
holtsveg og girðingin skemmd. Öku
maðurinn hvarf á brott óséður og
er vitni að atburðinum beðið um
að láta rannsóknarlögregluna vita.
Einnig biður lögreglan menn,
sem vitni urðu að utaníkeyrslu
á nýjan Fiat 850 á stæði við Land-
spítalann milli kl. 3—4 á laugar-
dag að láta sig vita.
ir innlenda og erlenda gesti og
buðu þá velkomna. Síðan var rak
in saga fánanna fjögurra, sení ver
ið hafa á íslandi, og þeir sýndir
um leið, fyrst Þorskafáninn, svo
Fálkafáninn, Hvítbláinn og Ioks
núverandi þjóðfáni. Að þessari
kynningu Iokinni flutti skátahöfð
ingi íslands, Jónas B. Jónsson, á-
varp. í lok setningarinnar voru
sett flöskuskeyti í tjörn. sem er
líkan af heiminum og verða þau
í henni unz mótinu lýkur, Þá
verða þau sett í Atlantshafið.
Á föstudaginn fóru fyrstu skát
arnir að tínast á mótsstaðinn. Á
laugardaginn komu fleiri skátar
en för flestra hinna var frestað
vegna roks og rigningar á móts-
svæðinu. Varð að fella nokkur
tjöld vegna roksins. Flestir skát
arnir komu í gær, m.a. 500 skát
ar úr Reykjavík, en nú eru 1700
skátar komnir á mótssvæðið.
Rammi þessa móts er hafið.
Mótssvæðinu er skipt niður í höf
t.d. eru kvenskátarnir í Kyrrahaf
inu, skátadrengirnir í Indlands-
hafinu og fjölskyldubúðimar, þar
sem þegar er búið að panta svæði
fyrir 100 tjöld, verða í Þanghaf-
inu.
Varðeldar verða flest kvöldin,
þar af þrír stórir fyrir alla skát
ana. Ánnars er alltaf eitthvað
haft fyrir stafni, íþróttir og skáta
leikir verða vinsæl skemmtun og
fjallgöngur á næstu fjöll og göngu
ferðir eru það helzta, sem skát-
arnir munu gera, enda mjög f,al-
legt í Norðurárdalnum.
Framhald á bls. 14.
EGILL ÞORLAKS-
SON, KENNARI,
LÁTINN
Egill Þorláksson, kennari,
Grænumýri 5, Akureyri, lézt í
sjúkrahúsi Akureyrar aðfaranótt
mánudagsins 25. júlí rúmlega átt-
ræður að aldri, eftir alllanga og
þunga sjúkdómslegu. Hans verður
nánar getið síðar hér í blaðinu.
Stálu dráttarvél afsýningu
f
HZ-Reykjavík, mánudag.
Á laugardagsnóttina var stolið
rússneskri dráttarvél úr portinu
hjá Birni og Halldóri. Var auglýst
eftir henni í útvarpinu í dag og
bárust þá margar tilkynningar um,
að hún væri við Laxá í Kjós.
Rannsóknarlögreglan fór á staðinn
og tók dráttarvélina með sér í
bæinn eftir að hafa komið henni
upp úr mýrinni þar sem hún var
föst.
í ljós hefur komið að þjófurinn
hafði viðdvöl á Geithálsi klukkan
þrjú á laugardagsnóttina til þess
að fá sér hressingu. Einnig spurð-
ist til hans á leiðinni til borgar-
innar, þegar hann var á gangi
skammt frá Eyri í Kjós rétt fyrir
hádegið í gær, sunnudag.
Eftir öllum ummerkjum að
dæma hefur þessi þjófur verið öku
trylltur, því að sjá mátti að hann
hafði djöflazt á dráttarvélinni í
ánni uppfrá, hafði ekið um nær-
liggjandi árbakka og mýrar unz
hann festi hana. Alls hefur þvíl
þjófurinn ekið ríflega 50 kílómetra
um nóttina.
Enginn hefur þekkt þjófinn, en
einhver bílstjóri hefur vafalaust
tekið hann upp í á leiðinni til
borgarinnar. Það eru vinsamleg til
mæli rannsóknarlögreglunnar, að
þeir sem upplýsingar geti gefið
um manninn eða piltinn, sem drátt
arvélina tók, láti sig vita hið
fyrsta.
Þess skal getið að dráttarvélin
stóð sig með prýði í þessari ferð
og varð ekki meint af.
HÉRAÐSMÓT AÐ KETILÁSI
Framsóknarmenn á Siglufirði um leikur hljómsveít Hauks
Ólafsfirði og í Fljótum halda Þorsteinssonar fyrir dansi-
héraðsmót sitt að Ketílási, laugfpgg
ardaginn 30. júlí n. k. og hefst§jjj
það ki. 21. Ræður flytja, öl-
afur Jóhannesson, varaformað-
ur Framsöknarflokksins ogi
Tómas Karlsson blaðamaður. f
Magnús Jónsson, óperusöngvari M
í '
syngur við undirleik ólafs ?
Vignis Albertssonar, Jón Gunnj
laugsson skemmtir, og að lok Ólafur
1,1 I 1 i , l . | u
“AVvVvVVX’'""