Vísir - 10.04.1975, Page 2

Vísir - 10.04.1975, Page 2
2 Visir. Fimmtudagur 10. april 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ íísmsm: — Eruð þér félagsbundinn í einhverju félagi eða klúbb? Halldór Þorsteinsson, verzlunar- maður: — bað er litið sem ég starfa i félögum núna, enda er ég tiltölulega nýfluttur frá Akranesi til Reykjavikur. A Akranesi var ég aftur á móti i mörgum félögum og tók virkan þátt i félagsstörf- um, mest i Sósialistafélaginu gamla og Iðnaðarmanna- félaginu. Ingibjörg Eggertsdóttir, hár greiðsludama: — Ég er að sjálf- sögðu i Félagi hárgreiðslusveina, en annað er það nú ekki. Ég hef ekki látið verða af þvi að láta inn- rita mig i önnur félög, (iuðni Jónsson, járniðnaðar maður: — Nei.ekkinema þá bara minu stéttarfélagi. Félagi járn- iðnaðarmanna. Ég var siðast á fundi hjá þvi félagi fyrir nokkrum dögum. Þá var verið að fjalla um bráðabirgðasamkomulágið. Asgeir l.eifsson, verkfræðingur: Nei. engu nema Verkfræðinga- félaginu og þar er ég ekki virkur. Maður hefur svo litinn tima af- liigu. begar ég var strákur var ég viljugri. Karl Valgeir Jónsson. kennari. — Já, ég er félagsbundinn viöa. Ég er viljugastur að starfa i Tal- stöðvarklúbbnum og Félagi áhugaljósmyndara. Tómstunda- störf min eru nefnilega á þvi sviði. I’étur llraunfjörð, verkamaður: Já, ég er i Dagsbrún. bað er nóg fyrir mig. Svona smákarlar eins og ég hafa ekki aðstöðu til að vera i snobbklúbbum. Það er of timafrekt og dýrt. Guðriður Ragnarsdóttir skrif- ar: Bls. 82. — öndin i hálsinum. Hin langþráða stund er upprunnin. „.........svo sleppiðþiðbls. 82-83, en lesið fyrir næsta tima......” — Þetta var upphaf og endir á fróðleiksmola. Fróðleiksmola er þú og ég gætum haft að leið- arljósi sem verur i samfélagi með öðrum. En liklega hefur þvottapokaprjónles og vitneskja um hvað höfuðið sagði þegar það fauk af bolnum þótt væn- Íegri heimanmundur heldur en þekking á starfsemi og útliti æxlunarfæra karls og konu. Svo ekki sé minnzt á getnað eða hvernig megi koma i veg fyrir hann. Eða hvernig taka megi á móti velkomnu barni og ala það upp. Er geta okkar til að gefa og þiggja i samlffi með öðrum ein- staklingi hismið eitt? Ekki áfellast kennarann minn gamla, hann hafði ekki mikið svigrúm innan laganna, þvi t.d. banna lög frá 1935 öðrum en læknum að láta i té leiðbeining- ar um getnaðarvarnir. En vegna þess að kynlif er ekki sjúkdómur, heldur þáttur i lifi minu og þinu, samtvinnaður fjölda annarra þátta, skal kyn- lifsfræðsla vera i eðlilegum tengslum við annað námsefni, s.s. samfélagsfræði. „Frjálsar fóstureyðingar” er slagyrði sem glymur i eyrum okkar. Hvað felur það i sér? Að skyndilega eigi að þrýsta nýjum bókstaf inn i lögkrókinn? Nei, þvi að FÓSTUREYÐINGAR HAFA VERIÐ 1 LöGUM A 1S- LANDI SIÐAN ARIÐ 1935. Slag- orð þetta er villandi og á hvorki að sjást né heyrast i umræðum um SJÁLFSAKVORÐUNAR- RÉTT KVENNA TIL LÖG- LEGRAR FÓSTUREYÐING- AR. (leturbreytingar minar) Ólöglegar fóstureyðingar eða fjárfrekar utanlandsferðir eru sneið af neyðarbrauði þeirra kvenna.sem lotið hafa I lægra haldi fyrir ákvörðun embættis- manna sem geta i krafti fræða sinna sigit framtiðarhamingju þessara verðandi mæðra i strand. Hver tekur ákvörðun fyrii konu, sem knúin er til slikrar auðmýktargöngu frá Heródesi til Pilatusar, i von um ásjá varðandi aðgerð og fjármögn un? Hvar er hjálpin brýnust? Hvers eiga þær konur að gjalda sem hvorki eru fjáðar, hugaðar né enskumælandi? HVERSU Kattavinur skrifar! „Ég veit ekki, hvernig þetta endar hér i okkar höfuðborg. Við mannfólkið megum varla gera annað en að búa hver i sinu búri og helzt ekki hreyfa okkur þaðan nema I vinnuna og svo gjaldheimtuna. Við kattavinir eru ekki á móti hundum, siður en svo. Okkur vegna mega allir góöir menn eiga gæludýr, ef þeir hugsa nógu vel um þau, þvi að það er okkar skoðun, að nú á þessum timum vélanna, hávaöans og mengunarinnar sé okkur mönn- um nauðsyn að hafa eitthvað blitt og gott hjá okkur. Eitthvað mjúkt eins og kött eða hund, sem ekki rifst og skammasteða pexar um stjórnmál, sem eins og allir landsmenn vita, er vita tilgangslaust að tala um. Það er llka framtiðin, að all- flestir muni búa i blokkum og er bannað að hafa nokkur dýr nema kannske fugl I búri. Nei, á meðan einhver býr enn LENGI EIGUM VIÐ AÐ VELTA OKKUR UPP ÚR ÞESSU TVÖFALDA SIÐ- GÆÐI? Ég skora á nýstofnuð baráttu- samtök fyrir sjálfsákvörðunar- rétti kvenna til löglegra fóstur- I húsi, þar sem hundur eða kött- ur má vera eins og einn i fjöl- skyldunni, þá er kannske ekki Ilúsmóöir skrifar: „A hverju ætlar nú hið hjarta- góða fólk að „traktera” mann, þegar það er búið að syngja „Hosianna” um Viet-Cong i mörg ár? Þetta fólk, sem leyfir sér að kenna hreyfingu sina við frelsi. Frelsi er siðasta orðið, sem hægt er aö nota um slika menn, þegar horft er á verk þeirra. Strax eftir vopnahléð, sem samið var um, og allar þjóðir, sem i byrjun höfðu liðsinnt Suð- ur-Vietnam, voru farnar, þá héldu þeir áfram og nutu styrks Norður-Vietnama rétt eins og þegar þeir byrjuðu. eyðinga að leggja áherzlu á aukna fræðslu til almennings um baráttumál sitt. Sem áhrifarika lesningu I þvi sambandi vil ég nefna rit heil- brigðisráðuneytisins, júni 1973, nefndarálit, greinargerð og alveg vonlaust um geðheilsu okkar mannabarna, þvi að við erum ekki ein i heiminum og Alls staðar, þar sem þeir ná fótfestu, flýr fólk eins og fjand- inn sjálfur sé á hælum þess. Það málika til sanns vegar færa, þvi þeir reyna að eyðileggja allar undankomuleiðir. Makalausastaf öllu er það, að Norður-Vietnamar vilja koma i veg fyrir það, að ungbörnin komist undan striðsátökunum og til annarra landa, og hafa með þessu slegið út sjálfan Heródes, sem hingað til hefur átt metið. Suður-Vietnamar hafa sýnt það, að þeir vilja heldur bráðan dauðann en kommúnismann frá Norður-Vietnam. frumvarp til nýrra laga um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir, og benda sérstaklega á kaflann sem fjallar um fram- kvæmd núgildandi löggjafar, bls. 18-36. Átakanlegri pistil hef ég ekki augum litið.” munum vonandi aldrei veröa. Já, umfram allt, lofum dýrun- um að lifa”. Það er kannski hægt að skilja afstöðu Norður-Vietnama: Bömin verða að stækka, til að þau verði góður vinnukraftur i fangabúðum. Fangabúðir fylgja alltaf Marx-Leninismanum engu siður en samyrkjubúin. Nú er farið að viðra svo vel hér á Fróni að hópgöngur hinnar svonefndu Vietnam-hreyfingar geta farið af stað. Já og Friðar- og menningarsamtaka kvenna, Fylkingarinnar og hvað þetta rauða fólk kallar sig nú aftur. Hvað skyldi standa á spjöldum þeirra núna, eftir að fjölmiðlar hafa flutt fréttir af ástandinu i Vietnam eins og það er i dag?” „...ÞÁ ER KANNSKI EKKI VONLAUST UM GEÐHEILSU OKKAR MANNABARNA" Ábending húsmóður til Víetnam-hreyfingarinnar: „Viðrar vel fyrir hópgöngur"

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.