Vísir - 25.04.1975, Síða 13
Vísir. Föstudagur 25. apríl 1975.
13
KRAFTAVERK í LOURDES: I IW
Lœknaðist ó þrem
dögum af ólœkn-
andi sjúkdómi
gengið um göturnar og fariö með
bömin min i skemmtigarðinn. Ég
dvaldi svo mörg ár á sjúkrahús-
um og kveið næsta degi, vegna
þess að ég hefði enga von um að
lifa nokkurn tima eðlilegu lifi. Sá,
sem ekki hefur þjáðst, veit ekki
hvað það er ólýsanleg gleði sam-
fara þvi að geta aftur lifað eðli-
legu lifi.
Sumar konur hafa andstyggð á
heimilisstörfum og öskra á börnin
sin, þegar þau sóða út. Ég geri
það ekki. Mér þykir vænt um aö
sjá pjönkur barnanna minna
liggja á við og dreif um húsið og
vita, að ég get beygt mig eftir
þeim.”
Elisa segir, að fólk stöðvi hana
oft á götunni til að fá að heyra
furðulega sögu hennar. Hún hefur
ekki á móti þvi.
„Hver dagur er mér gjöf,” seg-
ir hún. „Þegar maður hefur
þjáðst mikið, er dásamlegt að
endurheimta lifið.”
Elfsa A.loi Vacarelli með börnin sin fjögur — sem hún átti
aldrei að geta eignazt.
f 10 ár þjáðist Elísa Aloi
Vacaralli af háskalegum sjúk-
dómi, sem tærði bein hennar og
gerði það að verkum, að hún var
ÖII i kaunum. Læknavisindin
gerðu það, sem I þeirra valdi stóð,
en ekkert kom að gangi.
t örvæntingu sinni fór hún til
kraftaverkalindanna i Lourdes.
Þá gat hún ekki gengið, hafði há-
an hita og var i gifsi, allt nema
hendur og andlit. Innan fárra
daga vár hún heil.
Kraftaverk? Að minnsta kosti
mátti spretta af henni gifsinu og
hún gat haldið heil út i lifið á ný.
Elisa Aloi Vacaralli er siðasta
kraftaverkið, sem Vatfkanið hef-
ur viðurkennt frá Lourdes. Bót
meina sinna fékk hún árið 1958 en
það tók Vatikanið sjö ár að
sannfærast um, að þarna hefði
orðið kraftaverk.
Federico Alessandrini prófess-
or, blaðafulltrúi Vatikansins,
sagði, að Vatikanið færi mjög
varlega i að viðurkenna krafta-
verk. Staðfesting á þeim gæti tek-
ið allt upp i mannsaldur.
Elisa efaði aldrei sjálf, að guð
hefði sjálfur gert á henni krafta-
verk. „Vegna þess að ég var i
gifsi og gat þess vegna ekki baðað
mig I hinni helgu laug, fékk ég
sprautur með vatni úr henni,”
sagði hún. „Við 4. sprautuna
fann ég til einkennilegrar hita-
tilfinningar og ákafrar gleði.
Ekkert getur jafnazt á við
andartakið, þegar læknirinn tók
af mér gifsið, sem ég haföi borið i
nærri fimm ár. Þó ég hefði verið
lömuð i mörg ár, voru vöðvarnir i
fótunum heilir. Og þótt hægri fót-
ur minn hefði verið fjórum
þumlungum styttri, þegar ég kom
til Lourdes, voru þeir báðir jafn-
langir, þegar ég sneri þaðan.
Ég var endurfædd við 27 ára
aldur. Það var dýrðleg tilfinning.
Læknirinn, Leonardo Zappala
frá Messina, fylgdi Elísu til
Lourdes. Hann hefur látið svo um
mælt, að útilokað væri, að bati
hennar stafaði af nokkurri þeirri
læknismeðferð, sem mönnum
væri kunn.
Báðir foreldrar Elisu létust,
þegar hún var ellefu ára gömul.
Sex árum seinna veiktist hún af
beinaberklum og átti i þeim
veikindum i tiu ár, þar til þeim
lauk með kraftaverki.
„Þegar ég var 22ja ára”, sagði
hún, „var ég öll i kaunum hægra
megin og á vinstra fæti. Ég var
skorin upp fimmtiu og fjórum
sinnum, en ekkert stoðaði. Loks
var ég sett i gifs, svo ekkert stóð
út úr nema handleggirnir og höf-
uðið. Sárin voru meðhöndluð
gegnum þar til gerð op á gifsinu.”
I júni 1957 fór Elisa fyrst til
Lourdes. Sú ferð bar engan
árangur. „En i júni næsta ár fór
ég aftur, og á þriðja degi hætti að
vætla úr sárum minum. Á fáein-
um dögum varð ég alheilbrigð.”
Nú er Elisa hamingjusöm fjög-
urra barna móðir og eiginkona
lögreglumanns i Messina á Sikil-
ey.
„Læknarnir sögðu mér að ég
myndi aldrei eignast börn. En
sjáið nú bara rollingana mina,”
sagði Elisa og benti á barnahjörð-
ina. „Mér finnst kannski mesta
kraftaverkið að eiga f jölskyldu og
fá að horfa á börnin sin vaxa úr
grasi.
Ég er afar þakklát fyrir hvers-
dagslega hluti, svo sem að geta
Félög með þjálfaö starfslið í þjónustu við þig
Sjötíu sinnum
íviku
Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs i
áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða
i Evrópu og Bandaríkjunum.
Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið
ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust.
En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það
þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost.
Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og
3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga meö
langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar,
Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á (slandi.
500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum
okkar í 30 stórborgum erlendis.
Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis.
Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki
þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni,
þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur
framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem
stunda reglubundið flug, og fjölda hótela.
Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir
og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér
finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi-
legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur
af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða
annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo
mætti verða.
^ÍUGfélac LOFTLEIBIR
ISLAJVDS