Tíminn - 31.07.1966, Page 11

Tíminn - 31.07.1966, Page 11
X SUNNUDAGUR 31. júlí 1966 TÍMINN J1 8lS€Si5S€S€S€SlSS€3€3€3€3€SCSlS3€3€3€3lS3i5SiS3iSS€SlS3lSS€SCS€3iS3€3l5SiSSiSSi5SlBSi53iS3S3lSS€SlS3iSSK3fi3l5S€3l53iS3€Sl5S€SÍS€36S€S«@l5S6S@€SK36SÍS6S€3€3l5S€S€SBSCS^^ >: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: FERÐIN TIL VALPARAISO EFTIR NICHOLAS FREELING :♦: 13 þann, sem hvorki hafði heyrt eða séð nokkurn skapaðan hlut, svo vikum skipti, að koma inn á þenn- an friðsæla stað. Hún þarfnaðist mjög hvíldar, og tók ákvörðun sína svo stefnufast, að hana furð- aði á því — það var svo langt síðan að hún hafði gert það. — Hafið þér laust herbergi? — Auðvitað, frú. Fyrir hvað langan tíma? — Xja — ég veit ekki. Máske einn mánuð. Máske lengur. — Með ánægju. Það getur orðið dálítið erfitt næsta mánuð. Það gera fríin. Frúin skiluð það eflaust. — Það getum við talað um suftina, sagði hún nokkuð óþolin- móð. Nafn mitt er Servaz. Farang- ur minn verður sendur hingað. @et ég fengið að síma? — Já, sjálfsagt — Og svo vil ég gjarnan fá eitt hvað að drekka. — Wisky? — Nei. Hún hugsaði sig um. — Eitt glas af hvítvíni. Það var Cotes de Provense. Flaskan var döggvuð, ungt vin, dálítið beiskt. Natalie drakk það. Hún fékk á tilfinninguna að hún svifi frá blómi til blóms, eins og býfluga. — Ég hef Parísarnúmar yðar. Á ég að stilla til íbúðar yðar, frú? — Nei, ég tek það hér . . Eruð það þér, Félicie? Ég er stödd á Miðjarðarhafsströndinni, á eyju, sem heitir Proquerolles, hefurðu það? Settu niður í nokkrar töskur, ekki — nei ekki neitt sérstakt, engan samkvæmiSklæðnað. Bara það, sem ég þarf í mánaðartíma hér á ströndinni. Sendu það á hótel, sem heitir Örkin hans Nóa . . . Og Félicie, þér segið herr- anum frá þessu. Já, já, segðu bara að ég hafi tekið mér hvíld, það er allt og sumt. Ég hefi það alveg ágætt Skilaðu kærri kveðjur til hans frá mér. Segðu að ég skrifi eða hringi til hans og að hann skuli ekki hafa hyggjur. Hafið þér skilið mig? Ljómandi, ég reiði mig á yður — Nei, nei, ég hefi það alveg ágætt. Sælar. — Nú, skal ég sjá um að frúnni verði vísað á herbergi sitt. — Farangur minn kemur á morgun. — Það skal verða greitt fyrir honum til yðar. — Ég ætla að fá mér göngu- túr. Verð komin fyrir eitt. — Hvenær sem þér óskið. Góða 'ferð. — Þakka. Það var mikið átak að ganga út í hið glampandi sólskin aftur. Hún var eitthvað svo afllaus í fót unum og dofin. Án þess að taka tillit til þess, hvað hún var í dýrum fötum, keypti hún ódýran hatt og gekk í áttlna til hafn arinnar. Corstaou de la Mer, Societé Marseillaise de Crédit, Tabacas Café de 1‘Escale, kirkjan og hús in minntu hana á plastik- krukku, sem hún hafði séð f leik fangabúðum undir nafninu Lego. Sólgleraugu hennar af þeirri dýru gerð, sem myrkvar ekki, heldur breytir sólarljósinu í þægi legan bjarma, gerðu henni mögu legt að koma auga á sjómann, á leið til hafnarinnar, í stígvélum og einkennisbúningi úr bómull. Hinn bamslegi munnur hans var prýddur gráu yfirvaraskeggi. Ein kennisbúningurinn var allur krukklaður, máske var hann vax inn upp úr bonum. Hendur feykí stórar, svo og stógvélin, sem hann gekk á. Hún kom auga á Michel, skip stjórann á Bambi, gráhærðan, en óaðfinnanlega klæddan, í blárri skyrtu og buxum og í víðum bláum jakka. Fallegur maður, ríkmannlegur. Hann líktist alls Tauscher Nýjar sendingar af hinum vinsælu og eftirsóttu Tauscher sokkum 30 denier eru komnar í verzlanir í hinum sígilda og marg- eftirspurða lit: bronce Umboðsmenn: ÁGÚSTÁRMANN HF.-SÍMI 22100 ekki þeirri mynd, sem hún hafði gert sér af sjómanni. Hún kom auga á Maríus, sem var að rífast, eins og venjulega, með köflótta léreftshúfu á höfði, í ullarpeysu, með marga háls- klúta og á inniskóm. Hún kom einnig auga á Leon, hans húfa var ljósbrún. Hann var í ullarskyrtu, hnepptri upp í háls, og kanarígulri peysu. Lér- eftsjakki hans var mjög slitinn. Til tilbreytingar var hann í her mannastígvélum. Allar þessar svipmyndir færðu henni einhvern unað. Hér gæti hún endurheimt lífsgleði sína. Hún stóð grafkyrr og horfði út yfir höfnina. Christophe og Raymond voru nú búnir að mála Olivia og voru að koma henni á flot aftur. Ennþá ein alveg óvenjuleg sjón I hugsaði hún. Var hægt að hugsa | sér ólíkári menn en þessa tvo? ' Christophe var greinilega ævin- týrasjómaður — reglulegur kap- tajn Haddock — og hinn . . . Englendingur, Svíi? Þetta lang leita norræna útlit, þetta sólgula hár og buxurnar upplitaðar og krukklaðar. Báðir ofurlítið bros legir. Frakkinn með leikræna stellingu, en hinn svo sérkenni- lega stífur. Þeir voru allt of önn um kafnir til þess að taka eftir henni, og þótt þeir hefðu gert það hefði það engan veginn verið henni til ama. Hún kom frá heimi þar sem menn horfa rannsakandi hver á annan, eins og menn virða fyrir sér hesta. Raymond stökk liðlega af bryggjunni, niður á dekkið. Hann var í góðu skapi þennan morgun. Ánægju- og metnaðarstraum- ar fóru um hann allan, því að nú stóð hann á sínu eigin dekki og fann Olivia lifandi og stolta undir berum iljum sínum. — Ég fer með hana út á leg- una. Kem aftur eftir tíu mínúlur. Fáum okkur hressingu á Örk- inni? Fínt — ég borga í þetta sinn. Allt í einu kom hann auga á kvenpersónu, sem spigsporaði uppi á ströndinni. Gullfallegir fætur. Leiðinlegt að sjá ekki betur undir hattinn og það sem leyndist bak við hin stóru gleraugu. í gleði sinni, máske yfir þvi að vera nú aftur orðinn skipstjóri á eigin skipi — heilsaði hann henni hirðu leysislega með þvi að veifa hend- inni og nú hreint ekki stirðbusa lega. Natalie vissi ekki og stóð alveg á sama hvers vegna hún snaraði kveðjunni svo glaðlega. Raymond og Christophe, sem hafði snúið sér við til að fylgjast með urðu báðir stórhrifnir. Natalie hélt nú leiðar sinnar. Christophe athugaði af miklum áhuga hið glæsilega, há- lærða göngulag hennar. Hvaðan úr fjaldanum bara hana að þessa? — Býr hún hér? — Ákvað það skyndilega, leit út fyrir — hringdu til Parísar. — Svo hún heitir Servoy, eða hvað? — Ég þekkti hana strax. Fyrir svona ári síðan var hún á forsíð unni í Match. — Ég hef einnig séð hana á kvikmynd. — En hún er engin stjarna. — No-h nei, en góð leikkona. Það er meira en hægt er að segja um margar þessar stjörnur. — Ekki stjarna, en eins konar — hvað er það nú, sem bað er kallað. Enginn ís I yðar? Allt í lagi. Og herra Leon. Tveir pastio og einn tómat. — Ekki höfuðhlutverk. — Það var nú einmitt það, sem ég vildi sagt hafa. Engan tómat. Oh — einn Mauresque. — Skapgerðarleikkona. Eins og Signoret. — Svo þú hefur þá séð hana Charley. — Já, ég held nú það. En ég gat ekki séð hárið. — Svart. Stuttklippt. — Það notar ávallt hárkollur. — Það notar alltaf hárkollur. — Que, hárkollur. — Ég hef nú séð hana á kvik- ,'mynd með langt hár. Oh, góðan daginn, skipstjóri. — Góðan daginn. öll sömun. Ég skal veðja — að ég veit um hvern þið voruð að tala. — Christopher segir okkur að þið þekkist frá fornu fari. . . . Uss Þarna kemur hún. — Ég vil gjarnan fá einn mand arín með sítrónu, frú. j Natalie var áhyggjulaus og svar- aði öllum augnatillitum með ánægju. Hér var ekki afbrýðisemi á ferðinni. Hún hafði á tilfinn- ingunni að hér yðri sér vel tekið af öllum — ef hún sjálf gæfi til ÚTVARPIÐ Sunnudagur 31. júlí 8.30 Létt morgunlög 8.55 Frétt ir 9.10 Morguntónleíkar. 11.00 Messa í Hallgrimskirkju. Prest ur: Séra Erlendur Sigmunds son. Orgel- leikari: Páll Halldórsson. 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Mið degistónleikar. 15.30 Sunnudags lögin 17.30 Barnatími: Hlnrik Bjarnason stjórnar. 18.30 Fræg ir söngvarar: Anna Moffo syng ur. 1855 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnír. 1930 Fréttir. 20. 00 Mannætur á Molekula Eiður Guðnason flytur eigin þýðingu á frásögn Arne Falk Rónne 20. 35 Sinfóníuhljómsveit tslands leikur í útvarpssai Einleikari á píanó: Daniel Pollack frá USA 21.00 Stundarkorn með Stefani Jónssyni og fleirum. 22.00 Frétt ir og veðurfregnir 22.10 Dans lög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 1. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg ísútvarp 12.50 Lög fyrir ferða- ferðafólk. 18. 00 íslenzkir karlakórar syngja 1845 Tilkynningar. 19. 20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20.00 Upphaf verzlunarfræðslu á íslandi Lúðvík Kristjansson flytur erindi. 20.30 „Krúsailög ur kveikir bögur“ Gömlu lögin 20.50 Guðmundur Arason á Reykihólum Arnór Sigurjónsson flytur fyrsta erindi sitt af þrem ur. 21.05 Nýja sinfóniuhliom- sveitin í Lundúnum leikur vin sæla hljómsveitarþætti- eftir ýmsa höfunda 2130 Utvarps- sagan: „Fiskimennirnir" cftir Hans Kirk Þorsteinn Hanness. les (1). 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.10 Dansi- þar á með- al leikur hljómsveit Guðjóns Pálssonar i hálftima. Söngvari með hljómsveitinní er Janis Carol 01.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 2. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Við vinnuna 15. 00 Miðdegisútvarp 16-30 Síðdeg isútvarp 18.00 Þjóðlög 18 45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregn ir. 19.30 Fréttir. 20.00 Pianó konsert i A-dúr (K488' eftir Mozart 20.20 Á höfuðbólum landsins Benedikt Gislason frá Hofteigi talar um Egilsstaða á Völlum- 20.55 Orgeltónleikar. 21.10 „Geym ei til morguns“ Brynja Benediktsdóttir 'es smá sögu eftir Mögnu Lúðvíksdótl- ur. 21.30 Kathleen Ferrier svng ur fjögur lög eftir Brahms 21. 45 Búnaðarþáttur 22.00 F'éttír og veðurfregnir 2215 Svöld- sagan: „Andromeda“ Tr.vggvi Glslason les (5) 2250 Spuna- Ijóð 22 50 A hlióðbergi B.iörn Th Björnsson stj. 23.30 Dag skrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.