Vísir - 15.05.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 15.05.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Fimmtudagur 15. maí 1975. SIGGI SIXPEIMSARI .. ......... ............. ..........3ti| --------- 1 ^ ”‘jhaá! Þegar þeir “ ’ eldast geta þeir ekki sagt börnunum sínum^ C frá neinu sem þeir fengu ekki aö gera þegar þeir voru litlir!! r Sunnan kaldi og siðar stinnings- kaldi, skýjað og viða dálftil rigning. Mann einn i Kaliforniu dreymdi ekki alls fyrir löngu, að hann væri að spila við kappana frægu, Garozzo, For- quet og Reese. Hann spilaði eftirfarandi spil með Reese sem félaga — og eftir að Reese i norður hafði opnað á einum spaða varð lokasögnin fjögur hjörtu i austur. Garozzo hélt á spilunum. A ÁK9763 Vekkert ♦ AG1073 *84 *D VK97 ♦ 8654 ♦ KD1092 N V A S *G1054 ♦ AD8642 ♦ 9 *AG *82 ♦ G1053 ♦ KD2 *7653 Ég — segir draqmamaður- inn — spilaði út tigulkóng, en Reese hafði einnig sagt i tígli. Kóngurinn átti slaginn og sið- an kom tiguldrottning, sem Garozzotrompaði. Þá hjarta á kónginn og litið hjarta, sem ég fékk á tiuna. Siðasta tiglinum var spilað, en Garozzo tromp- aði — tók ás og drottningu i hjarta og siðan fimm slagi á lauf. Úff, sagði Reese, þegar Garozzo var búinn að vinna fjögur hjörtu — við hefðum átt góða fórn i fjóra spaða. Rétt, sagði draumamaðurinn, en spilið er nákvæmlega eins og spil á blaðsiðu 132 i bók þinni, og þar er ráðlagt að fórna ekki, þegar maður veit að skipting spilanna er erfið fyrir sagnhafa. Sérfræðivilla, og siðar munu birtast fleiri spil úr draumnum. A meistaramóti Moskvu- borgar i ár kom þessi staða upp i skák Bajkov og Berko- vitsj, sem hafði svart og átti leik. 27.----Rxe2+! 28. Kg2 — f3+! 29. Kxf3 — Rgl+ og hvit- ur gafst upp. Til dæmis 30. Kf4 — Bh6+ eða Kg2 — Bh3+. rirVI LÆKNAR Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00—17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst I heim- ilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur. Nætur- og helgidagavarzla, upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni, simi 51166. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar I sim- svara 18888. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 9.-15. mai er i Apóteki Austurbæjar og Laugavegs Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögun? og almennum fridögum. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Rafmagn: f Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. í Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubiianir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabilanir simi 05. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakt er I Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. ÚTIVISTARFERÐIR Hvitasunnuferðir: 16.- 19. mai. Húsafell og umhverfi. Gengið verður á Ok, Kaldadal og viðar, sem er tilvalið land fyrir göngu- skiði. Einnig styttri göngur með Hvitá og Norðlingafljótiog farið i Vfðgelmi og Surtshelli. Gist inni ög aðgangur að sundlaug og gufu- baði. Fararstjórar Jón I. Bjarna- son og Tryggvi Halldórsson. Farseðlar á skrifstofunni, Lækjargötu 6. Útivist, simi 14606. Hvitasunnuferðir Föstudagur 16/5 kl. 20.00 Þórsmörk Laugardagur 17/5 kl. 8.00 Snæfellsnes (gengiö á Snæfellsjökul) kl. 14.00 Þórsmörk. 18. mai. Kl. 13.00 Seljadalur. Verð 400 krónur. 19. mai. Kl. 13.00 Undirhliðar. Verð 400 krónur. Brottfararstaður B.S.Í. 23. mai, kl. 20.00. Mýrdalur og nágrenni. Leiðsögumaður Einar H. Einars- son, Skammadalshóli, höfundur Árbókar 1975. Farmiðar seldir á skrifstofunni. Ferðafélag Islands, Oldugötu 3 simar 19533 og 11798. Farfuglar — Ferðafólk Hvitasunnuferð i Þórsmörk 17.- 19. mai. Lagt af stað kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Verð kr. 3.100.00. Farfuglar Laufásvegi 41 Simi 24950 Keflavikurprestakall Olafur Oddur Jónsson verður til viðtals i Kirkjulundi á fimmtu- dögum kl. 17 til 19 út maimánuðf og einnig I sima 91-74297 aðra daga. n □AG S D KVÖLD | n □AG Útvarpsumrœður um sjávarútveginn klukkan 20.30: Sjávarútvegur frá öllum sjónarhornum „Sjávarútvegurinn og hagur hans” er yfirskriftin á umræðu- þætti, sem Páll Heiðar Jónsson stjórnar i útvarpinu klukkan 20.30 i kvöld. Þátturinn verður sendur beint út og er öllum áhugamönnum um sjávarútvegsmál heimilt að mæta i útvarpssal á útsending- artima. En til að stjórnendur þáttarins geti áttað sig á fjölda þeirra, sem mæta, eru menn beðnirað tilkynna sig hjá sima- vörzlu útvarpsins. Þátttakendur i kjarna um- ræðnanna verða aftur á móti sjö. Fyrstan er að nefna sjávar- útvegsmálaráðherra, Matthias Bjarnason. Þá mætir einnig til umræðnanna fulltrúi stjórnar- andstöðunnar, Garðar Sigurðs- son frá Alþýðubandalaginu. Jakobi Jakobssyni fiskifræðingi hefur verið boðið og einnig fag- mönnum i sjávarútvegi, þeim Kristjáni Ragnarssyni, for- manni Landssambands is- lenzkra útvegsmanna, og Pétri Sigurðssyni, varaformanni Sjó- mannafélags Reykjavikur. Þá hefur einnig verið leitað til Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Sölusambands is- lenzkra fiskframleiðanda, sem stærstu vinnslugreinanna, um fulltrúa. ,,Ég er að vonast til að við getum rætt um sjávarútveginn frá mörgum sjónarhornum, um samband vinnslunnar og veið- anna, ástand fiskistofna og frið- unarráðstafanir. Kjörin hljóta að verða rædd lika, þótt maður geri sér vitanlega grein fyrir þvi að svona útvarpsþáttur verði vart einn til að samningar tak- ist, þvi miður.” Þetta hafði Páll Heiðar Jóns- son, stjórnandi fyrirhugaðs þáttar, að segja um umræður. Páll hefur nú verið fastur starfsmaður við útvarpið i tvö ár. ,,Ég ber vist þann virðulega titil dagskrárfulltrúi, hvað sem það svo þýðir. Ég er ekki fulltrúi fyrir neina dagskrá nema þá sem ég geri sjálfur og ber þvi ekki ábyrgð á öðru. Ég starfa eingöngu við dagskrárgerð, en ég held að það hafi ekki verið fundið upp neitt skárra starfs- heiti. Dagskrárgerðarmaður? Nei, mér leiðist það orð svo óskaplega. Það setur mann i flokk með útgerðarmönnum og pulsugerðarmönnum,” sagði Páll Heiðar. Pál! Heiðar hefur sýnt sjávar- útveginum mikinn áhuga að undanförnu. Siðastliðna sunnu- daga hefur verið útvarpað þátt- um, sem hann tók upp á veiði- ferð með einum stóru skuttog- aranna og sló sá þáttur það vel i gegn að togararnir hafa vart farið á sjó siðan. Það var þó raunar tilviljun ein að þáttum þessum var útvarpað um leið og útgerð stóru togaranna var i brennipunkti. _jb Kvennadeild Styrktar- félags lamaðra og fatl- aðra. Innanfélagsbingó verður I Att- hagasal Hótel Sögu fimmtudag- inn 15. maf kl. 20,30. Félagskonur eru beðnar að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin. Munið frimerkja- söfnun Geðverndar Pósthólf 1308 eða skrist. fél. Hafn- arstræti 5. Leikvallanefnd Reykjavlkur veit- ir upplýsingar um gerð, v.erð og uppsetningu leiktækja, svo og skipulagningu leiksvæða, alla virka daga kl. 9-10 f.h. og 13-14 e.h. Siminn er 28544. Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt fyrir fullorðna fara fram I Heilsu- vemdarstöð Reykjavikur frá 5,- 24. mai, kl. 16-18 alla virka daga nema laugardaga. Aðgerðin er ókeypis. Kvenfélagið Keðjan heldur fund i kvöld kl. 20.30 að Bárugötu 11. Sumarferðalagið rætt og spiluð félagsvist. Köku- dískar frá skrúfudegi óskast sótt- ir á fundinn. Stjórnin I.O.G.T. St. Andvari nr. 265 Fundur i Templarahöllinni I kvöld kl. 8.30. Venjuleg fundar- störf. Kaffi eftir fund. Félagar fjölmennið. Fyrirlestur og sýning í nýju húsnæði MÍR Félagið MIR, Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarrikjanna, hefur nú fengið leigt húsnæði að Laugavegi 178 (við hliðina á veit- ingastofunni Halta hananum) og i kvöld, fimmtudaginn 15. mai, verður það I fyrsta skipti opnað ’ almenningi. Þá flytur sovézkur sagnfræðingur, dr. V.M. Kulisj frá Visindaakademiu Sovétrikj- anna, fyrirlestur i tilefni þess að 30 ár eru liðin frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt verður opnuð sýning á ljósmynd- um o.fl. og væntanlega verður einnig sýnd kvikmynd. Aðgangur er öllum heimill. — (Fréttatil- kynning frá MIR). | í KVÖLPf Barnatíminn klukkan 16.40: Keppa til úrslita Það er nú orðinn árlegur viðburður að efna til spurn- ingakeppni tóif ára barna um umferðarmál, og úrslita- baráttunni i keppninni i ár verður útvarpað i barnatim- anum klukkan 16.40 i dag. Þetta er tiunda árið, sem þessi keppni er haldin, og siö- ustu árin hefur úrslitunum verið útvarpað. Þetta árið eru það Hliðaskóli og Breiðagerð- isskóli, sem keppa til úrslita. Mikillar og spennandi keppni er að vænta, þar eð þetta er i annað sinn sem Hliðaskóli kemst i úrslit og það þriðja, sem Breiðagerðisskólinn gerir það. Hliðaskólinn hefur einu sinni farið með sigur af hólmi en Breiðagerðisskóli tvisvar. 1 fyrra var það aftur á móti Melaskólinn sem sigraði. Um- sjón með keppninni hefur Baldvin Ottósson fyrir hönd Umferðarnefndar Reykjavik- ur og lögreglunnar i Reykja- vik. Úrslitakeppnin hefst klukkan 16.40 og stendur i um 30 minútur. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.