Vísir - 11.04.1975, Side 8
prfl 1975.
Vísir. Föstudagur 11. aprfl 1975.
■^9
tjón: Hallur Símonarson 'M IMxt .ÆCÖ'-A. r’jfjFc
auðvitað
Paö gleymist stundum,
sem næst manni er — eða þá
öliu heldur eins og i þessu til-
felli, að það er bókstaflega
ekki hægtað sætta sig við, að
það gamalfræga félag, Sund-
erland, skuli teljast til liða i
2. deild á Englandi. Að visu
hefur Sunderland leikið i 2.
deild siðustu árin — meira að
segja rokkað milli 1. og 2.
deildar eftir að það féll i
fyrsta skipti i sögu félagsins
niður í 2. deild 1958. Þá eftir
lengri samfelldan feril i 1.
deild en nokkurt annað félag
á Englandi fyrr eða siðar —
eða frá þvi löngu fyrir alda-
mót.
En í opnunni i gær sögðum
við frá þvi, að ekkert lið úr 2.
deild heföi sigrað i ensku
hikarkeppninni frá þvi West
Broinwich Albion lék þann
leik 1931. Auðvitað er það
ekki rétt — Sunderland sigr-
aði i keppninni 1973 og vann
Leeds í úrslitaleiknum. Lék
þá i 2. deild eins og nú.
Nokkrar likur eru á, að
Sunderland vinni aftur sæti
sitt i 1. dcild I vor, — sæti,
sem manni finnst tilheyra
Sundcrland, félaginu, sem
eitt sinn gekk ekki undir öðru
nafni en „Bank of England”
— Englandsbanki — vegna
rikidæmis og reisnar.
Sunderland hefur sex sinn-
um oröið Englandsmeistari
— aðeins Arsenal, Liverpool
8 sinnum, Man .Utd., Ever-
ton 7 sinnum, hafa oftar sigr-
að — og tvivegis hefur Sund-
erland sigrað i bikarkeppn-
inni. Það fyrirgefst þvi
kannski að gleyma þvi i
blaðinu i gær að telja Sund-
erland til liða 2. deildar.
—hsim.
Formaður
FIFA
vœntanlegur
Formaður FIFA, alþjóða-
knattspyrnusambandsins,
Braziliumaðurinn de Have-
lange, er væntanlegur til
Reykjavikur i kvöld i boöi
Knattspyrnusambands ís-
lands. Það er i fyrsta sinn,
sem hai\n kemur til islands.
Hlaupið víða
Það verður mikiö um
hlaup um helgina. Mikla-
túnshlaup Armanns á laug-
ardag kl. 14.00 — Bessa-
staöahlaup á sunnudag kl.
15.00. Keppt i kvenna- og
karlaflokkum og 5. Breið-
holtshlaup ÍR á sunnudag kl.
14.00.
Real steinlá
fyrir Varese
italska liðið, Ignis Varese, kom
á óvart i úrslitaleik Evrópu-
keppninnar i körfuknattleik i
gærkvöldi i Antwerpen — sigraði
þá Real Madrid, Spáni, sem fyrir
leikinn var talið hafa mun meiri
sigurmöguleika, með talsverðum
yfirburðum, eða 79 stigum gegn
66. Þrettán stiga munur i úrslit-
um er rnikið.
Atletico
meistari
Atletico varð heimsmeistari fé-
lagsliöa I knattsþyrnu i Madrid I
gærkvöldi — sigraði þá Inde-
pendiente frá Argentinu 2-0 I
siöari leik liðanna. Fyrri leikinn
vann argentiska liðið — i Buenos
Aires — með 1-0.
Atletico komst i þessa keppni
vegna þess, að Evrópumeistarar
Bayern Munchen höföu ekki tima
til að sinna henni, en Atletico
tapaði sem kunnugt er fyrir Bay-
ern i úrslitaleik Evrópubikarsins
i fyrravor — eftir tvo leiki.
Áhorfendur i Madrid voru 70
þúsund i gærkvöldi og mikil
stemmning. Á 22. min. náði
spánska liðið forustu með marki
Javier Irureta, framvarðar, þeg-
ar hann fékk knöttinn átta metra
frá marki, frir. Sigurmarkið
skoraði svo Ruben Ayala, argen-
tinski landsliðsmaðurinn hjá At-
letico!! fjórum minútum fyrir
leikslok, en hann hafði átt slak-
an leik fram að markinu. En
spyrna hans þá — eftir góða send-
ingu miðherjans Jose Eulogio
Garate — var óverjandi.
Madrid-liðið var betra i leikn-
um allan timann og einkum léku
þeir Jose Capon og Ramon Here-
dia, annar Argentinumaður i liði
Atletico, vel. Hins vegar átti
argentinska liðið ekki skot á
mark ileiknum, sem hægt var að
tala um — varamarkvörður
Atletico,
Jose Pacheco, hafði ekkert aí
gera. Þetta er i fyrsta sinn síðan
1972 að Evrópulið sigrar i þessari
keppni.
ttalska liðið jók mjög hraðann i
siðari hálfleiknum eftir, að Real
hafði forustu i leikhléi 38-35. Það
kom spánska liðinu greinilega á
óvart og innan skamms stóð 49-40
fyrir Ignis. Þeir Rizzi og Morse
voru þá iðnir við að koma knettin-
um i körfu Real.
Spánska liðinu tókst aldrei að
vinna upp þennaii mun, þrátt fyr-
ir góðar tilraunir Brabender og
Gorbolan. Real Madrid, sem sigr-
aði i þessari keppni i fyrra, náði
sér aldrei verulega á strik i leikn-
um og kom það á óvart, einkum
og sérilagi þar sem Ignis var án
sins bezta leikmanns, Dino
Meneghin, sem er ristarbrotinn.
En það kom ekki að sök — Ignis
Varese varð Evrópumeistari i
fjórða sinn. Bandarikjamaðurinn
Bob Morse var stigahæstur hjá
italska liðinu með 29 stig — Ivan
Bisson skoraði fjórtán, Rizzi 13,
Yelverton 10, Zanatta 9 og Ossola
4. Fyrir Real skoruðu Brabender
21 stig, Szezerbiak 16, Rullan
12, Corbolan 11, Luyck_ 4 og
Cabrera 2.
Á heimsmeistaramótinu I listhlaupum á skautum i Colorado á dögun-
um sigraði sovézka parið Irina Moiseeva og Andrei Minenkov I Isdans-
inum og sýndu mikla hæfni. Myndin að ofan var tekin af þeim i keppn-
inni.
Borussia öruggt
í úrslit UEFA!
Borussia Mönchengladbach,
Vestur-Þýzkalandi, er öruggt
með að leika úrslitaleikinn i
UEFA-keppninni i knattspyrnu
eftir stórsigur gegn Köln, einnig
Vestur-Þýzkalandi, i fyrri leik
liðanna i undanúrslitum i gær-
kvöldi. Borussia sigraði með 3-1
og þó var leikið i Köln!!
Borussia, mótherji Vestmanna-
eyinga i Evrópukeppni ekki alls
fyrir löngu, gerði allar vonir
Kölnar-liðsins að engu með
tveimur mörkum i fyrri hálfleik.
Hið fyrra var skorað á 23. minútu
og það var litli, danski landsliðs-
maðurinn, Alan Simonsen, sem
leikið hefur héráLaugardalsvelli,
sem skoraði. Hann fékk frábæra
sendingu frá „stjörnu” leiksins,
þýzka landsliðsmanninum, Josef
Heynckes, hljóp af sér varnar-
mennina og lyfti knettinum siðan
yfir markvörð Kölnar, Schu-
macher, og i markið.
Ellefu minútum siðar stóð 2-0,
þegar Danner lék snarlega inn i
vitateiginn og þrumufleyg hans
réð Schumacher ekkert við. Eftir
markið lögðu leikmenn Borussia
aðaláherzluna á vörnina — og
ekki tókst Kölnarliðinu að skora
fyrir hléið.
En stöðug sókn liðsins hlaut að
gefa uppskeru — á 52. minútu
missti markvörður Borussia
knöttinn eftir spyrnu Loehr og af
honum hrökk knötturinn i
markið. En þá breytti Borussia,
sem hefur góða forustu i 1. deild-
inni vestur-þýzku, um leikaðferð
á ný og ekki leið á löngu að Alan
Simonsen skoraði. Það var á 60.
minútu og þá skallaði þessi lang-
minnsti leikmaður á vellinum
knöttinn i mark Kölnar. Áhorf-
endur voru 28.500.
3-1 og þá forustu missir Boruss-
ia ekki á heimavelli sinum eftir
hálfan mánuð. Sennilega leikur
liðið til úrslita við hollenzka liðið
Twente Enschede, sem hefur 3-1
forustu eftir fyrri leikinn við Ju-
ventus, ítaliu.
Bréf til íþróttasíðunnar:
ísfirðingurinn ungi
og skíðalandsmótið
„Mig langar að gera nokkrar
athugasemdir viö skrif og fyrir-
sagnir Visis af skiðalandsmótinu
á isafirði. Þá fyrst: Furðulegt —
of ungur til að verða íslands-
meistari! Eg hef stundað skíða-
iþrótt frá þvi ég var unglingur og
fylgist með skfðafólkinu enn. Ég
vcit þvi, að þessi fyrirsögn er al-
röng cða nánast innantómt
þvaður.
Sigurður H. Jónsson hafði ná-
kvæmlega sömu möguleika á að
verða Islandsmeistari og aðrir
keppendur, hefði hann verið lát-
inn keppa i sinum aldursflokki.
En Isfirðingar kusu sjálfir að
hafa þessa „stjörnusýningu” á
Sigurði. Að minum dómi átti
þetta ekki að eiga sér stað, svo ég
ætla að koma með min rök fyrir
þeirri fullyrðingu. 1 fyrsta lagi.
Sigurður gat leikið sér i brautinni
alveg áhyggjulaus. Hann vissi
fyrirfram, að hann hafði allt að
vinna, en engu að tapa. Hann
hefði jafnvel getað sleppt porti,
eins og sænski gesturinn gerði i
fyrra, án þess að Ömari fyndist
ástæða til að hafa orð á þvi.
I öðru lagi: Allir, sem fylgjast
með skiðafólkinu, vita, að Sigurð-
ur H. Jónsson er mjög góður
Rétt. Sem sálfræðingur get ég fullyrt að
Lolli er saklaus. Taka þeir framburð
minn gildan?__________ ^
Hvað næst....? )
skiðamaður. Það var þvi alger
óþarfi að láta hann fórna tslands-
meistaratitlinum og Isfirðingar
urðu þar með að sjá á bak þremur
til fjórum gulium. 1 þriðja lagi:
Eins og fyrr segir gat Sigurður
tekið alla áhættu án tillits til
hinna keppendanna. Það gátu
hinir keppendurnir ekki gert.
Þeir urðu að taka tillit til sinnar
heimabyggðar, sem þeir voru að
keppa fyrir.
Dæmi: Haukur Jóhannsson,
sem ég tel aðalkeppinaut Sigurð-
ar, þar sem Árni Óðinsson var
veikur, hafði heldur betri tima i
fyrri ferði stórsvigi. Hann tók þvi
enga áhættu i seinni ferð og kom
út sem sigurvegari. Sömu sögu er
að segja af sviginu, nema að þvi
leyti, að þá hafði Sigurður heldur
betri tima. Þá stóðst Haukur ekki
mátið og setti á fulla ferð og datt.
Þá öskruðu og klöppuðu Is-
firðingar svo um munaði. Það má
þvi segja, að þátttaka Sigurðar
hafi haft truflandi áhrif á gang Is-
landsmótsins.
Að lokum þetta: Allt skiðafólk,
hvar sem það býr á landinu,
væntir sér mikils af Sigurði H.
Jónssyni i framtiðinni. Við vonum
þvi, að hann verði svo sterkur, að
hann geti risið undir þeirri aug-
lýsingaherferð og hóli, sem á
hann er hlaðið. Þvi eins og allir
vita, þá þarf sterk bein til að þola
góða daga. Ég vona, að þið sjáið
ykkur fært að birta þetta i
iþróttasiðunni ásamt mynd af
Sigurði. Ég held, að þetta sé rétt
mynd af þvi, sem raunverulega
gerðist.” Skíðakona
Gullbjörninn
byrjaði vel
— en Bobby Nichols þó beztur
eftir fyrstu umferð í 39.
meistarakeppninni í golfi
Hinn 38 ára Bobby Nichols, sem sigrað
hefur á 12 golfmótum á 15 ára ferli sinum
sem atvinnumaður, lék fyrstu 18 holurnar I
meistarakeppninni (masters) I Bandarikjun-
um á 67 höggum — fimm undir pari á vellin-
um i Augusta I Georgiu — þegar 39.
meistaramótið hófst þar I gær. En gullbjörn-
inn sjálfur, Jack Nicklaus, sem fyrir mótið
var talinn sigurstranglegastur, byrjaði einnig
m jög vel — lék á 68 höggum og var I öðru sæti
ásamt hinum 26 ára Alan Miller frá Pensa-
cola, Florida, sem aðeins hefur sigrað I einu
móti sem atvinnumaður.
Það verður mikil barátta fram á sunnudag
I keppninni og margir, frægir kappar byrjuðu
vel I keppninni. Tom Weiskopf, J.C. Snead og
Arnold Palmer, sem nú er 45 ára og reynir að
vinna sinn fimmta meistaratitil, voru með 69
högg. Með 70 vöru Billy Casper, Tom Watson
og Bob Murphy — en á 71 höggi léku Sam
Sned, undraverður karlinn enn, Jerry Heard,
Lee Trevino og Tommy Aaron. Meistarinn
frá I fyrra, Gary Player, Suður-Afriku, lék á
pari, 72 höggum, ásamt fjölmörgum öðrum.
Bobby Nichols lék frábærlega á erfiðum
vellinum í Augusta, en mikið rigndi meðan
keppnin stóð yfir. Fimm holur lék hann á
höggi undir pari — og fór aldrei yfir par.
Mest athyglin í gær beindist að Lee Elder,
fyrsta svertingjanum, sem vinnur sér rétt til
þátttöku í þessu mikla móti. Áhorfendur
fylgdu honum og Elder, sem er fertugur og
vann sér rétt i mótið með þvi aö sigra i Mon-
santo open fyrir 51 viku, lék hringinn á 74
liöggum. Sýndi enga taugaspcnnu og var
klappað lof i lófa af hinum hvitu áhorfendum
i Georgiu. —hsim.
ÍSLANDSMÓTIÐ
í BORÐTENNIS
tsiandsmótið i borðtennis helst
i Laugardalshöllinni i kvöld.
Þá’tttaka er mikil og keppendur
M Þeir láta sig ekki vanta á völl-
inn, erlendu þjálfararnir, þegar
knattspyrnumenn okkar eru á
ferð. Þessa mynd tók Bjarnleifur
nýlega á Melavellinum, þegar
Reykjavikurmótið stóð yfir. Frá
vinstri Joe Hooley, þjálfari Kefl-
víkinga, Tony Knapp, þjálfari KR
og landsliðsins, og Joe Gilroy,
sem þjáifar Val.
viða að af landinu. 1 kvöld kl. átta
verður keppt I tvfliöaleik og
tvenndarkeppni.
Mótið heldur svo áfram á laug-
ardag á sama stað og hefst þá kl.
3.30. Þá verður leikið i unglinga-
flokkunum og er búizt við mikilli
og harðri keppni, enda er borð-
tennis orðin afar vinsæl Iþrótt hjá
mörgum hinna yngri.
Á sunnudag verður siðasti
keppnisdagurinn. Þá hefst keppn-
in kl. tvö I Laugardalshöllinni og
leikið verður i einliðaleik.
Rnnir þú til
feróalöngunac
þáer
um
■ það vitneski
voríð eríendi
sem veldur
Sigruðu Svía 25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí
Fyrri umferðinni I heimsmeistarakeppn-
inni I ishokkey lauk i Munchen I gærkvöldi og
heimsmeistarar Sovétrikjanna komust einir
ósigraðir gegnum hana. 1 gærkvöldi léku
þeir við Svia og sigruðu með 4-1. (2-0, 1-1,
1-0). Varnarleikur þeirra var glæsilegur og
komust hinir harðskeyttu Sviar litið áleiðis —
en þeir börðust þó af miklum krafti allan
leikinn.
Fyrsta sovézka markið var skorað eftir 6
min., — Alexander Yakushev, sem er marka-
hæstur nú i keppninni með átta mörk. Eina
mark Svia skoraði Tord Lundström á 37. min.
enda ekki heiglum hent að koma boltanum
(pukkinum) í mark hjá hinum frábæra,
sovézka markverði, Vladislav Tretyak.
Þá léku Tékkar og Finnar og sigruðu Tékk-
ar örugglega með 6-2 og náðu aftur öðru sæti I
keppninni. Staðan eftir fyrri umferðina er
þannig:
FLUCFELAG LOFTIEIBIR
/SLAWDS
Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn
Sovétrikin
Tékkóslóvakia
Sviþjóð
Finnland
Pólland
Bandarikin
5 5 0 0 40:14 10
5 4 0 1 26:12 8
5 3 0 2 21:9 6
5 2 0 3 18:21 4
5 1 0 4 9:36 2
5 0 0 5 15:37 0
Siðari umferðin verður háð I Dusseldorf.
Keppt um 21 bikar
í bikarkeppni SR
Þriðja og siðasta mótið i Bikarkeppni
Skiðalelags Reykjavikur fer fram á laugar-
dag og hefst kl. tvö — annað hvort I Skálafelli
eða Bláfjöllum. Keppt verður í sjö flokkum
og verða keppendur yfir 100 — en keppt er um
21 bikar, sem Sportval hefur gefið.
Keppendur eru frá Ármanni, KR, Viking,
ÍR og Val og eftir keppnina mun Jón Aðal-
steinsson Jónsson, eigandi Sportvals, af-
henda keppendum sigurverðlaunin.
__
w &
jT
«5
- ...4fA
■