Vísir - 10.04.1975, Page 7

Vísir - 10.04.1975, Page 7
Visir. Fimmtudagur 10. april 1975. 7 IVMIM SÍÐAIM Umsjón: Edda Andrésdóttir Er raunveruleg lœkning psoriasis í sjónmóli? — Svíar hafa flutt sólina og sjóinn heim, og bandarískir og austurrískir lœknar telja sig jafnvel hafa fundið lyf sem heldur sjúkdómnum varanlega niðri Psoriasis er algengur sjúkdómur. Á islandi er taliö aö um 5 þúsund manns séu meö sjúkdóm- inn. Psoriasis getur kom- iö fram hvenær sem er, en algengast er að hann brjótist i fyrsta sinn út um tvítugsaldurinn. Sólarferðir virðast hafa mjög góð áhrif á þá sem þjást af psoriasis. Sólin og sjórinn i sameiningu hjálpa til við að fá sjúkdóminn til þess að hverfa. Sumir hafa jafnvel orðið albata. 153 af 577 dönskum sjúklingum urðu til dæmis albata eftir fjög- urra vikna dvöl við Dauðahaf- ið. Sviar hafa nú fært sólina og sjóinn heim. Samtök psoriasis- sjúklinga i Sviþjóð hafa komið upp nýtizkulegri aðstöðu fyrir sjúklingana i gömlu skólahús- næði. Þar geta sjúklingarnir komið og synt i 28 gráðu heitu saltvatni og lagzt siðan í ljós á eftir. Til að byrja með var reiknað með heimsóknum tiu þúsund manns á ári, en reyndin varð önnur. Nú koma um 135 sjúklingar á hverjum degi i þessa meðhöndlun. 1 Sviþjóð er talið að um tvö hundruð þúsund þjáist af psoriasis. Sjúklingurinn reynir sem mest aö hjálpa sér sjálfur. Meðhöndlunin i Sviþjóð bygg- ist á þvi að sjúklingurinn reyni sem mest að hjálpa sér sjálfur, undir eftirliti starfsfólksins þó. Þá fer nú fram i Sviþjóð tilraun með svokölluð Psoralener, sem er hópur efna sem finnst i ávöxtum og grænmeti, og er tekið inn i töfluformi. Samtimis eru notaðir útfjólubláir geisl- ar. 20 sjúklingar reyna nú þessa nýju aðferð. 1 SPOEX, riti Samtaka psoriasis og exemsjúklinga hér á landi er birt grein um nýja læknisaðferð vegna psoriasis. Þar er sagt að i Bandarikjunum einum sé talið að um 5 til 8 milljónir þjáist af sjúkdómin- um, og er álitið að um 120 milljörðum sé eytt á ári i leit að lækningu. Sérlyf hafa til þessa ekki reynst nægjanlega jákvæð. Raunveruleg lækning í sjónmáli? Þá segir i greininni: ,,Nú virðist raunveruleg lækning loks vera i sjónmáli. Læknar i Massachusetts General Hospital i Boston tilkynntu fyrir skömmu, að þeir og austurriskir starfsbræður þeirra og sam- starfsmenn hafi samvirkjað fornt lyf nútima tækni til að framkvæma meðferð, sem ekki aðeins eyðir psoriasis útbrotum, heldur virðist halda sjúkdómn- um varanlega niðri. „Black light” er það kallað nafnið á þessu ljósafyrirkomulagi, en Sviar hafa nú flutt sólarferðirnar heim. Eftir bað i 28 gráða heitu saltvatni er legið i ljósum I háiftima. Fornegyfskir og indverskir sjúklingar beittu aðferð' gegn vissum húðsjúkdómum á þann hátt, að taka inn duft úr jurt, sem þar óx og taka sér siðan sólbað. Húðsjúkdómalæknar við Massachusetts General Hospital og Algemeine Krankenhausen i Vin hafa endurnýjað þessa aðferð. Hin nýja læknismeðferð felur i senn notkun lyfs að nafni METHOX- SALEN, sem er pressað úr áður nefndri egyfskri jurt og óvenju sterkri geislun með útfjólubláu ljósi.” Ekki hægt að nota að ráði fyrr en aö ári liðnu. „Fyrst láta húðsjúkdóma- læknarnir sjúklinginn taka inn METHOXSALEN-pillur. Siðan fara sjúklingarnir inn i klefa á stærð við venjulegan simaklefa, en veggir hans eru þaktir 48 sér- stökum útfjólubláum geislarör- um. Þarna dvelur sjúklingurinn i 8-30 minútur, allt eftir verkun geislanna. Þar sem meðferðin krefst sérstaks tækjabúnaðar og ná- kvæmrar meðferðar, er ekki búist við, að læknisaðferð þess- ari verði hægt að beita að ráði fyrr en að ári liðnu. Góðar vonir eru tengdar þessari aðferð. Byggjast þær á þvi, að 50 sjúk- lingar i Boston og 35 i Vin, sem allir gengust undir þessa til- raun, losnuðu við psoriasis ein- kennin eftir meöferð i 12 skipti. Að auki urðu þeir allir fallega brúnir.” Orsökin óþekkt Þá segir i ritinu að orsökin fyrir þessum sjúkdómi sé óþekkt. Það er þó vitað að sjúk- dómurinn hefur áhrif á frumu- myndun húðarinnar. Hjá heil- brigðu fólki endurnýjast húðin á 3-4 vikum, en aftur á móti að- 3-4 dögum hjá psoriasis- sjúklingum. Streita eða bólgur, t.d. háls- bólga, geta valdið sjúkdómnum I upphafi. Sjúkdómurinn er arf- gengur. Psoriasis getur verið i mörgum mismunandi myndum og hann getur herjað á alla hluta likamans. Venjulegast er þó psoriasis á olnbogum, hnjám og i hársverðinum. Sjaldan valda útbrotin kláða eða sárs- auka. Ekki smitandi frekar en freknur... Sumir halda að psoriasis sé smitandi. Þvi er oft svarað þannig, að psoriasis sé ekki frekar smitandi en freknur. Þó reyna sumir að forðast það að snerta sjúklingana, og þarf tæp- ast að lýsa þeirri liðan sem sliku fylgir fyrir þá. Sænsk kona, Maud Johansson, sem notað hefur sér nýju að- ferðina i Sviþjóð segir um sjúkdóminn, sem hún hefur gengið með i 12 ár: „Ég fékk sjúkdóminn þegar ég gekk með fjórða barnið mitt. Þetta byrjaði sem litlir flekkir á olnbogum, en kom siðan fram á hnjánum. Siðustu fimm árin versnaði þetta stöðugt. Á hverjum degi gáir maður hvort komnir séu fleiri flekkir. Þessu fylgir leiði og þunglyndi. t hvert sinn sem ég varð þreytt eða stressuð versnaði sjúkdóm- urinn. , Það er stórkostlegt að fá að gangast undir þessa nýju að- ferð. Ég losna nú við öll smyrsl og krem, sem eyðilögðu rúmföt og klæðnaðÁ stuttum tima hefur mér skánað.” Tveir af starfsmönnum stofn- unarinnar i Sviþjóð þjást af psoriasis. Margareta Brandt, 28 ára gömul, kveðst hafa fengið sjúkdóminn þegar hún var 10 ára. Áfengi eins og bensín á eld „Þegar maður tekur strætis- vagninn reynir maður að ná i aftasta sætið og hendast siðan út fyrstur allra. Margir spyrja ein- hvers og næstum allir horfa. Það er gott fyrir sjúklingana að við vitum hvernig þeim liður þegar þeir koma. Margir eru hræddir og þora tæpast að fara úr fötunum. En allir koma hing- að i þeirri von að fá einhvern bata” 1 fyrrnefndu riti samtakanna hér á landi, eru gefin nokkur góð ráð fyrir sólarferðir. Þau eru: 1. Notið stuttan tima til sól- baðs fyrsta daginn. Bætið svo við yður frá degi til dags. Að öðrum kosti gætuð þér brennzt illa og lækningin farið út um þúfur. 2. Forðist áfengi. Það verkar á psoriasis eins og bensin á eld. 3. Forðist allar næturvökur. 4. Takið góðan tima i hvild. Hvildin er ekki minna virði en sólin. 5. Við hótelval, veljið svalir móti suðri, eða suðaustri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.