Vísir - 26.04.1975, Síða 4

Vísir - 26.04.1975, Síða 4
4 Visir. Laugardagur 26. april 1975. o Sr. Magnús Guðmundsson: MILLI HATIÐA Oft er talað um tímann milli hótíða hjó oss i Oft er talað um timann milli hátiðanna hjá oss Islendingum og þá átt viö vikuna frá jólum og fram að nýári. Um þann tima má þó meö sanni segja að svo til hver dagur sé hátíð. í framhaldi af hátið kirkjunnar kemur hátiö heimilanna, hátiö fjölskyldunnar. Þann tima, sem nú stendur yfir, timabilið milli páska og hvitasunnu, má með sanni einnig kalla timann milli hátiða. A sunnudögunúm eftir páska horfum ver aftur til hátiðar upprisunnar, sem er frumhátið kirkjunnar og hin mikla sigurhátið hennar, en jafnframt fram til nýrrar hátiöar, hvitasunnunnar, hátiðar andans. Milli jóla og nýárs voru aðeinssjö dagar en nú er lengra á milli hátiða. Þegar hvitasunnan gengur i garðeru liðnir 7 sinnum 7 dag- ar frá páskum og fimmtugasti dagurinn er hvitasunnudagur- inn. Hversu ólikur er undan- fari þessarar siðustu hátiðar kirkjuársins miðað við hinar stórhátiðirnar tvær, jólin meö aðventuna sem undirbúnings- tima og páskarnir með föstuna, en þriðja stórhátiðin, hvitasunnan, hefur engan slikan undirbúningstima. Hvers vegna? Þaö kemur til af þvi að litiö var á allan timann milli páska og hvitasunnu sem samfellda hátið, hina miklu gleöidaga kirkjunnar. Þetta sjáum vér glöggt ef vér kynn- um oss efni og yfirskrift sunnudaganna eftir páska. A 3. sd. e. páska lesum vér t.d. að taka þessi orö Drottins I guðspjallinu: Innan skamms munuð þér sjá mig og hjarta yðar mun fagna og enginn mun taka fögnuð yðar frá yður (Jóh. 16). í samræmi við þessi orð er yfirskrift dagsins: fagnið. Efni næstu sunnudaga felkíri sama farveg: A 4.sd. e. páska er yfirskriftin: syngið og 5. sd. e. páska: biðjiö. II. Eitt var það sem læri- Súðavikurkirkja Þegar þorpiö Súðavlk hafði verið gert að verustað prestsins I ögurþingum, var hafizt handa um að reisa þar kirkju. Var hún að mikiu leyti byggö af efni úr Hesteyrarkirkju, en það pláss var þá komiöi auðn. Súöavlkurkirkja var vigð af biskupi á páskum 1963 og höfðu henni þá borizt ýmsar góðar gjáfir bæði kirkjugripir og. peningar. Súðavikurkirkja er smekklegt og viðkunnanlegt guðshús. Hún tekur um hundrað manns I sæti. ögurkírkja sveinar Jesú gátu aldrei hugsað sér: að verða viðskila við meistara sinn, ekki einu sinni skamma stund. En svo gerðist þetta ótrúlega, sem þeir höfðu innst inni óttazt, en þó aldrei þorað að reikna með I raun og veru, að Drottinn var frá þeim tekinn og litla hjörðin hans tvistraöist. Sumir lögðu blátt áfram á flótta frá Jerúsalem, borg sorgarinnar og dauðans, sbr. Emmaus- lærisveinana, sem sagt er frá i Lúk. 24. En viðskilnaðurinn stóð skamma stund. Þeir sem voru á flótta sneru við og sögðu: Kristur er upprisinn. Og þeir fengu svarið: Kristur er sannarlega upprisinn. En Kristur birtist ekki aðeins ein- um eða tveim lærisveinum, hann birtist mörgum i senn. Og áhrifunum af þessum sam- fundum er lýst i einni setningu, sem segir meira en lagt mál, og er á þessa leið: Lærisveinarnir urðu glaðir er þeir sáu Drottin. (Jóh. 20:21) Sú gleöi, sem þeim veittist, vék ekki frá þeim og hana megnaði ekkert að yfirbuga. Hvar sem leiðin lá fluttu þeir gleðiboðskapinn um sigur hins upprisna og boðuðu Guðs orð meö djörfung. III. Boðskapur þeirra byggðist á þeirri sannfæringu að hinn upprisni og lifandi Drottinn væri þeim nálægur: Hvar sem tveir eða þrir eru saman- komnir I minu nafni, þar er ég mitt á meöal þeirra. (Matt. 18:20) Til þess að tákna návist Drottins i kirkjunni dagana fjörutiu frá páskum til uppstigningardags var oft kveikt á páskakertinu en það var sett I stóran stjaka að norðanverðu við altarið (guðspjallsmegin) Kristur er ekki lengur sýnilegur á meðal vor en ljósið minnir á hann sem er ljós heimsins. Þegar vér komum saman i kirkjunni og virðum fyrir oss ljósin, sem þar loga, þá segja þau oss ekki aðeins: Kristur er nálægur. Þau lýsa fram á veginn til lands upprisunnar þar sem Kristur biður vor. „Innan skamms munuð þér sjá mig og hjarta yðar mun fagna.” A gleöidögunum eftir páska er þetta boðskapurinn sem býr I hjarta hins kristna pilagrims: Fagniö og syngið fyrir Drottni sem sigraö hefur vald dauðans og opnað oss veginn til eilifa lifsins. Þrír höfðingjar i Ögri. Svo er talið, að kirkja hafi veriö reist i ögri við isafjaröar- djúp i öndverðri kristni þótt aídrei hafi verið þar fast prests- setur frekar en I öðrum þinga- brauðum. Hins vegar hefur ögur löng- um veriö höfðingjasetur og við það tengd mikil saga. Þar bjó Björn sýslumaður Guðnason, sem lengi deildi við Stefán biskup og fylkti allt að 400 manna liði á svonefndum Sprengi i ögurtúni, er biskup sótti hann heim með 300 manns sumarið 1517. Ariö eftir létust þeir báðir biskup og Björn. Þessvegna segir dr. Forni i kvæði sinu um þessa atburði: Fyrir þeim annað leiðin lá, lokiö var beggja ráðum — ég trúi að bráðum tæki þá I taumana fyrir báðum rammari önnur rögn er stundum lækka rekka róm og rostanum drepa i þögn. Kvaddir á efsta konungsdóm þeir koma með öll sin gögn. Annar höfðingi I ögri var Magnús Jónsson prúöi, hið skörulegasta yfirvald og allra manna glæsilegastur, hafði jafnan með sér 4 tugi vopnaðra manna. Þótti ungum mönnum Ibúöarhúsiö i ögri. mikill heiöur aö vera þar I sveit. Magnús prúði var mjög auðugur að fé og einkar vinsæll af allri alþýðu vegna höföingsskapar og örlætis. Um hann kvað sr. Ólaf- ur Halldórsson: Virti hann meira vini en auð, vænstu hélt þvi dæmi frá honum fór engin höndin snauð til hans þó fátæk kæmi Ari sonur Magnúsar bjó I ögri 1620-52. Þegar hann fór að biðja sér konu hélt hann norður til Hóla meö 18 sveina, sem allir riðu hvitum hestum. Gerði hann þar bónorð sitt til Kristinar Guðbrandsdóttur biskups Þor- lákssonar. Ræddust þeir biskup við utan dyra. Þegar Ara fannst ekki nógu skjótt tekið bónorðinu reið hann þegar i brott. Kristin hafði staðið við glugga og virt komumenn fyrir sér. Er hún frétti um erindi þeirra fékk hún föður sinn til að senda eftir Ara, sem sneri aftur til Hóla og féll þá allt i ljúfa löð. Ari var hinn stórbrotnasti höfðingi og svo héraðsrikur, að hann var talinn einvaldur yfir öllum Vestfjörðum um sina daga, en kunnastur er hann fyrirvig Spánverja i Æðey 1615. Mynd þeirra ögurhjóna, Ara og Kristinar var lengi i ögur- kirkju, nú á Þjóðminjasafni. Altarisklæðið A þessari mynd sést vel altariö i ögurkirkju. A þvi er útsaumaður altarisdúkur. Lára Hafliöadóttir frá ögri, fulltrúi I félagsmálaráðuneytinu, hefur sagt Kirkjusiðunni svo frá, aö eitt sinn — það mun hafa veriö nokkru eftir aldamótin — fékk Halldóra í Ögri (f. 1877) slæmt fingurmein. — Þá var langt til læknis að leita og ekki þekkt meðui viö slikum meinum svo sem nú er. Halldóra hét á kirkjuna að sauma henni altarisdúk ef hún yrði heil af handarmeininu. Er hún liafði gert áheitið tók henni að batna og náði sér að fullu innan tiðar. Skömmu siöar hóf hún að sauma út altarisklæðið. Var það bæði vandað og vel gert og entist ögurkirkju sem altaris- dúkur um áratugi. Höfundur hugvekju Kirkju- siðunnar i dag cr sr. Magnús Guðmundsson frá Grundar- firði. Hann er Reykvikingur f. 1925, stúd. 1945, kand. theol. 1950 og vigöist sama ár, þ. 30. júli, sóknarprestur til Ögurþinga v. tsafjarðardjúp. Þar var hann prestur 14 ár og sat i Súöavik. Þá fékk hann Setberg (Grundarfjörö) og var þar prestur unz hann fluttist á s.l. ári til Reykja- vikur. Kona sr. Magnúsar er Aslaug Sigurbjörnsdóttir úr Reykjavik. ögurkirkja Kirkja sú, sem nú er i ögri, var reist 1859 af Þuriði Ólafs- dóttur og Hafliða Halldórssyni. Hún kostaði næstum þúsund rikisdaii. ögurkirkja hefur alitaf verið eign ögurbónda og mun svo enn. E.t.v. er hún sú eina, sem enn I dag er eign kirkjubónda. Um 30 árum síðar var hún endurbætt mikið af Þuri'ði og seinni manni hennar Jakob Rósinkarssyni um likt leyti og hann reisti hús það i ögri, sem enn stendur og var á sinum tima stærsta hús i sveit á Islandi. Eftir þá viðgerð þótti Ögur- kirkja með snotrustu sveita- kirkjum og heldur sér ennþá, þrátt fyrir sinn háa aldur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Merkustu gripir, sem þessu guöshúsi hafa tilheyrt, eru altaristafla af alabastri flæmsk að uppruna frá siðari hluta 15. aldar, llkl. gefin af Bimi Guönasyni og mynd af þeim hjónum Ara Magnússyni og Kristinu Guöbrandsdóttur, Þor- lákssonar biskups. Þessir gripir eru nú báðir i Þjóðminjasafni. Um það segir I biskupsvisitaziu (Hallgr. Sv.) frá 1876, að hin nýja prýðilega altaristafla (sú sem nú er i kirkjunni) hafi fyrir fáum árum fengin verið fyrir gamla altarisbrik og ýmsa aðra forna muni frá kirkjuni þ.á m. sér ilagi mynd af Araiögri.Og i siðustu biskupsvisitaziu kemur Ari enn við sögu, þvi að þá er þess getið, að á framgafli noröan dyra sé mynd af Ara og konu hans máluð eftir frummynd i Þjóðminjasafni, gefin kirkjunni á aldarafmæli hennar af sr. Jóni Auðuns dómprófasti. Þegar Þórhallur biskup visiteraði i ögri 15. júli 1913 get- ur hann um skirnarfont stóran og gerðarlegan, sem mjög hafi verið falazt eftir ,,og kunni biskup eigendum þökk fyrir að hafa ekki fargað.” Þótt margt fleira megi segja um ögurkirkju og gjafir til hennar, bæði i vinnu og góðum gripum, verður þetta látið nægja. Enn á hún góða vini, sem láta sér annt um hana, þótt mjög hafi fækkað i söfnuði hennar frá þvi, sem áður var. Nú búa i ögri Halldór Hafliða- son og kona hans Maria Guðröðsdóttir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.