Vísir - 26.04.1975, Side 14

Vísir - 26.04.1975, Side 14
14 Vlsir. Laugardagur 26. aprll 1975. anrm Bankamótið: Inga R. boðið sérstaklega og hann þakkaði fyrir sig með því að vinna alla hina Samband islen/.kra banka- manna gekkst fyrir nýstárlegu skákmóti dagana 12. og 12. april s.i. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og var umhugsun- artimi hvers keppanda 45 minút- ur á skák. Fyrirmyndin mun sótt til Noregs, en þar i landi njóta slik helgarmót mikilla vinsælda. Keppendur á bankamótinu voru 20 talsins og meðal þeirra 4 fyrr- verandi Islandsmeistarar i skák, Björn Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, Ingi R. Jóhannsson og Jón Kristinsson. Inga R. var boðið sérstaklega og hann þakk- aði fyrir sig með þvi að vinna mótið 100%. Hann tefldi af sinu gamalkunna öryggi og vann tvo hættulegustu keppinautana, Jón Kristinsson og Björn Þorsteins- son báða með svörtu. Aðeins einu sinni lenti Ingi i erfiðleikum, gegn Gunnari Gunnarssyni og þar setti klukkan heldur betur strik i reikninginn. Gunnar vann drottn- inguna með laglegri leikfléttu, en hafði ekki tima til að gera sér mat úr liðsyfirburðunum og tapaði á tima. Timahrakið setti svip sinn á fleiri skákir, t.d. hjá Birni Þor- steinssyni og Gunnari Gunnars- syni, þar sem Gunnar notaði sið- ustu sekúndurnar til að drepa kónginn, en Björn svaraði ekki skák. Röð efstu manna varð þessi: 1. Ingi R. Jóhannsson 7 v. 2. Jón Kristinsson 5 1/2v. 3.-5. Stefán Þ. Guðmundsson ...................4 1/2 v. 3.-5. Hilmar Karlsson 4 1/2v. 3.-5. Jóhann ö. Sigurjónsson ...................4 1/2 v. 6.-8. Björn Þorsteinsson 4v. 6.-8. Gunnar Gunnarsson 4v. 6.-8. Leifur Jósteinsson 4v. Skákstjóri var Helgi Ólafsson og fór mótið vel fram að öllu leyti. Naumt skammtaður umhugs- unartimi kom ekki i veg fyrir skemmtilega taflmennsku, eins og eftirfarandi skák ber með sér. Hvitt: Gunnar Gunnarsson Svart: Jóhannes Jónsson Robatsch-vörn. 1. e4 ge 2. d4 Bg7 3. f4 d6 4. Rc3 C6 ( Talið bezta framhald svarts. Hann opnar drottningunni út- gönguleið og valdar jafnframt d5- reitinn). 5. Rf3 Bg4 6. Be2 Db6 7. e5 Rd7? (Boleslavsky mælir með 7....... Rh6 og vitnar til skákar Teren- tjew : Schaposchnikow, 1961 sem tefldist 8. Re4 0-0 9. c3 c5 10. dxc5 Dc6! 11. Rf2 dxe5 12. Rxg4 Rxg4 13. h3 Rh6 14. fxe5 Rf5 og svartur fékk betra tafi.) exd6 Dxb2 Da3 Da5+ Dc7 c5 (Möguleiki var einnig 13... Bf8 sem leiðir til nokkuð þröngrar stöðu fyrir svartan, en hvitur á eftir að sanna réttmæti peðsfórn- arinnar). 8. exd6 9. Be3 10. Re4 11. Bcl 12. Bd2 13. Bb4! 14. dxc5 dxc5 E # E A 1 H 11 i & ö tA t & & £ £ ~5— H (Staðan er að verða skemmtilega taktisk og þá fer Gunnar að kunna við sig). 15. Rd6+ Kf8 16. Rb5 Db6 (Annar möguleiki var 16...Dxf4 17. Bd2 Db8 með mjög tvisýnni stöðu). 17. Bc3 a6 18. Dd6+ Dxd6 19. Bxg7+ Kxg7 20. Rxd6 b5 21. h3 Bxf3? (Eftir þetta nær hvitur öllum tök- um. Betra var 21.... Be6). 22. Bxf3 Ha7 23. 0-0-0 Rg-f6 24. Hh-el Hf8 25. g4 h6 26. h4 Rb6 27. g5 hxg5 28. hxg5 Rh5 29. Bxh5 gxh5 30. Re8+ Kh7 (Ekki 30.... Kg6? 31. Hd6+ og riddarinn fellur). 31. Hd6 Hxe8 (Vonlaust var einnig 31... Rc8 32. Hd6+ Kg8 33. Rf6+ Kg7 34. Rxh5+ Kg8 35. Rf6+ Kg7 36. f5 Hh8 37. Hxh8 Kxh8 38. He8+ Kg7 39. Hg8 mát). 32. Hxe8 Rc4 33. Hh6+ Kg7 34. f5 f6 35. He-h8 og svartur gafst upp, þvi hann tapar hróknum eða verður mát. Jóhann örn Sigurjónsson. MEIRI VANDI ER AÐ GÆTA 0SAMVINNU8ANKINN

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.