Tíminn - 31.07.1966, Page 5
SUNNUDAGUR 31. júlí 1966
TÍMINN
5
Úígefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 ASrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — 1
lausasölu kr. 5.00 eint. — PrentsmiSjan EDDA h.f.
Skipulag atvinnugreina
Það er eitt meginatriðið í stefnu Framsóknarmanna,
að ein atvinnugreinin af annarri verði endurskoðuð nið-
ur í kjölinn í samráði við forustumenn hverrar greinar,
og helzt í samvinnu við viðkomandi stéttasamtök. At-
hugað verði til hlítar, hvernig koma megi við sem beztum
og hagkvæmustum vélbúnaði og vinnuhagræðingu hvers
konar. Gerð verði síðan skynsamleg áætlun um uppbygg-
ingu hverrar greinar, og það látið í fyrirrúmi sitja, sem
lífvænlegast þykir og það, sem sízt þolir bið og skjótast
mun skila auknum arði. Eftir slíka áætlanagerð hverrar
greinar um sig þarf að samræma þær í heildaráætlanir
um atvinnuvégina og aðrar framkvæmdir í landinu, þar
sem megingrundvöllurinn væri framkvæmdaaflið sjálft,
vinnuaflið og fjármagnsgetan, og höfð full hliðsjón af
byggðavandamálinu 1 því sambandi. Síðan yrði lánsfé
hiklaust látið í té með góðum kjörum og hvers konar
önnur fyrirgreiðsla.
Nú hrynur eitt iðnfyrirtækið af öðru vegna aðgerða
ríkisvaldsins, reksturslána- og hagræðingarlánakreppu,
tollalækkana, og fleira, sem gert hefur verið af algeru
handahófi án samráðs við iðnaðinn og án nokkurrar fyr-
irhyggju og fyrirtækjunum ekki gefinn neinn kostur á
umþóftunartíma eða veitt eðlileg fyrirgreiðsla til að
mæta búsifjunum. Með þessu handahófi er verið að
drepa sumt af því lífvænlegasta, og vaxtarbroddarnir í
iðnaðinum, sem mest eiga undir hagkvæmum lánsfjár-
markaði, kala þannig á stofninum.
Og við skulum líta á sjávarútveginn og fiskiðnaðinn í
þess’u sambandi, en þær greinar eru svo háðar hvor ann-
arri, að þar verður ekki milli skilið. Hvernig er ástandið
þar?
Nú virðist svo komið, að ekki sé unnt að gera út önnur
fiskiskip en hin nýju myndarlegu síldarskip, 250 lestir
og þaðan af stærri, til síldveiða. Þau hafa aflað óhemju
vel, en við íslendingar vitum, að síldin er duttlungafull-
ur fiskur og varlegt að treysta eingöngu á hana. Rétt er
í þessu sambandi að gefa gaum að vandamálum, sem
verða vegna þessarar þróunar og vegna eldri fjárfesting-
ar í þessari atvinnugrein. Sjómannastéttin er orðin of
fámenn til að hún geti mannað veiðiflotann allan, og er
það fyrst og fremst af þeirri ástæðu almennt talað, að
mörg þægilegri störf í landi eru betur launuð en sjó-
mannsstarfið. Samkvæmt skrá skipaskoðunarstjóra eru
um 300 fiskiskip til í landinu af stærðinni 45—120
bíúttólestir. Eru þau dreifð um landið allt. Mörg þeirra
eru nýleg skip með góðan útbúnað, en staðreyndin er nú
sú, að nær ógerlegt er að gera þessi skip út. Bæði er það.
að æ erfiðara gengur að manna þau og skv. niðurstöðum
nefndar, sem hefur unnið að rannsókn á
rekstursgrundvelli þessara skipa, virðist vanta töluvert
á, að úthald þeirra geti borið sig, miðað við meðal afla-
brögð. í þessum flota eru mörg hundruð milliónir króna
bundnar, og notkunarleysi einhvers hluta hans skaðar
þjóðarbúið um ótaldar milljónafúlgur. Inn í þessa ömur-
legu mynd bætist svo það, að menn eru alveg að gefast
upp á togaraútgerð a.m.k. að gera út hina eidri togara,
og einn togarinn af öðrum er nú seldur úr landi án þess
nokkur nýr sé keyptur í staðinn.
Hinar dýru fiskvinnslustöðvar hvarvetna um landið og
þá fyrst og fremst frystihúsin hafa byggt starfsemi sína
á vinnslu þorsks, ýsu og annars bolfisks að langmestu
leyti, en það eru einmitt bátar af þessari stærð og togar-
arnir, sem hafa aflað hans. Stóru og fullkomnu skipin,
JOSEPH ALSOP:
Verða stðrborgir Bandaríkjanna
að tröllvöxnum negrahverfum?
í Washington er svo komið, að níu af hverjum tíu börnum í barnaskólum
eru negrar. Aðrar stórborgir í Bandaríkjunum virðast á sömu braut
VERÐI ekki gripið til mjög
róttækra ráðstafana verður sér
hver venjuleg bandarísk stór-
borg orðin að stór-Watts —
risavöxnu fátækrahverfi negra,
— í tíð mikils meirihluta
þeirra manna, sem nú búa í
borgum okkar.
Þessi spásögn kann að þykja
dálítið óvænt, en ástæða henn
ar er ofur einföld. Meðal þess
arar þjóðar, eru allar tölulegar
upplýsingar í hávegum hafðar,
en við höfum vanrækt að safna
hinum táknrænustu tölulegu
upplýsingum og túlka þær, eða
tölum um breytingar á kyn-
þáttaskiptingu íbúanna í hin-
um stærri borgum, svo fjöl
margt sem þessar tölur gefa þó
til kynna, bæði félagslegs
stjórnmálalegs og efnahags-
legs eðlis.
John Gardner heilbrigðis-
menntamála- og velfarnaðar
málaráðherra hefur fyrir
skömmu skipað fyrir um, að
safnað skuli tölum um íbúa-
fjölda og kynþáttaskiptingu. 20
bandarískra stórborga, sem
meira en hálf milljón manna
bjó í árið 1960. Enn sem kom
ið er, liggja ekki fyrir tölur
um nema níu af þessum borg-
um, allar í austur- eða mið
vesturfylkjunum. Þær eru
Baltimore, Boston, Chicago,
Cleveland, Detroit, New York,
Philadelphia, St. Louis og Was
hington.
Allar þessar níu borgir, að
New York og Boston einum
undanskildum, eru greinilega
á þeirri leið að verða eins
konar stór-Watts. Tölurnar um
hlutfall hvítra barna og svartra
í skólum borganna eru hinir
réttu vísar, eins og áður hefur
verið bent á. Nú liggja fyrir
fleiri og fyllri tölur en áður,
vegna þeirrar vinnu, sem lögð
hefur verið í að kanna betta.
TVENNT verður að taka sér
staklega með í reikninginn til
þess að auðvelda mönnum
skilning talnanna. Hið fyrra
er, að fáir hafa veitt mikla at
hygli þeim breytingum, sem
orðið hafa á kynþátta skiptingu
íbúanna í Columbíuhéraði, að
nokkru leyti vegna þess, að
Washington hefur ekki sjálf-
stjórn og að nokkru leyti
vegna hins, að hún hefur verið
talin hafa sérstöðu. Hið síðara
er, að Wshington hefur alls
enga sérstöðu. Hún er ein-
mitt táknræn fyrir ákveðna
þróun, enda þótt að þessari þró
un sé þar lengra komið
áleiðis en í öðrum borgum,
sem hér hafa verið og verða
nefndar.
Þegar búið er að tileinka
sér þessi grunnsannindi, er
unnt að nota Washington
til þess að sýna íbúum annarra
borga, hve þær eru staddar
framarlega eða aftarlega á þró
unarbrautinni. Árið 1947 er
umskiptaárið, þegar þriðj
ungur allra íbúa Columbíu-
héraðs voru negrar og helm-
ingur barnanna í skólun-
um voru negrar.
Upp frá þessu breytist kyn
þáttaskipting íbúanna í borg
inni og barnanna í skólun-
um í sama hlutfalli. Árið 1957
er helmingur íbúanna negrar
en þrjú af hverjum fjór
um börnum í skólunum. í dag
eru negrar tæplega tveir þriðju
allra íbúanna, en 91% barn-
anna í skólunum eru negrar.
Innan fremur skamms tíma
hlýtur Washington að verða
nálega einvörðungu byggð
negrum í raun og veru orðin
eitt geysistórt höfuðborgar-
negrahverfi.
UNNT er að setja saman
töflu, þar sem fram kemur, hve
langt á þróunarbrautinni Balti
niore og aðrar borgir voru
komnar árið 1960 og hvar á
vegi þær eru staddar í dag, ein
mitt með því að bera kynþátta
skiptingu íbúa þeirra sama i
við þróunina hér í Washing-
ton. Árið 1960 var ástand
hinna ýmsu borga eins og fram
kemur hér á eftir, að því er
varðar hlutfallstölu negra
barna í skólunum:
Baltimore, 52% barnanna i
skólunum voru negrar, eða
eins og í Washington árið 1950.
Chicago, 44% barnanna í
skólunum voru negrar
eins og í Washington á stríðs
árunum.
Cleveland, 47% barnanna í
skólunum voru negrar, eða
eins og í Washington á stríðs
árunum.
Detroit, 46% barnanna i
skólunum voru negrar, eða
eins og í Washington á stríðs
árunum.
Philadelphia, 50% barnanna
í skólunum voru negrar, eða H
eins og í Washington árið 1947. M
St. Louis, 57% barnanna í B
skólunum voru negrar, eða 1
eins og í Washington árið
1953.
í öllum þessum borgum hef
var hlutfallstala negrabarna í
skólunum hækkað verulega síð
an árið 1960, éins og í Wash-
ington og raunar líka í New
York og Boston. Þegar athug-
að er, hvar þessar borgir
standa að þessu leyti í dag,
verður skráin þannig:
Baltimore, 64% barnanna í
skólunum eru negrar eða eins
og í Washington 1954—1955.
Chicago, 56% barnanna í
skólunum eru negrar, eða
eins og í Washington 1952
—1953.
Cleveland, 53% barnanna í
skólunum eru negrar, eða eins
og í Washington árið 1951.
Detroit, 57% barnaima í
skólunum eru negrar, eða
eins og í Washington árið
1953.
Philadelphia, 60% barnanna
í skólunum eru negrar,
eða eins og í Washington i
árið 1954. |
St. Louis, 64% barnanna i |
skólunum eru negrar, eða I
eins og í Washington 1954 |
—1955. |
EF GERT er ráð fyrir, að j§
breytingarnar haldi áfram í
sama hlutfalli eru aðeins fá ár. ð
— ef til vill aðeins tvö nil þrjú 1
ár að því er varða eina eða
tvær borganna — þar til aliar
þessar borgir eru komnar á
sama stig og Washington var á
árinu 1957, þegar íbúatala
negrafátækrahverfis hennar
var helmingur af allri íbúa
tölu borgarinnar. Undan-
tekningarlaust mun rétt og
áreiðanlegt að nota töl-
urnar um þynþáttaskiptingu
skólabarnanna í borgunum til
þess að segja fyrir um, hvenær
þessu niarki verði náð, einmitt
af þeirri ástæðu einfaldlega, að
töluleg skipting skólabarna er
ein meginorsökin að breyt
ingum á tölulegri skiptingu
íbúanna í borgunum yfir-
leitt.
Önnur meginorsök breyting-
anna er auðvitað flutningur
negra frá suðurfylkjunum norð
ur á bóginn á flótta undan kyn
þáttaaðgreiningunni. Talið er
að um hálf þrettánda millj-
ón manna hafi tekið meiri eða
minni þátt í þessum tilflutn
ingum fram til þessa. En gegn
Framhald á bls. 15.
sem nú er verið að smíða, eru byggð með síldveiðar fvrir
augum. og bæta því lítið úr hráefnisskorti þeirra Afleið-
ing þessa er sú, að flest frystihúsin hafa aðeins verkefni
mjög stuttan tíma á ári hverju, og er það meðai annars
ástæðan fyrir hinu lága fiskverði, sem mikið hefur verið
rætt um, en hið lága fiskverð er frumorsökin fyrir hinni
lélegu afkomu bátaflotans ásamt verðbólgunni, sem allt
er að sliga.
Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga gegnir
furðu, að fjárfesting í þessum atvinnugreinum skuli ekkj
hafa notið hagræðis af skipulegri áætlun, þar sem megin-
línur væru dregnar, er tryggðu samræmi milli fram-
kvæmda vegna hráefnisöflunar annars vegar og afkasta-
getu fiskvinnslustöðvanna hins vegar.
Önnur hlið þessara mála er svo sjálfur markaðurinn
og markaðsöflunin. Þar er mikið og afar mikilvægt verk-
efni, sem bíður. en fella þarf með skynsamlegum hætti
inn í slíka heildaráætlun um útveg og íiskiðnað.