Vísir - 11.04.1975, Síða 1

Vísir - 11.04.1975, Síða 1
vism 65. árg. Föstudagur IX. aprll 1975 — 82. tbl. Þeim stóru fjðlgar við bryggjurnar - BAKSÍDA FANN SKAÐBRENNDAN MANN LIGGJANDI í HERBERGI SÍNU — baksiða FEKKSTU GLAÐNING? — vinningaskrá Háskóla- happdrœttisins — bls. 3 Fiskkaupendur hugsa nœsta leik m-A jájNÍ —eftirað ráðuneytsð herðir tökin á þeim ,,Ég get engu svarað núna. Við erum á fundi að ræða þetta,” sagði Gunnar Tómasson hjá Þorbirni h.f. i Grinda- vik, er Visir spurði hann, hver yrði næsti leikur fiskkaupenda, sem keypt hafa fisk á yfirverði án gæðamats. Eins og Visir sagði frá I fyrra- dag, hafa fiskverkunarstöðvar einkum á Suðurnesjum tekið upp þann hátt að kaupa fisk án mats á hærra verði en meðalverð er samkvæmt mati. Nú hefur sjávarútvegsráðu- neytið látiö frá sér tilkynningu, þar sem segir, að lögum sam- kvæmt skuli allur fiskur, sem landað er, háður eftirliti Fisk- mats rikisins. í orðinu eftirlit felst samkvæmt skilgreiningu laganna meðal annars gæðamat vörunnar, og er ferskfiskdeild Fiskmatsins gert að gæða- og stærðarflokka ferskan fisk, sam- kvæmt ákvörðun ráðherra. Visað er til reglugerðar, þar sem orð- rétt segir, ,,að gæðaflokkun á ferskum fiski og fiskafurðum skuli framkvæma við löndum.” Ráðuneytið hefur falið Fisk- mati rlkisins að beita öllum ráð- um til að koma i veg fyrir, að fram hjá sliku mati verði gengið, og bendir á, að þar komi til greina stöðvun á móttöku þeirra fisk- verkenda, sem ekki láta gæöa- meta hráefni sitt. Þeir fiskkaupendur, sem sleppt hafa þessu mati, hafa borgað 35 krónur fyrir hvert kiló af hráefni, en meðalverð samkvæmt mati er um 30 krónur á kiló. — SHH Ýmist á grúfu eða hlaupum til fjalla — furðusögur um óþekktan mann á Austfjörðum Dularfull ljós i Loð- mundarfirði hafa orðið tilefni til frétta um óþekktan mann, sem sé á ferli á Austfjörðum. Flestar eru þessar sagnir óljósar, og eng- inn hefur haft áþreifan- leg afskipti af þessari veru, svo kunnugt sé. Staðreynd er, að skip tilkynnti Borgarfjarðarradiói um ljós I Loðmundarfiröi, sennilega hjá eða á bænum Stakkahliö, en Loömundarfjörður allur er i eyði. Sennilegasta skyringin er talin sú, að einhverjir hafi verið þarna á ferð á vélsleðum. Þetta verður þó kannað, þegar fært verður i Loðmundarf jörð vegna veðurs. Þá eru einnig á kreiki sögur um úlpuklæddan mann i Eiða- og Hjaltastaðaþinghám, sem ýmist varpar sér flötum og hyl- ur andlit sitt eða hleypur til fjalla, þegar venjulegt fólk nálgast. Ekki er þó vitað til, aö neinn hafi reynt að handsama manninr. og skoða framan i hann. Misjafnlega eru menn trúaöir á, að hér sé um raunverulegan útilegu- og huldumann að ræða, og telja margir eystra, að þetta séu aðeins góðar sögur til um- ræðu og upplyftingar i fásinn- inu. Aðrir telja einhvern fót fyrir sögunum, en þær eigi sér eðlilega skýringu, sem komi fram i fyllingu timans. Maður eystra, sem Visir hafði samb'and við I morgun, sagði, að þetta kæmi allt betur i ljós, „þegar einhver veltir mannin- um við eöa hleypur hann uppi.” —SHH „ÞIÐ GETIÐ KALLAÐ MIG LANDMANN. . . " „Ég er viö Hafstein RE. Þið getiö bara kallaö mig landmann”. Hann notaði sér sólskiniö I gær þessi. Við hittum hann niöur á Granda og kippti hann sér litiö upp viö þaö þó frostiö biti svoiltiö. 1 staö þess aö vera inni viö vinnu slna, tók hann meö sér stól út undir bert loft og fór aö „skcra teininn úr dræsunni”. „Þaö borgar sig”, sagöi hann. „Teinninn er orðinn svo fjári dýr”. Hann sagöi okkur, aö Hafsteinn RE heföi komið inn með 17 tonn I fyrradag, og hélt þaö bara ágætt — EA/ljósm. Bragi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.