Vísir - 30.04.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 30.04.1975, Blaðsíða 7
Visir. Miðvikudagur 30. april 1975. cTVlenningarmál HAFNARBÍÓ „The Kid” og „The Idle Class” Allt i öliu: Charlie Chaplin Þvi er nú þannig far- ið, að mér nægja venju- lega litlir skammtar af Chaplin i senn. Það fór lika svo, að þegar ég var búinn að horfa á aukamyndina, ,,The Idle Class”, til enda, var ég saddur orðinn af Chaplin að sinni. Þess- um hrekkjum hans, göngulagi, brosi, hlaupum og öbru brölti. Magnússon HRÆRIR í TILFINN- r INGUM AHORFANDANS En svo tók við myndin „The Kid”, sem fangaði mann gjör- samlega á fyrstu minútunum. Mynd, sem er einstök í sinni röö og fær mann til að biðja um meira. En það er ekki leikur Chaplins, sem vekur mesta að- dáun, heldur frábærir leikhæfi- leikar Jacki Coogan, sem leikur drenginn. (Skyldi Tatum O’Neal hafa fengið að sjá „The Kid” áður en hún fór með hlutverk sitt i „Paper Moon”?) Þessi mynd Chaplins er ein þeirra mynda meistarans, sem hafði fengið „andlitslyftingu”. Hafnarbió hefur tryggt sér sýningarréttinn á þessum gömlu Chaplin-myndum og er áður búið að sýna „Modern Times”, sem á það sameigin- legt með söguþræði „The Kid” að fjalla um baráttu flækingsins við að láta ekki taka frá sér munaðarleysingja, sem hann hefur tekið upp á si'na arma og elskar. Það segir i upphafi mynd- arinnar, að þetta sé mynd „með brosi og ef til vill tári”. Það er rétt. Þetta er mynd, sem hrærir i tilfinningum áhorfandans. Jackie Coogan i myndinni „Daddy”, sem gerð var árið 1923, eða þrem árum eftir töku myndarinnar „The Kid”. Þessi drenghnokki var fimm ára gamail, þegar hann lék á móti Chaplin. Fyrir leik sinn fram að 12 ára aidri fékk hann 4 milljónir dollara. Góður vestri LAUGARASBÍÓ „High Plains Drifters” Leikstjórn og aðalhlutverk: Clint Eastwood. Það, að Clint East- wood sé i aðalhlutverki einhverrar myndar, fær mig ekki til að æða i bió, hann er alltaf eins, hvort sem hann er að leika plötusnúð, kúreka i villta vestrinu eða lög- regluþjón i stórborg. Hafi maður séð East- wood i einni mynd, hefur maður séð allar hliðar leikhæfileika hans. Oðru máli gegnir um leikstjór- ann Clint Eastwood. Þar stendur Clint Eastwood I mynd sinni „High Plains Drifters”. Alltaf jafn sallarólegur og kaldur.... hann mjög framarlega í flokki með stjórnenduin hasarmynda. „High Plains Drifters” er önn- ur myndin i röð þeirra, sem East- wood hefur leikstýrt, en þær myndir eru orðnar fleiri. Það er töggur f þessari mynd. Hvergi dauður punktur og myndin býsna óvenjuleg af kúrekamynd að vera, þó hún sé fjarstæðukennd. Myndatakan er góð og valinn maður i hverju hlutverki. Sniðug saga -misheppnuð mynd GAMLA BÍÓ „Every Little Crook and Nanny”. Leikstjóri: Cy Howard AðalhL: Lynn Redgrave, Victor Mature og Paul Sand. Sagan sem þessi biómynd byggist á, er sjálfsagt sniðug, en myndin er ekki nógu góð. Hana skortir hraða. Hún er svo lang- dregin fyrst framan af, að maður er búinn að fá leið á efninu, áður en hjólið fer að snúast fyrir al- vöru. Sagan segir frá stúlku, sem á mafiuforingjanum Ganucci grátt að gjalda og fær kjörið tækifæri til að hefna sín á honum, þegar hann ræður hana óvænt til þess að gæta sonar sins, 12 ára gamals, á meðan hann sjálfur bregður sér með eiginkonunni til ttaliu. Stúlkan ákveður að setja á svið bamsrán i þeim tilgangi að ná 50 þúsund dollurum út úr mafiu- foringjanum. En margt fer öðruvisi en ætlað er, og spaugileg glata sambandinu við á- atvik reka hvert annað undir horfendurna og það eru fáir, sem lokin. En það er bara búið að hlæja að grininu...... Lynn Redgrave og Paul Sand I hlutvcrkum sfnum I myndinni, sem Gamla BIó sýnir þessa dagana. — A litlu myndinni sést Victor Mature i hlutverki mafiuforingjans, en þetta hlutverk var hið fyrsta, sem Mature tók að sér eftir nokkuö langt fri frá kvik- inyndaleik. og ýmislegt góðgœti úr kartöflum Það má gera ýmislegt fleira við kartöflur heldur en að sjóða þær i potti eða brúna þær á pönnu. Kartöflur má nota I kök- ur, flatbrauö og ýmislegt fleira. Afganga er til dæmis mjög heppilegt að nýta I flatbrauð. Vigdis Jónsdóttir hefur tekið saman bækling um kartöflur, sem útgefinn er af Grænmetis- verzlun iandbúnaðarins og má þar finna margt fróölegt. FLATBRAUÐ Kartöfluafgangurinn nýttur. Rúgmjöli eða blöndu af þvi og heilhveiti er þá hnoðað upp i stappaöar kartöflur með ofur- litlu salti. Breitt úr i flatkökur, hæfilega stórar til að baka á sléttri eldavélarhellu eða þurri pönnu. Þetta flatbrauð er bezt alveg nýbakað með kæfu fyrir viöbit. KARTÖFLUKÖKUR 1 1 hrærðar kartöflur 75 g hveiti 2 egg 1 dl mjólk smjör eða flot Kartöflukökur má búa til úr afgangi af hrærðum kartöflum. Hrærið hveiti og eggjum út i hrærðar kartöflurnar, þynniö með mjólkinni, ef þess þarf. Steikið á fitugri pönnu, látið hræruna á með skeið, hafið kök- urnar frekar smáar, snúið þeim með steikarspaða. \ Borðið þær heitar meö græn- metisjafningi eða súrri rabar- barasultu. TEBRAUÐ MEÐ KARTÖFLUM 150 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 1/2 tsk.salt 75 g smjörlfki 300 g stappaðar kartöflur 3 msk. mjólk Fátt er eins fljótlegt að baka og svona tebrauð.það gengur lika fljótt út. nýbakað með smjöri og osti. Sáldið þurrefnin, myljið smjörliki saman við, vætið i með kartöflum og mjólk. Hnoðið deigið eins litið og komizt verð- ur af með, breiðið það út i 1 1/2 sm þykkt, stingið út kökur með glasi eða hring. Látið þær á smurða plötu og bakið i 15-20 minútur i 200 C stiga heitum ofni, takmarkið undirhitann. KARTÖFLUSTAPPA MEÐ KÆFU Hrærðar kartöflur eru al- gengur réttur, sem flestir búa nú til á þann hátt að hræra soðn- ar flysjaðar kartöflur i hræri- vélinni, þynna þær með heitri mjólk (bræða e.t.v. ofurlitið af smjöri eða smjörliki i henni), og krydda með salti og pipar. Við skulum sleppa s'ykrinum. Ef kartöflurnar eru vel heitar þeg- ar þær eru settar i hrærivélina, þarf ekki að hita stöppuna. Kæfa var áður fyrr oft borðuð með heitum kartöflum. Tilvinn- andi er að prófa eina gamla matreiðsluaðferð, ef búin hefur verið til kæfa, vel krydduð með miklum lauk. Er þá biti af kæfu bræddur i potti og kartöflur, soðnar og stappaðar, hrærðar saman við. Þetta er hitað vel og borðað með flatbrauði eða rúg- brauði. HEITT KARIÖFLUSALAT 600-700 g kartöflur 1-2 laukar 2 dl vatn 1-2 matsk. smjörliki eða salat- olia 1-1 1/2 matsk. vinedik 1/4 tesk. salt 1/2 matsk. sykur nýmalaður pipar sólselja (dilD steinselja eða graslaukur Þetta salat er sérstaklega gott með sildarréttum, reyktum ♦iski og pylsum. I það notar maður soðnar kartöflur, kald- ar eöa heitar. Flysjið kartöflurnar og skerið I þvkkar sneiðar. Saxið laukinn og sjóðið hann i vatni og smjör- liki, notið til þess viðan pott eða pönnu. Bætið ediki, salti, sykri ogpipar i lauksoðið. Hellið kart- öflusneiðunum út i og hitið, hrærið varlega i, sneiðarnar eiga að vera heilar. Stráið óspart yfir sólseljugreinum, klipptri steinselju eða graslauk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.