Vísir - 25.04.1975, Side 3
Vlsir. Föstudagur 25. apríl 1975.
3
hafa Verks h.f.
„hafaskal það er sannara reynist,"
segir Þorgils Axelsson hjá Kvarða
þvi göfugt verk fyrir höndum, svo
sem að vinna að úrlausnum á eld-
vörnum húsanna og sannfæra
embættismenn rikisins um ágæti
þeirra, en það tókst mér ekki.
Skal gerð grein fyrir þvi, ef þörf
krefur.
En tæknideildin starfaði á ann-
an veg. 1 fyrstu réðu þeir mann-
skap af teiknistofunni Kvarða i
sina þjónustu! Ráðinn var
„reyndur verkfræðingur,” með
„meiri menntun og reynslu” en
byggingafræðingurinn, sem upp-
haflega teiknaði húsin, til að
undirrita sömu teikningarnar og
löggilda.
• Hvað snertir samskipti Kvarða
og sölustjóra Verks, er þetta að
segja: Sem forráðamanni Kvarða
bárust mér oft kvartanir við-
skiptavina Verks h.f„ og skal það
rakið siðar ef þörf krefur. Ég
sneri mér alloft til hans með
kvartanir þessar, þar sem enginn
tæknimaður var hjá hlutafélaginu
Verki. Sinnti hann þeim litt og
sumum ekki. Um þverbak keyrði
þó, þegar sölustjórinn fór að
blanda sér i verðlagningu
teikninga frá Kvarða, þar eð hann
taldi þær of dýrar, en á timabilinu
hafði Verk h.f. fjórum sinnum
hækkað útsöluverð eininga.
Kvörtunum minum um þessa
ihlutun sölustjórans var visað á
bug, þótt einn forráðamanna
hefði hlustað á umrætt samtal.
Enn leiðari varð ég þó, þegar
sölustjórinn fór að útskýra fyrir
viðskiptamönnum Kvarða
hvernig hægt væri að breyta
teikningum Kvarða á teiknistofu
Verks, en að þvi voru vitni. Er
furða, þótt mér leiddist samstarf
við slikan mann?
Hvað viðkemur aðaluppdrætti
hússins i Akurholti, má geta þess
að „Tæknideild” Verks h.f. teikn-
aði ekki „nýja teikningu af húsi á
umræddri ióð,” heldur nýja
teikningu á sökklanaá umræddri
lóð, og ætti verkfræðingur með
mikla „menntun og reynslu” að
vita, að þar er regin-munur á.
Enda var nefnd teikning Verks
ekki samþykkt af hreppsnefnd
Mosfellssveitar fyrr en 9. april
1975, en þá var búið að gera húsið
fokhelt. Teikning Kvarða, sem
sökklar voru gerðir samkvæmt og
húsið reist i fokhelt ástand eftir
fyrir 9. april 1975, var samþykkt i
febrúar 1974. Núverandi forráða-
menn Verks ættu að gera sér ljóst
að hér skipta dagsétningarnar
töluverðu máli, þó svo að þeir
telji i athugasemd sinni, að mér
stafi ekki bein hætta vegna
ábyrgðar á húsinu, heldur hvili
hin raunverulega ábyrgð nú á
verkfræðingi hlutafélagsins
Verks. Með þessu athæfi hefur
verkfræðingurinn, Sveinn G.
Sveinsson, brotið lög um
höfundarrétt og verður lýst fullri
ábyrgð á hendur honum fyrir það
og fleira.
Sú fullyrðing hlutafélagsins
Verks að ég hafi neitað að breyta
teikningum minum, er ekki alls
kostar rétt. 1 fyrsta lagi er ekki
hægt að láta breyta teikningum,
þegar ekki er vitað á frumstigi,
hverjar breytingarnar eiga að
vera. í öðru lagi ætti „reyndur og
vel menntaður” verkfræðingur að
vita, að hann á að útfæra
teikningarnar samkvæmt aðal-
uppdrætti. Sé honum það ekki
ljóst, ætti hann að leita i
byggingasamþykktir. í þriðja
lagi samræmist það ekki
sannfæringu minni að breyta
hlutum, er hægt er að láta þá
halda sinni upprunalegu mynd,
þrátt fyrir breytta framleiðslu-
hætti, án kostnaðaraukningar,
eins og eiganda umrædds húss
var bent á og hann hafði upp-
runalega samþykkt. 1 fjórða lagi
vel ég mér samstarfsfólk, sem ég
treysti og gat þvi ekki lotið
þvingunum frá hlutafélaginu
Verki um að ég ætti að lúta stjórn
þeirra og verkfræðings þeirra
sem mér var áður kunnur við
lausn á höfundarverkum minum,
sem ég er að öllu jöfnu persónu-
lega ábyrgur fyrir, en ekki hluta-
félagið Verk.”
— SHH
Félagar í hjólhýsaklúbbnum
sýna Smyrli mikinn óhuga
— kostar ekki nema 3450 krónur
aukalega að taka hjólhýsið með
yfir til Bergen
„Sama dag og auglýst var,
hverjir hefðu aöalumboð fyrir
bilaferjuna „Smyril” bárust okk-
ur 200 pantanir,” sagði Steinn
Lárusson, framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar tJrVals. „Það
voru greinilega margir, sem voru
búnir að biða spenntir eftir þvi að
geta tryggt sér ferð með ferj-
unni.”
„Þessum 200 einstaklingum,
sem bókuðu sig fyrsta daginn
fylgja um 40 bilar, sem verður að
teljast mjög mikið,” sagði Steinn.
„Þá eru þeir einnig töluvert
margir, sem hafa hug á að taka
meö sér hjólhýsi yfir til Bergen.”
1 þvi sambandi má geta þess,
að Hjólhýsaklúbbur Isl. hefur
átt viðræður við Urval um hag-
stæö kjör fyrir þá félaga klúbbs-
ins, sem hug hafa á að ferðast
með ferjunni. í viötali við Visi i
gær gat nýkjörinn formaður
klúbbsins, Einar Þ. Mathiesen,
þess, að mjög margir félags-
manna sýndu slikum ferðum
áhuga.
Með tilkomu bilaferjunnar
gefst kjörið tækifæri til að fara i
ferð um Norðurlöndin á eigin bil
og með rúmið sitt og eldhúsáhöld
i eftirdragi. Þannig sparast bæði
hótelgjöld og stór hluti matar-
kostnaðar.
Samkvæmt upplýsingum Steins
Lárussonar er fargjaldið fyrir
einstakling til og frá Bergen frá
12 til 17 þúsund krónur. Fyrir bil-
inn þarf að borga 6600 krónur og
3450 krónur fyrir hjólhýsi. —
—ÞJM.
Karpov strax í mót
Nýi heimsmeistarinn Anatolij
Karpov ætlar ekki að sitja með
hendur I skauti. Bobby Fischer
tefldi ekki á mótum, eftir að
liann varð heimsmeistari, en
Karpov boðar nú þátttöku I
alþjóölegu skákmóti i
Júgóslavíu i júni.
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjug segir, að Karpov muni
tefla á Vidmar minningarskák-
mótinu svonefnda, sem haldið
verður i Portoroz og Ljubljana
2.-22. júni i sumar. —HH
Myndin sýnir, hvernig fólk i
atvinnulifinu skiptist milli
helztu atvinnugreina I nokkrum
löndum. Með iðnaði er talinn
byggingariðnaður og fisk-
vinnsla. t þjónustu er innifalin
verzlun og samgöngur, opinber
þjónustaog fleira. Tölurnar eru
„afrúnnaðar” og ekki alveg
nákvæmar upp á brot úr
prósentum, en tilgangurinn er
að gefa til kynna I stórum drátt-
um, hvar island stendur miðað
við þessi lönd. Við landbúnað
starfar hér á landi til dæmis
ekki ósvipaður fjöldi að tiltölu
og I Danmörku, flest rikin hafa
tiltölulega fleiri við iðnað og
þjónustu en við, og veldur þvi,
að hér er eitthvað á sjötta
prósent landsmanna starfandi
við útgerð. Væru fiskveiöar
teknar meö landbúnaði, sem oft
er gert erlendis, yrði talan þar
16.0 fyrir tsland. Höndin á
myndinni gefur til kynna að
hlutur landbúnaðar minnkar
stöðugt.
HER RÍS
SYSTRA-
HEIMILI
Þeir, sem hafa gert sér ferð I Garðahrepp til að skoða nýja DAS-húsiö við Furu-
lund, hafa ef til vill veitt athygii óvenjulegri byggingu, sem er að rlsa skammt
þar fyrir neðan. Það er systurnar I Landakoti, sem eru að láta byggja yfir sig
systraheimiii. Hefur byggingaframkvæmdum miðað vel, og má búast viö, að
systurnar flytji inn á þessu ári. Húsasmiðameistari er Ingólfur Guðmundsson og
er byggingin 2190 fermetrar. Byggingin myndar lokaðan húsagarö I miöju. Garö-
ar Halldórsson, arkitekt, teiknaði. Hús nunnanna stendur við götu, sem hefur
hlotið nafnið Karlabraut. —ÞJM. — Ljósm. Bragi.
Bílarail FÍB
verður 24. maí
Bilarall Félags islenzkra bif-
reiðaeigenda — rally — verður
haldiö 24. mai næstkomandi.
Þetta er fyrsta opinbera keppn-
in sinnan tegundar, sem haldin
er á islandi.
Rallið verður eingöngu á veg-
ura, sem á eru mjög slæmir
kaflar á leið þeirri, sem valin
hefur verið. Keppnisleið verður
haldið leyndri þar til skömmu
fyrir brottför, en þá fá þátttak-
endur leiðabók til að aka eftir.
Rásmark og endamark verður
viö hótel Loftleiðir. Vegalengdin
er 154 kilómetrar og 145 metrar.
Keppendur verða að fara aö
öllu leyti eftir umferðarreglum,
meðal annars halda sig við
leyfðan hámarkshraða I hvl-
vetna.
Fylgzt verður mjög nákvæm-
lega með þátttakendum allan
timann og timatökur á ákveðn-
um timastöðvum.
Um 30 þátttakendur hafa látið
skrá sig til keppni og kostar
þátttakan 5 þúsund krónur,
þegar stjórnendur fá leyfi til að
láta auglýsingar sinar á bilana,
en 20 þúsund krónur ella. t fyrra
tilvikinu getur keppandi auglýst
að hluta á bil sinum.
Yfirdómarar i keppninni
verða Henry Liddon, brezkur
rallbilstjóri með mikla reynslu,
Kjartan J. Jóhannsson, Árni
Guðjónsson og Arinbjörn Kol-
beinsson.
Keppt verður i tveimur flokk-
um, fólksbila og jeppa. t fólks-
bílaflokki eru verðlaun kr. 50
þúsund og bikar, 30 þúsund og 15
þúsund og minnispeningur, en i
jeppaflokki 30 þúsund og bikar,
20 þúsund og 10 þúsund og minn-
ispeningur. —SHH
Frðmdu
bankarón
— áður en bankinn
tók til starfa
Brotizt var inn i nýtt útibú Iðn-
aðarbankans við Völvufell I
Breiðholti i nótt eða gærkvöldi.
Utibú þetta hefur þó ekki enn tek-
ið til starfa og þvi fátt verðmætt
að hafa.
Nýlega var hafizt handa viö að
innrétta húsnæði bankans og
misstu unglingar I nágrenninu
þar með eina af þeim nýbygging-
um, sem þeir hafa hitzt I á kvöld-
in.
1 innbrotinu i nótt hafði kross-
viðsplata verið mölvuð úr glugga
og tvöföld glerrúða, sem geymd
hafði verið inni I útibúinu, verið
brotin. Eyrnahlif, nokkru af nögl-
um og öðru smádóti var stolið.
—JB