Vísir - 30.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 30.04.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Miðvikudagur SO. april 1975. visir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfuiltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsia: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúii G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 iinur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Mesfa böl þjóðarinnar Efnahagsmálum þessa lands er stjórnað af þráskák nokkurra voldugra þrýstihópa, sem dreifa milli sin sameiginlegu fé þjóðarinnar. Stjórnmálamennirnir eru nánast leikbrúður þessara forréttindahópa, sem hver otar sinum tota eftir föngum. í fremsta flokki þessara þrýstihópa eru land- búnaðurinn, sjávarútvegurinn, launaþegasam- tökin, landsbyggðin og kjördæmin. Allir þessir hópar hafa sterk itök á alþingi og eiga jafnvel suma þingmenn með húð og hári. Aðeins fáir þingmenn starfa eins og umboðs- menn kjósenda sinna. Flestir eru þeir önnum kafnir við að þjónusta þrýstihópana eða ná sam- komulagi milli þeirra um skiptingu þjóðartekn- anna. Ekki ræður heldur úrslitum, hvar i flokki stjórnmálamenntrnir standa. Þingmeirihlutar rikisstjórna koma og fara, en meirihlutar þrýsti- hópanna eru eilifir. Þessi mikla þráskák á sina biðleiki — eða bráðabirgðaráðstafanir, sem oftast nefnast hinu virðulega nafni efnahagsráðstafanir. Frumvörp um þetta efni eru næstum árlega meginverkefni alþingis, að fjárlagasmiðinni varla undanskil- inni. Með hinum svonefndu efnahagsráðstöfunum er reynt að finna nýtt jafnvægi milli hagsmuna þrýstihópanna og þá vitanlega á kostnað annarra hópa þjóðfélagsins, t.d. almennings og ýmissa at- vinnuvega, sem ekki eru i náðinni. Þessi jafnvægisleit heldur við miðstýringunni, sem einkennir fjármál og efnahagsmál íslands umfram nágrannaþjóðirnar, sem reka meiri eða minni markaðsbúskap i þessum efnum. Stjórnmálamennirnir meina fjármagni þjóðar- innar að leita arðbærustu hafna og reyna að ná þvi i sinar hendur með öllum tiltækum ráðum. Hafa þeir náð gifurlegum árangri á þvi sviði. Þeir ofskatta þjóðina til að afla fjár til að gefa þrýstihópunum i formi styrkja, niðurgreiðslna og ' útflutningsuppbóta. Þeir krækja i fjárfestingarpeninga þjóðarinnar með frystingu i Seðlabanka, útgáfu rikisskulda- bréfa og með forgangi rikisins að erlendum lán- um til þess að geta lánað þá forréttindahópunum með kjörum, sem eru nánast hreinar gjafir. Þetta gerist með meira eða minna sjálfvirkum hætti með þvi, að peningarnir eru eyrnamerktir ákveðnum stofnlánasjóðum. Enginn hirðir um, hvort peningagjafir þessar séu arðbærar eða ekki. En það liggur i augum uppi, að i mörgum tilvikum er um hreina pen- ingabrennslu að ræða, sem siðan veldur fjár- magnsskorti á öðrum sviðum þjóðlifsins. Af öllu þessu magnast verðbólgan og kemur efnahagskerfinu úr skorðum með næsta árviss- um hætti. Hinir voldugu þrýstihópar mergsjúga þannig þjóðfélag okkar á íslandi. Þeir eru öflugri en stjórnmálaflokkarnir og sameinað afl kjósenda. Þeir halda áfram að rikja, þótt rikisstjórnir og þingmeirihlutar komi og fari. Þeir eru mesta böl þjóðarinnar. —-JK ' ALLRA LEIÐIR LIGGJA TIL BELGRAD Það hefur verið mikill straumur erlendra sendi- fulltrúa til og frá Belgrad, hviskur og piskur hefur heyrzt i homum, en stjórnin þögul sem gröfin um, hvað á seyði sé. — Þetta hefur vakið upp aftur spurninguna, um, hvort Júgó- slavia muni sitja ráðstefnu komm- únistaflokka Evrópulanda, sem ráðgerð er á þessu ári. Kommúnista- flokkur Júgó- slaviu lét sig vanta, siðast þegar slik ráð- stefna var hald- in, sem var i Karlovy Vary i Tékkóslóvakiu 1967. Að þessu sinni hafa Júgóslavarnir sett ákveðin skilyrði fyrir þvi, að þeir taki þátt i ráðstefnunni, en þau eru sprottin upp af því, hversu sjálfstæða stefnu kommúnistar Júgóslaviu hafa i heimamálum sinum og utanrlkismálum reynd- ar lika. öfugt við aust- antjaldsrikin, sem I einu og öllu hafa farið eftir linunni frá Moskvu. Ráðstefnan, sem halda á i Austur-Berlin, átti upphaflega að vera á fyrri hluta ársins. En það mun að likindum dragast eitthvað til þess að öryggismálaráð- stefnu Evrópu ljúki fyrst. Vonir mann standa til þess, að það geti orðið I sumar. Aleksander Grlickov, sem var formaður júgó- slavnesku sendinefnd- arinnar á undirbúnings- fundum ráðstefnunnar, lýsti yfir i sjónvarpi: „Við munum ákveða endanlega hvort við sitjum ráðstefnuna eða ekki, þegar liggja fyrir þær tillögur, sem nú er verið að undirbúa að leggja fyrir ráðstefn- una.” Grlickov, sem innan framkvæmdastjórnar kommúnistaflokks Júgóslaviu fer með er- lend samskipti, bætti siðan við þessa yfirlýs- ingu: „Við getum ekki tekið gildar tillögur, sem snerta sameiginleg verkefni okkar og ann- arra rikja, stefnu okkar eða afstöðu.” og aðrar samþykktir verði öllum aðgengileg- ar. Og það er einmitt þetta siöasta atriði, sem staðið gæti á. Eftir undirbúnings- uöu og þátttöku Júgó- slaviu I henni, stein- -þögnuðu. Það eina, sem flokksstjórnarmenn i Belgrad fengust til að segja um, hvort þeir væru hættir við þátt- töku, var, að það „væri ekki tímabært” að ræða þaö. . Tító En einmitt ein slík til- laga mun vera I smið- um, ef marka má þann orðróm, sem heyra má innan ráðstjórnarer- indreka i Belgrad. — Reynist hann sannur, gæti þátttaka Júgóslava á ráðstefnunni brugðizt. Júgóslavar gerðu skilyrði sin alveg ljós á undirbúningsfundun- um, sem haldnir voru i Varsjá i október siðast- liðnum og svo aftur i Búdapest I desember. Þau eru i stuttu máli þessi: Að ráðstefnan verði opinber og fari fram fyrir opnum tjöld- um. Akvarðanir verði aö byggjast á sam- hljóða atkvæðum, en ekki einföldum meiri- hluta. Að allir komi þar fram sem jafningjar og aö sjálfstæði þeirra verði virt. Að enginn flokkur, viðstaddur eða fjarstaddur, sæti þar gagnrýni. Að ályktanir fundina var sett á lagg- irnar undirbúnings- nefnd, sem siðan hefur starfaö I Austur-Berlin við undirbúning álykt- anatillagna, sem leggja á fyrir ráðstefnuna. í þeim eiga að birtast hinar ýmsu skoðanir sendinefndanna. Siöan hefur kvisazt út, að á einum fundi þessarar undirbúnings- nefndar hafi verið lögð fram austur-þýzk til- laga meö greinilegu so- vézku handbragði, sem felur I sér afstöðu — al- gerlega óaðgengilega fyrir Júgóslava. Þeir töldu nefnilega, að sam- þykkt hennar mundi skerða frelsi einstakra kommúnistaflokka. Naumast hafði þessi orörómur fyrr komizt á kreik en júgóslavneskir embættismenn, sem fram að þvi höfðu verið mjög skrafhreifnir um ráðstefnuna fyrirhug- Samt sem áður hafði þó Tanjug, júgóslav- neska fréttastofan, skýrt frá þvi, strax eftir undirbúningsfundinn I Búdapest i desember, að komið hefði til árekstra milli Júgó- slava og Sovétmanna um tillögur að ráð- stefnusamþykktunum. Tanjug sagði, að so- vézka -sendinefndin, studd af öðrum halle- lújanefndum, hefði ver- ið þeirrar skoðunar, að ráðstefnan ætti að láta frá sér fara tvenns kon- ar yfirlýsingar. Annars vegar eina allsherjar viðfeðma stjórnmála- ályktun og hins vegar sérstaka áskorun til Evrópuþjóða. Júgóslavarnir og nokkrir aðrir — eftir þvi sem Tanjug hélt fram — töldu, að ráðstefnan ætti ekki að gefa út slika bindandi hugmynda- fræðilega fyrirskipun. Þessar frásagnir júgóslavnesku frétta- stofunnar studdu eðli- lega orðróminn um, að Júgóslavar væru hættir við þátttöku. Ofan á það bættist svo, að um það leyti, sem austur-þýzka tillagan átti að hafa verið lögð fyrir undir- búningsnefndina, var mikill ys og þys erind- reka austantjalds- stjórna I Belgrad. Grlickov átti marga fundi með diplómötum frá Ungverjala ndi, Tékkóslóvakiu, Pól- landi og viöar. — Aust- ur-þýzki utanrikisráð- herrann, Oskar Fisch- er, kom til Belgrad i op- inbera heimsókn. Tanjug-fréttastofan sagði, að Grlickov og Fischer hefðu rætt sam- vinnu landa sinna á al- þjóðlegum vettvangi. Or heimsókninni fór Fischer til Rúmeniu til viðræðna við Nicolae Ceausescu, forseta, ein- mitt um flokksráðstefn- una. Pólski forsætisráð- herrann, Piotr Jarosze- wic, kom einnig til Bel- grad, og tilkynnt hefur verið, að Gheorghe Macovescu utanrikis- ráðherra Rúmeniu, sé væntanlegur i heim- sókn. Enginn trúir þvi, að straumur allra þessara framámanna til Bel- grad sé kominn til af þvi, að það sé bara I tizku að heimsækja Titó marskálk. UMSJÓNi G. P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.