Vísir - 15.05.1975, Qupperneq 1
65. árg. —Fimmtudagur 15. mai 1975—108. tbl.
Miðbœjarframkvœmdir:
VERKSAMNINGAR, -
EKKI KAUPSAMNINGAR
— segja forráðamenn Miðbœjarframkvœmda á bls. 3
ÞETTA ÆTLAR
INGÓLFUR AÐ
OPNA - Baksíða
Náðu skipi
og áhöfn
— Sjá erlendar
fréttir bls. 5
Strandhögg við
Elliðavatn:
Brotizt inn í
tug sumar-
bústaða
Nokkurs konar strandhögg
var framið á bökkum efra
Elliðavatns og Rauöavatns i
fyrrinótt. Þar hefur veriö á
feröinni hópur manna, senni-
lega á bilum, sem brutust inn i
hvern sumarbústaðinn á eftir
öörum, birgöageymslu og verk-
stæöi.
Að þvi er viröist hefur fyrsta
innbrotið verið framið á véla-
verkstæði, er stendur við
Rauðavatn sunnan Suðurlands-
vegar. Þaðan var stolið út-
varpstæki, senditæki og nokkru
af verkfærum. bá var einnig
sömu nótt brotizt inn i birgða-
geymslu hitaveitunnar við
Baldurshaga og rótað til, en
ekki var sjáanlegt i fljótu
bragði, hvort einhverju hafði
verið stolið.
Innbrotsmennirnir lögðu sið-
an leið sina i hvern sumarbú-
staðinn á eftir öðrum. Rótað var
til, skemmt og sóðað út i öllum
og sums staðar skildar eftir vin-
flöskur, svo greinilegt er, að
setið hefur verið að sumbli.
Kaffi og matföngum var sums
staðar dreift um gólf, en ekki
var miklum verðmætum stolið
fyrir utan dýrt málverk, sem
tekið var úr einum sumar-
bústaðnum. Lögreglan fékk til-
kynningu um innbrotið á verk-
stæðið og i birgðageymsluna og
rakti siðan slóð innbrotsmanna i
hvern sumarbústaðinn á fætur
öðrum við efra Elliðavatn. I allt
hefur um tugur sumarbústaða
veriö heimsóttur um nóttina.
Málið er i rannsókn.
— JB
HRIIBI
Litla dráttarskipiö Lifeline liggur hér utan á Hvassafellinu
I Akureyrarhöfn f morgun.
Hvassofell fékk „nýtt líf"
BJORGUNIN
KRAFTAVERKI LÍKUST
Akureyringar lögðu
margir leið sina niður á
bryggju til að skoða strandaði fyrir tveim
Hvassafellið, sem mánuðum við Flatey.
Dráttarbáturinn Life-
line og varðskip drógu
skipið af strandstað i
gærdag. Margirlikja þvi
við kraftaverk, að þetta
ensk-islenzka átak
skyldi ná skipinu út.
Talið er, að þarna hafi farið
fram björgun á dýrasta skipinu,
sem strandað hefur við landiö,
Hvassafellið er metið á allt að 700
milljónir. Það glaðnaöi þvl yfir
tryggingafélögunum og forráða-
mönnum skipadeildar SIS, þegar
þeir höfðu úr helju heimt þetta
glæsilega skip, sem flestir aðrir
en eindæma bjartsýnismenn
höfðu þegar dæmt til að molna við
strendur Flateyjar.
Forráðamenn skipadeildar SIS
fóru norður i morgun. Næsta
verkefni á dagskrá er að draga
Hvassafellið i slipp og kanna
skemmdimar. Siðan er að fram-
kvæma þá viðgerð, sem skipið
þarfnast. Vonandi verður þá lokið
strandhöggi Hvassafells, en ein-
stakt ólán elti skipið og skipshöfn
þess á þessu ári, þvi tvivegis
strandaði það eins og alkunna er.
-JBP-
0g hvernig
líkaði
þér svo
Lénharður...?
Þaö var létt yfir mönnum eftir
frumsýninguna á Lénharöi fó-
geta i gærdag. Gunnar Eyjólfs-
son, sem fór meö hlutverk Lén-
harös, er hér í félagsskap meö
Magnúsi Bjarnfreössyni, eigin-
konu hans og syni þeirra.
Magnús haföi fjármálalegt
eftirlit meö Lénharöi á loka-
spretti verksins. — SJA NANAR
A BAKSIÐU