Vísir - 25.04.1975, Side 6
6
Vlsir. Föstudagur 25. apríl 1975.
vísir
(Jtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Aíiglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 1X660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn; Slöumúla 14: Simi 86611. 7 llnur
Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Leiksýning í Portúgal
(
Þingkosningarnar i Portúgal i dag eru leiksýn- j
ing. Herinn leyfir stjómmálamönnum að setja j
sýninguna á svið en er nokkuð sama, hvemig \
henni lyktar. Herinn ætlar að ráða. (
Þetta minnir grátlega á þingkosningar, sem (
fóm fram i rikjum Austur-Evrópu eftir strið. /
Sovézki herinn leyfði stjómmálamönnum, sem j
ekki voru kommúnistar, að heyja kosningar. í \
slikum kosningum fengu bændaflokkar, (
jafnaðarmannaflokkar og aðrir lýðræðisflokkar j
miklu meira fylgi en kommúnistar. Fólk bað )
hvergi um kommúnisma i þingkosningum. Það (
skipti engu máli. Sovézki herinn sá til þess, að (
það vom kommúnistar, fulltrúar hans, sem völd- j *
in fengu. Jafnaðarmenn voru yfirleitt neyddir og \
sumir ginntir i alþýðufylkingu. Við völdum i öðr- (
um flokkum, sem verið höfðu andkommúniskir, j
tóku menn, sem fylgdu kommúnistum að málum. )
Enn eru viða i Austur-Evrópurikjum að nafninu (
til við lýði flokkar, sem heita bændaflokkar, (
kristilegir demókratar og svo framvegis, en j
kommúnistar stjóma þeim öllum. )
Portúgal er enn ekki svo ilía komið, þótt staða j
hersins i kosningunum i dag, sé talsvert svipuð \
stöðu sovézka hersins i Austur-Evrópu á sinum (
tima. Ef marka má skoðanakannanir i Portúgal, j
fá kommúnistar ekki mikið fylgi i kosningunum. )
Jafnaðarmenn, sem oft eru kallaðir sósialistar i (
fréttum, eins og rétt er, og annar hinna svoköll- (f
uðu demókrataflokka, eru taldir munu fá meira j)
fylgi en kommúnistar. Skoðanakannanirnar, sem \
voru gerðar fyrir nokkrum dögum, eru þó mjög (
vafasamur mælikvarði, þar sem mjög mikill j
hluti kjósenda virtist ekki hafa gert upp hug sinn )
og þar sem herinn hefur ekki farið dult með fyrir- \
litningu sina á stjórnmálaflokkunum og borið (
sumum á brýn að hafa átt aðild að samsæri hægri j
sinnaðra herforingja, sem fór út um þúfur fyrir )
skömmu. (
Portúgalar voru sárt pindir undir hægra einræði \
i nærri hálfa öld. Þjóðin fagnaði bylting- (
unni fyrir réttu ári, þegar liðsforingjar i hernum j
tóku völdin og lofuðu lýðræði. Þau loforð hafa )
verið svikin með þvi, að úrslit þingkosninganna i (
dag munu ekki ráða stjórn landsins. Valdamenn (
hersins eru, að minnsta kosti sem stendur, ekki (
taldir fylgjendur kommúnista. En þeir eru býsna j
langt úti á vinstri væng stjórnmálanna, eins og )
þjóðnýtingarstefna þeirra ber glöggt vitni. Þeir (
iáta einnig öfgamenn til vinstri komast upp með (
ofbeldi gagnvart lýðræðissinnuðum flokkum. Af j
yfirlýsingum margra ráðandi manna i hernum \
siðustu daga má helzt ráða, að þeir stefni að (
rauðu einræði, þótt það kunni að verða óháð j
Sovétrikjunum. En þvi má ekki gleyma, að her- )
inn er sundraður um þá afstöðu. Enn eru menn (
valdamiklir i hernum, sem i rauninni vilja standa (
við gefin fyrirheit um lýðræði. Enn er ekki um j
seinan að snúa við. Fyrirmyndin frá Aust- )
ur-Evrópu er ekki geðsleg. ((
Þess vegna verður að vona, að leiksýningin, )
sem fram fer i Portúgal i dag, verði áhrifamikil á (
þann veg, að þjóðin sýni herforingjunum, hvað j
hún vill, svo að ekki verði um villzt. )
— HH ((
LÍF KEISARANS
HANGIR Á
BLÁÞRÆÐI
Umsjón: G.P.
— sjö mónuðum eftir oð konn vor hrokinn fré völdum situr
honn fangi í höll sinni og bíður þess, að örlög hans verði róðin
heföu veriö ráöstafanir
til þess aö tryggja
öryggi gamla manns-
ins. Hann hélt þvl fram
þá, þegar hann svaraöi
spurningum sendiherr-
anna, aö herráðið heföi
aldrei látið flögra að sér
aö taka keisarann fyrr-
verandi af lifi. — Þetta
var viö það sama tæki-
færi, sem hann neitaði,
aö hin nýja stjörn hygð-
ist .þjóðnýta erlend
fyrirtæki, sem voru I
landinu.
Menn eru ekki lengur
vissir um, hversu vel
þeir megi treysta orð-
um þessa áhrifamanns,
því að siðan hefur
stjórnin látið þjóðnýta
ýmsar bankastofnanir
Eþiópiu og fjölda einka-
fyrirtækja, sem mörg
hver voru að hluta til I
eigu lítlendinga.
Fjórum dögum eftir
viðræðurnar við sendi-
herrana hélt Teferi
hershöfðingi blaða-
mannafund — þann
eina, sem hann hefur
haldið hingað til — og
lýsti þar fyrir frétta-
mönnunum, hvernig
einvaldurinn fyrrver-
andi hefði framiö fjölda
glæpa gegn þjóð sinni.
Hann bætti þvi við, að
þess vegna væri það al-
gert innanrikismál
Eþiópiu, hvað við
keisarann yrði gert.
Hann kvað það hljóta
að vera undir þjóðinni
komið hvort Haile Se-
lassie yrði látinn svara
til saka — Hins vegar lét
hann ósagt, hvernig,
nákvæmlega, þjóð
Eþiópiu ætti að ákveða
örlög gamla mannsins,
þegar öll starfsemi
stjórnmálaflokka er
bönnuð og hvers konar
mannsafnaður eöa
fundarhöld varða viö
hin nýju lög.
Þessi boðskapur
hugnast mönnum ekki
sérlega vel, þvi eftir af-
tökur embættismann-
anna 59 er mönnum
ljóst að grunnt er á
mildinni hjá nýju vald-
höfunum.
Til þessa hafa hinir
skynsamari getað haft
hemil á öfgasinnunum
og haldið aftur af þeim i
kröfum þeirra þar sem
þeir heimta höfuð
gamla mannsins. Þar
kenna menn áhrif vara-
formanns herráðsins,
Mengistu Haile-Mari-
am.
En undir siöustu
mánaðamót veittu
menn þvi eftirtekl, að
meira var farið að bera
á hinum varafor-
manninum, Adnafu
Abate, majór, sem
meira var hampað i
eþiópiskum blöðum.
Menn velta þvi fyrir
sér, hvort valdahlutföll-
in hafi breytzt og
Adnafu majór sé að ná
undirtökunum, en hann
nýtur stuðnings hinna
öfgasinnaðri.
Sjö mánuðum
eftir að þeir veltu
Haile Selassie
Eþiópiukeisara
frá völdum, eru
yfirmenn hersins
enn að karpa sin
á milli um, hvaða
örlög þeir eigi að
búa honum. —
Öfgasinnarnir
heimta stöðugt,
að hann verði
tekinn af lifi.
Þannig lýsa þeir, sem
komið hafa til Addis
Ababa á siðustu mánuð-
um, ástandinu innan
stjórnar hersins, sem
við tók, þegar hinn 82
ára einvaldur var hrak-
inn frá völdum i
september sl.
Af fyrstu fréttum af
byltingunni, sem hafði
farið fram án blóðsút-
hellinga, gerðu menn
sér vonir um, að hinir
nýju valdhafar færu til-
tölulega mildum hönd-
um um gamla manninn,
fjölskyldu hans og
stuðningsmenn, þ.e.a.s.
að þeir þyrmdu að
minnsta kosti lffi hans
og heilsu, þvi að naum-
ast verða það kallaðar
mildar aðfarir að koll-
varpa riki hans, sem
hann hefur stjórnað i
nær mannsaldur.
En keisarinn fyrrver-
andi, sem er nær
gleymdur af meirihluta
þjóðar sinnar rúmu
hálfu ári eftir að hann
hrökklaðist úr hásæti,
er hafður i haldi I einni
ibúðarálmu keisara-
hallarinnar, sem nú
hýsir aöalstöðvar her-
ráðsins.
Talsmenn her-
stjórnarinnar segja, aö
keisarinn sé við góða
heilsu og að honum liði
vel. Að hann njóti
ýmissa hlunninda, eins
og að hafa sinn einka-
matsvein, sem enginn
hinna 180 pólitisku
fanga geti státaö af. En
þeir sitja inni fyrir að
hafa stutt spillta stjórn
Haile Selassie, eftir þvi
sem herstjórnin segir.
Hvað eftir annað hef-
ur 120 manna herráðið
efnt til stormasamra
funda út af þvi, hvað
gera skuli við hinn af-
setta þjóðhöfðingja.
Hinir nýju valdhafar
gera litið að þvi að upp-
lýsa, hvað fram fari á
þessum fundum, en
þeim hefur þó ekki tek-
izt að halda öllu leyndu,
sem þar ber á góma.
Þannig hefur t.d. kvis-
azt út, að á fundum i
siðasta mánuði hafi þeir
orðið æ háværari, sem
krefjast þess, að keisar-
inn verði tekinn af lifi.
Að þessari óhugnan-
legu kröfu standa
einkanlega óbreyttir
hermenn og lægra settir
foringjar, sem sæti eiga
i herráðinu. Þeim er
ómögulegt að koma
auga á, hvaða tilgangi
það þjóni að láta Haile
Selassie halda lifi, þeg-
ar 59 embættismenn
stjórnar hans voru lif-
látnir i nóvember I
fyrra, eins og mönnum
mun tæpast úr minni
liðið.
Slikur grimmdar
hugsunarháttur stendur
eðlilega utan við skiln-
ing manna i hinum siö-
menntaða heimi. Gest-
komendur i Addis
Ababa hafa fengið að
heyra rökin fyrir þess-
ari kröfu, ef hægt er að
kalla það þvi nafni.
„Hinir ungu öfga-
menn segja einfald-
lega,” sagði einn
stjórnarerindreki af
Vesturlöndum, sem ný-
kominn er frá Eþiópiu:
„Hvaða gagn er að þvi
að höggva greinarnar af
rotnandi tré, en hrófla
ekki við sjálfum rótum
þess?”
Umheiminn hryllir
við tilhugsuninni um að
þau kunni að verða ör-
lög keisarans, sem naut
álits um heim allan og
virðingar. — Hinum
hófsamari meðal nýju
ráðamannanna er þetta
ljóst. Teferi Benti hers-
höfðingi, formaður her-
ráðsins, flýtti sér að
fullvissa hóp sendi-
herra, sem hann átti
viðræður við i desember
— þegar jólin voru á
næsta leiti, mestu
hátiðisdagar á
almanaki kristinna
manna — að gerðar