Vísir - 26.04.1975, Side 9

Vísir - 26.04.1975, Side 9
Visir. Laugardagur 26. aprll 1975. 9 FÉLAGSMÁUN HAFA FORGANG HJA ORTIZ-PATINO Fyrírliöi Svisslendinganna, sem spila munu I boöi Bridgefé- lags Reykjavikur dagana 2.-9. mal, er J. Ortiz-Patino. Ortiz er auömaður (koparnámur), sem hefur látið mikiö til sln taka I fé- lagsmáium bridgesamtakanna. Hann er I stjórnum eftirtalinna bridgesamtaka: Varaforseti I stjórn Alheimssambandsins Varaform. I áfrýjunardómstól Aiheimssambandsins Fyrir Sviss hefur hann spilað á 12 Evrópumótum og 3 Oiympiumótum og hann er út- nefndur heimsmeistari meö 54 punkta. Svissneska bridgesambandsins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Þaö er liklegt, aö Ortiz muni kanna vel alla keppnisaðstöðu hérlendis, þvi til greina kemur, að Bridgesamband Islands muni sjá um Evrópumót á Is- landi I náinni framtið. Fjórði Svisslendingurinn er Tony Trad. I fyrra vann hann sér heimsmeistaratitil i para- keppni, en annárs hefur hann keppt i landsliði þriggja landa: þrisvar fyrir Egyptaland, einu sinni fyrir Libanon og fjórum sinnum fyrir Sviss á Evrópu- móti. Trad er alþjóðlegur meistari og hefur 49 stig. Hann er aðeins 42 ára. Fimmti Svisslendingurinn er Halit Bigat, tyrkneskur aö upp- runa. Hann spilaði á þremur Evrópumótum fyrir Tyrkland, en hefur nú verið valinn i lands- lið Sviss og mun spila á Evrópu- mótinu I Brighton i sumar Bigat er yngstur Svisslending- anna, aðeins 37 ára. GERÐU ÞÉR GREIN FYRIR SPILASKIPTINGUNNI Sjöunda greinin I BOLS- keppninni um 1000 dollara verö- laun, sem hollenzka stórfyrir- tækiö gengst fyrir, er eftir Bandarikjamanninn, Bobby Wolff. Hann segir: ,,Sumt af þvi óþekkta varö- andi spilin sem viö sjáum ekki er auðvelt aö geta sér til um: Andstæðingur, sem hefur opnað á Ilklega a.m.k. 13 hápunta og svo frv. Liklegt — en ekki alltaf alveg öruggt. Góði úrspilarinn er ekki ánægður með þessi auðveldu sönnunargögn og reynir þvi að fletta ofan af betri upplýsing- um. Eftirfarandi spil er gott dæmi um þetta. Staðan er allir á hættu og austur gefur. 4 9-8-7-5 y A-G-8-3 4 K-D-7 4 8-2 N S 4A-D-10-6-3 V5 ♦ 9-3 ♦ K-D-G-10-7 Sagnirnar voru þannig: Austur Suður Vestur Norður 14 14 2 ♦ 44 P P P Þaö voru spilaðir fjórir spað- ar á báðum borðum i sveita- keppni og á báðum borðum var spilamennskan nákvæmlega eins. Hjá öðrum sagnhafanum var spilamennskan byggð á veikum forsendum, meðan hinn var með 100 prósent örugga spila- mennsku. Vestur spilaði út laufafimmi, austur tók á ásinn og spilaði tigulvist til baka. Vestur drap á ásinn, spilaði tigli, austur trompaöi og spilaði laufi. Sagn- hafi átti slaginn, þegar vestur fylgdi lit. Andstæðingarnir höfðu nú fengið þrjá slagi og suður varð að komast hjá þvi að gefa trompslag. Báðir sagnhafar fóru inn á hjartaás og spiluðu trompniu og austur lét lágt. Hvað átti suður að láta? Báðir sagnhafar létu lágt. Ni- an átti slaginn og síðan var spaðadrottningu svinað og spilið var unnið. Allt spilið var þannig: 4 9-8-7-5 V A-G-8-3 ♦ K-D-7 48-2 4 enginn 4 K-G-4-2 ♦ 10-9-6-2 VK-D-7-4 ♦ A-G-10-8-6-5-4 ♦ 2 45-4 4 A-9-6-3 4 A-D-10-6-3 V 5 ♦ 9-3 4K-D-G-10-7 Annar sagnhafinn sagði: Ég spilaði upp á tvisviningu i spaða, vegna þess aö austur opnaði. Vestur hafði sýnt fimm punkta og ég ályktaöi, að austur þyrftiað eiga báða spaðahonór- ana til þess að eiga opnun. Góð ályktun. En er hún nógu góð. Segjum að austur hefði ekki átt spaöagosa. Hefði hann samt ekki opnað? Einspilið I tigli hefði áreiðanlega hvatt hann til þess, þannig að sagn- hafi var ekki alveg öruggur með að tvisvina trompinu. Af hverju spilaði seinni sagn- hafinn upp á, að vestur ætti eng- an spaða? Svarið felst bæði i sögnum og spilamennsku. Aust- ur, sem hafði opnað á einu laufi, sannaðist með aðeins fjögur lauf. Hann gat þvi ekki átt fimmlit I hálit og þar eö hann átti einspil I tigli, þá var spila- skipting hans nákvæmlega 4-4-1- 4. Vestur gat þvi engan spaða átt. BOLS-bridge-heilræði mitt er Undankeppni tslandsmótsins I tvimenningskeppni er lokið og uröu efstir Jakob R. MöIIer og Jón Baldursson. Röð og stig efstu para var þannig: 1. Jón Baldursson og Jakob R. Möller....',..284 2. Jón Hjaltason og Jón Asbjörnsson........279 3. Guðlaugur R. Jóhannsson og Orn Arnþórsson......268 4. Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson.......262 5. Hermann Lárusson og Sigurjón Tryggvason....261 6. Magnús Aspelund og Steingrimur Jónasson .... 243 7. Gylfi Baldursson og Sveinn Helgason........241 8. Guðjón Sigurðsson og Jón S. Gunnlaugsson....233 þvi, að þú skalt ekki vera ánægö ur með að finna út hver eigi hvaða háspil, heldur einnig reyna að finna út hver spila- skiptingin er. Það getur riöið baggamuninn.” 9. Gunnar Guðmundsson og Örn Guðmundsson........232 10. Bragi Jónsson og Dagbjartur Grimsson .... 229 Úrslitakeppnin fer fram dag- ana 31. mai og 1. júni og spila 42 pör til úrslita. Núverandi Is- landsmeistarar i tvimenning eru Asmundur Pálsson og Hjalti Eliasson. Undanúrslit I sveitakeppni Is- landsmótsins eru nú i fullum gangi og er spilað i Domus Medica. Er einn leikur spilaður i dag og tveir á morgun. Tuttugu og fjórar sveitir taka þátt i undanúrslitum, en úrslita- keppnin verður spiluð af átta sveitum dagana 15,—18. mai. Núverandi Islandsmeistarar eru sveit Þóris Sigurðssonar frá Bridgefélagi Reykjavikur. JAKOB OG JÓN UNNU UNDANKEPPNINA * Nú er búið að ganga frá frumvarpi um sparnað i rikisrekstri. Það felur vænt- anlega í sér minni fjárútlát á ýmsum sviðum og minni þjón- ustu sem þvi nemur. Þetta tel ég spor i rétta átt. Það nær ekki nokkurri átt hvernig rikið hefur stjanað við fólkið á flest- um sviðum. Auðvitað ætti þetta að vera akkúrat öfugt. I tilefni frumvarpsins var eftirfarandi ort. A minum ljóðum löng er orðin bið. Líklega hef ég engu þurft aö flíka. En ef að þingmenn þrasa I útvarpiö, ég þrasa lika. Þeir tala um frumvarp fjarskalega gott. sem felur i sér lækkun beinna skatta. A launþegum þeir liklega falla brott og lækka á Matta. Nú skal spara í ríkisrekstri Skyldusparnaöi við leggjum liö, Hklega mun hann ekki neinum bana, og kemur raunar að ráöi aðeins viö ráöherrana. Utanfarargjaldiö ágætt telst. Ekki heyrast kvartanir um það neinar. Verst er að það kemur held ég helst hart viö Einar. 1 frumvarpinu er ekkert illa meint, en einhvern veginn hef ég ljótan grun um, þar reynist flestum ráðstöfunum beint gegn ráöherrunum. Nú skal spara I ríkisrekstri rokna mikið fé. Enginn veit vlst ennþá hvernig ætlunin má ske. Viö splæsum ekki I spltala, sparnaöur það er. SHkt mun eflaust leysa Hka læknaskortinn hér. Skóla enga viljum við, sem valda leiöa og raun. Svo má lækka kannski um krónu kennaranna laun. t útvarpi. má einnig spara. Allir vita þaö. Hvernig best má verkiö vinna vlst mun athugað. Aö flugmálum mun þurfa aö þrengja, þaö ég auðvelt tel. Viö beinum til aðfiugs aöeins annarri hvorri vél. t landhelgismálum fé mun fást, ef flanað er ekki aö neinu, og teknir svona tveir tii þrir togarar I einu. Þótt ylhlýr blærinn engum káli og aldrei skaöa valdi, ailhvass blæs af okkur Páli austan stinningskaldi. Bölvar hver sem betur getur barni miöur þekku. Ýinsum reyndist illa I vetur andvarinn frá Brekku. Þaö kann að vera að einhverjum finnist þetta full mikið af þvi góða, en þrátt fyrir það ætla ég að láta fljóta með eina visu i viðbót eftir tittnefndan höfund. Vetur flýöi fold og sæ, þótt fjarska hratt hann rynni, andar svölum sunnanblæ frá sumarstöku minni. Kannski er ekki allur vetur úti enn, þótt sumardagurinn fyrsti sé liðinn sam- kvæmt almanakinu. Þó ætla ég að vona aö veturinn gæti allrar hófsemi í viðskiptum sinum við sumarið. K.N. kveður: Leið ég hata hófsemdar heiðurs glata vana. Breið er gata glötunar, greiöir Satan hana. Einhver versta glötunargatan er hin blauta braut Bakkusar. Þorbergur Þor- steinsson yrkir. Flaskan villu veilum bjó velsæmd spillir manna, unniö liylli hefur þó höfuösnillinganna. Þar sem vfsan eftir Stein Steinarr í síð- asta þætti prentaðist ekki rétt birti ég hana aftur. Hragaföngin burtu sett botn I söng minn sleginn. Situr löngum sorgum mett sál min öngu fegin. Ben.Ax. I framhaldi af þessu ætla ég að birta annaö ljóð eftir sama höfund, þótt hnökr- ar séu á því nokkrir og það beri það með sér aö vera ort i fljótheitum. En það er ekki oft sem þættinum berst efni likt þessu, og þvi er ég reiðubúinn að fyrirgefa þá galla, sem á ljóðinu eru og kenna má um áðurnefndu timaleysi. Þótt ausuna sé komiö I ekki er sopið kálið. Sparnaöinn fær sú fræga nefnd, sem fjalla skal um málið. Úr þvi að þetta tvennt er komið á prent finnst mér i lagi að birta hér þriðja ljóðið eftir sama höfund.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.