Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.07.1966, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. júlí 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 V-ÞJODVERJAR I URSLIT! ■ ::' :V :: '• Þróttarar sóttu ekki stig á Skaga á> sunnudaginn. í frekar slökum leik unnu Akurnesingar 3:1 og eru me<5 því komnir í 2. sæti í mót inu. Þróttarar sitja hins vegar kyrrir á botninum með sín 2 stig. Það var Matthías Hallgrímsson, sem skoraði fyrsta markið í leikn- um á sunnudag, en það skeði snemma í leiknum. Rétt fyrir hlé bætti svo Matthías öðru marki við. Guðjón Guðmundsson skoraði 3ja mark Akraness, en eina markið, sem Akranes fékk á sig, var sjálfs mark. Ungu piltarnir, Matthías og Björn Lárusson, voru beztir hjá Akranesi, en Axel var einna skástur hjá Þrótti. Staðan í mótinu er nú þessi: Valur 5 3 1 1 12: 6 7 Akranes 5 2 2 1 8: 6 6 Keflavík 5 2 1 2 12: 8 5 KR 4 1 2 1 5: 5 4 Akureyri 5 1 2 2 5:12 4 Þróttur 4' 0 2 2 4:9 2 Magnús meistari Magnús Guðmundsson varð íslandsmeistari í golfi 1966, fór 72 holur á 306 höggum. Annar varð Einar Guðnason, Rvík (bróðir hinna kunnu íþrótta- manna Bergs og Bjarna Guðna- sona) á 317 höggum. Vakti frammistaða Einars mikla at- hygli. Þriðji varð Þórður Kær- bo, Keflavík, á 333 höggum. Fjórði varð Hermann Ingimars son, Akureyri, á 334 höggum og fimrnti Óttar Ingvason, Rvík á 335 liöggum. Nánar um úr- siitin síðar. Með „bilaða vél” tókst Rússun nm ekki að standast V-Þjóðverj- um snúning í „semifinal” heims- meistarakeppninnar í gærkvöldi. V-Þjóðverjar unnu leikinn með 2:1 og eru þar með komnir í úr. slit og mæta annað livort Eng- lendingum eða Portúgölum á Wembley n.k. laugardag. V-Þjóð verjar hafa ekki komizt svona langt í heimsmeistarakeppni síð- an 1954, en þá urðu þeir heims- meistarar. Tæplega 40 þúsund áhorfendur voru viðstaddir leikinn á Goodison Dæmdir í keppnis- bann Eins og sagt er frá á íþróttasíð unni í dag léku Uruguay-menn mjög óprúðmannlega á móti Vest ur Þýzkalandi s.l. laugardag og var m.a. tveim leikmönnum vísað af velli. Nú hefur FIFA tekið mál Uruguay-mannanna fyrir og dæmt þrjá leikmenn í keppnisbann, en það eru þeir J. Silva, sem fær ekki að Ieika næstu 6 landsleiki, fyrir liðinn, Trocha, sem ekki fær að Ieika næstu 3 leiki og sömu refs ingu fékk H. Silva. i Park í Liverpool í gærkvöldi og þeir sáu hvernig hin annars góða ,,rússn,'ska vél“ bilaði, þegar ít- alski dómarinn vísaði öðr- um útherja Rússanna, Igor Chis- lenko út af rétt fyrir hlé. Það var of mikil blóðtaka fyrir sovézka liðið að missa Chislenko út af og leika þar af leiðandi með 10 mönnum allan síðari hálfleik. Dómurinn var mjög strangur, því að hinn rússneski útherji hafði enga áminningu fengið áður. V-Þýzkaland skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu og var Hall er að verki. Heiðurinn af undir- búningi átti Sehnellinger, sem óð fram völlinn og gaf síðan vel yfir til Haller. Bezti maður vallarins, Franz Beckenbauer, skoraði ann að mark Þjóðverja á 24. mínútu síðari hálfleiks með föstu lang- skoti, 2:0. Eftir að hafa náð 2:0 um miðj j an síðari hálfleik lögðust Þjóð-1 verjar í vörn og munaði litlu, að j þeim tækist að halda hreinu. Fyr | ir klaufaskap þýzka markvarðar-, ins, Hans Tilkowski, sem missti langskot rétt fyrir leikslok, komst hinn sókndjarfi framherji sovézka liðsins, Porkjuan yfir knöttinn og skoraði eina mark Sovétríkj-1 anna. | Eftir qilu.m , gangi leiksins var sigur V-Þjóðverja verðskuldaður Uwe Seeler, hinn hættulegi soknarmaður V-ÞjóSverja, sést hér skora á móti Uruguay. Þróttarar kyrr- ir á botninum og hefði líklega orðið mun stærri hefði ekki Jashin í sovézka mark inu leikið afburðavel. Þulurinn í BBC átti varla orð til að lýsa hrifn > ingu sinni yfir leik Jashin, sem hvað eftir annað varði hörkuskot; Þjóðverjanna. Og honum verður ekki kennt um annað markið. sem Beckenbauer skoraði, það var gersamlega óverjandi og enginn markvörður í heiminum hefði get að varið það. Til gamans iná geta þess, að líklega var leikurinn í gærkvöldi síðasti landsleikur Jashin, sem áður hafði lýst því yfir, að hann myndi hætta keppni með landsliði eftir þessa heims meistarakeppni. Jashin nálgast fertugsaldurinn og hefur rúmlega 70 iandsleiki að baki. Eins og fyrr segir fer úrslita- leikurinn í keppninni fram n.k. laugardag og mæta V-Þjóðverjar annað hvort Englendingum eða Portúgölum. sem leika í kvöld um úrslitasætið. Sovétríkin leika um 3. sætið við liðið, sem tapar í kvöld. England eða Portúgal? í kvöld klukkan 18,30 eftir íslenzkum tíma hefst leikur Englands og Portúgals á Wenibley. Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leik, sem sker úr um það, hvort England eða Portúgal mætir Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleik HM á laugardaginn. Fram og Valur í úrslitum Útihandknattleiksmótinu var haldið áfram um helgina á Ár- manns-svæðinu. Nú er keppni í meistaraflokki kvenna langt kom- in, því úrslit eru fengin í báðum riðlunum. Valur vann í a-riðli og Fram í b-riðli. Leika þvi þessi lið til úrslita í næsta mánuði. í mcistaraflokki er líklegt, að FH og Fram berjist um fslands- meistaratitilinn. Á laugardaginn vann Fram Víking með 26:19, FII vann Hauka 15:9 og Ármann KR með 19:9. Á sunnudag vann Fram KR með 27:15, FH Víking með 24:13 og Ármann og Haukar gerðu jafntefli, 18:18. Næst vcrður leik- ið n. k. fimmtudagskvöld. Leik ÍBA og KR frestað Á sunnudaginn áttu Akureyri og KR að leika í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu, en fresta varð leiknum, þar sem ekki var flugveður tU Ákureyrar. Baksundskoppni að hefjast hjá kvenfólkinu. (Tímamynd: Bjarnleifur). Danir höfðu algera yfirburði - hlutu 46 stig á móti 34 ísiands. Sex ný íslandsmet Danir unnu yfirburðasigur gegn > íslandi í landskeppninni í sundi, sem liáð var í nýju lauginni í Laug ardal um lielgina. Hlutu Danir sigur í 8 greinum af 10. Stigin skiptust þannig, að ísland fékk 34 stig, en Danir 46 stig. Þessi úrslit valda vissulega vonbrigðum, en þó er hægt að hugga sig við, að sex ný íslandsmet voru sett. Matthildur Guðmundsdóttir, Ar- manni, setti íslandsmet í 100 m. baksundi kvenna, synti á 1:21.1, en gamla metið, sem hún átti sjálf, var 1:23,8. Davíð Valgarðsson setti met í 200 m. skriðsundi, synti vega lengdina á 2:12,9 mín., en gamlý: metið hans var 2:14.5 mín Gu mundur Gíslason settí met 21" m. fjórsundi á 2:24,6. Gamla metif var 2:28,3 og átti Guðmundur bn?1 Þá setti Guðmundur met i 10': m. baksundi á 1:07,6. í 200 m Framhald á bls 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.