Vísir - 25.04.1975, Side 2
2
Vísir. Föstudagur 25. april 1975.
vfeusm:
— Hlakkifi þér til sumarsins?
Guðmundur Sighvatsson, 10 ára:
— Já, þvi þá get ég fariö oftar i
fótbolta og körfubolta.
Anna Jónsdóttir, 10 ára:
— Já, ég á nefnilega aö fara I
sveit. Ég fer á bæ i Mjóafiröi. Ég
hef veriö þar þrjú sumur áöur.
Kristin Þóra Pálsdóttir Beck, 11
ára: — Já, ég hlakka svo til aö
fara i Vindáshllö. Ég var þar i
fyrrasumar. Ég var þar 17. júni
og þá var vökukvöld og svoleiöis.
Þaö var voöalega gaman.
Kannski ég fari llka á sveitabæ i
Kjósinni einhvern part af
sumrinu.
Einar Jónsson, 12ára: — Þaö get-
ur þú veriö viss um. Ég fer I
sveit. Fer á bæ I Súgandafiröi.
Þaö veröur gaman I heyskapnum.
— Hvers ég kem til meö aö sakna
frá vetrinum? Skólafélaganna.
Ólöf Guöný Geirsdóttir, 6 ára: —
Já,þá veröur gaman. Ég fer upp
I sveit meö pabba, mömmu og
systur minni. Kannski fáum viö
sumarbústaö.
Ágústa Björg Jónsdóttir, 5 ára: —
Já, þvi þá fer ég meö pabba og
mömmu og bróður mlnum upp I
sveit. Viö ætlum að sofá i tjaldi.
Ég hef aldrei sofið i tjaldi áöur.
Samt á ég svefnpoka. Mér finnst
ekkert gaman á veturna. Þá er
svo kalt. Á sumrin er svo heitt.
„ffof/f fyrír núverandi hlut
að rifja svolítið upp"
//Með þessum orðum er
Þorgils Axelsson,
byggingaf ræðingur, að
dæma verk verkfræðings
með meiri menntun og
reynslu en hann hefur
sjálfur," sagði í athuga-
semd frá Verki h.f. í Visi á
þriöjudaginn og var þar
vísað til ummæla Þorgils
frá því á laugardaginn, er
hann lýsti sök á hendur
Verki h.f., sem hann telur
hafa stolið frá sér hug-
verkum og afbakað
teikningar sínar.
Þorgils hefur sent Visi athuga-
semd við athugasemd Verks, og
segir þar meðal annars: „Til að
villa fyrir fólki eru hlutirnir oft
færðir svolitið til i rás timans.
Þess vegna er hollt fyrir núver-
andi hluthafa Verks að rifja upp
svolitið um hluti, sem þeir og
þáverandi hluthafar stóðu að.
Haustið 1972 kom Gunnar
Hólmsteinsson, þáverandi skrif-
stofustjóri hlutafélagsins Verks,
til min og bað mig að teikna fyrir
hann einingahús við Norðurvang i
Hafnarfirði. Ég tók vel i það, en
sagði honum að lágmark væri að
teikna nokkur hús, til þess að
hægt væri að standa undir
úrlausnum i þessari byggingar-
aðferð, og játti hann þvi.
Úrlausnirnar, teikningarnar, voru
gerðar hjá Kvarða og voru það
fyrstu tilraunir, sem gerðar voru
á einingahúsum Verks og sendar
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins. Af þessu eru til dag-
sett afrit. Ef núverandi fram-
kvæmdastjóra hlutafélagsins
Verks, Gunnari Hólmsteinssyni,
er þetta ekki alveg ljóst, væri
hægðarleikur fyrir hann að fá
ljósrit af frumteikningum af sinu
eigin húsi! Það var hús númer tvö
hjá fyrirtækinu.
Hjá einingafyrirtækinu starfaði
þá einn byggingatæknifræðingur,
en hann hætti fljótlega — þó ekki
min vegna. Siðan liðu tvö ár, og á
þeim tima starfaði enginn
„tæknimenntaður” maður hjá
hlutafélaginu Verki. Það er hins
vegar rétt, að fyrirtækið lét gera
prófanir i framhaldi af fyrstu
prófunum, sem gerðar voru af
Kvarða-teikningunum. Niður-
stöður þeirra prófana voru allar
„tölulegar” og unnu tæknimenn
Kvarða úr þeim þær lausnir, sem
unnar voru i tvö ár! Til þess nut-
um við leiðsagnar hæfustu
manna, og þeim sé þökk. Það er
þvi ekki rétt, að teiknistofan
Kvarði hafi tekið prófanir og
reynslu frá „tæknimönnum”
Verks h.f. „undir sitt nafn.”
Þvert á móti. Hins vegar fékk
Verk fyrrverandi tæknífræðing
sinn til að reikna út ákveðið at-
riði, að minnsta kosti hálfu ári
eftir að hann hætti störfum hjá
fyrirtækinu og hafði stofnað sitt
eigið.
Þótt undarlegt megi virðast,
hvatti ég forráðamenn Verks til
að stofna og reka tæknideild.
Raunin var sú, að bygginga-
nefndir óskuðu oft eftir allýtar-
legum gögnum um þessa
byggingaaðferð, og urðu einkum i
fyrstu gjarnan tafir á afgreiðslu
húsanna vegna upplýsingáskorts
um þessi efni. Tæknideildin átti
Tvær teikningar — önnur frá Kvaröa, hin frá Verki hf. A teikningu
Kvarða heitir það Arinstofa, sem á teikningu Verks heitir Fjölskyldu-
herbergi.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Fœreyingar gera draumakvak
Norðurlandaráðs að veruleika
Jóhann M. Kristjánsson
skri far:
„Á Norðurlandaþinginu hér i
Reykjavik s.l. janúar, mættu
þrír færeyskir áheyrnarfulltrú-
ar. Þeir sóttu ekki I sviðsljósið
eins og „flugur” þingsins,
heldur hlustuðu á ræður
ráðherra og annarra stórmenna
eins og umboð þeirra bauð. Þeir
höföu þó vitneskju um markvert
málefni sem snerti verkefni
þessa þings. Þeir vissu að
heima í Færeyjum voru öfl að
verki, sem voru að koma I fram-
kvæmd, að vissu marki,
draumakvaki Norðurlandaráðs
um „einhverntima-farþega-
skip” Norðurlandanna allra.
Sjaldan hefir skapgerð Fær-
eyinga komið betur I ljós en I
þessu stóra framtaki þeirra nú.
Að vanda ganga þeir hægt til
verks,rósemi, iðni, sparsemi og
þolinmæði, er þeim i blóð borin,
en fáir eða engir draga segl að
hærri hún en þeir, þótt byr gæti
brugðið til beggja vona, þegar
til liðs skal gengið málstaðar,
sem miklu varðar. En svo þykir
Færeyingum nú ,,bera til” með
farþegaskipið.
Þegar velferðarrikið Skandi-
navia og Island með, „kasta
festum” og „draga I land” þá
bregöa Færeyingar merki
framtaks og bjartsýni hátt á
loft. Þeir hafa um langa tið
undrast áræði og dugnað Islend-
inga, nú mætti „venda þvi kvæði
I kross” og bæta við aðdáun á
ráödeild þeirra, sem þjóð vor
getur siður státað af. Færeying-
ar hafa ekki enn náð eins langt I
tækniþróun og Islendingar og
þess vegna minni framleiðsla á
einstakling en annars gæti orð-
iö, en þeir hafa safnað góðærun-
um og dugnaðinum I „hand-
raða” og geta þvi veitt sér það
myndarlega framtak nú sem
farþegaskip þeirra er, þegar
aðrir þrengja sultarólina.
tslendingar safna hvorki góðær-
um né öðru i handraða né korn-
hlöður, þeir láta sér sjaldan titt
um sjóði, nema þá til að eyða
þeim — vissulega til einhvers
gagns.
Þótt þetta djarfa framtak
Færeyinga sé ab nokkru leyti
sérmál þeirra, þar sem það
þjónar stóru hlutverki i heima-
landinu, sem „brú” á milli
hinna mörgu eyja þá verður það
engu að siður fyrst um sinn
fjárhagslegur baggi svo
fámennrar þjóðar. Það er lika
ljóst að Islendingum gefst kost-
ur á að verða umsvifameiri en
áður I ferðamálum og það á
endurnýjuðum vettvangi, þvi
svo mikil eyða varð á ferða-
mannaslóðinni til vors lands og
frá þegar vegir hafsins voru
teknir úr sambandi með sölu
„GULLFOSS” án þess skip
kæmi i hans stað,. að það er
timabært að mæta þessari fær-
eysku reisn með Islenzkri gest-
risni. Strax gæti það opinbera
t.d. boðið fri afnot hafnar og
bryggju. Fleiri ivilnanir og hag-
stæða þjónustu er hægt að láta i
té. Vart þarf að eggja ferða-
skrifstofurnar til að laða túrista
á slóðir „SMYRILS”.
FÆREYSKA FERJAN
„SMYRILL” siglir djarft þótt
myrkt verði fyrir stafni. Við
höfum „ljós i glugga”. Látum
vitana LOGA!!