Vísir - 26.04.1975, Síða 6

Vísir - 26.04.1975, Síða 6
6 Vísir. Laugardagur 26. april 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. JóhannesTön Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Símar 11660 86611 Afgreiósla: Hverfisgötil 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Áfall á áfall ofan | Þeir, sem óttast eitrun af völdum ryks frá // væntanlegri kisiljárnverksmiðju i Hvalfirði, geta !/ nú þegar farið að biðja fyrir sér, þvi að þetta ryk )) er hugsanlega komið i tún um allt Island! \\ Rykið frá nýjustu kisiljárnverksmiðjunni i (/ Noregi er nefnilega bundið i saltpétursáburð, // sem seldur er þar innanlands, og til útlanda, þar )) á meðal til íslands. (( Rykið frá slikum verksmiðjum er þvi ekki að- \( eins meinlaust, eins og stuðningsmenn Hval- // fjarðarverksmiðjunnar hafa haldið fram, heldur / beinlinis hollt fyrir gróður, úr þvi að það er notað ) i áburð. ( Þessar fréttir eru ekki eina áfallið, sem and- ( stæðingar kisiljárnverksmiðjunnar hafa orðið / fyrir að undanförnu. Enda má sjá af þeim sót- ) röftum, sem eru á sjó dregnir i þeim herbúðum ) um þessar mundir, að flótti er brostinn i liðið. ( Nýjustu rökin úr þeirri átt eru, að útbreiddir / séu sjúkdómar eins og krabbamein og hjarta- ) áfall, sem sumpart eigi sér ókunnar forsendur. ( Ein þeirra forsenda gæti hugsanlega verið tilvera / kisiljárnverksmiðja. Þar sem næstum ókleift sé ) að sanna nokkuð af eða á i þvi efni, sé vissara að ) reisa ekki verksmiðjuna margumræddu i Hval- ( firði! /i Rökrétt framhald af þessari varfærni væri að / leggja niður allt atvinnulif i landinu, bæði likam- ) lega vinnu og skrifstofuvinnu, þar sem ókleift sé ( að sanna, að menn fái ekki krabbamein eða / hjartaáfall af hverrí þeirri atvinnu, sem menn ) geta talið upp. ) Eftir ýtarlega athugun verksmiðjumálsins ) bæði hér heima og i Noregi hefur Náttúru- ( verndarráð komizt að þeirri niðurstöðu, að verk- ( smiðjuna megi reisa. Þessi niðurstaða er annað ) áfallið, sem andstæðingar verksmiðjunnar hafa ) orðið fyrir á skömmum tima. y Náttúruverndarráð segir rykið frá slikum ( verksmiðjum meinlaust en hvimleitt. Það leggur (/ þvi til, að rykið verði siað og bundið eins og farið ) er að gera i hliðstæðum verksmiðjum i Noregi. ) Ráðið leggur til, að öllum þekktum mengunar- ( vörnum verði beitt i Hvalfjarðarverksmiðjunni / og að lifrikisathuganir fari fram á svæðinu bæði ) áður og eftir að verksmiðjan tekur til starfa. Allt ) er þetta sjálfsagt mál. ( Enn eitt áfall þeirra, sem staðið hafa fyrir ) móðursýkisskrifum og -ræðum um kisiljárnverk- ( smiðjuna, er, að i ljós hefur komið, að afstaða ná- ( grannanna til verksmiðjunnar er önnur en þeir ) hafa haldið fram. ) ( Fyrst samþykkti verkalýðsfélagið á Akranesi ) vinsamlega ályktun i garð hinnar fyrirhuguðu ) verksmiðju. Og siðan skrifaði meirihluti kjós- ( enda i þeim tveim hreppum, sem næstir eru verk- l smiðjunni, undir ályktun, sem einnig er vinsam- ) leg i garð verksmiðjunnar. ( Barátta undanfarinna ára um kisiljárnverk- ) smiðjuna er afar lærdómsrik. Þjóðin hefur séð ( úlfalda gerðan úr mýflugu i mengunarumræðun- / um og getur þvi betur varað sig næst, þegar ný ) verksmiðja verður á dagskrá. Þá verður erfiðara ) að æsa fólk upp af tilefnislausu. Menn munu þá ( rifja upp fyrir sér hinn fullkomna ósigur móður- ) sýkismanna i máli Hvalfjarðarverksmiðjunnar. )) -JK ( Japanir teknir við íslenzka sendiráðið — nú árás á hið þýzka Þýzku skœrulið- arnir vinna með þeim japönsku Þeir eru markvissir i hermdarverkum, skæru- liðarnir, sem tóku sendiráð Vestur-Þýzka lands í Stokkhólmi herskildi. Þetta eru stjórnleysingjar, sem hafa svarið þess dýr- an eið að kollsteypa lýð- ræðiskerfinu i Vestur- Þýzkalandi. Síðan þeirra var fyrst getið í fréttum, 1970, hafa þeim verið kennd banka- rán, sprengjutilræði og mannrán i ríkum mæli. Fjórir af foringjum flokks þessa, sem þó er nokkuð sundrað- ur, eru i fangelsi i Stuttgart og biða dóms fyrir ákærur, sem meðal annars ganga út á morð og morðtilræði. Margir aðrir félagar hópsins eru i fangelsum viðs veg- ar um Vestur-Þýzkaland. Flokkur stjórnleysingja þess- ara kallar sig „Rauðu herdeild- ina” eða eitthvað á þá leið, en i þýzkum blöðum og viðar er hann frekar kenndur við leiðtoga sina, Andreas Baader, sem hefur verið dæmdur fyrir ikveikjur, og Ulrike Meinhof, sem er móðir tvibura, sem ber litil merki móðurhlut- verks. Þau Baader og Meinhof hafa verið alræmd fyrir ólikleg- ustu hermdarverk, og þau eiga enn eftir að svara til saka i Stutt gart fyrir sumt af þvi. Hins vegar er „andlegur for- ingi” hreyfingarinnar, eins konar „Göbbels” á sina visu, gáfaður lögfræðingur frá Vestur-Berlin, Horst Mahler. Hann nýtti mikla hæfileika sina i að skipuleggja hreyfingu stjórnleysingjanna. Fyrir tveimur árum dæmdi dóm- stóll i Vestur-Þýzkalandi hann i tólf ára fangelsi fyrir skipulagn- ingu á skæruliðum i stórborgum landsins og þátttöku i þremur bankaránum. Fyrirmynd i Suður-Ameríku Stjórnleysingjahreyfingin er oft talin tilheyra „nýju vinstri hreyfingunni”, sem litur á kommúnistaflokka sem ihald. Baader-Meinhof-liðið var fyrst sakað um hermdarverk árið 1970, þegar flokkur manna réðst með rjúkandi byssum inn i háskóla- bókasafnið i Vestur-Berlin og leysti foringja sinn, Baader, úr klóm lögreglu, en hann hafði fengið leyfi til að lesa undir próf undir eftirliti lögreglu, þá þegar sekur um afbrot, þótt ekki væri i jafnstórum stil og siðar varð. Sextugur starfsmaður háskól- ans særðist i þetta sinn. Andreas Baader og árásarmennirnir hurfu sporlaust. Þeir reyndust flestir vera komnir úr vel stæðum milli- stéttarf jölskyldum. Þá um haustið voru rán framin i tveimur bönkurri i Vestur-Berlin og hreyfingunni um kennt. Lög- fræðingurinn Máhler var fangelsaður fyrir aðild að þessum ránum. Við vitum ekki samhengið, en lögreglan telur, að japönsku skæruliðarnir, sem voru teknir utan við islenzka sendiráðið (sem örin sýnir, hvar er til húsa), séu bandamenn vestur-þýzku Baad- er-Meinhof-skæruliðanna. Hreyfingin dreifði þá bæklingi, þar sem hvatt var til vopnaðrar andstöðu við stjórnvöld, nokkuð i likingu við það, sem svonefndir borgaskæruliðar i Suður-Ameriku höfðu gert. Fyrirmyndin virtist sótt til Suður-Ameriku. Borga- skæruliðar eru að þvi leyti frá- brugðnir hinum „venjulegu” skæruliðum, að þeir hafast ekki við i torsóttum fjöllum eða skóg- um, heldur fara huldu höfði um borgir. Lögreglan reyndi að svæla skæruliðana úrgrenjum sinum og urðu nokkrar skotorrustur, þar sem mörg ungmenni og einn lög- regluþjónn biðu bana. Þetta gerð- ist árin 1971 og 1972. Reiðubúnir að fórna lífinu Stjórnvöld i Vestur-Þýzkalandi telja, að Baader-Meinhof hreyfingin hafi borið ábyrgð á sprengjutilræði i aðalstöðvum bandariska hersins i Heidelberg snemma ársins 1972. Þá biðu fjór- ir bandariskir hermenn bana. Lögreglan herti þá á manna- veiðum sinum, og henni tókst að lokum að klófesta þá, sem hún, taldi tilheyra „kjarnanum” i hreyfingunni. Foringjarnir hafa i fangelsun- um farið i hungurverkfall og sak- að fangaverði um pyntingar og að hafa haldið þeim i einangrunar- klefum. Einn þeirra, Holger Meins, lézt 9. nóvember siðastlið- inn eftir hungurverkfall, þar sem matnum var dælt i hann nauðug- an. Það var i hans nafni, sem sendiráðið i Stokkhólmi var tekið. Þau sem það gerðu kölluðu sig „hersveit Holger Meins”. Formaður hreyfingarinnar Amnesty International, séra Paul mmmm Umsjón: HH. Ostreicher, sagði i grein i brezka blaðinu Sunday Observer i sið- asta mánuði, að hann efaði ekki, eftir viðtöl við fulltrúa stjórn- leysingjanna þýzku, að þeir teldu sig krossfara i baráttunni við auðvaldsskipulagið og þeir væru reiðubúnir að láta lifið fyrir mál- staðinn. Þessi ofstækisfulla „siðgæðis- hugmynd”, sem stjórnleys- ingjarnir teldu sig fulltrúa fyrir, sækti eldsneyti i hatur á þeim, sem þeir teldu viðhalda kerfi, er byggðist á þvi að arðræna hina fátæku og svöngu I veröldinni. Hversu fráleit , sem almenningi þætti sú skilgreining, þá litu stjórnleysingjarnir á sig sem krossfara, hermenn, en ekki sem glæpamenn, sagði Ostreicher. Þúsund vitni Réttarhöld yfir fjórum foringj- um hreyfingarinnar i Stuttgart i næsta mánuði verða vafalaust einhver hin áhrifamestu i dóms- sögu Vestur-Þýzkalands. Mikill öryggisvörður verður til- kvaddur til að gæta laga og reglu við hin æsilegu réttarhöld. Það hefur kostað yfir hálfan milljarð króna að útbúa sérstaka álmu við fangelsið fyrir dómshús. Um þús- und vitni verða til kvödd og um 70 sérfræðingar munu koma fyrir réttinn sem vitni. Hugmyndir hafa komið upp um samtök milli Baader-Meinhof flokksins og hins japanska „Rauða hers”, skæruliða, sem þeir tveir Japanar, sem voru teknir utan við sendiráðsbygging- una, þar sem islenzka sendiráðið er til húsa, munu hafa verið félagar i. Talsmaður lögreglunn- ar sagði i siðasta mánuði, að sér- stök öryggisgæzla hefði verið á flugvellinum i Stuttgart vikum saman, eftir að frétzt hefði, að japanskir skæruliðar hygðust gera árás þar. Um svipað leyti sagði i skýrslu bandarisku flug- málastjórnarinnar, að tuttugu og tveggja manna deild „Rauðá hersins” japanska ætlaði að reyna að hleypa upp réttar- höidunum yfir foringjum Baader- Meinhof flokksins. Eins og menn muna ráku Sviar úr landi i siðasta mánuði Japan- ana tvo, sem teknir voru við byggingu sendiráðanna i Stokk- hólmi. Voru þeir sendir japönsku lögreglunni. Þá er óþarft að minna á að stjórnleysingjar, sem eru úr ein- um anga þessarar hreyfingar, rændu leiðtoga kristilegra demó- krata i Vestur-Berlin fyrir skömmu og fengu nokkra félaga sina leysta úr haldi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.