Vísir - 25.04.1975, Page 1

Vísir - 25.04.1975, Page 1
VISIR 65. árg. — Föstudagur 25. aprll 1975 — 93. tbl. SYSTRA- HEIMILI VIÐ KARLA- BRAUT " s*á bls. 3 Fylgdist með Víðavangshlaupi ÍR í 53. sinn — Þórarinn Magnússon KARPOV STRAX í SLAGINN ______________bls. 3 Hœtta að kokka í fjóra daga Nú eru það kokkarnir, sem hafa boðað verkfall til að knýja fram launahækkanir. Þeir vilja eiga fyrir salti í grautinn eins og aðrir, en i fréttatilkynningu frá Félagi matreiðslumanna segir: ,,laun matreiðslumanna eru nú með þvi sem lakast gerist hjá iðnaðar- mönnuin”. Mótmælir félagiö „þvi aftur- haldi Sambands veitinga- og gistihúseigenda að vilja ekki fall- ast á samkomulag samhljóða samkomulagi Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands Islands i samningaviðræð- um viðFélag matreiðslumanna.” A félagsfundi hjá matreiðslu- mönnum i fyrradag var sam- þykkt áskorun á stjórn og trún- aðarmannaráð að boða til fjögurra sólarhringa vinnustöðv- unar til að knýja á um kjara- samninga. Trúnaðarmannaráð hélt fund þegar aðloknum félags- fundinum og ákvað að boða til vinnustöðvunar i fjóra sólar- hringa, og skuli það koma til framkvæmda á miðnætti 30. april, hafi kjarasamningar ekki tekizt fyrir þann tima. Tekur verkfallið til vinnustaða innan S.V.G. og til Loftleiða á Keflavikurflugvelli. Kjaradeilu matreiðslumanna og S.V.G. hefur verið visað til sáttasemjara. — ÞJM Líkur til að tollar og söluskattur ó ávöxtum falli niður APPELSÍNUR ÚR 178 KRÓNUM I 132 KRÓNUR Eplin úr 206 í 156 Appelsínukílóið fer úr 178 krónum niður i 132 krónur, ef tollar og sölu- skattur á ávöxtum verða felldir niður, sem miklar likur eru til. Þetta yrði 25% lækkun. Kilóið af rauðum eplum frá Kanada færi úr 206 krónum niður i 156 krónur, ef þetta gerðist. Það væri 24% lækkun. Það er hollt fyrir unga sem aldna að háma í sig suðræn aldin,— sá hængur hefur þó verið á sliku, að kostnaðurinn hefur verið mikill. Nú ætti þetta að verða mun viðráðanlegra i framtiðinni. (Ljósmynd VIsis Bjarnleifur). Alþingi er i þann veginn að samþykkja niðurfell- ingu tolla á ávöxtum, að þvi er virðist, og heimild til að fella einnig niður söluskattinn. Verði tollur á ávöxtum felldur niður en ekki söluskatturinn, mundi appelsinukilóið lækka i 158 krónur, eða um 12 prósent, og kilóið af rauðum eplum i 188 krón- ur, eða 9 prósent. Björgvin Schram stórkaupmaður, einn heizti ávaxtainnflytjandinn, sagðist i morgun vongóður um, að bæði tollar og söluskattur yrðu felldir niður. ,,Ég lit á þetta sem viðurkenningu á þvi, hve ávextir eru nauðsynleg matvara og góða ábendingu um mikilvægi þeirra,’” sagði Björgvin. Hann sagði, að tollur á helztu ávöxtum, appelsinum, eplum, sitrónum og mandarinum, væri yfirleitt 12-15 prósent. Meira munar um sölu- skattinn, sem er 20%. Tollur á melónum er hærri en á framan- greindum vörum. Björgvin sagði, að fyrirtæki sitt biði nU með að leysa Ut stóra send- ingu, sem komin væri, af bæði appelsinum og eplum. Nóg ætti að vera til af vörunni eftir lækkun. Alþingi mun, ef að líkum lætur, fella niður tollinn á ávöxtum og likur eru til, að ráðherra beiti heimild til að fella niður sölu- skattinn, að dómi kaupmanna i morgun. Græn eplikostuðu i morgun 286 krónur kilóið, og yrði lækkun á þeim enn meiri i krónum en á rauðu eplunum. Framangreindar tölur eru miðaðar við, að álagning sé óbreytt frá þvi, sem nU er — HH LOGANDI KYNDLI VARPAÐ UPP Á SVALIR GAMLA BARNASKOLANS — átti að leysa húsnœðisvanda- mál Iðnskólans á ísafirði? Jón Hannibalsson skólameist- ari Menntaskólans á tsafirði og Jón ólafur Þórðarson sýslu- mannsfulltrúi urðu vitni að þvi, er eldur gaus upp i gamia barnaskóiahúsinu á tsafirði að kvöldi siðasta vetrardags. Eidurinn logaði á svölum á annarri hæð hússins. Þeir nafn- ar brugðu skjótt við, tilkynntu um eldinn og réðust sjálfir til at- lögu við hann með tiltækum slökkvitækjum. Tókst að kæfa eldinn, áður en verulegar skemmdir urðu á þessu gamla timburhUsi. Við rannsókn kom i ljós, að um ikveikju hafði verið að ræða. Hafði logandi kyndli verið varp- að upp á svalirnar neðan frá götu. Rannsókn hefur enn ekki leitt i ijós, hver valdur var að verknaðinum. Gamla barnaskólahUsið var fullbyggt um 1910 og er nU notað undir kennslu fyrir Iðnskólann og Menntaskólann á tsafirði. Að undanförnu hafa nemend- ur Iðnskólans á Isafirði skorað á bæjaryfirvöld, að þau finni sem skjótast lausn á miklum hUs- næðisvandræðum Iðnskólans. Til að vekja athygli á þessu máli fóru nemendur i kröfugöngu á sumardaginn fyrsta. 1 áskoruninni, sem nemendur og kennarar létu frá sér fara, nefna þeir sem dæmi, að hUs- næðisvandamál skólans, sem nU er i gamla barnaskólanum, séu það mikil, að kenna verði á göngum og á kennarastofu, og að auki hafi sumir kennaranna, sem kenni fápiennustu deildun- um, veitt nemendunum kennslu á heimili sinu vegna hUsnæðis- skorts i skólanum. —JB undir þumli frœndþjóðanna Sjá fþróttlr í opnu i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.