Vísir - 26.04.1975, Page 20

Vísir - 26.04.1975, Page 20
VISIR Laugardagur 26. aprll 1975. Smyrill lœkkar ekki bíla- tollinn „Viö útreikning tollgjalda af biium er alltaf gengiö út frá eöli- legum flutningskostnaöi,” sagöi Björn Hermannsson tollstjóri, er hann var spuröur hvort bilar yröu ódýrari, ef kaupendur flyttu þá meö sér sjálfir meö tilkomu bil- ferjunnar Smyrils. Með þvi að flytja bilinn með sér i Smyrli er flutningur hans ódýrari heldur en ef hann er fluttur með fragtskipi. Þessi mis- munur er hið eina, sem menn græða á þvi að kaupa bilana ytra eða gegnum umboð hér og fá þá afhenta ytra með það fyrir augum að flytja þá með sér heim i bilaferjunni. Þegar heim kemur er „eðlilegur flutnings- kostnaður”, það er flutnings- kostnaður með fragtskipi, lagöur til grundvallar er tollur er reikn- aður út. „Þótt menn fái flutninginn ókeypis, breytir það engu um toll- gjöldin,” sagöi Björn. Hins vegar hækkar tollurinn, ef billinn er fluttur hingað á dýrari hátt en meö fragtskipi, svo sem með flugi. Þá er flutningskostnaðurinn tekinn að fullu inn i tollútreikn- mginn. SHH Karpov hœttir ekki titlinum fyrr en 78 Karpov/ heims- meistari i skák, lét það koma ótvirætt tram i gær, að hann ætlaði sér ekki að leggja heims- meistaratign sína að veði i keppni við Bobby Fischer fyrr en árið 1978, segir í fréttaskeyti Associated Press. Áöur hefur Karpov gefið i skyn, aö hann væri reiðubúinn til einvigis við Fischer, og hef- ur ekki verið ljóst, hvort þar ætti að keppa um heims- meis ta ra tig nin a, sem Karpov var að ávinna sér vegna þess að Fischer vildi ekki við hann tefla með þeim skilmálum, sem- settir voru. Karpov sagðist i gær vera reiðubúinn að heyja „óopin- bert ” einvigi við Fischer, en þar skyldi ekki keppt um titilinn. -HH Friðrik missti of öðru sœti Jafntefli við Mecking í síð- ustu umferðinni í gœrkvöldi „Þetta varð ekki löng skák, dálitið þóf og ekk- ert við þvi að gera, að hún yrði jafntefli," sagði Friðrik ólafsson stórmeistari i símaviðtali við Vísi í gærkvöldi. Hann varð að láta sér nægja jafntefli i siðustu skák sinni á mótinu, við Brasilíumanninn Meck- ing. Með þvi missti Friðrik af öðru sæti, sem hann hefði getað náð með þvi að sigra Mecking. Ljubojevic hélt fyrsta sætinu örugglega og hlaut 11 vinninga. Mecking varð annar með 10. Þegar Visir ræddi við Friðrik i gærkvöldi, var ekki enn séð, hvernig siðustu skákum Tals og Andersson mundi lykta. Þeir gætu með sigri komizt upp i 10 vinninga, upp fyrir Friðrik og náð Mecking. Friðrik og Hort höfðu lokið sinum siðustu skák- um og fengu þeir 9 1/2 vinning hvor. „Ég er ánægður með seinni hluta mótsins,” sagði Friðrik. „Ég átti eiginlega ekki von á að komast þetta hátt eftir slæman kafla i fyrri hlutanum.” Friðrik sagði, að næsta mót, sem hann tæki þátt i, yrði lik- lega ekki fyrr en i júli, i Sviss. -HH Guðmundur í sjö unda til tíunda Guðmundur Sigur- jónsson varð i 7.—10. sæti á skákmótinu i Lone Pine i Kaliforníu, að þvi er segir i einkaskeyti frá Associated Press Vladimir Liberzon, sovézkur stórmeistari, sem fluttist til Isra- els I fyrra, varð efstur með 7 1/2 vinning. Umferðirnar voru 10. Hann vann fimm skákir og gerði fimm jafntefli. Larry Evans, fyrrverandi Bandarikjameistari, varð annar með 7 vinninga. Hann tapaði fyrstu skákinni á mótinu fyrir einu konunni, sem þar keppti, Alla Kushnir frá Israel. Með 6 1/2 vinning voru fjórir, Norman Weinstein, Bandarikjun- um, og stórmeistararnir Florin Gheorghiu Rúmeniu, Svetozar Gligoric Júgóslaviu og Oscar Panno Argentinu. Þeir skipa þvi 3.-6. sætið. Guðmundur, Paul Benkö, Bandarikjunum, Peter Biyiasis Kanada og Eugene Torres Filippseyjum skipa með 6 vinn- inga 7.—10. sæti. Sú íslenzka klófesti piparsveininn víðfrœga Kid Jensen, kannast nokkur við nafnið? Þennan viðfræga plötusnúð og útvarps- mann þekkja allir þeir, sem hlusta á hið þekkta Luxemburgarútvarp og i Englandi, þar sem stærsta hlustendahópinn er að finna, er hann elskaður af ófáum stúlkunum. Það var þó engin þeirra, sem klófesti Kid, heldur islenzk stúlka, Guðrún Þórarinsdóttir, og hefur brúðkaupið verið ákveðið 5. júni. Guðrún hefur starfað sem flugfreyja hjá Loftleiðum þar til nú fyrir stuttu. Það var skömmu eftir áramótin siðustu, að hún fór með félaga sinum, fyrrverandi flugþjóni hjá Loft- leiðum, i heimsókn i útvarps- stöðina i Luxemburg og hitti þá þann fræga plötusnúð Kid Jensen, sem er fæddur Kanadamaður, en hefur starfað við Luxemburgarútvarpið i rúm sex ár. Það var ást við fyrstu sýn, og um miðjan febrúar opinberuðu þau trúlofun sina. Brúðkaupið hefur svo verið ákveðið hér heima þann 5. júni i Dóm- kirkjunni. Guðrún býr nú i Luxemburg, en Kid Jensen mun á næstunni hætta störfum við þá frægu út- varpsstöð og taka til starfa við nýja útvarpsstöð i Nottingham i Englandi. Kid Jensen hefur að undanförnu orðið að fara viku- Guðrún Þórarinsdóttir og Kid Jensen ráögera aö gifta sig þann 5. júni. Ljósm. ÖRP. lega til Nottingham til að vinna þar að þætti sem hann sér um, en eftir brúðkaupið flytja þau Kid og Guðrún alfarin til Nottingham. -JB Fundu 650 grömm af kannabis í stólsívalningum — mikið magn af maríjúana nú í umferð Tollyfirvöld fundu á iriðjudaginn 650 grömm af hassi i bögglapósti, sem var að koma frá Danmörku. Markaðsverð þessa magns hér á landi er um 500 þúsund krónur en grammið af hassi mun vera selt allt frá 800 krónum upp i 1100 krón- ur. Pakkinn með hassinu vakti forvitni tollþjónanna á tollpóst- stofunni. Hann var stór og þungur trékassi sem hafði að geyma stálsivalninga.sem engin skýring var gefin á til hvers væru. Þegar stálsivalningarnir voru athugaðir, kom i ljós að þeir voru holir innan og hafðihassinu verið komið þar fyrir. Móttakandi vörunnar hér á landi vildi ekki kannast við að sér hefði verið kunnugt um innihald þessa dular- fulla pakka. Málið er nú i rannsókn hjá fikniefnadómstóln- um. Að undanförnu hefur verið áberandi hversu mikið magn af marijúana hefur verið i boði hér á landi. Marijúana á uppruna sinn i Ameriku og berst oftast beint þaðan hingað til lands. Greinilegt er, að snemma i þessum mánuði hefur tekizt að smygla inn miklu magni af þessu efni. Það hefur spurzt, að nemendur eins framhaldsskólanna i Reykjavik hafi nýverið i sam- einingu keypt hluta af þessum farmi fyrir á annað hundrað þúsund krónur, en gramm af marfjúana selst hér á landi fyrir um 800krónur. -SHH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.