Vísir


Vísir - 25.04.1975, Qupperneq 12

Vísir - 25.04.1975, Qupperneq 12
12 Vísir. Föstudagur 25. aprll 1975. VINDSOR sófasettið Bjóðum þetta fallega sófasett á sérstaklega góðu verði, kr. 136.900.— Nú geta allir eignazt sófasett HÚSGAGNAHÚSIÐ Auðbrekku 61, Kóp. Simi 41694. Framl. trlfar Guðjónsson h.f. Fœst í flestum húsgagnaverzlunum landsins. Landbúnaðarráðuneytið. Staða tilraunastjóra sem jafnframt annist bústjórn við fjár- ræktarbuið að Hesti í Borgarfirði, er laus til umsóknar frá 1. júni n.k. Umsóknir sendist landbúnaðarráðu- neytinu fyrir 20. mai n.k. SELUR BÍLINN EFTIR AÐ HAFA SÉD REIKNINGINN FRÁ TRYGGINGUNUMH „Þegar ég sá reikninginn fyrir tryggingaiðgjaldið af bilnum minum setti ég samstundis auglýsingu i smáauglýsingar Visis þar sem billinn minn var auglýstur til sölu. Ég hef hreinlega ekki efni á að borga svona háan reikning,” sagði maður, sem leit inn á ritstjórn Visis. „Þaö er ósköp venjuleg fólks- bifreiB, tveggja ára gömul, sem ég á,” sagöi maðurinn. „Það sem tryggingarnar vilja láta mig borga fyrir hana er hvorki meira né minna en 57.204 krón- ur. I fyrra borgaði ég tæpar 28 þUsund krónur og fannst það nógu mikið. Samkvæmt minum Utreikningum ætti það ekki að vera nema tæpum tiu þUsundum meira sem ég ætti að borga eftir hækkun iðgjalda,” sagði þessi sárreiði bfleigandi. Hann viðurkenndi, að á sið- ustu tveim árum heföu eigin- kona hans og sonur þeirra vald- iðtveimur tjónum á bifreiðinni hvort. „Tvö þeirra voru bara óveruleg,” sagði maðurinn. „Af þeim tjónum, sem bifreiðin átti þátt I á slöasta ári, þurfti ég að sjálfsögðu að borga lögboðna sjálfsábyrgð. Urðu þaö samtals 19.500 krónur. Þar með taldi ég mig vera bUinn að borga minn skammt. Það kom mér þvi óþægilega á óvart, að trygging- arnar skuli geta haldið áfram að plokka af mér peninga vegna þessara tjóna, eins og mér virð- ist verið að gera nUna.” Allt á sér slna skýringu, en trUlega kemur svarið við hinum háa reikningi tryggingafélags- ins flestum á óvart. Eða skyldi það vera á allra vitorði, að til er nokkuð sem nefnist „refsiið- gjald”? Refsiiðgjald leggst á iðgjald þeirra bifreiða, sem tjóni hafa valdiö. Þaö sem áöúrnefndur bifreiðareigandi virðist vera að borga I refsiiðgjald mun vera um 40 prósent álagning á venju- legt iðgjald. Samkvæmt upplýsingum Tryggingaeftir- litsins getur sllkt refsiiðgjald orðiö allt að 160 prósent álag á iðgjald bifreiða. Þess má að lokum geta, að maöurinn, sem kom að máli við Vísi, fékk kaupanda að bil sin- um sama dag og auglýsing hans birtist I blaðinu. ,,NU fer ég með strætó I vinnuna eftirleiðis. Ekki ná tryggingarnar til min þar,” sagði hann um leið og hann kvaddi. -ÞJM Gekk ekki alveg sársaukalaust jjgl — fjöldaklippingar í Þjóðleikhúsinu „Það gekk ekki alveg sárs- aukalaust fyrir sig,” sagði Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri um hárklippingarnar miklu, sem fram fóru I Þjóðleik- húsinu á einni æfingu á Silfur- tunglinu. Silfurtunglið gerist I kringum 1950og þá var önnur hárgreiðsla heldur en tiðkast i dag. Það var þviekki um annaö að ræða en að ná I rakara og láta hann skera talsvert af hári um 10 leikara. Var þetta gert á meðan á æfingu stóð og höfðu menn hið mesta gaman af að sjá leikar- ana svona vel snyrta. Silfurtunglið var frumsýnt I gær, sumardaginn fyrsta. A myndinni sjáum við m.a. Guð- mund Magnússon, Erling Gisla- son, Þórhall Sigurðsson, Sig- mund Om Arngrímsson o.fl. — EA/ljósm. Bj.Bj. íslenzkir poppunnendur í hópferð á hljómleika á Wembley-leikvangi Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs, kemur Múhameð til fjallsins. Gamalt máltæki, sem Islenzkir poppunnendur hafa I huga þegar þeir efna til hóp- ferðar á Wembley-leikvanginn I Lundúnum. Þar gefst þeim tækifæri til að sjá samankomna á einum hljómleikum I júnl m.argar af stærstu poppstjörn- urti veraldar. Stórstirni, sem er tsépast hægt að gera sér vonir um að fá hingað á hljóntleika. „Við höfum fengið aðra þotu Aír Vikingtil þessara flutninga, en hún tekur 150 manns,” sagði Örn Petersen, en hann veitir forstöðu Klúbb 32, sem stendur fyrir hópferðinni til London. „Þetta verður fjögurra daga ferö,” hélt Orn áfram. „Hljóm- leikarnir á Wembley standa i heilan dag, en auk þess að fara á þá hljómleika verður farið i nokkra klúbba, sem bjóða upp á tónlist og stemmningu fyrir ungt fólk. Verða væntanlega fengnir tveir Islenzkir poppar- ar, sem starfandi eru i London, til að veita hópnum leiðsögu.” „Sá frægi Elton John hefur átt einna stærstan þátt i undir- búningi Wembley-hljómleik- anna, en auk hans munu koma fram bæðibrezkar og ameriskar hljómsveitir, sem eiga sér marga aðdáendur hérlendis sem annars staðar,” sagði Orn. Og hann taldi upp nokkur nöfn: „Eagles, Beach Boys, Rufus, Dobbie Brothers, og Kiki Dee Band. Einnig verða þarna Steve Wonder og Joe Walsh.” Um aðrar ferðir Klúbbs 32 hafði Orn það að segja, að tals- vert væri þegar bókað og enn fleiri fyrirspurnir verið gerðar. „Það má búast við að fjörið eigi eftir að aukast enn að mun i bókunum eftir að prófum er lok- iö og skólakrakkarnir hafa tryggt sér sumarvinnu,” sagði Örn. Klúbb 32 hefur tryggt sér húsaskjól fyrir hópa sina á þeim hótelum á Costa del Sol og Mallorca, sem eru eingöngu ætluð ungu fólki á aldrinum 18 til 33 ára. ,,Á Costa del Sol bjóð- um við upp á Hótel Flamingo, sem stendur við la Noga Lera, en á Mallorca er það hótel sem heitir Club 33,” sagði örn. — ÞJM

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.